Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.07.1944, Blaðsíða 2
2 MORGUN BLÁÐIÐ BLAÐAMANNAHEIMSÓKN AÐ BESSASTÖÐUM ÞAB ER AÐ BISA FYRIRMYNDARBÚ - i í GÆR BAUÐ Sveinn Björnsson forseti og frú hans blaðamönnum til Bessastaða. Alls voru ípví boði yfir 30 manns, konur og karlar, er starfa við blöð og tímarit. Veður var hið besta, svo ekki varð á betra kosið, sólskin bjart, vindgára á víkum og vogum. Hinn nýi móttökusalur á Bessastöðum. Heklumynd Ásgríms á gaflveggnum. Ljósm.: Þ. Jósefss. Er gestirnir komu í hina gömlu Bessastaðastofu, kom bráít í ljós, að þar hafði gerst mikil umbreyting á húsakynn- um. Úr suður stofu hinni gömlu voru komnar dyr og þaðan gerigið i sólbyrgi eða blóma- stofu. þar sem alskonar hávaxin og fögur stofublóm nutu sum- arsólar. En þegar þaðan er geng ið, er komið inn í glæstan sal, þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja, og ber salur sá þaun svip af stórhug og smekk- vísi, sem best verður á kosið. Á miðjum gaflvegg er hin þjóðkunna Heklumynd Ásgríms Jónssonar, sem minnir þægilega á, að maður sje á íslandi. Er gestirnir voru komnir þangað, ávarpaði forseti þá, og Ijet þeim 1 tje eftirfarandi frá- sö-gn: Fyrir rúmum tveim árum höfðum við hjónin þá ánægju að 'taka á móti blaðamönnum hjer á Bessastöðum, sem þá hafði verið gert að ríkisstjóra- setri, og gamla Bessastaðastof- an hafði fengið þær aðgerðir, sem til þess þurfti. Jig hvgg að flestum blaða- mónnum muni hafa litist sæmi lega á staðinn. En mjer er það minnisstætt, að er jeg spurði einn smiðanna hjer að loknum aðgerðum, hvort þonum þætti þefcta ekki í góðu lagi, þá svar- aði 'hann: ,,Jú, en það er bara of Iítið“. Jeg mun hafa svarað, að vel hæfði að fara hægt af stað. Eftir, að húsið var tekið í notkun, virtist koma í ljós, að smiðurinn hafði á rjettu að standa. Fyrir tæpu ári síðan þótti sennilegt að lýðveldi mundi stofnað á Islandi 17. júní þ. á. Fór jeg þá að íhuga hvern- ig bæta mætti húsið svo hjer væri sæmilegt forsetasetur nú 17. júní. Komst að þeirri nið- urstöðu, að ef aukið væri há- tíða- og móttökusal m. m., við húsið, mundi svo verða. Síð- astliðið haust tjáði jeg húsa- meistara þeim, sem sjeð hafði um aðrar umbætur á húsinu hjer á Besssfstöðum, hr. Gunn- laugi Halldórssyni, hugmyndir mínar og beiddi hann að íhuga málið og gera um það tillögur. Tók hann það að sjer. Hjer var um erfiða þraut að ræða. Við- byggingu þurfti við húsið; en henni þurfti að koma svo fyrir, að jafnframl því, sem hún kæmi að tilætluðum notum, skemdi hún ekki ylra útlit þessa fallega. gamla húss. Húsa meistarinn tók þrautina fang- brögðum og skilaði tillögu sinni laust fyrir jól. Mjer fjell lausn- in svo vel í geð, að jeg gerði á Þorláksmessu 1943 tillögu til ráðuneytisins um að viðbótin yrði bygð samkvæmt teikning- um Gunnlaugs. Hjer þurfti að hafa hraðann á. Er Alþingi kom saman í miðj um janúar þ. á. gerði ráðu- neytið tillögu til þess um bygg- inguna. Málið mun hafa átt nokkuð örðugt uppdráttar í byrjun; sumum þingmönnum hafa þótl komið fullmikið fje í umbætur hjer á Bessastöðum; einnig ótti við að kostnaður færi fram úr áætlun, o. s. frv., enda almenn kauphækkun þá sennilega framundan. Þá kom Almenna byggingar- fjelagið til skjalánna, bauðst til að taka bygginguna í ákvæðis- vinnu fyrir upphæð, sem eftir atvikum gat ekki talist há, og skila henni fullgerðri fyrir 17. júní, enda væri samið eigi síðar en 10. febrúar. Samningar tók- ust 11. eða/12. febrúar og 15. febrúar var gerð fyrsta skóflu- stungan að grunninum. Hjer má líta á árangurinn og dæmi hver fyrir sig. Húsið er mjög traust- bygt og vandað til allrar vinnu að mínu viti. En eftir voru nokkrar aðgerðir ulanhúss, að ganga frá hlaðinu m. m., sem seinna kom til, og þó ekki alveg lokið enn. M. a. þess vegna hefi jeg ekki boðið ykkur blaða- mönnum að skoða staðinn fyrr en í dag. Húsgagnakaupin ann- aðist sendiráð vort í London með aðstoð Ministry of Works þar. Þau komu hingað að Bessa slöðum fám dögum fyrir 17. júní. • Samtímis var unnið að bygg- ingu á nýju fjósi og hlöðu. Þeim, sem það vilja. er heimilt að skoða það einnig. Er nú ver- ið að breyta gamla fjósinu til ýmissa þarfa forsetasetursins. Verður því lokið í sumar. Gerður hefir verið sjerstakur vegarspotti að búinu og forseta- setrið aðgreinl frá búinu, en þó í nánu sambandi við jörðina. Kirkjan og kirkjugarðurinn þurfa umbóta enn. Það er von mín að snotur búrekstur verði í sambandi við forsetasetrið. Nýtur það góðra ráða Klemens Kristj ánssonar á Sámsstöðum. Kornyrkja, bygg og hafrar, var reynd í fyrra, og hepnaðist svo vel, að hún verð- ur aukin nokkuð í ár. Auk kúa- bús, er hjer talsverð grænmet- isrækt, og alifuglarækt er í byrjun. Oft er um það talað að vinnu brögðum manna hafi hrakað hjer á landi síðustu árin'. Mjer er ljúft að geta þess, að hjer hefir verið vel unnið, slundum svo frafti úr skarar, að mínu viti. Forseti gat þess þvínæst sjer staldega, með hve miklum hraða þessi bygging hefði verið reist. Á 100 virkum c^ögum reis hún frá grunni, fyrir tilstilli Al- menna byggingarfjelagsins, er hafði tekið að sjer að koma henni upp á tilleknum tíma, en húsameistarinn, er orkti bygg- ingu þessa, Gunnlaugur Hall- dórsson, var þar viðstaddur, og eins framkvæmdastjóri bygg- ingafjelagsiAs, Gúslaf Pálsson. Ennfremur mintist forseti á, að ekki langt frá forsetabústaðn um hefði verið reist penings- hús, sem gestirnir kynnu að vilja skoða. Nú var gengið til borðstofu og drukkið kaffi. En síðan gekk forsetinn með gestunum norður eftir túninu. Þar var verið að binda, og hey- ið flutt í hið nýja gripahús. Þar voru til annarar handar bylgj- andi bygg akrar, og benti hinn nýi Bessastaða bóndi á, að þar sæjust glögg skil þess, að út- sæði í þann akur var af tvenns- konar uppruna. Því einn hluti akurs þessa bar vöxtulegri korngras en annar. Og þar, sem vöxturinn var mestur, þar hafði verið sáð fræi, sem sprottið hafði til þroskunar á Bessa- slöðum í fyrrasumar. Síðan voru hin nýju gripa- hús skoðuð. Þar er fjós og hlaða og frá öllu gengið með þeirri snyrlimensku, sem óvenjuleg er, og svo þrifalegt, að af ber. Þar er hæsnabú, með öllum þeim útbúnaði, sem ákjósanleg- astur getur talist. Gripahús þetta hefir Jón Bergsteinsson múrarameistari reist, sem og starfsmannahús, er gert var fyrir tveirrí árum. En Gunnlaugur Halldórsson arkitekt hefir ráðið öllum bygg ingum þessum, og samræmt þær hinu gamla húsi, með svo markvissri smekkvísi. að eigi mun gleymast. Nú skoðuðu gestir ræktarlönd Bessastaðá, sem eru orðin all- stór, enda er búskapur þar stór- aukinn á síðari árum. Og þó eru meiri fyrirætlanir þar í rækt- unarmálum. Síðan skoðuðu sumir gest- Framliald á bls. 11. Sólbyrgið á Bessastöðum, með alskonar gróskumiklum skrautplöntum. Ljósm.: Þ. Jósefss. Miðvikudaginn 5. júlí 1944; Þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna BANDARÍKJAHERINN hjer á landi hjelt 4. júlí — þjóðhá- tíðardag Bandaríkjanna — há- tíðlegan að venju. William S. Key hershöfðingi og Wentworth flotaforingi höfðu móttöku í húsakynnum ameríska Rauða Krossins í gærdag og voru þar mættir fjöldi Islendinga og aðrir. Hófst samkoman með móttöku, en síðan voru hljómleikar fyrir gesti. Voru þarna mættir^400 —500 manns. Útvarpið helgaði að nokkru kvölddagskrá sína þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna. Formaður útvarpsráðs, Magnús Jónsson prófessor flutti ávarp, en Ric- hard Beck prófessor flutti að- alræðuna í útvarpið. Magnús V. Magnús- son sendiráðsriíari í Reykjavík Magnús V. Magnússon sendi- ráðsritari íslensku sendisveitar innar í London og frú hans eru komin hingað til bæjarins. Þau munu dvelja hjer um þriggja vikna skeið, eða svo. Magnús skýrði Morgunblað- inu svo frá í gær, að íslending- um í London og þar í kring, er hann þekti til, liði öllum vel. Magnús og kona hans, sem er ensk, voru með blaðamönnum að forsetaheimilinu að Bessa- stöðum í gærdag. Með þeim Magnúsi og konu hans kom frú Guðrún Þorvarð- arson, kona íslenska sendiherr- ans í London. Hún er einnig í fríi. Handkn atfle iksmóf kvenna verður í Hafnarfirði Mót í útihandknattleik kvenna verður að þessu sinni haldið í Hafnarfirði á vegum íþrótta- ráðsins þar og hefst þann 23. þ. m. Tilkynna má þátttöku til Jóns Mathiesen, formanns í- þróttaráðsins til 15. þ. m. Lík- legt er að þátttaka verði mikil, Fræg hersveit heldur afmæli. Stokkhólmi: Svea-stórskota- liðsherdeildin sænska hefir ný- lega haldið hátíðlegt 150 ára afmæli sitt. Eini erlendi gestur inn í mikilli afmælisveislu, sem herdeildin hjelt, var finski her málafulltrúinn við sendisveit- ina í Stokkhólmi, en honum var sjerstaklega boðið, þar sem finska stórskotaliðið er tengt sögu Svea-stórskotaliðsherdeild arinnar. Stal 25 þús. kr. Stokkhólmi: Danskur flótta- maður, 24 ára gamall, hefir verið handtekinn í Svíþjóð, fyr ir að steia 25 þús. krónum úr sjálfs síns hendi. Vann maður þessi fyrir danska flóttamenn í Svíþjóð og hafði með höndum fje, sem þeim hafði sumt vericS gefið. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.