Morgunblaðið - 07.06.1944, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudag’ur 7. júní 1944,
„Skilaðu hveðju til Eyjannnai“
Þjóðræknisstarfið vestonhafs
Frásögn Richards Beck
Dr. RICHARD BECK, full-
trúi Vestur-íslendinga á þjóð-
háítðinni, kom hingað loftleið-
is í fyrrinótt. Hann er gestur
rikisstjórnarinnar og verður
hjer í 1 Vz mánuð.
Hann kallaði blaðamenn á
sinn fund að Hótel Borg í gær,
Óg skýrði þeim m. a. frá starf-
áemi Þjóðræknisfjelagsins
yestra, frá líðan Vestur-íslend
inga og hve mikil er ræktarsemi
þeirra til ættlandsins, frá frama
þeim, sem landar hafa þar hlot]
íð og vaxandi viðkynning Vest
ur-íslendinga við heimaþjóð-]
ina.
Hann komst m. a. að orði á
þessa leið: Jeg verð fyrst og
fremsl að láta í ljós fögnuð
okkar Vestur-íslendinga yfir
)«eim hlýhug og vináttu, sem
l:om fram í islensku blöðunum
og á annan hátl í sambandi við
25 ára afmæli Þjóðræknisfje-
lagsins í vetur. Þetta hlýjaði
okkur um hjartarætur, því öll
hugsum við til ættlandsins.
Allir Vestur-íslendingar nefna
það að koma „heim“, til íslands,
það jafn hvort þeir em fæddir
vestra eða ekki. Allir hugsa til
,,beim“ferðar eins og slíkt væri
fagur draumur, sem því miður
rætist fyrir fáum. Jeg segi fyrir
mig, að jeg er nærri því ekki
farinn að trúa því enn, að hann
hafi ræst fyrir mjer, eftir 22
ára fjarveru frá ættjörðinni.
Jeg vil ennfremur grípa tæki
■' færið tíl þess að þakka fyrir
það, að ríkisstjórnin sendi jafn
mætan fulltrúa á afmælisþing
okkar vestra, sem herra bisk-
upinn Sigurgeir Sigurðsson.
Með aðlaðandi framkomu sinni
og snjöllum ræðum laðaði hann
hugi okkar Vestur-íslendinga.
Og för hans varð, það get jeg
fullyrt, óslitin sigurför, sem
varð honum til ánægju, en þjóð
inni til gagns og sóma.
Það er mjer vitanlega sjer-
stök ánægja, að vera kominn
lungað til þess að vera viðstadd
ur hinn mikla og sögulega at-
fourð, stofnun .lýðveldisins. Get
jeg fullvissað ykkur um, að
margir hefðu komið að vestan
nú, ekki síður en 1930, ef stríðs-
ástæður hefðu ekki hamlað því.
Þá vjek hann að starfsemi
Þjóðræknisfjelags Veslur-ís-
lendinga.
Talið er, sagði hann, að 30—
40 þús. íslendingar sjeu nú í
Vesturheimi. Af þeim er innan
Við Vz í Bandaríkjunum.
Þjóðræknisfjelagið heldur vel
1 horfinu, þó það eigi við ramm-
an reip að draga, á ýmsan hátt.
A síðustu árum hefir það fært
úl kvíarnar, nýjar deildir stofn
aðar á Gimli og í Argylebygð.
I’jelagsmönnum hefir fjölgað.
Únglingafræðslan í laugardags
skólunum hefir aukist. Að
Gímli sækja t. d. á 2. hundrað
börn skólann. Fjelögum, sem
eru sambandsfjelög Þjóðræknis
fjelagsins, hefir líka fjölgað.
Jsiendingafjelögin í Nevv York
tíg Chicago eru meðal sam-
handsfjelaganna, Starfsemi
Þjóðræknisfjelagsins hjer
b; ima hefir á ýmsan .hátt verið
Þjóðræknisfjelagi okkar til
styrktar og uppörvunar. Heim-
.".óknir manna hjeðan og heim-
sóknir Vestur-íslendinga hing-
að styrkja vináttuböndin og
auka viðkynninguna. Sama er
að segja um námsdvöl ísiend-
inga vestra.
Dr. Beck sagði að íslending-
um vestan hafs liði yfirleitt vel.
Þeir bæru vitaskuld byrðar
ófriðarins sem aðrir Vestur-
heims menn. En gengi þeirra
færi vaxandi. Það er, nú orðið,
meðmæli vestra, að vera íslend-
ingur.
Dr. Beck nefndi marga landa
vestra, sem hlotið hefðu mik-
inn frama og væru í miklu áliti.
Þrír íslendingar eiga t. d. sæti
á þingi Manitobafylkis, Páll
Bárdal, Skúli Sigfússon og G.
S. Thorvaldsson. Victor Ander-
son er í bæjarstjórn Winnipeg.
Þar hafa nokkrir íslendingar
verið á undan honum. í fræðslu
ráði borgarinnar er sr. Philip
M. Pjetursson. Hjálmar Berg-
mann er nýlega skipaður yfir-
rjettardómari. í Manitoba. Wal-
ter Líndal er þar hjeraðsdóm-
ari. Allir kannast við Guðm.
Grímsson. Jósep Thorson er nú
dómstjóri í fjármálarjetti Can-
ada, en hinn kunni læknir dr.
Br. Brandson hcfir nýiega ver-
ið útnefndur dr. juris. Þeir dr.
Hjörtur Thordarson og Árni
Helgason hafa nýlega verið
heiðraðir af Bandaríkjastjórn
fyrir afrek'í verksmiðjurekstri
í þágu slríðssóknarinnar. -
Margt annað mætti nefna, er
sýnir álit og frama íslenska.kyn
stofnsins vestra.
Þá mintist dr. Beck á hin
mörgu vinsamlegu ummæli am-
erískra blaða í garð íslendinga
í sambandi við lýðveldisstofn-
unina, er væri V.-íslendingum
mikið gleðiefni. Lýsti hinu
mikla þjóðnytja starfi, sem
unnið er í sendiráðinu íslenska
í Washington. Það vita engir
sem ekki koma þangað og sjá,
hve þar er mikið starfað. En
sendiherrann og frú hans njóta
mikils áliís og virðingar í Was-
hington. Hann sagði og að á
ræðismannsskrifstofunni í New
York væri unnið mikið og
gagnlegt starf.
Að endingu þetta;
Þið megið vera vissir um, að
í brjósli hvers Islendings vest-
an hafs bærast einlægar vonir
um bjarla framtíð íslands á
þessum límamótum. Löndum
okkar vestra þykir vænt bæði
um þjóðina og landið, eins og
kom fram hjá einum kunningja
mínum er hann kvaddi mig á
brautarstöðinni og bætti við
kveðjuna að lokum: „Gleymdu
ekki að skilja kveðju til Esjunn
Leiðrjetting
í grein minni um leikritið
Paul Lange og Tora Parsberg
J Morgunblaðinu á sunnudag-
inn var, hafa orðið línubrengl
og fallið niður málsgrein. Þar
sem talað er um væntanlegan
leikhússtjóra við Þjóðleikhúsið
átti að standa: ,,. . . mikilsverl
að vel takist um val á manni í
þessa vandasömu og ábyrgðar-
miklu slöðu og vildi jeg mega
beina þeirri ósk til hlulaðeig-
andi stjórnarvatda, að þau taki
þetta atriði sem fyrst til athug-
unar og úrlausnar“.
Þar sem talað er um leik frú
Grieg, hefir orðið linubrengl.
Rjett er málsgreinin svona: —
„Mælti frúin þó. á norsku, en
aldreí varð jeg þess var, að það
kæmi að sök eða illg færi á því
I samleik“. Þá varð ennfremur
tilfærsla á línum í umsögn
minni um Gest Pálsson í hlut-
verki Arne Kraft, niðurlaginu.
Það er rjett þannig:
,,En höfuðið á Arne Kraft
er of gamalt miðað við
Paul Lange. Þeir éru því sem
-næst jafnaldrar (Kraft þó 4
árum yngri). Er Paul Lange að
sjá sem miðaldra maður en
Arne Kraft hvítur á hár og
skegg og gæti vel verið yfir
sextugt“. Þá hefir og upphafs-
línan á umsögn minni um
Kammerherrann (Brynjólf Jó-
hannesson) flulst lil, en þar álti
að standa: „Kammerherrann
leikur Brynjólfur Jóhannesson
vel og skemtilega“. Bið jeg les-
endur að athuga þetta og af-
saka mistökin.
Sigurður Grímsson.
Vestmannakór
væntanlegur í kvöld
BLANDAÐURKÓR Vest-
manneyinga, Vestmannakór,
er væntanlegur hingað til bæj
arins í kvöld. — Kórinn ltem-
ur hingað í simgför og-mun
bann syngja að minsta kosti
dag. — 1 kórnum eru 40 til
50 manns.
Ef veður leyfir munu kórar
bæjarins taka á móti kórnum,
er þeir stiga úr bifreiðum við
Miðbæjarskólan, um klukkan
11.
í gærmorgui iyrir
Frakklandsströudum
London í gærkveldi:
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
Eftir Desmond Thighe, sjerstak
an frjettaritara Reuters með
innrásarhernum.
Þetta er ritað í dögun á bresk
um tundurspilli fyrir Frakk-
landsströndum. Skipið er statt
nokkuð undan bænum Bérniéra
sur mer. Fallbyssur meir en
600 herskipa spúa eldi. Þúsund
ir af flugvjelum fara yfir. Þykk
ir svartir reykjarmekkir eru vf
ir ströndinni fyrir suðaustan Le
Havre. Þetta er ótrúleg sjón,
enda er árásin á meginland Ev-
rópu að byrja. Jeg hefi aldrei
sjeð þvílíkt. Við erum ekki
langt undan landi. Frá stjórn-
palli þessa litla tundurspillis
get jeg sjeð ótrúlegan fjölda
skipa víðsvegar.
Það er stöðugur titringur í
lofti af skotdrunum herskip-
anna og logar gjósa upp á
ströndinni, er sprengikúlurnar
falla til jarðar og springa. Það
er skotið af fallbyssum af öll-
um stærðum og öllum gerðum.
Á síðustu 10 mínútum hafa
meira en 2000 smálestir af
sprengikúlum fallið á strand-
virki Þjóðverja. Klukkan er ná
kvæmlega 25 mínútur yfir 7 og'
jeg get sjeð fyrstu landgöngu-
bátana renna upp að ströndinni,
en stöðugt bruna orustuskipin
og beitiskipin fram og aftur og
skjóta og skjóta.
Stóru skipin hafa dregið úr
ferðinni, en láta nú bátana síga
í sjó niður og stefna þeir beint
upp að ströndinni, fullir af her
mönnum, skriðdrekum og skot
færum. I einum innrásarbátn-
um sje ^eg skriðdreka og er á-
höfn hans þegar komin í hann.
Foringinn glottir þegar bátur-
inn fer fram hjá okkur.
Veðrið er ekki sem best. Það
er talsverður sjógangur og
skýjað loft. Dimm ský þjóta um
himininn og milli þeirra, grillir
maður í sprengjuflugvjela-
flokka stundum. Einnig getur
maður sjeð sprengingar í landi,
þar sem flugvjelarnar varpa
niður sprengjum sínum á stöðv
ar Þjóðverja. Orustuflugvjelar
okkar sveima yfir skipunum, en
ennþá hefir ekki orðið vart við
mótspyrnu í lofti.
Nú taka Þýsku slrandvirkin
tiL að skjóta á skipin. Fyrir aft
an okkar skip er annar tundur-
spilli, sem á í einvígi við þýskt
strandvirki. Vatnssúlurnar
gjósa upp umhverfis tundur-
spillirinn. Maður er löngu orð-
inn' næstum heyrnarlaus af öll
um þessum óskaplega hávaða,
Það er Vian flotaforingi, sem
stjórnaði Cossac í Alt'enfirði við
Noreg, sem ræðnr fyrir þessum
herskipaflota, og það er enginn
smáfloti.
Það virðist vera að versna í
sjóinn, .og það gefur heldur á
skriðdrekaferjurnár. Það geng
ur bókstaflega yfir þær. Þær
eiga líka í erfiðleikum vegna
lendingavarna Þjóðverja. Þeir
hafa lagt net, sem sprengjui’
eru festar við, út a-fströndinni,
Jeg lít aftijr í kringum mig,
Og aðeins eitt get jeg sagt, þetta
er ótrúleg sjón, sem jeg sje.
Siöðug áhlaup
við Jassy
London í gærkveldi: —
I herstjórnartilkynningu
Rússa í kvöld er frá því sagt,
að Þjóðverjar og Rúmenar linni
ekki áhlaupum sínum við Jassy
og geri þau með miklu liði. Rúss
ar kveðast hafa hrundið áhlaup
unum og unnið andstæðingun-
um mikið tjón. — Annarsstað-
ar á vígstöðvunum er kyrt að
kalla, en þó hafa nokkrir bar-
dagar blossað upp á Vitebsk-
svæðinu. — Á Kirjálabotni er
allmikið um viðureignir á sjó,
— Reuter.
Montgomery hershöfðingi stjórnar hersveitum, sem komn-
ar er,u á land í Frakklandi. Hann sjest hjer á myndinni cií
vinsri með Ecsenhower, yfirhershöfðingja alls her afla banda-
manna í Vestur- Evrópu.