Morgunblaðið - 29.06.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1944, Blaðsíða 5
Fimtudagui 29. júní 1944 MORGUNBLAÐIÖ 5 f. Gísli Vilhjálmsson, Akranesi Fiskibdtakaup og síldarver ksmiðjur ,,Oft er það gott, sem gamlir kveða“. í 79. TÖLUBL. Morgunblaðs ins þ. 13. þ. m. fer Óskar Hall- dórsson á stúfana, með hug- leiðingar um fiskibáta og sitt gamla „hobby“, síldarverk- smiðjur. Þar eð í grein þessari kemur fram raunhæf hugsun, úm framtíð þessa megin at- vinnuvegar landsmanna, lang- ar mig til að prjóna neðan við hana nokkrum hugleiðingum. Virðist tímabært, að menn reyni að gera sjer grein fyrir þessum áðstæðum, í fullri al- vöru, því engum dylst, að nauð synin er brýn og úrbætur senn í eindaga. Þetta er og því frem- ur, að það, er ennþá hefir heyrst opinberlega um þessi mál, að mestu er moldviðri, okkar al- kunna nefndakukl og skipulags þvæla, sem setur náklukkna- hljóm fyrir eyru hvers alvar- lega hugsandi manns. Það skal fúslega viðurkent, að innlendar skipasmíðar og að staða til þeirra, eru nauðsyn, til viðgerða, og einnig væri æskilegt að þessi innlenda iðn geti tekið allar okkar nýbygg- ingar. Hvað verklag áhrærir er hún í besta lagi hæf til þessa. Margir ísl. bygðir bátar eru mjög vandaðir og bestu skip, en álla velvild má kaupa of dýru verði. ★ ÞAÐ hygg jeg, að allur fjöld- inn af reyndari útgerðarmönn- um sje okkur Ó. H. sammála um að tæplega væri giftusam- legt fyrir framtíðar afkomuna, að endurnýja fiskiflotann ein- vörðungu eða mestmegnis með ísl. nýbyggingum, það sýnir hve fáir slíkra manna hafa ráð- ist í nýbyggingar undanfarið. Þó hygg jeg, að flestir þessara manna vildu fórna nokkru til að styðja innl. skipasmíðar. En bilið er alt of breitt milli verðs og afkomuútlits „noi'mal tíma, mun ekki alls fjarri, að ofaukið sje núlli aftan við tölu þá, er talist gæti skynsamlegt verð. Hinsvegar eru raddir þær og samþyktir, sem heyrst hafa frá skipasmiðum og iðnaðarmönn- um yfirleitt, mjög svo skiljan- legar og síður en svo, að ástæða sje að álasa þeim, þeirra vegna. Hver vill sinum tota fram ota, og hjer eru þeir að verja af- komu og atvinnu sína, og er ekki venja hjer, upp á síðkast- ið, að nema neitt við nögl sjer í þeim efnum. Auk þess hefir iðnaðarstjettin yfirleitt ekki farið varhluta af þeim nokkuð almennu skoðunum, að alt eigi áð verðbæta og vernda hjer á landi, hið opinbera eigi að subbast í öllu og bruðla út fjé í alt og aila. í raun og veru þýðir þessi styrkjakrafa, að þeir, sem erja fiskimið okkar til sjós og lands, skuli skaffa öllum hinum „brauð og leiki“, því það er okkar einasti at- vinnuvegur, sem gefur raun- veruleg útflutningsverðmæti, þ. é. gefur af sjer meira inn í íandið en til hans er varið út úr landinu. Var auðvitað mál, að þegar hið opinbera fór að bjástra við að styrkja fiskibátakaup, að' einhverjir gæfu sig fram, sem vildu tileinka sjer styrkinn, og á þetta ekki einvörðungu við um skipasmíðastöðvarnar. En fari svo, að það verði ofan á, er það þá ekki rangnefni að kalla það styrk til fiskibátakaupa, vonandi gera þeir, sem valdið hafa, sjer fulla grein fyrir því. -V VIÐVÍKJANDI innfl. tolli á skipaefni og vjelum, er einsýnt að vor kæra löggjöf verður að bíta í það súra epli, að sleppa þeim. Enda mun örðugt að verja, að það er hið argasta gerræði að tolla nauðsynjavör- ur sinnar eigin útfl. framleiðslu, svo sem veiðarfæri, skipaefni, skipavjelar og fleiri nauðsynj- ar framleiðslunnar. Jafnvel að tolia sínar eigin útfl.-vörur er óverjandi. Mun slíkt lítið gert meðal annara þjóða, nema um vöru sje að ræða, sem talist get ur alger óþarfa vara eða at- vinnuveg, sem viðkomandi þjóð er lítið um. Afljetting tolla mun gera ísl. skipabyggingum mun hægara fyrir. Væri óskandi að það reyndist nóg, til að gera þær samkepnishæfar. Hinsvegar ef- ast jeg um, að það væri nándar nærri nóg. Alt verður þetta að byggjast á hagrænum grundvelli, gagn- vart afkomu væhtanl. skipa og sjer í lagi, að hverju verður þjóðinni minst útgjöld út úr landinu. Dæmi munu til, frá árunum fyrir stríðið, þegar gjaldeyrisbrjálæðið hjer var í blóma, að inn í landið var keypt hráefni til iðnaðar, fyrir hærri upphæð í erl. gjaldeyri, heldur en hægt var að fá sama magn af fullunninni, að minsta kosti jafn góðri vöru, fyrir sama magn og hægt var að vinna_úr hráefninu. Þetta var til að styrkja innl. iðnað, að sagt var. Þannig lagaður styrkur verður landsfólkinu aldrei annað en hefndargjöf, ekki síst ef um nauðsynjar framleiðslunnar er að ræða. Vonandi förum við ekki aft- ur inn á slíkar brautir, að af- lokinni þessari styrjöld. En færi svo, að við sjálfir hefðum ekki vit eða gæfu til þess, er ekki * ólíklegt, að aðrir, okkur sterk- ari, vildu hafa þar hönd í bagga, ef marka má öll sam- tökin og umtalið um: Viðskifta- frelsi milli þjóða, persónufrelsi og alþjóða samstarf. ★ UM SKIPASMÍÐAR fyrir okkur í Svíþjóð er ekki nema gott eitt að segja, ef veroið væri skaplegt. Svíar byggja mjög vönduð og sjóhæf fiski- skip. Reynsla okkar af sænsk- bygðum skipum er góð. Vjel- arnar þær bestu, sem hingað hafa komið, að sliti og öryggi, auk þess að í þessu stríði hafa þær margar verið endurbættar á ýmsan hátt, um sparneytni og einfaldleika. Einnig alt fylgifje skipa þaðan einfalt, vandað og meðfærilegt fyrir fiskimenn. En verðið, kr. 5.000.00 pr. brúttólest (dw.), herra trúr, hver getur starfrækt slík fiski- skip með hagnaði, þegar niður í öldudal eftir-stríðs-áranna kemur og þá fyrst gætu skip þessi verið komin í gagnið. Annars gæti nú hugsast, að þetta verð væri flumbruleg á- ætlun orðin til í stjórnarskrif- stofum hjer og í Svíþjóð, eða þá óskalisti sænskra skipa- smiða, sem víst hafa þann mannlega veikleika, að vera nökkuð dýrt seldir, sje þeim gefið sjálfdæmi. Jeg hef ástæðu til að halda, að hægt sje að semja um byggingu í Svíþjóð á 40—90 tonna eikarbátum, með ca. 3 héstöflum á tonn, fyr ir 1700.00 sænskar kr. pr. brúttólest, þ. e. ísl. kr. 2.635,00. Byrðingur, bönd og annar frá- gangur samkv. kröfum ísl. rík- isskoðunar. Annar útbúnaður og fylgifje samkvæmt sænsku haffærisskírteini, sem sist er lakara en kröfur okkar um þessa hluti. Við þetta verð kæmi svo uppsigling og ef til vill smíðaeftirlit. Annars getur verið töluvert mismun- andi, að hvaða samningum hægt er að komast í hverju einstöku tilfelli, hærra eða lægra, eftir ástæðum og lagi. Mjer fyrir mitt leyti finst jafnv. þetta bátaverð ískyggi- lega hátt. Man jeg þá tíð, um og fyrir 1930, þegar jeg var gagn- kunnugur fiskibátabyggingum í Noregi og Svíþjóð, og hafði einnig afskifti að nokkrum slík um samningum, að verðið, sem þá var gjarnast verið að þjarka um, lá öðru hvoru megin við þúsund Norðurlanda-krónur pr. brúttólest, fyrir sambæri- lega báta. Þó er það mála sann- ast, að flestum reyndist nógu örðugt, bæði hjer og þar, að láta báta með þessu verði bera sig. En hvernig hefði viðhorfið verið, hefði stofnkostnaður ver ið margfaldur. Auðvitað voru þá mjög þröngir tímar með af- urðaverð, en verður það ekki einmitt þegar þessir bátar gætu komið í gagnið. Það þarf meira en meðal bjartsýni til að trúa þvi, að ekki komi geysi verð- fall og sölukreppa, eftir þessum ósköpum, sem nú ganga á í heiminum. Er ekki ástæða til að vænta, að komið geti verðlags- lágmark, sem er óþekt eftir 1914. ÞAÐ ER ekki ófyrirsynju hjá Ó. II., að benda á í sam- bandi við skipakaup, hvernig- fór fyrir mörgum í lok síðasta stríðs. Þegar það varð óum- deilanlega mörgum stór á- vinningur, að kaupa sig frá byggingafsamningum, með digrum sjóðum, móti því að vei’ða að taka við þeim og reka þau á „normal“ tímum, með stríðsstofnkostnaði. Að öðru leyti, geta hjer komið til greina mörg sjónar- mið. T. d. að fiskiskipaþörf okkar sje orðin svo brýn, að við verðum að afla okkur þeirra, hvað sem þau kosta, án tillits afkomuskilyrða rekst ursins, nje hags þeirra manna eða fjelagsheilda, sem í þau Iégðu fje. Að þessár skipabygg ingar væru hliðstæðar íbúð- arhúsabyggingum. Þar knýr bráðnauðsyn til íramkvæmda, þótt fæstum dyljist, að þess- ar íbúðir eru oíviða öllum öðrum ien hátekjumönnum á „normal' ‘ -tímum. Stofngjald hærra en heilt húsverð venju- legra tíma, og árleg afborgmi í 30—40 ár á 150—200 krón- ur á mánuði íyrir smáíbúð. Hjer er berlega hurðarás um öxl reistur öllum venjidegum verka- og launamönnum, mið- að við venjul. „normal' ‘ á- stand, með sama peningaverði og okkur er gjarnt að hugsa okkur nú. En húsin eru kom- in og vinna sitt hlutverk, að bæta úr íbúðarvandræðunum, og' einhver nýtur góðs af því, hvað sem um rjett greiðslu- skil kann að verða hjá þeim, sem upphaflega keyptu. Frá þessu sjónarmiði sjeð, finst mjer afsakanlegt að kaupa dýr fiskiskip, því lífsnauðsyn eru þau fyrir" atvinnulíf okkar, éngu síður en íbúðarhúsin. Cíetur þá einnig verið rjettast að ' byggja þau hjer heima, þó verðið sje afskaplegt. Þó því aðeins, að aðkeypt efni sje ekki hærra en fullsmíðuð erl. skip. Víst getur þetta verið gott og blessað, þegar búið er að sleppa beislinu frarn af öllu, en meðan við erum enn að reyna að hugsa á hagrænum grundvelli og af ábyrgðartil- finningu gagnvart sjálfum okkur og öðrum, er bitinn ó- neitanlega nokkuð örðugur að 'spcrðrenna. EF TIL VILL erum við svo langt út á refilstigum dýrtíð- ar og verðbólgu, að vonlaust sje við að ráða með skynsam- legum aðgerðum. Best sje að hamstra og draga í þjóðai’- búið, allt sem að gagni má koma síðar, kosti hvað það kosta vill. Láta skuldadagana eiga sig. Hespa svo vandan- um fram af sjer, þegar þar að kemur. T. d. með algeru geng- isfalli núverandi peninga, þ. e. ganga með ráðnum huga í „inflation", þetta hafa aðrir gert á undan okkur. Ekki hef- ir þó þetta ráð þótt >,fair“ og marga saklausa mvndi það hitta óþægilega. og tæplega ganga ganvart erh kröfum. enda vafasamt að það sje neitt þjóðráð lengur.Einhverja stefnu verður að taka í þessti nauðsynjamáli nú þegar. Ó- líklegt. finst mjer, að okkar gamla kreppulána- og skuldá- skila fargan verði aftur reynt til þess mun baggahallinn verða of mikill, og síst, er það heiðarlegra, en gengisfa.il. Ó. II. teltir 100 íiskibáta. hæfilega aukni.ngu, mun bað varla ofílagt. Megínþorri •báta okkar eru gamlir og ■margir affarafje, Þó hygg jeg vjelaþörf okkar ennþá meiri. Þær eru annaðhvort gamlar og mjög slitnar, eða þær sem, nvrri eru, af þannig gerðum, að ólíklegt er, að ekki þurfi að endurnýja þær fljótlega, ef til vill eiga þær flestar ekki lengri aldirr framundan, en gömlu rokkarnir. SVO ERU það síldarveik- smiðjurnar hans Óskars, 30 þús. mála dagvinsla, minna mátti ekki gagn gera. Ekki get, jeg verið þar á sama máli, þó skal það ekki vjefengt, að IOO nýjum bátum og líku síldar- magni og verið hefir nú ea. 'li> ára skeið, að nægilegt yrðý ifyrir þær að vinna, en hve lengi varir slíkt stórfiskitíma- bil, Hvað kostar dauðrekstur þeirra og hinna, sem fypir eru, þegar síldveiði aftur fer aö tregast. Er hyggilegt að leggja nokkra miljónatugi í þetta nú? Er ekki betra að bíða Óskar sæll ? Sjá hverju fram vindur, þörfin er ekki svo b'ryn. Nú eigum við allverulegan verk- smiðjukost, en vantar hins- vegar reynslu um hvern% bera sig, þegar alt kanst í samt lag. Ó. H. Hlýtur að muna þá tíð, að verðmæti. (raunverulegt) síldarmáls var ekki yfir 4 til 6 krónur,, að f í' á dr e gnum vin slukostn a ð i, sem þá var elíki sambærilegor við það, sem nú er, auk að verksmiðjurnar, sem þá voru reknar kostuðu ekki nema lítinn hluta, móti þeim, sem' nú yrðu bygðar. Er á- stæða til að vænta, að verð á verksmiðjuafurðum verðv hæi-ra eftir þetta stríð, en það var fyrir ca. 10—15 árvrmf Eigum við ekki að bíða og sjá hve mikið verður raun- verulegt verð vinslusíldar til fiskiskipa, þegar þar að kem- ur. Bje það hagkvæmt, getum við fljótlega aukið verksmiðj- urnar, fari hinsvegar svo, að mikill hluti verðmætisins fari í vinslukostnað, langar víst engan til að fiska fyrlr vetk- smiðjurnar, þó þær væru upp- komnar. ★ ÞETTA breytir þó ekki þörfinni fyrir fiskibátana, það er hægt að láta suma þeirra gera annað, en að fiska bræðslusíld. En meðal annara orða hafa allir okkar fram- fara-búmenn gleymt síldar- söltun og framtíð hennar. Sá atvimiuvegur var bó lengi drýgstur fyrir fólkið í lamii, að minsta kosti, sjerstaklega kvenfólk og unglingar. Mur» ekki r.jett fyrir okkur að reyna að halda bonum vak- andi. Það var og verður sú framleiðsla okkar, sem víð- astan hefir markað. .Teg álít að við höfum ekki efni á að trassa þenna atvinnúveg nið- nr, hvorki gagnvart fiskirlota okjkar eða verkaíolki. eu þannig gæti farið, ef. við ekki reyndum að halda okkar að- stöðu þar, aðrír koma fljót- lega á þann vettvang þegar um hægist. Ef til vill yrði eft- irróðuriim okkur örðugur. ef við hefðum slept því rúmi á þeim mörkuðum, sem við ,skipuðum áður. Akranesi, 17. apríl 1944. ■ Gísli Vilhjálmsson. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.