Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.06.1944, Blaðsíða 1
Kl 11.45: Aukablað II 81. árgangur. 122 tbl. — Þriðjudagur 6. júni 1944 Isafeldarprentsmiðja h.f. jSíðustu irjettir ai innrásinni. D o g sk i p a n Eisenhowers London í dag. : Eisenhower yfirhersöfðingi gaf í upphafi innrásarinnar út dagskipan, sem komið var til hvers og eihs í innrás- arliði bandamanna. Var skipunin á þessa leið: „Hermenn, sjóliðar og flugmenn innrásarhers banda- manna. Þjer eruð nú í þann veginn að leggja út í hina miklu herferð, sem vjer hofum verið að búa oss undir marga undanfarna mánuði. Augu alls heimsins hvíla á yður. Vonir og bænir frelsiselskandi fólks hvar sem er, íylgja yður. ,,í samfjelagi við vopnabræður yðar- og bandamenn á öðrum vígstöðvum, munuð þjer eyðileggja hernaðarvjel Þjóðverja, nema á brott harðstjórn Nasista yfir hinum hernumdu þjóðum og tryggja sjálfum oss frjálsan heim. • ,,Verk yðar verður ekki auðvelt. Óvinirnir eru.vel æfð- ir og vel útbúnir og þaulæfðir bardögum. Þeir munu berj- ast af mikilli hörku. ' „En nú er árið 1944. Margt hefir skeð síðan Nasistar geystust fram árin 1940—1941. Síðan hafa bandamenn valdið Þjóðverjum mörgúm ósigrum. Loftsókn vor hefir mjög lamafi styrk þeirra í lofti og hæfni þeirra til hern- aðar á landi. Þjóðir vorar hafa gefið oss algert ofurefli hvað snertir vopn og önnur hergögn og lagt upp í hendur vorar öll þau tæki, sem með þurfa. Ennfremur höfum vjer ógrynni æfðs varaliðs. „Nú er gangi málanna breytt. Frjálsir menn ganga nú saman til sigurs..Jeg hefi fyllsta traust á skyldurækni yð- ar og hæfni í orustum. Vjer munum ekki gera okkur neitt annað að góðu, en fullan sigur. Gangi yður vel. Og látum oss alla biðjast blessunar Guðs til handa þessu göfuga fyrirtæki". , ¦ Reuter. )e Gaulte komlnn tíl Englands London í dag. DE GAULLE hershöfðingi er kominn til London og mun síðai/ í dag flytja útvarpsræðu til frönsku þjóðarinnar og hvetja hana til baráttu með innrásarherjum bandamanna. Nicholayzek vestur um haf. Washington í gærkveldi: Bú ist er við forsætisráðherra pólsku útlagastjórnarinnar, dr. Nicholayzek hingað í heimsikn í kvöld, mUn hann ræða ýms mál varðandi framtíð Póllands við Roosevelfr forseta og ráð- herra hans. Ekki er vitað að Bandaríkjastjórn hafi á prjórr- unum neinar miðlunartillögur í deílu Rússa og Pólverja. — Reuter. skip taka þátt J. £ JLHX.il. ^JL^XXXXXl LONDON í dag. — Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá REUTER. CHURCHILL FORSÆTISRÁÐHERRA hefir sagt síðustu frjett- irnar af innrásinni. Ljet hann svo um mælt að 4000 stórskip hefðu flutt herinn, ásamt mörgum þúsundum minni skipa. Þá tilkynti Churchill að Montgomery hershöfðingi rjeði fyrir innrásarhernum, sem aðallega væri breskur, en í honum eru einnig hersveitir frá Bandaríkjunum og Kan- ada. — Sumsstaðar ástrondinni hefir þegar verið þaggað niður í fallbyss- um Þjóðverja, að sögn Churchills, og einnig kvað hann lendingu fallhlífa liðs hafa tekist vel. AÐ SÖGN ÞJÓÐVERJA hafa bandamenn gengið á land milli borganna Cherbourgh og Le Havre, en hörðustu orusturnar kveða þeir vera á ströndunum í nánd við borgina Caen (sj*á innrásarkort Morgbl.), en hún er um miðja vegu milli hinna tveggja fyrrnefndu borga. Churchill kvað bandamenn þegar vera komna á land á nokkrum stöðum, en hann gat ekki um, hvar það væri. Yfir Ermarsundi eru háðar miklar loftorustur, er flugvjelar Þjóðverja reyna að ráðast að skipum bandamanna hvarvetna á sundinu. — Einn af liðsforingjum bandamanna með innrásarflotanum hefir skýrt frjeltaritara vorum svo frá, að skipamergðin á sundinu hafi verið ótrúleg. Montgomery hershöf Singi stjórnar hersveitum, sem komn- ar eru á land í Frakklandi. Hann sjest hjer á myndinni til vinsri með Ecsenhower, yfirhershöfðingja alls her afla banda- manna í Vestur- Evrópu. oniQoifiery úrslitin ÁÐUR en Montgomery steig: á skip, sagði hann blaðamönh- um, að hann væri algerlega öruggur um iirslit þeirra á- taka, sem nú væru að byrja. „Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úv því að vinna þenna leik", sagði hershöfð- insinn ennfr'emur. Hann bjóst við að Romr.iel myndi reytia að sigra innrásarherina þe»ar á strönchmum. ,,Það er ekki gaman aíi fásC við Breta og Bandaríkjamenn,' þegar þeir ganga saman til ooi*ustu", sagði Montooiiiery, „Ekkert veit jeg, hvenær stríðinu lýkur, en jeg held varla, að Þjóðverjar geti hald-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.