Morgunblaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 4
4
MOhGUNBT,i mb
Sunnudaginn 9. júlí 1944
jregttsdMtafrifr
Útg,: H.f. Árvakur, Reykjavík
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson
Ritstjórar:
Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Óla
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands
f lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Gamli og nýi tíminn
ÞÆR HAFA sannarlega ekki verið öfundsverðar hús-
mæðurnar í Reykjavík að undanförnu. Síðan stríðið braust
út má telja það hreina undantekningu að húsmæður hafi
getað fengið stúlku til aðstoðar við verkin, hvað sem í
boði var. Og ekki nóg með það, að húsmæður yrðu að vera
einar við húsverkin — auk þess sem þær að sjálfsögðu
þurftu að annast alla matreiðslu á heimilunum — bættist
nú einnig það á, að húsmæður þurftu daglega sjálfar að
sækja þá neysluvöru, sem ekkert heimili gat án verið,
mjóllíina, því að Mjólkursamsalan hætti að senda mjólk-
ina heim á heimilin, sem hún hafði áður gert fyrir þau
heimili, er þess óskuðu. Og ekki nóg með það. Fiskversl-
anir hættu nú einnig að senda heim, svo að enn fengu
húsmæður nýtt aukastarf — að sækja fisk i soðið.
Óþarft er að lýsa því hjer, hvernig aðkoman hefir verið
í mjólkur- og fiskbúðunum. Oft og einatt hafa húsmæður
orðið að standa í löngum halarófum við búðirnar, til þess
að bíða eftir afgreiðslu. Hefir biðin stundum orðið löng,
en þarna urðu húsmæðurnar að standa, hvernig sem viðr-
aði. Ekki ósjaldan hefir það svo komið fyrir, að hús-
mæður gripu í tómt þegar þær loksins komust inn í búð-
ina.
Satt að segja er það undravert, að stór verslunarfyrir-
tæki, eins og Mjólkursamsalan og fiskverslanir skuli bjóða
viðskiftamönnum upp á svona trakteringar. Þegar þessar
verslanir hættu að senda vöruna heim, var því borið við,
að sendla væri ekki unt að fá, hvað sem í boði væri. En
hvernig stendur á því, að aðrar verslanir,. t. d. matvöru-
verslanir, hafa altaf sent heim? Vafalaust hefir það einnig
verið erfiðleikum bundið fyrir þessar verslanir, að veita
viðskiftamönnunum þessi þægindi. En verslanirnar fundu,
að þær höfðu skyldur við viðskiftamennina, og þeim tókst
að yfirstíga erfiðleikana. Minna má í þessu sambandi á
dagblöðin. Þau hafa oft verið í sendlahraki. En fastir
kaupendur blaðanna vilja fá blöðin send heim og af-
greiðslurnar telja það skyldu sína að fullnægja óskum
kaupenda í þessu efni.
Alveg eins væri þetta hjá mjólkursamsölunni og fisk-
verslununum, ef það væri einlægur vilji og ásetningur
þeirra manna, sem þessum fyrirtækjum stjórna, að veita
viðskiftamönnunum þessi sjálfsögðu og nauðsynlegu þæg-
indi.
En forstöðumenn fyrirtækjanna vita, að ekki er í ann-
að hús að venda. Varan fæst á þessum ákveðnu stöðum
og annarsstaðar ekki. Það er þetta gamla og alkunna
fyrirbrigði einkasöluverslana, að nota sjer af því að öll
samkepni er útilokuð.
'k
Meðan þannig er búið að húsmæðrum höfuðborgarinn-
ar, sem hjer hefir lýst verið að nokkru, ber að fagna því
að upp rísi ný fyrirtæki, sem gera sjer far um að ljetta
.starf húsmæðranna. Eitfslíkt fyrirtæki er hin nýja verk-
smiðja og sölubúð á Bergstaðastræti 37, sem nefnist Síld
& Fiskur. Þorvaldur Guðmundsson stjórnar þessu fyrir-
tæki og er meðeigandi þess, en hann er, sem kunnugt er,
fullkominn ,,fagmaður“ á þessu sviði. Hjer er kominn vísir
almenningseldhúss, sem er að vísu fullkomnara en slík
fyrirtæki eru alment, því hjer er aðeins hið fullkomnasta.
Það ber að fagna því, þegar fyrirtæki rísa upp hjer
í bænum, sem setja menningarbrag á bæjarfjelagið. Þeim
hefir fjölgað óðum hin síðari ár. Alveg sjerstaklega ber
að fagna því, þegar fyrirtæki rísa upp, sem taka sjer
það verkefni í hendur, að sýna almenningi hvað hægt er
að vinna úr framleiðsluvöru okkar, til lands og sjávar.
Við Islendingar framleiðum gnægð matvæla. Hingað
til hefir tiltölulega lítið verið að því gert að vinna úr
þessum ágætu vörum. Á því sviði bíður íslendinga mikið
og glæsilegt verkefni.
Aðalfundur
Hallgrímspresfakatli
AÐALSAFNAÐARFUND
UR Ilallgrímsprestakalls í
Reykjavík var haldinn sunnu-
daginn 2, jiilí s.l. í Barna-
skóla Austurbæjar.
1. Lagðir fram endurskoð-
aðir reikningar og samþykt-
ir.
2. Ákveðin sóknargjöld fyr-
ir yfirstandandi ár sama og
hjá öðrum söfnuðum bæjar-
ins kr. 15.00.
3. Úr sóknarnefnd gengu
sjera Ingimar Jónsson og
Gísli Jónasson yfirkennari og
voru báðir endurkosnir í einu
hljóði.
4. Þá var rætt um Kirkju-
byggingarmálið, tóku margir
til máls, þar á meðal biskup
landsins. Kom frarn samstilt-
ur áhugi manna um að hefjast
um kirkjubygginguna, þar
sem framtíð og starf safnað-
arins lægi við. Var að lokum
samþykt með samhljóða at-
kvæðum eftirfarandi tillaga.
„Aðalfundur Hallgrímssóknar
haldinn 2. júlí 1944 samþykk-
ir. að fela sóknarnefnd að
hefja byggingu Hallgríms-
kirkju eftir uppdrætti þeim,
er samþyktur var á sínum
tíma, af byggingarnefnd
Reykjavíkur. Fundurinn telur
eftir atvikum heppilegast að
byrjað verði á skipi kirkjunn
ar. Söfnuðurinn væntir þess
eindregið. að bæjarstjórn
verði ekki til þess að hindra
það, að hafist verði handa um
byggingu nokkurs hluta Hall
grímskirkju, og vill því’ til
frekari áherslu benda á að líf
og framtíð, stal’fsmögúleikar
og tilvera þes°a annars stærsta
safnað^ir í höfuðstaðnum velt
ur á því, að hann íái tafar-
laust kirkju til að starfa í.
Ætti það að vera öllum aug-
Ijóst málf' að þörfin fyrir
ki’ kjulega s+arfsemi og örugt
s.Vnaðarlíf Iiefir aldrei verið
meiri ev nú“.
5. Eftir tillögu presta safn-
aðarins var sátnþykt í einu
hljóði að senda forseta Is-
lands svo hljóðandi símskeyti:
„Aðalfundur Hallgrímssafn-
aðar sendir yður, forseti ís-
lands, og heimili yðar, hug-
heilar kveðjur. Guð blessi
störf vðar í þágu hins ís-
lenska lvðveldis“
— Leikfjelagið
Pramh. af 1. síðu.
Brynjólfur Jóhannesson, sem
verið hefir ritari fjelagsins í
10 ár samfleytt, yrði kosinn
formaður. Kosning fór ]>annig,
að formaður var kosinn Brynj
ólfur JóhannesSon, ritari Ævar
R. Kvaran og gjaldkeri frú
Þóra Borg- Einarsson (endur-
kosin). í varastjórn voru kos-
in: Valur Gíslason varafor-
maður, Emilía Borg vararitari
og Hallgrímur Bachmann vara
gjaldkeri.
í nefnd, sem vinnur með
stjórn fjelagsins að leiki-ita-
vali; voru kosnir Gestur Páls-
son og Jón Aðils.
Öðrum aðalfundarstörfum
var frestað til framhaldsaðal-
fundar.
itwerji ólripar:
dc
ag
❖*j*:-:-:-:->*>*v>*:—
ísland í erlendum
blöðum.
ÞAÐ HEFIR mikið verið ritað
um ísland í erlend blöð undan-
farið, einkum í sambandi við lýð
veldisstofnunina. Við því var að
búast og sennilegt er að greinarn
ar hefðu verið lengri og ítarlegri
og fleiri myndir birtar, ef ekki
hefði staðið eins á og nú, að styrj
aldarfregnir fylla blöðin og
pappírsskortur (a. m. k. í Eng-
landi) veldur því að blöðin eru
margfalt minni, en þau eru á
friðartímum.
Það hefir oft verið skrifað um
ísland í erlend blöð, en þau skrif
hafa verið bæði misjöfn, eins og
kunnugt er og oft hefir verið
vikið æði langt frá sannleikan-
um í þeim skrifum.
Undanfarna daga hefi jeg átt
kost á. að sjá blaðaúrklippur úr
erlendum blöðum, þar sem ritað
er um ísland. Úrklippur þessar
skipta tugum, ef ekki hundruð-
um. Það hafa borist úrklippur úr
blöðum frá Sviþjóð og endilangri
Ameríku og Englandi. En það,
sem er gleðilegast við þessi skrif
er það, að.yfirleitt er sagt rjett
og skýrt frá og það er fyrir
mestu.
•
Mest í amerískum
blöðum.
MEST HEFIR verið skrifað um
ísland í amerísk blöð og er það
að vonum, því bæði er, að amer-
ísk blöð hafa ekki þurft að draga
eins saman seglin, eins og t. d.
þau bresku, vegna pappírsvand-
ræða og svo er hitt, að áhuginn
fyrir fslandi hefir farið stöðugt
vaxandi í Ameríku.
Amerísku blöðin hafa ekki lát
ið sjer nægja, að birta blákald-
ar fregnir af lýðveldisstofnun-
inni, heldur hafa fjölda mörg
þeirra birt ritstjórnargreinar,
sem undantekningarlaust eru all
ar mjög vingjarnlegar í okkar
garð
•
Ekkert hjegómamál.
ÞAÐ ER ekki af hjegómagirnd
að við tökum svo mikið eftir því
hvað og hvernig skrifað er um
okkur erlendis. Það er ekkert
hjegómamál. Okkuj- hefir aldrei
eins og nú verið jafn mikilsvert
að erlendar þjóðir hafi rjettar
upplýsingar um landið ög þjóð-
ina. Það er ekki sama hvort
sú skoðun ríkir erlendis, að
hjer sje eilífur ís og kuldi.
Þetta skilja menn, ef þeir hugsa
um það. En samt er það svo, að
margir menn láta sjer ekki skilj-
ast enn þann dag í dag, hve nauð
synlegt er, að landkynningin sje
í lagi.
Það er langt frá að hún sje
það og hún verður það aldrei,
eins og margoft hefir verið bent
á hjer í dákunum, fyrr en ráða-
menn landsins skilja, að við verð
um að fýlgjast með tímanum og
taka til rækilegrar íhugunar,
hvað hægt er að gera til að
kynna landið erlendis. Bent hef-
ir verið á margar leiðir.
•
Illa farið með verð-
mætin.
GAMALL KUNNINGI okkar
hjer í dáJkunUm skrifar eftir-
farandi um málefni, sem jeg hefi
nokkrum sinnum áður minst á.
En góð vísa er ekki of oft
kveðin og gef jeg honum því
orðið:
„Mjög er það áberandi, hve
gálauslega menn fara nú með
verðmæti, og hvílíka lítilsvirð-
ingu þeir sýna peningum. Menn
beygja sig ekki þó þeir sjái pen-
ieau iíÍi
eaci iuinu
inga liggja á götunni, ef það er
ekki því meira fje. Sá sem áður
strauk fimm krónu seðilinn,
böglar nú fimm hundruð krónu
seðil kæruleysislega“.
Miklu fje er nú kastað alger-
lega á glæ, og verðmæti, sem
mikil þörf er fyrir hjá þjóðinni,
er ekið á öskuhaugana. Og meira
að segja gengur skammsýnin svo
langt, að þeir fáu, sem hafa fyr-
irhyggju og manndóm til að vilja
hirða það aftur, og bjarga þar
með verðmæti frá glötun, er
bannað það.
Allir eyða.
ENGINN má hirða, fæstir
mega vinna, en allir eiga að
eyða — það er boðorð nútímans
hjá okkur. En hvar er þá horn-
steinn og grunnmúr okkar ný-
stofnaða lýðveldis, ef allri fjár-
hagsstarfsemi, framtaki og fyr-
irhyggju er í burtu kipt?
Það voru ekki sjerstakir at-
gerfismenn um afl og glæsi-
mensku gömlu bændurnir, sem
í hörðu árunum voru oft bjarg-
vættir heilla sveitahjeraða. Það
var iðjusemin, nýtnin og spar-
semin, sem gefði þá að þeim
þjóðnytjamönnum og leiðtogum,
sem þeir reyndúst, er harðast
svarf að. Nútíminn metur lítils
æfistarf þessara mapna, en við
mættum gjarna eiga nokkra
þeirra meðal okkar. Þess verð-
ur bráðlega full þörf“.
„Þeir blaðamenn og aðrir, sem
ná að eyrum og augum fólksins,
og geta verið andlegt leiðarljós,
ynnu áreiðanlega þarft verk með
því að leiða þjóðina aftur á veg
gömlu dygðanna. Þjóðin er góð,
— hún hefir aðeins vilst af leið“.
(ar! Finsen 65 ára
Á MORGUN, 10 júlí, er Carl
Finsen forstjóri og aðaleigandi
Trolle & Rothe 65 ára.
Finsen er fæddur lijer í'
Reykjavík og hefir átt hjer
heima öll þau 65 ár, sem hann
nú hefir lifað. Foreldrar hans
voru Ole Finsen póstmeistari,
og kona hans María Þórðar-
dóttir háyfirdómara.
Mestan hluta æfi sinnar hef-
ir Finsen starfað við vátrygg’-
ingar. Ilann hefir verið starfs-
rnaður Samábyrgðar Islands á
fiskiskipum frá upphafi þeirr-
ar stofnunar, eða í 35 ár, og
er nú sjerfræðilegur ráðu-
nautur stofnunarinnar. Hann
var einn af stofnendum h.f.
Trolle & Rothe árið 1918 og
.hefir verið forstjóri þess fje-
lags í 25 ár. Hafa hinar miklu
vinsældir þess fjelags að miklu
leyti skapast af ‘lipurð og
fram úr skarandi samvisku-
semi fostjórans. Er það engum
vafa undir orpið, að Finsen
Iiefir átt ríkan þátt í því að
skapa traust erlendis á ís-
lenskum vátryggingum.
Carl Finsen hefir ekki það
skaplyndi að trana sjer fram
eða sýnast fyrir almenningi.
En virðuleg framkoma, hrein-
skilni og hrekklejrsi hafa
skapað honum tiltrú viðskipta
manna og vináttu þeirra, er
honum hafa kynnst. Fyrir
mannkosti sína og mikið og
þjóðlegt starf, var hann í s.l,
mánuði sæmdur riddarakrossi
Fálkaorðunnar. S. K.