Morgunblaðið - 29.06.1944, Blaðsíða 1
Rússnr hafa tekið
Mogilev
BRETAR REVNA AÐ
UMKRBNBJA CAEN
Eru ú unr-
kríngja Bobruisk
London í gærkveldi:
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
STALIN gaf út tvær dagskip
anir í kvöld, viðvíkjandi sókn
Rússa í Hvíta-Rússlandi. Var
tilkynt í hinni fyrri, að borgin
Mogilev hefði verið tekin, ený
hinni síðari, að tekinn hefði ver
ið járnbrautarbærinn Ossipov-
ichi og væri þar með lokið því
verki að umkringja borgina Bo
bruisk. ,
Taka Mogilev.
„Eftir að hafa komist yfir
Dnieper á 120 km löngum kafla
tóku herir vorir borgina Mogil-
ev“, segir í tilkyningunni. „Var
borgin tekin með áhlaupi, eftir
mjög harðar orustur. Sókninni
er nú beint í áttina til Minsk.
Einnig voru teknar borgirnar
Shklov og Byhow, en í báðum
þessum bæjum eru járnbrautar
stöðvar“.
Síðari dagskipanin.
í síðari dagskipaninni er kom
ist að orði á þessa leið: „Her-
sveitir vorar, sem berjast á
fyrstu hvítrússnesku vígstöðv-
unum, tóku í dag í hliðarárás
hinn þýðingarmikla járnbraut-
arbæ Osipovichi, og hafa þann-
ig lokið hringnum um hina mik
ilvægu borg Bobruisk".
Þá er í hinni venjulegu her-
sjórnartilkynningu Rússa sagt
frá því, að tekinp hafi verið
bærinn Lepel, fyrir sunnan Po-
lotsk.
Umsögn Þjóðverja.
Þjóðverjar hafa ekki viður-
kent fall Mogilev, en skýra frá
miklum orustum hvarvetna um
vígstöðvarnar í Hvíta Rúss-
landi. Segjast þeir hafa hrund-
ið árásum Rússa sumsstaðar,
en viðurkenna að þeir hafi hörf
að frá Vitebsk og Orsha. Enn-
fremur segjast þeir hafa unnið
Rússum mikið tjón með loftárás
um.
Hálf önnur miljón
fallin
SENDIHERRA JÚGÓSLAVA
í Algiers sagði í dag, að síðan
Júgóslavía lenti í styrjöldinni,
hefði rúmlega hálf önnur milj-
ón manna fallið úr her landsins
og úr skæruflokkunum. Kvað
sendiherrann þetta hlutfalls-
lega mesta manntjón, sem nokk
ur Evrópuþjóð hefði beðið í
styrjöldinni til þessa. — Reuter
Vígsföðvarnar I Normandi
KORTIÐ hjer að ofan sýnir vígir vígstöðuna á Normandieströndum, eins og hún er nú.
Harðastar eru nú orustur umhverfis borgina Caen, sem sjest á kortinu. Einnig má greina vígstöð-
una á Cherbourgskaga, en að neðan er mælistokkur, sem menn geta haft til hliðsjónar, er þeir at-
huga fjarlægðirnar.
Þjóðverjar senda Finn-
um herlið til hjálpar
TILKYNNT hefir verið í Berlín og Helsinki, að von
Ribbentrop, utanríkisráðherra Þjóðverja hafi lofað Pinnum
hernaðarhjálp, er hann var fyrir skömmu staddur í Iíelsinki
og ræddi við Ryti forseta og Tanner utanríkisráðherra, og
hafi Þjóðverjar þegar hafið
Finnlandi.
t herst j ó rnartilky nni n gu
Pinna segir í dag, að fyrir
norðaustan Viborg hafi flesL
um árásum Rússa verið hrund-
ið og hafi Pinnar bætt aðstöðu
sína sumstaðar. Lenti víða í
hörðum návígisbardögum.
Á Aunuseiði urðu Pinnar
enn að hörfa fyrir hörðuni á-
hlaupum Rússa og hjeldu sveit
ir þeirra þar til nýrra varnar-
stöðva. Pyrir norðan Onega-
vatn eru bardagar einnig harð
ir, en afstaða herjanna þar
hefir ekkert breyst að ráði.
Finnar segjast hafa grandað
16 rússneskum flugvjelum í
gær, flestum yfir Kirjálabotni.
Fyrsta flokks mótið.
FYRSTA FLOKKS MÓTIÐ
hjelt áfram í gærkveldi og fóru
leikar svo, að K. R. vann Vík-
ing með 3—0 og Valur vann
í. R. með 2—1. — Mótið held-
ur áfram annað kvöld.
liðflutninga til vígstöðvanna í
Orustur harðna
á Ítalíu
London í gærkveldi.
VARNIR Þjóðverja á Ítalíu
fara nú harðnandi, einkum á
mið- og vesturvígstöðvunum.
Hefir komið þar til skriðdreka-
bardaga, en bæði fimti og átt-
undi herinn hafa getað sótt
nokkuð fram, en á Adríahafs-
ströndinni hefir sóknin ekki
gengið hratt eins og áður. —
Flugvjelar bandamanna fara
stöðugt til árása á stöðvar í
Ungverjalandi og Rúmeníu.
Manntjón Breta •
á Italíu.
Tilkynt hefir verið opinber-
lega, að Bretar hafi mist 73.000
manns á Ítalíu. Af þeim fjellu
14.000, 48.000 særðust, en
11.000 er saknað. — Manntjón-
ið er reiknað frá upphafi inn-
rásarinnar og til þessa dags.
Dewey í fram-
boði gegn
Roosevelf
New York í gærkveldi.
í DAG var Thomas Dewey,
landsstjóri í New York ríki,
kjörinn sem forsetaefni Repu-
blikanaflokksins við forseta-
kosningar þær, sem bráðlega
fara fram í Bandaríkjunum.
Var Dewey kosinn með 1056
atkvæðum, en Mac Arthur
hershöfðingi fjekk eitt atkvæði
Kosning Deweys var talin viss
Framh. á 2. síðu
Cherbourghöfn
illa útleikin
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunbl
frá Reuter.
TALSMAÐUR herstjórn-
ar bandamanna í aðalstöðv-
um þeirra sagði í kvöld, að
verið væri að umkringja
borgina Caen í Normandi,
sem nú er að mestu leyti í
rústum, og hefði sóknin
gengið sæmilega sumsstað-
ar á þessu svæði, þrátt fyrir
mjög harða vörn Þjóðverja,
sem tefldu þarna fram Ti-
gris-skriðdrekum og 88 mm
fallbyssum. Rigning hefir
verið á vígstöðvunum og ó-
hægt um ýmsar hernaðarað-
gerðir.
Cherbourghöfn illa leikin.
Þjóðverjar verjast enn af
hörku á norðausturhorni og
norðvesturhorni Cherbourg-
skagans, en í Cherbourg sjálfri
er nú ekki um aðra mótspyrnu
að ræða af hálfu Þjóðverja, en
skothríð nokkurra fótgönguliðs
manna, sem verjast í rústum
húsa. Höfnin í Cherbourg er
mjög illa leikin og er búist við
að alllangan tíma taki að gera
við hana svo hún verði nothæf
að nýju. Er þegar farið að vinna
að þessu af miklu kappi,
Manntjón og fangar.
Bandamenn hafa tilkynt mann-
tjón sitt í innrásinni til þessa
og nemur það alls rúmlega 40
þús. manna, fallnir, særðir og
fangar. Mest manntjón hafa
Bandaríkjamenn beðið, alls 24
þúsund, en Bretar hafa mist
um 13 þús. manns. Kanada-
menn mistu tæplega 3000
manns. Þá er tilkynt, að þýskir
fangar, teknir síðan innrásin
hófst sjeu um það bil 40 þúsund
að tölu. Þjóðverjar gera gys að
manntjónslista bandamanna og
segja að þar hafi nokkrum
dauðum verið stungið undan.
Fyrir austan Orne-mynni.
Þar halda bardagar er.n á-
fram, og veitist bandamönnum
erfitt að færa þar út yfirráða-
svæði sitt, enda eru úrvalssveit-
ir Þjóðverja þar til varnar. —
Þjóðverjar kveðast hafa gert
usla í flota bandamanna á
Signuflóa með stórskotahríð.
Veður hefir vcrið æði illt í
gær og fyrradag, en í dag var
það betra og voru nargar flug-
ferðir farnar til aðs.oðar land-
hernum og ráðist á ýmsar sam
Framh. á 2. síðu