Morgunblaðið - 07.06.1944, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagnr 7. júní 1944.
mtUU
Útg.: H.f. Árvakur, Reykj'avík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Viðurkenningin
ÍSLENSKA ÞJÓÐIN hefir nú fengið fylstu staðfest
ingu á því, að treysta mátti í einu og öllu loforðum þeim,
sem stórveldin tvö, Bandaríkin og Bretland höfðu gefið,
varðandi fullveldi landsins. Bæði þessi stórveldi hafa nú
tilkynt opinberlega, að sendiherrar þeirra hjer í Reykja-
vík hafi verið útnefndir ambassadorar dagana, sem þjóð-
hátíðin, vegna lýðveldisstofnunarinnar stendur yfir. •
Meiri sóma var ekki unt að sýna hinu íslenska lýðveldi,
enda felst í þessu hin fylsta viðurkenning lýðveldisins.
Svo sem kunnugt er, gáfu bæði þessi stórveldi, Banda-
ríkin og Bretland, í sambandi við herverndarsamninginn
1941, alveg ótvíræð loforð um að viðurkenna fullveldi
íslands. Bandaríkin staðfestu og þetta loforð haustið 1942,
er því var yfirlýst af hálfu stjórnar Bandaríkjanna, að
hún sæi ékkert því til fyrirstöðu, að Island stofnaði lýð-
veldi eftir árslok 1943.
Islendingar voru aldrei í vafa um, að þessi loforð yrðu
haldin. En það er íslendingum mikið ánægjuefni, að
þessar vinaþjóðir okkar skuli hafa valið fyrsta tækifærið
til þess á svo hátíðlegan og virðulegan hátt að efna hin
gefnu fyrirheit.
Þessi skýlausa viðurkenning beggja þessara stórvelda,
ásamt með hinni vinsamlegu kveðju, er sendiherra Sov-
jetríkjanna nýlega afhenti ríkisstjórninni og sem einnig
verður að skiljast sem viðurkenning þess stórveldis, eru
sögulegir, merkir og ánægjulegir viðburðir, sem íslend-
ingar munu lengi með þakklæti minnast.
Noregur hefir nú fetað í fótspor stórveldanna og orðið
fyrst hinna smærri ríkja til að viðurkenna lýðveldi okkar.
Er íslendingum sjerstakt ánægjuefni, að fá þessa vinar-
kveðju frá hinni hraustu og hugdjörfu bræðraþjóð.
Innrásin
INNRÁS BANDAMANNA, sem svo lengi hefir verið
beðið eftir, hófst í gærmorgun. í því sambandi munu eiga
við þau orð Churchills forsætisráðherra Breta, er hann
viðhafði er innrásin var gerð í Norður-Afríku, að nú sje
hafin „byrjunin á endinum“, því væntanlega verða hin
miklu átök, sem nú eiga sjer stað, til þess að heimsstyrj-
öldin verði til lykta leidd áður en langt um líður.
Enginn veit þó á þessu stigi málsins, hve hin nýbyrjuðu
átök verða löng, en hitt er vitað, að þau verða hörð. Ann-
arsvegar berjast Þjóðverjar fyrir tilveru sinni, eða öllu
heldur fyrir yfirráðum sínum á meginlandi Evrópu, en
hinsvegar berjast hinar sameinuðu þjóðir fyrir endur-
heimtu frelsi sínu.
Leiðtogar bandamanna hafa ekki farið dult með það,
að hersveitir bandamanna eigi erfitt hlutverk fyrir hönd-
um. Þjóðverjar eru enn gráir fyrir járnum, þó þeim hafi
verið veitt þung högg og stór undanfarna mánuði. En
þjóðir bandamanna hafa lagt hart að sjer til undirbúnings
innrásarinnar og enginn er í vafa um, að hin langa bið,
sem orðið hefir á því að bandamenn rjeðustu inn í Vest-
ur-Evrópu, hefir verið notuð út í ystu æsar.
Þegar Churchill tók við embætti forsætisráðherra
Bretaveldis, fyrir rúmlega fjórum árum sagðist hann ekki
hafa lofað þjóðinni nema blóði, tárum, svita og striti. En
margt hefir breyst á þeim fjórum árum, sem síðan eru
liðin.
Það er eins og Eisenhower yfirhershöfðingi sagði í dag-
skipan sinni í gærmorgun, áður en innrásin hófst: „nú er
gangi málanna breytt“.
„Okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að vinna
þenna leik“, mælti Montgomery hershöfðingi við blaða-
menn, áður en hann lagði til atlögu. Þessir menn tala
hvorugur út í hött. Þeir vita hvað þeir eru að segja.
En innrásin er aðeins hafin. Nú er búist við einhverjum
ægilegustu og mannskæðustu orustum veraldarsögunnar
næstu vikurnar. Churchill gerði það ljóst í ræðu sinni í
þinginu í gær, að innrásin í Frakkland í gærmorgun væri
aðeins byrjunarstig.
Ávarp Hákonar
Noregskonungs
innrásar morouninn
Frá norska blaðafull-
trúanum:
Hjer birtist ávarp Hákonar
Noregskonungs, er hann flutti
í Lundúnarútvarpið að morgni
þess 6. júní, í tilefni af fnnrás
bandamanna í Frakkland:
„Norðmenn!
• Sem þáttur í miklum hern-
aðaráformum til að frelsa und-
irokaðar þjóðir álfunnar, eru
byrjaðar nýjar hernaðaraðgerð-
ir í Vestur-Evrópu.
Við fögnum allir þessum tíð-
indum, því með þessu er stigið
mikilvægt skref á leið til sig-
urs og frelsis.
Þó þetta sje mikil uppörfun,
þá mega engir láta hana verða
til þess að þeir leiðist út í óvar-
kárni eða óyfirvegaðar aðgerð-
ir.
Framvegis verður það ennþá
þýðingarmeira en nokkru sinni
fyrr, að tefja og torvelda að-
gerðir óvinanna með öllum ráð-
um, án þess þó að menn setji
sig eða aðra í hættu. o
Fyrirmæli þessi eiga ekki við
skipulagða flokka þá, sem eru
í sambandi við herstjórn. Þeir
fá nú ákveðin fyrirmæli, og
munu fá sín fyrirmæli fram-
vegis. Þessum fyrirmælum
munu þeir fylgja, í þeirri vísu
von, að ef þeir eru í vandræð-
um með felustaði eða matvæli,
þá mun þeim verða hjálpað. Á
þenna hátt munu margir ykkar
fá tækifæri til að taka þátt 1
frelsisbaráttunni, svo lítið
beri á.
Jeg og stjórn mín hylla af
einlægu hjarta alla föðurlands-
vini er standa staðfastir í stöðu
sinni, og líta fram á veginn
til ennþá meiri hlutverka í bar-
áttunni, meiri fórna og treysta
framtíðinni.
Yfirstjórn bandamanna mun
framvegis segja til um það,
hvers krafist er af hverjum ykk
ar, í útvarpi og á annan hátt
munu þið fá fregnir frá hinni
löglegu norsku stjórn.
Við treystum hermönnum
þeim, sem nú taka þátt í sókn-
inni, og fylgjum þeim í hug-
anum með einlægum óskum
okkar. Við vitum að þeir munu
2kki bregðast, og þeir munu
ekki bregðast okkur.
Norðmenn! Haldið saman, og
verið viðbúnir.
Lengi lifi bandamenn og
hugsjónir þeirra!
Haakon R.
Johan Nygaardsvold“.
verji óhripc
% Á
f
Y
Sjómannadagurinn
í Húsavík
Frá frjeltaritara vorum
á Húsavík.
VEGNA óhagstæðs veðurs á
Sjómannadaginn varð ekki mik
ið úr hátíðahöldum sjómanna
hjer.
Þau hófust kl. 10 f. h. með
sjómannamessu. Síðar um dag-
inn fór fram kappstím mótor-
báta og um kvöldið inniskemt-
un. Þar flutti Júlíus Havsteen,
sýslumaður, ræðu. Sýnd var
kvikmynd og síðan dansað.
f
Y
«*♦ ♦t*****«* ***
„Ilún er byrjuð . . . .“
„JÆJA, þá er hún byrjuð“.
„Þeir eru komnir af stað“. „Þar
kom hún loksins11. Þessar setn-
ingar kváðu við um allan bæinn
í gær. Menn hringdu í kunningj-
ana og sögðu: „Hefirðu sjeð
Morgunblaðið? Hún er byrjuð.
Það er komið út aukablað".
Og allir vissu, hver „hún“ var,
því engin „hún“ hefir verið
meira umtöluð undanfarnar vik-
ur. Það var vitanlega innrásin
sjálf, sem menn áttu við. En þó
flestir hefðu búist við innrásinni
svo að segja á hverri stundu síð-
an í byrjun maí, var eins og
menn væru hissa. Margir höfðu
búist við, að innrásin myndi
verða gerð einhvern minningar-
dag bandamanna. Fyrst hjeldu
menn, að innrásin yrði gerð 10.
maí, 'sama mánaðardaginn, sem
Þjóðverjar hófu innrás sína í
Frakkland og Niðurlönd fyrir 4
árum. Síðast bjuggust menn við
innrásinni 4. þ. m., en það var
mánaðardagurinn, sem Bretar
luku við að koma liði sínu frá
Dunkerque 1940.
En það fór eins og maðurinn
sagði: „Verið þið bara rólegir.
Hún kemur yfir mann eins og
hnerri einhvern daginn“.
•
Fyrstu fregnirnar.
FYRSTU FREGNIRNAR komu
eins og búist var við frá Þjóð-
verjum. Það var skömmu áður
en staðfesting fjekst frá banda-
mönnum. En það er nú svo, að
fæstum þykir það nóg að heyra
slíka frjett frá þýska útvarpinu.
Það hafði áður, og það ekki fyr-
ir löngu síðan birt falsfregn um
sama efni. Það var ]yví beðið eft-
ir hvað breska útvarpið segði.
Ekkert var um innrásina sagt í
fyrstu fregnum breska heimaút-
varpsins kl. 5 í gærmorgun, eða
klukkan 7 eftir breskum tíma.
Það var ekki fyr en um 7-leytið
eftir okkar tíma, að fyrsta her-
stjórnartilkynningin barst frá
aðalherstöðvum Eisenhowers. Og
þá var ekki eftir neinu að bíða
lengur.
Vitanlega gat fregnin um inn-
rásina ekki komist í fyrstu út-
gafu Morgunblaðsins, því nokk-
uð af upplagi blaðsins var þegar
komið af stað til kaupenda, þeg-
ar innrásin var að hefjast og stað
festing fjekst ekki á innrásar-
fregninni fyr en um það leyti,
sem blaðið er venjulega komið
af stað í bæinn.
En þegar staðfestingin kom frá
bandamönnum var ekki beðið
boðanna, og um 9-leytið var kom
ið út nýtt Morgunblað með þeim
frjettum, sem þá vorU kunnar,
og auk þess stóru, greiriilegu
landabrjefi af ströndum Norður-
Frakklands, Hollandi og Belgíu.
•
Ungir og gamlir
blaðalesendur.
ÞAÐ VAR ekki lengi að fljúga
fiskisagan, eftir að aukablað
Morgunblaðsins var komið út á
götuna með innrásarfregnirnar.
Fólkið þyrptist á afgreiðsluna til
að ná sjer í blað og blaðasalarn-
ir höfðu nóg að gera. Alstaðar
í Austurstræti mátti líta fólk
með Morgunblaðið, það voru
jafnt ungir sem gamlir. Sendi-
sveinar stöðvuðu hjólhestana
sína og lásu innrásarfregnir,
verslúnarstúlkur komu þjótandi
út úr búðunum. Virðulegir
bankastjórar og embættismenn
gátu ekki beðið eftir að komast
inn á skrifstofurnar sínar, . en
hölluðu sjer upp að húsvegg og
lásu blaðið.
CKjieCjCL Ííii
tnu I
............... £
♦•♦‘-♦♦-♦♦.**.mI,*X*,1**X**X**H**^
Og nú byrjuðu hinar venjulegu
símahringingar til Morgunblaðs-
ins. Altaf þegar eitthvað er um
að vera, er hringt til Morgun-
blaðsins til að fá staðfestingu á
þessu eða hinu.
•
Nýtt aukablað.
EN EKKI VAR nóg að gefa
fólki „reykinn af rjettunum“,
því nú fóru smátt og smátt að
berast nákvæmari fregnir af inn-
rásinni. Það var ]>ví ákveðið að
gera það, sem ekki hefir verið
áður gert í íslenskri blaða-
mensku, að gefa út annað auka-
blað, sama morguninn. Það var
tilkynt, að ný útgáfa af Morg-
unblaðinu kæmi út rjett fyrir kl.
12.
Skörftmu fyrir klukkan 12 fór
að safnast saman múgur og
margmenni fyrir framan af-
greiðslu Morgunblaðsins. Sjálf
afgreiðslan fyltist brátt. Blaða-
sölupiltarnir sáu, að hjer var
þeirra tækifæri komið og þeir
reyndu-að koma sjer að og verða
fyrstir.
„Jeg ætla að fá 500 til að byrja
með“, sagði einn. „Nú er það
svart, maður“, sagði örlítill
snáði, „get jeg fengið 200?“ Og
um leið og þeir fengu bloðin,
þustu þeir út á götuna. „Nýi
Mogginn“, kölluðu strákarnir. —
„Nýi Moggipn“. „Þriðja útgáfan
í morgun, maður“. „Viltu einn?“
Og allir vegfarendur „vildu einn“
Prentvjelin gekk með fullum
hraða, en þó hún skilaði frá sjer
fullprentuðu eintaki á sekúndu
hverri, ætlaði það ekki að duga
til. En flestir fengu einhverja úr-
lausn, enda gat enginn, sem um
götuna gekk, farið svo heim í
matinn, að hann hefði ekki Morg
unblaðið með sjer með síðustu
fregnum af innrásinni.
©
Þannig var innrásar-
morguninn.
ÞANNIG leið innrásarmorg-
uninn í miðbænum í Reykjavík.
Ekki var talað um neitt annað
meira en innrásina. Margir voru
orðnir vantrúaðir á, að banda-
menn myndu gera nokkra inn-
rás á meginlandið. Aðrir sögð-
ust altaf hafa vitað, að hún
kæmi og nokkrir voru íbygnir á
svipinn og sögðu frá því, „að
þeir hefðu fundið þetta á sjer“.
Nokkrir bentu á spámennina og
mintu á, að einn hafði sagt þetta
og annar hitt.
Á kaffihúsunum var nóg af
sjálfboðaliðum, sem vissu alt
hvernig fara myndi og sem gátu
útskýrt út í ægar hversvegna
bandamenn gerðu þetta eða hitt
og hver væri tilgangur Eisen-
howers, og vissulega myndi
Hitler og Rommel ekki vera í
vanda staddir, ef þeir hefðu hin-
ar auðveldu tillögur „kaffihúsa-
herfræðinganna" okkar.
•
Alvarleg stund.
" INNRÁSIN er vissulega ekki
þess eðlis, að hægt sje að hafa
hana í flimtingum. Mestu
hernaðarátök, sem sagan greinir,
eru haíin. Hundruð þúsunda og
jafnvel .miljónir manna munu
láta lífið, eða verða örkumla alt
sitt líf. Næstu vikur og næstu
mánuðir munu verða hinir ör-
laga ríkustq, sem yfir mannkyn-
ið hafa gengið. En þrátt fyrir
þær fórnir, sem færa verður,
ýékur innrásarfregnin fögnuð og
von í brjóstum miljóna manna,
sém beðið hafa í fjögur ár eftir
frelsi sínu.
Teningunum hefir verið kast-
að. 1 ;