Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 10
.10
ÍÍORGUNBLAÐIÐ
Þriðjndagtir 6. júní 1944,
am:
í leit að
lífshamingju
— 10. dagur —
Hann horfði á hana með bros
í augunum, og hún brosti á
móti.
„Heldur þú ekki, að þú ættir
að segja mjer, hvað þú hefir
verið að gera allan þann tíma,
sem þú hefir dvalið í París?“
„Jeg hefi lesið mikið. Átta til
tíu stundir á dag. Jeg hefi hlýtt
á fyrirlestra í Sorbonne. Jeg
hygg, að jeg hafi nú lesið alt
það mikilvægasta í frönskum
bókmentum, og jeg get lesið
latínu, a. m. k. óbundið mál,
jafn auðveldlega og frönsku.
Grískan er auðvitað erfiðari.
En jeg hefi mjög góðan kenn-
ara. Áður en þú komst, var jeg
vanur að fara íil hans þrjú
kvöld í viku“.
„Og hvað græðir þú á því?“
„Meiri þekkingu“, sagði hann
og brosti.
„Hvenær kemurðu aftur til
Chicago?“
„Chicago? Jeg veit það ekki.
Jeg hefi ekkert hugsað um
það“.
„Þú sagðir, að ef þú hefðir
ekki fundið það, sem þú leitað-
ir að, eftir tvö ár, þá hættirðu
vlð alt saman og kæmir heim“.
„Jeg get ekki snúið við núna.
Jég er kominn á sporið. Jeg
eygi nú víðáttumikil lönd and-
ans fyrir framan mig, sem jeg
er ákveðinn í að ferðast um“.
„Hvað býstu við að finna
þar?“
„Svörin við spurningum mín-
um“. Hann horfði nær því glað
lega á hana, svo að ef hún hefði
ekki þekt hann svona vel, hefði
hún getað haldið, að hann væri
að gera að gamni sínu. „Jeg vil
vita, hvort guð er til, eða ekki.
Jeg vil komast að því, hvers
vegna hið illa er til. Jeg vil
vita, hvort sál mín er ódauð-
leg, eða hvort öllu lýkur, þeg-
ar jeg dey“.
„Já, en Larry“, hún brosti,
„um aldaraðir hafa menn brot-
ið heilann um spurningar þess-
ar. Ef hægt væri að svara þeim,
væri áreiðánlega búið að' því
fyrir löngu“.
Larry hló.
„Hlæðu ekki, eins og jeg hafi
sagt eitthvað heimskulegt“,
sagði hún reiðilega.
„Nei, þvert á móti var þetta
skynsamlega sagt. En hafi
mennirnir brotið heilann um
spurningar þessar um aldarað-
ir, sannar það aðeins, að þeir
hafa ekki. getað annað og verða
að halda því áfram. Auk þess
er ekki satt, að enginn hafi
fundið svör við þeim. Svörin eru
fleiri en spurningarnar, og
margir hafa fundið svör, sem
eru fullnægjandi fyrir þá.
Ruysbroek gamli, til dæmis“.
„Hver er það?“
„Það er náungr, sem jeg þekti
ekkí, þegar jeg var í menta-
skólanum“, svaraði Larry glað-
lega.
Isabel vissi ekki, hvað hann
átti við, en hjelt áfram:
„Mjer 'finst alt þetta svo full-
orðinslegt. Þetta eru hlutir,
sem nokkrir strákanna í menta
skólanum voru vanir að brjóta
heilann um, en gleymdu síðan,
þegar út í lífið kom, og þeir
urðu að vinna fyrir daglegu
brauði sínu“.
„Jeg lái þeim það ekki. En
nú hefi jeg svo góða aðstöðu,
að jeg á nóg til þess að lifa af.
Ef jeg ætti það ekki, yrði jeg
að vinna fyrir mjer, eins og
hver annar“.
„Er þjer þá alveg sama um
peninga?“
„Já“, svaraði hann og glotti.
„Hvað heldurðu, að þetta
taki langan tíma?-1
„Jeg veit það ekki. Fimm ár,
Tíu ár“.
„Og síðan? Hvað ætlarðu svo
að gera við allan vísdóminn?“
„Ef jeg get nokkru sinni afl-
að mjer vísdóms, verð jeg
sennilega orðinn nógu spakur
til þess að vita, hvað jeg á að
gera við hann“.
Isabel þrýsti saman höndun-
um í ákafa og beygði sig áfram
í stólnum.
„Larry, þetta er rangt hjá
þjer. Þú ert Ameríkumaður.
Þinn staður er ekki hjer. Hann
er í Ameríku“.
„Jeg kem heim, þegar jeg er
reiðubúinn“.
„En hvað um mig? Er þjer
alveg sama um mig?“
„Nei. Jeg vil giftast þjer“.
„Hvenær? Eftir tíu ár?“
„Nei. Núna. Eins fljótt og
mögulegt er“.
„Og á hverju eigum við að
lifa? Mamma hefir ekki ráð á
að láta mig fá neitt. Auk þess
vildi hún það ekki, þótt hún
gæti. Henni fyndist rangt að
hjálpa þjer, þegar þú ekki gerð-
ir neitt“.
„Jeg tæki ekki við neinu frá
móður þinni“, sagði Larry.
„Jeg hefi 3000 á ári. Það er
mikið í París. Við gætum haft
litla íbúð. Við hefðum það dá-
samlegt, Isabel“.
„Það er ejtki hægt að lifa af
þrem þúsundum á ári, Larry“.
„Auðvitað e«x það hægt.
Margir hafa minna, og lifa þó
vel“.
„En jeg vil ekki lifa af þrem
þúsundum á ári. Það er engin
ástæða til þess“.
„Jeg hefi lifað af miklu
minna“.
„En hvernig?“
Hún leit í kringum sig í
skuggalegu herberginu, og það
fór hálfgerður hrollur' um
hana.
„Þú veist ekki, hvað þú ert
að biðja mig um. Jeg er ung.
Jeg vil skemta mjer. Jeg vil
•fara í samkvæmi og á dans-
leiki. Jeg vil spila golf og eiga
hest. Jeg vil ekki ferðast um
í strætisvögnum og leigubif-
reiðum. Jeg vil eiga minn eigin
bíl“. Hún varð sjer alt í einu
meðvitandi um, að augu hans
hvíldu á henni. Þau voru blíð-
leg, eins og altaf, þegar hann
horfði á hana, en dálítið gletn-
isleg. „Þjer finst jeg vera
heimsk, er það ekki? Smá-
munaleg og eigingjörn?“
„Nei, þetta er mjög eðlilegt".
Hann stóð og sneri bakinu í
arininn. Hún stóð á fætur og
gekk til hans, svo að þau stóðu
augliti til auglitis.
„Larry, ef þú ættir ekki eyr-
is virði, og fengir atvinnu, sem
gæfi af sjer 3000 á ári, myndi
jeg ekki hika við að giftast
þjer. Jeg myndi sjóða fyrir þig
matinn og búa um rúmin. Mjer
væri sama, hverju jeg klædd-
ist. Jeg myndi neita mjer um
alt. Mjer væri ánægja að því,
þar eð jeg vissi, að það væri að-
eins um stundarsakir, meðan
þú værir að komast áfram. En
með þessu háttalagi verð jeg
vinnuþræll alt mitt líf. Og til
hvers? Til þess að þú getir not-
að tímann til þess að finna svör
við spurningum, sem þú hefir
sjálfur sagt, að væru óleysan-
legar“.
„Þú hefir dregið upp mjög
dökka mynd af lífinu í París,
með litlum tekjum. En þannig
er það alls ekki. Það er hægt
að klæða sig fallega, án þess að
fara til Channel. Það býr ekki
alt skemtilegasta fólkið í ná-
grenni Sigurbogans eða Foch-
götu. Yfirleitt býr þar lítið af
skemtilegu fólki, því að skemti
legt fólk á oftast litla peninga.
Jeg þekki margt fólk hjer,
listmálara, rithöfunda, stú-
denta, franska, enska og amer-
íska, sem jeg er viss um, að
þjer finst miklu skemtilegra en
langnefjaðar/ greifafrúr og
visnir markgreifar Elliotts
frænda þíns“.
Isabel ypti öxlum.
„Það getur vel verið. En jeg
er ekki vön að umgangast
þannig menn. Jeg á enga sam--
leið með þeim“.
„Og hvar erum við þá
stödd?“
„Nákvæmlega þar sem við
byrjuðum. Jeg hefi átt heima
1 Chicago síðan jeg fyrst man
eftir mjer. Allir vinir mínir
eru þar. Öll mín áhugamál eru
þar. Þar á jeg heima. Og þú
líka. — Mamma er veik, geng-
ur með ólæknandi sjúkdóm.
Jeg gæti ekki farið frá henni,
þótt jeg vildi“.
„Þú vilt þá ekki giftast mjer,
nema jeg komi með þjer til
Chicago?“
Isabel hikaði. Hún elskaði
Larry. Hún vildi giftast hon-
um. Hún vissi, að hann þráði
hana. Hann hlaut að láta und-
an, þegar til kastanna kom.
Hún efaðist þó — en varð að
hætta á það.
„Nei, Larry“.
Hann kveikti í pípu sinni.
Síðan gekk hann framhjá
henni, út að öðrum glugganum.
Hjarta hennar barðist ótt og
títt. Loks sneri hann sjer við.
„Jeg vildi, að jeg gæti sýnt
þjer fram á, hve mörgum sinn-
um fullkomnara líf það er, sem
jeg býð þjer, en nokkuð annað,
sem þú hefir áður þekt. Jeg
vildi, að jeg gæti leitt þjer fyr-
ir sjónir, hve æsandi og auð-
ugt líf andans er“.
Augun jeg hvíli T ,1» I P
með gleraugum 11/|| fl T
frá IJIIII.I.
T óbaks-str ákur inn
Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen.
2.
Þegar frúin sá þetta, reiddist hún afskaplega. „Hvernig
vogar svona l'eppalúði að kyssa dóttur okkar, við sem er-
um af bestu ættum í borginni“, sagði hún við mann sinn.
Hann reyndi að sefa hana, sem best hann gat, og» sagði að
enginn vissi, hvað úr unglingunum yrði, og enginn neitt
um framtíð sinna eigin barna, þetta væri ágætis piltur og
greindur vel, og oft væri mjór mikils vísir, sagði hann. —
Nei, nei, það var sama, bæði hvað hann væri og hvað úr
honum yrði, „þegar fátæklingar og lítilsiglt fólk lendir
með stórmennum, þá blæs það sig út og hreykir sjer hátt,
og sá sem einu sinni er skildingur, verður aldrei ríkis-
dalur, þótt hann glói eins og gullpeningur“, sagði frúin
borgarstjórans, þar fengi hann ekki að vera lengur, hún
vildi losna við hann af sínu heimili. Og úr því borgar-
stjórinn rjeði ekki við konuna sína, þá var ekki um annað
að gerá, en að koma piltinum í burtu, og svo sendi borg-
arstjórinn hann burt á skipi með kaupmanni einum, sem
í staðnum var í verslunarsiglingum, og átti hann að vera
káetuþjónn á skipinu. Við konu sína sagði borgarstjórinn,
að hann hefði selt piltinn fyrir tóbak.
En áður en piltur ljet í haf, braut borgarstjórinn gull-
hringinn sinn í tvennt og fjekk honum annan helminginn,
svo þeir skyldu geta þekkst, ef þeir hittust aftur. — Svo
sigldi skipið af stað og kom næst að landi í hafnarborg
einni lengst úti í löndum. Þangað til borgarinnar var ný-
lega kominn prestur, sem var óhemju mikill ræðuskör-
ungur, svo mikill, að allir sem vettlingi gátu valdið, fóru
alltaf til kirkju að hlusta á hann, og er messað var, fór líka
öll skipshöfnin til kirkju, en piltur var einn eftir á skip-
inu. Þegar hann var að búa til matinn, heyrði hann, að
hrópað var hástöfum nærri skipinu. Hann gekk upp á þilj-
ur og sá að það var gömul kerling, sem stóð þar við sund
nokkurt og hrópaði: „Nú er jeg búin að standa hjerna við
/undið í hundrað ár og hrópa, og vona að einhver myndi
Elytja mig yfir sundið, en enginn hefir heyrt til mín, en
qú hefir þú heyrt, og jeg skal líka launa þjer vel, ef þú
kemur mjer yfir“.
Piltur skaut báti og reri kerlingu yfir, en þá bað hún
hann endilega að koma með sjer til systur hennar, sem
átti heima í bergi einu þar nærri. Þar átti hann að biðja
um gamlan dúk, sem lá uppi á eldhúshyllu. Þegar þau
©0.
f x/nit
Dómarinn: — Þjer, eruð sak-
aðir um að hafa tekið járn-
stengur frá Páli járnsmið.
Þjófurinn: — Já, læknirinn
sagði, að jeg væri blóðlaus og
yrði að taka járn.
★
„Læknirinn minn sagði mjer,
að jeg geti ekki lifað lengi með
þann sjúkdóm, sem þjáir mig.“
„Þá ættirðu að reyna minn
lækni. Hann hefir sjerstakt lag
á því að draga alla sjúkdóma á
langinn.
★
Nýr leigjandi: — Er engin
bjalla í þessu herbergi?
Gestgjafafrú: — Nei, en þjer
þurfið ekki annað en að stappa
í gólfið og þá kærir leigjandinn
neðan undir fyrir mjer, og þá
kem jeg.
★
— Áttu sígarettu? '
— Hvað er þetta, jeg hjelt að
þú værir hættur að reykja.
— Nei, 'til að byrja með er
jeg aðeins hættur að kaupa
tóbak.
★
Lögregluþjónn: — Jæja, lagsi,
svo þú ætlar að stinga af, þeg-
ar þú ert búinn að brjóta rúð-
una.
Strákur: — Nei, jeg ætlaði
bara að hlaupa heim eftir pen-
ingum til þess að borga rúðuna
með.
★
Kaupmaðurinn: — Sem
merki um þakklæti mitt fyrír
vel unnið starf í 25 ár, leyfi jeg
mjer að færa þjer mynd af mjer
að gjöf.
Verslunarmaðurinn: — En
hvað það var líkt yður.
★
Kennarinn: „Hvernig stend-
ur á því, að þú leggur altaf vit-
laust saman? Er enginn heima,
sem hjálpar þjer?“
Drengurinn: „Jú, pabbi“.
Kennarinn: „Hvað er hann?“
Drengurinn: „Hann er þjónn
í veitingahúsi“.
★
— Hvernig gengur það með
veika fótinn?
— Nú, það gengur vel, þegar
jeg sit, en þegar jeg geng, geng
ur það illa.
BÓNAÐIR OG
SMURÐIR BÍLAR
H.f. STILLIR, Laugaveg
168. — Sími 5347.