Morgunblaðið - 02.07.1944, Blaðsíða 1
Gagnáhlaup Þjóðverja
hal da áfram
Hitler lýsir Florens óvíggirta
borg
• ' s
London í gær: Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
HITLER HEFIR í sjerstakri tilkynningu, sem þýska frjetta-
stofan birti í morgun, lýst hina frægu borg Florens á Mið-Ítalíu
óvíggirta og óvarða borg, og bendir það til þess að Þjóðverjar
hugsi sjer ekki til varnar, fyrr en norður við Podalinn.
í tilkynningunni segir á’
þessa leið: „Yjer gerum þetta'
til þess, að ekki verði eyði-
lagðir listáfjársjóðir þeir,
sem þessi sögufræga borg hef-
ir að geyma' ‘.
Borgina Florens er mjög
fræg, sem aðsetursstaður lista
manna og einnig fyrir lista-
söfn sín. Bæði Michelangelo
og Leonardo da Vinci bjuggu
og störfuðu í borginni, og
einnig var Raphael, hinn
heimsfrægi málari þar um nokk
urn tíma. Dómkirkjan þar
var fyrirmynd St. Pjeturs-
kirkjunnar í Róm, og eru í
kirkjunni margar höggmyndir
Miehelangelos, Luca della
Robbia og annarra listamanna.
Þá eru í San Lorensokirkjum\i
í Floréns mörg listaverk Mic-
helangelos, en í kirkjunni St.
Croche er gröf listamannás-
ins og einnig minnismerki um
Dante, Galilei og Macciavelli.
Dante var fæddur í borinni og
einnig annar af fægustu rit-
höfundum ítala, Bocchacio.
Þá eru miklar vísindastofn-
anir í borginni.
„Ekki slaka á fram-
leiðslunni..."
Washington, 16. júní.
Nýl»ga eru þeir komnir vest-
ur um haf aftur, yfirmenn
Bandaríkja hersins þrír, Mars-
hall, King og Arnold, sem
meðal annars fóru um innrás-
arsvæðið í Normandi.
Við komu sína vestur sögðu
þeir, að nú hjeldu ýmsir að
stríðið væri að verða búið, en
það væri misskilningur. Eng-
inn mætti því draga af sjer við
liernaðarframleiðsluna, því
orustur þær sem framundan
væru, yrðu ægilega hergagna-
frekar og yrði að taka á öllu,
til þess að framleiðslan yrði
Jiægileg fyrir herinn
Blaðamaður stríðfangi.
London: Fyrsti frjettaritari
bandamanna, sem Þjóðverjar
tóku höndum í Normartdi, er að
þeirra eigin sögn James W.
Lee, frjettamaður Gyðinga-
frjettastofunnar í Bandaríkjun
um.
Svifsprengjuárásir
hörðnuðu í gær
London í gær.
FJÖLMARGAR flugsprengj-
ur komu enn yfir Suður-Eng-
land í nótt sem leið og í morg-
un, og fói' þeim fjötgandi eftir
því, sem á daginn leið. Frá fjöl-
mörgum stöðum hafa borist
fregnir um bæði eignatjón og
mikið manntjón.
Loftvarnalið Breta og orustu
flugvjelar eru á verði dag og
nótt gegn vágesti þessum og
tekst að granda mörgum af
sprengjunum, sem virðast fará
mjög fjölgandi síðustu daga.
— Reuter.
Forseta íslands
berast helllaóskir
frá De Gaulle
Frá utanríkisráðuneyt
inu barst blaðinu í
gær, 1. júlí:
FORSETA ÍSLANDS, herra
Syeini Björnssyni, barst í morg
un þetta skeyti frá de Gaulle
hershöfðingja, foringja frjálsra
Frakka:
„Jeg flyt yður bestu heilla-
óskir mínar í tilefni af stofnun
lýðveldisins íslands og kjöri yð-
ar til forseta. Jeg flyt í nafni
bráðabirgðastjórnar franska
lýðveldisins einlægustu árnað-
aróskir til íslensku þjóðarinnar
og yðar, herra forseti, og óskir
um farsæla þróun vinsamlegra
samskifta landa vorra.
Charles de GauIIe,
hershöfðingi.
Hafnfirska stúlkan
ófundin
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
frá Hafnarfirði, er hvarf s.l.
þriðjudagsmorgun, hefir ekki
enn fundist. — Hennar hefir
verið leitað síðan og kafari hef
ir verið fenginn til að kanna
höfnina, en sú leit bar ekki
árangur.
Leitinni mun verða haldið
áfram.
Fræg söngkona
Þannig gengur hin kunna söng-
kona, Lily Pons, klædd, þegar
hún er í fríi. Fatnaðurinn minn
ir mest á baðfatatískuna 1910.
Lily Pons er gift hljómsveitar-
stjóranum Andre Kostellanetz.
Róssar beina lang-
arsékn sinní að
Minsk
Moskva í gær.
DUNCAN ITOOPER, frjetta
ritari vor í Moskva, símar í
dag, að Rússar beini nú tang-
arsókn að borgihni Minsk, og
sjeu nú sumstaðar á þessurn
slóðum komnir yfir hin fyrri
pólsku landamæri. — Harð-
astar eru varnir Þjóðverja við
Polotsk, þar sem þeir hafa
gert mörg og hörð gagnáhlaup
í gær og heldur þeim áfram
í dag. — Reuter.
Landamærum lokað.
London: Frakkar í Algiers og
Marokko hafa lokað landamær
unum milli nýlendna sinna og
spánska Marokko fyrir öllum,
nema frönskum, breskum,amer
ískum eða rússneskum sendi-
mönnum og starfsliði þeirra.
Er hrundið með tilstyrk
sprengjuflugvjela
London í gær — Einkaskeyti til Morgun-
«r - blaðsins frá Reuter.
GAGNÁRÁSUM Þjóðverja á landssvæði það, sem Bret-
ar hafa nág sunnan árinnar Odon, heldur stöðugt áfram
og voru sum þeirra mjög hatröm, sjerstaklega í morgun,
er Bretar urðu að fá flota stórra sprengjuflugvjela til þess
að hjálpa til að hrinda þeim. — Búist er við að átökin
harðni enn að miklum mun, og að úr þeim geti orðið alls
herjarorusta. — Fyrir suðvestan Carentan, í áttina til St.
Lo, hafa Bandaríkjamenn reynt að sækja fram, en bar-
dagar hafa enn ekki orðið miklir þar.
Sjó- og loftorustur
á Kyrrahafssvæðinu
London í gær. Einka-
skeyti til Morgbl. frá
Reuter.
JAPANSKA herstjórnin til-
kynnir í dag, að flugvjelafloti
Japana allmikill, hafi gert á-
rásir á herskip Bandaríkja-
manna fyrir norðan Bonin-ey,
í innri varnarhring Japans, —
eins og sagt er, — og sökt þar
tveim flugvjelaskipum og tveim
öðrum herskipum, sem ekki er
-vitað af hvaða tegund voru. •—
Einnig skutu þeir niður 55 flug
vjelar andstæðinganna, að
sögn tilkynningarinnar, en
mistu sjálfir 48.
I tilkynningunni er farið mikl
um lofsorðum um flugmenn þá,
sem árásina gerðu, og ennfrem-
ur sagt, að flugherinn hafi stutt
mjög setuliðið á Saipan-ey. —
Þá er svo frá skýrt, að á tíma-
bilinu 20.—30. júní hafi á þessu
svæði verið sökt fyrir Banda-
ríkjamönnum einu orustuskipi
Þjóðverjar segja irá
skipatjóni í innrás-
inni
London í gærkveldi.
ÞJÓÐVERJAR hafa gefið út
skýrslu um skipatjón banda-
manna í innrásinni og er hún á
þessa leið:
„í árásum vorum á innrásar-
flotann í júnímánuði var sökt
skipum samtals 312.600 smál.
að stærð. Floti, flugher og
strandvirki söktu 51 flutninga-
skipi, en skaddaði önnur 56
skip, samtals um 320.000 smál.“
„Tvö stór og þrjú minni þeiti
skip fórust af vorum völdum,
einnig 22 tundurspillar. Nokk-
ur orustuskip, þar á meðal ann
aðhvort Nelson eða Rodney,
voru löskuð. 21 beitiskip og 20
tundurspillar voru löskuð
meira og minna“. — Reuter.
Bardagarnir við Odon-ána.
Eitt af gagnáhlaupum Þjóð-
verja við Odon-ána var gert
þannig, að Þjóðverjar rjeðust
frá báðum hliðum á fleyg þann.
sem Bretar hafa rekið þarna í
víglínur Þjóðverja. — Varð
Þjóðverjum nokkuð ágengt öðr
um megin, en voru síðan hrakl-
ri aftur á bak. — Mesta gagn-
áhlaupinu var beint gegn hægri
hlið fleygsins og gátu Bretar
ekki rjett hlut sinn þar fyrr
en stórar sprengjuflugvjelar
þeirra höfðu varpað sprengjum
á lið Þjóðverja.
Enn er barist hjá Hague-höfða.
Þjóðverjar verjast enn af
kappi hjá Hague-höfða nyrst og
vestast á Cherbourgskaga. en í
morgun tilkyntu Bandaríkja-
menn, að þeim hefði tekist að
uppræta mótspyrnu herflokks,
sem varist hefir í virki við hafn
armynnið í Cherbourg, síðan
borgin fjell í hendur banda-
mönnum. — Fyrir suðaustan ar
entan gerðu Bandaríkjamenn
áhlaup að sögn Þjóðverja, en
ekki með miklu liði og eru þar
nú háðir nokkurir bardagar.
Frásögn Þjóðverja.
Þjóðverjar telja að Bretar hafi
beðið mjög mikið tjón í orust-
unum um Odon-ána, en segj-
ast einnig sjálfir hafa orðið fyr
ir talsverðu tjóni, bæði á mönn
um og hergögnum, því skrið-
drekaorusturnar hafi verið ofsa
lega harðar og liggi skriðdreka
flökin víða. Bretar kveðast hins
vegar hafa eyðilagt um 25
þýska skriðdreka í gagnáhlaup
um Þjóðverja.
Við St. Lo segjast Þjóðverjar
hafa grandað 19 amcrískum
skriðdrekum.
Dóu á cyðiey.
London: Fregnir hafa borist
um það, að áhöfn af flugvjel,
sem hrapaði til jarðar á hinni
afskekktu eyðiey, St. Kilda í
Hebrideseyjaklasanum, hafi
fundist þar látin íyrir skömmu.
Er þó talið að flestir mennirnir
hafi komist lifandi úr fiugvjel-
inni.
1