Morgunblaðið - 29.06.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1944, Blaðsíða 10
10 Fimtudagur 29. júní 1944 MORGUNBLADIÐ Sophia MacDurfrane. 1Á/. Someriet r^Jauak >,am: í leit að lífshamingju — 30. dagur — „Auðvitað hafði Sophia vesl- ingurinn ekki ráð á að kaupa neitt hjá Molyneux, svo að Jsabel — þú veist hve göfug- lynd hún er, og þegar öllu var á botninn hvolft, höfðu þær þekst frá því að þær voru bö'rn — bauðst til þess að kaupa handa henni kjól, svo að hún hefðí a. m. k. eitthvað almenni- legt til þess að gifta sig í. Auð- vitað þáði hún það með þökk- um“. „Jæja, í stuttu máli bað Isa bel hana að koma heim til sín. dag einn kl. 3, svo að þær gætu íarið saman,Aii þess að máta í síðasta sinn. Sophia kom, en til allrar óhamingju þurfti Isabel að fara með annað barnið til tannlæknis, og kom ekki heim aftur fyrr en kl. 4, og þá var Sophia farin. Isabel hjelt að hún hefði orðið leið á að bíða og farið á undan til Molyneux, og fór því þangað þegar í stað. En hún hafði ekki sjest þar. Þar beið hún lengi eftir henni, en árangurslaust. Hún hjelt því heim aftur. Þau ætluðu öll að borða kvöldverð saman, og þeg ár Larry kom, var það fyrsta, sem Isabell spurði hann um, hvar Sophia væri. Hann vissi það ekki og. hringdi heim til hennar, en eng inn svaraði, og hann sagðist því ætla að fara þangað sjálfur. Þau biðu eins lengi og þau gátu með matinn, en þar eð hvorugt þeirra kom aftur, borðuðu þau hann tvö ein. ,,Þú veist, hvernig líf Sophiu var, áður en við hittum hana í Lappe-götu. Það er svei mjer óheillavænleg hugmynd, þegar þjer datt í hug að fara með okk ur þangað. Larry leitaði að henni alt kvöldið á kránum, þar sem hún hafði verið vön að koma, en fann hana hvergi. Hann fór heim til hennar hvað eftir annað, en dyravörðurinn sagði að hún hefði ekki komið þangað. Hann leitaði hennar í þrjá daga. En hún var gjörsam lega horfin. Fjórða daginn fór hann aftur heim til hennar, og þá sagði dyravörðurinn honum, að hún hefði komið þangað, tek ið farangur sinn og farið eitt- hvað í bíl“. „Var Larry ekki órólegur“. „Jeg sá hann ekki. En Isabel sagði mjer, að hann hefði verið það“. „Hún skrifaði ekki eða ljet heyra neitt frá sjer?“ „Nei“. Jeg hugsaði um þetta dálitla stund. „Hvað heldur þú um þetta?“ sagði jég. „Nákvæmlega það sama og þú, væni miinn. Hún hjelt það ekki út. Hún fór að svalla aft- U"“. Það var svo sem augljóst, en engu að síður var það undar- legt. Því skyldi hún einmitt hafa valið þennan tíma til þess að hlaupast á brott? „Hvernig tók Isabel þessu?“ „Auðvitað þótti henni þetta leitt, en hún er skynsöm stúlka og sagði mjer, að það hefði alt- af verið sín hyggja, að ógæfa væri fyrir Larry að giftast stúlku eins og Sophiu“. „Og Larry?“ „Isabell hefir verið mjög góð við hann. Hún segir að það erf iðasta sje, að hann vilji ekkert um það tala. En hann nær sjer aftur. Isabel segir, að hann hafi aldrei elskað Sophiu. Hann ætlaði aðeins að giftast henni vegna einhverrar misskildrar riddaramensku11. Jeg sá Isabel í anda setja upp hugrekkissvip við úrslit þessi, sem hún var í rauninni mjög fegin yfir. Og jeg vissi það, að næst þegar hún hitti mig, myndi_hún benda mjer á, að hún hefði vitað allan tím- ann, hvernig fara mundi. En það leið nærri því heilt ár þar til jeg sá hana aftur, og þótt jeg hefði þá getað sagt henni dálítið um Sophiu, sem hefði vakið hana til umhugsun ar, kærði jeg mig ekkert um það. Jeg dvaldi í Lundúnum fram að jólum, en þá fór jeg beina leið til Riviera-strandar- innar, án þess að stansa nokk- uð í París. Jeg byrjaði þá að vinna að skáldsögu, og hjelt mig því utan við skarkala lífs- ins næstu mánuði. ★ í júní hafði jeg lokið því erf- iðasta í sögu minni, og fanst því að jeg eiga skilið að fá mjer frí. Jeg tók saman pjönkur mín ar, fór um borð í skútuna, sem við vorum vön að baða okkur frá í Baie des Fosses á sumrin, og sigldi meðfram ströndinni í áttina til Marseilles. Okkur byrjaði illa, og sigldum því mestan hluta leiðarinnar fyrir Ijelegu mótorafli. Við dvöldum eina nótt í Cannes, aðra í Sainte Maxime og þá þriðju í Sanary. Síðan sigldum við til Toulon. Við komum þangað um há- degisbil og síðar um daginp fór jeg í land, og gekk 1 hægðum mínum meðfram hafnargarðin- um og horfði á fólkið. Alt í einu kom jeg auga á Sophiu og um leið kom hún auga á mig. Hún brosti og veifaði til mín hendinni. Jeg gekk til hennar og heilsaði henni. Hún sat ein við lítið borð með tómt glas fyrir framan sig. „Gjörið svo vel að fá yður sæti. Við skulum fá okkur eitt hvað að drekka“. Jeg þakkaði fyrir og settist niður. Hún var í röndóttri peysu, blárri og hvítri, eins og frönsku sjómennirnir nota, rauðum síð- buxum og rauðum skó. Hún var hattlaus og hár hennar, mjög stuttklippt, var nærri því silfurlítað. Hún var nú jafn mikið förðuð og þegar við hitt- um hana forðum í Lappe-götu. Hún bljes frá sjer stóru reykjarskýi og fór að hlæja. „Jeg giftist Larry aldrei, eft- ir alt saman“. „Jeg veit það. Hversvegna ekki?“ „Góði minn, þegar á átti að herða gat jeg ekki látið Larry leika dýrling, er frelsaði mig, syndum spilta sálina". „Hvernig stóð á því, að þjer skiptuð um skoðun á síðustu stundu?“ Hún leit háðslega á m.ig Hun var líkust ódælum strák- hvolpi. En hún var meira að- laðandi núna, en þegar jég sá hana síðast í rauða kjólnum. „Langar yður til þess að vita það?“ Jeg kinkaði kolli. Þjónninn kom nú með bjórinn, sem jeg hafði beðið um handa sjálfum mjer og brennivínið handa Sophiu. Húú kveikti sjer í öðr um vindling. „Jeg hafði ekki bragðað vín í þriá mánuði. Mjer leið hræði- lega. Stundum, þegar jeg var ein, langaði mig til þess að hrópa eins hátt og jeg gat: Jeg get þetta ekki! Jeg get þetta ekki!“ „Isabel ætlaði að gefa mjer brúðarkjólinn. — Hvað skyldi annars hafa orðið af honum? Hann var ferskjuliðaður. . Jeg átti að koma við hjá henni og við ætluðum saman til Mol- yneux. Jeg ætla aðeins að segja þet^a, Isabel til hróss: Það, sem hún ekki veit um föt, hlýtur sannarlega að vera þess vert maður kynni sjer það. Þegar jeg kom heim til hennar, sagði þjónninn mjer, að hún hefði orðið að fara með Joan til tannlæknis, en skilið eftir þau boð til mín, að hún kæmi rjett strax“. „Jeg fór inn í dagstofuna. Á ■borðinu stóðu tómir kaffibollar, og bað jeg þjóninn að gefa ,mjer kaffi. Kaffi var þá það eina, sem hjelt mjer uppi. Hann sagðist ætla að ná í það handa mjer, og fór með tómu bollana og kaffikönnuna fram. Hann skildi eftir flösku á bakka. Jeg leit á hana og sá að það var pólska vínið, sem þið voruð að tala um á Ritz“. • „Zubrovka. Jeg man að Elli- ott sagðist ætla að senda Isabel nokkrar flöskur af því“. „Þið gumuðuð öll af, hve ilm ur þess væri góður, og jeg var forvitin. Jeg tók tappann úr flöskunni og þefaði að því. Það var rjett. Það var skolli góð af því lyktin. Þetta var hræði- leg freisting, en jeg sagði vift sjálfa mig: Fjandinn eigi það. ■ Jeg ætla ekki að líta við því, og jeg kveikti mjer í vindlingi.Jeg átti von á Isabel á hverju augnabliki, en hún kom ekki. Jeg var orðin mjög óróleg. Jeg þoli mjög illa að bíða svona og þarna var ekkert að lesa. Jeg fór að ganga fram og aftur í herberginu og horfa á myndirn ar á veggjunum, en vissi þó alt af af flösku-fjandanum. Þá datt mjer í hug, að jeg skyldi hella dálitlu af víninu í glas og horfa á það. Það var svo faileg;, "á litinn“. „Fölgrænt“. Ef Loftur getur það ekki — þá hver? Matti vitgranni Æfintýri eftir P. Chr. Asbjörnsen. 5. „Æ, bjáni geturðu verið“, sagði móðir hans. „Nú hef- irðu ekkert fengið fyrir alt stritið, en hefðirðu verið svo- lítið skynsamari, ættirðu nú bæði mat og brennivín, hey , og verkfæri. Fyrst þjer gengur þetta svona illa, þá veit jeg ekki hvað jeg á við þig að gera. Kanske myndirðu nú lagast eitthvað, ef þú fengir þjer konu, eins og hver almennilegur maður, konu, sem gæti hugsað svolítið fyrir þjer. Jeg held það sje best að þú reynir að fara af stað og finna þjer konu, en þá verðurðu að haga þjer eins og maður á leiðinni og heilsa, þegar þú hittir fólk“. „Hvað á jeg þá að segja?“ spurði Matti. „Þarftu að spyrja um það? Auðvitað segirðu: í Guðs- friði“. „Já, jeg skal gera eins og þú segir“, sagði Matti og svo lagði hann af stað í bónorðsför. Þegar hann var kominn ’ nokkuð á veg, mætti hann úlfi með 7 unga og þegar hann nálgaðist úlfana, nam hann staðar og heilsaði: „í Guðs friði“. Þegar hann var búinn að segja þetta, fór hann ,heim affur. „Jeg sagði það sem þú varst búin að skipa mjer, mamma“, sagði hann við móður sína. „Hvað sagðirðu þá?“ spurði móðir hans. „í Guðs friði, sagði jeg“, kvað Matti. „Hverjum mættirðu þá?“ spurði móðirin. „Jeg mætti úlfi með sjö unga“, sagði Matti. „Altaf ertu sjálfum þjer líkur“, sagði móðir hans. „Af hverju þurftir þú nú að segja í Guðs friði við úlfinn? Auðvitað áttirðu að klappa saman lófunum og segja: Svei, svei, óþokkinn þinn. Það áttirðu að segja“. „Æ, vertu nú ekki að þessu, mamma, þetta skal jeg segja seinna“, sageh Matti og rauk aftur af stað, og þegar hann var kominn nokkuð eftir veginum, mætti hann brúð- kaupsför. Þá nam hann staðar, og þegar hann var rjett hjá brúðhjónunum, skelti hann saman lófunum og hróp- aði: „Svei, svei, óþokki“. Svo fór hann heim til mömmu sinnar aftur. „Jeg gerði það, sem þú baðst mig um, mamma, en barinn var jeg fyrir það“, sagði Matti, þegar ■ hann kom heim. „Hvað gerðirðu þá?“ spurði móðir hans. • „Jeg skelti saman lófunum og sagði: Svei, svei óþokki“. „Hverjum mættirðu, drengur?“ spurði móðir hans. ' „Jeg mætti brúðkaupsför“, sagði Matti. „Æ, skelfingar heimskingi geturðu verið“, sagði móðir Eitt sitt sat Skoti með kunn- ingja sínum inni á kaffihúsi. Þegar að því kom, að gera skyldi upp reikninginn, heyrð- ist Skotinn segja: «í,Jeg skal borga þetta“. Þjónninn krafði hann því um andvirðið. Daginn eftir birtu blöðin með feitletruðum fyrirsögnum: — „Skoti myrðir búktalara11. ★ — Þú ert að æfa söng. Var það erfitt? — Já, kennarinn vildi fá pen inga fyrir kensluna. ★ Frá Chicago. — Hvernig fór hann Kristó- fer að því að sleppa? — Fyrir snarræði. Hann skaut eina vitnið, sem til var. ★ — Eruð þjer alveg viss um, að ein flaska af þessu meðali nægi til þess gð rækta á mjer skallann? — Já, það held jeg. Að minsta kosti hefir það aldrei komið fyrir að nokkur maður hafi keypt meira en eina flösku. —' Heyrði konan þín, þegar þú komst heim í nótt? — Þú getur getið því nærri. Hún sefur svo laust, að hún heyrir, þegar loftvogin fellur. ★ . Hún: — Heyrðu, hvað fengi jeg, ef jeg skamtaði þjer svona mat á hverjum degi? Hann: — Líftrygginguna mína greidda. ★ Tveir prófessorar voru að tala saman, og annar þeirra kvartaði um það, að hann gæti aldrei munað, hvað kona sín og börn væru gömul. — Það gæti aldrei komið fyr ir mig, svaraði hinn. — Hvernig ferðu að því að muna aldur þeirra? — Það er ekkert auðveldara. Elsti sonur minn er fæddur 2630 árum eftir stofnun Róma borgar. Yngri sonur minn er fæddur 2255 árum eftir dauða Xenophons. Dóttir mín er fædd 1823 árum eftir eyðileggingu Pompejis. Og konan mín er fædd 1918 árum eftir morð Caesars. Sumargestur: — Mjer sýnd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.