Morgunblaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangur,. 151. tbl. — Sunnudaginn 9. júli 1944. Isafoldarprentsmiðja h.f. ALSHERJARATLAGA BYRJUÐ AD CAEN Þjóðverjar yfirgefa Baranovichi Rússar viS úlhverfi Vilna London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÞÝSKA HERSTJÓRNIN tilkynti í dag, að herir Þjóðverja í Baranovichi, hinni þýðingarmiklu samgöngumiðstöð, sem mjög hefir verið barist um að undanförnu. hefðu í morgun yfirgefið borgina og hörfað vestur ábóginn. Einnig herma frjettir Þjóð- verja, að Rússar sjeu komnir að úthverfum borgarinnar Vilna. Þá hafa Rússar að sögn frjetta ritara, rofið Varsjá-Leningrad járnbrautina og gerir það lið- sveitum Þjóðverja í Eystrasalts löndunum mjög mikið erfiðara fyrir um alla aðflutninga. Bardagar eru stöðugt mjög harðir á orustusvæðunum og hörfa Þjóðverjar hvarvetna und an, þó undanhaldið sje ekki eins hratt og áður. Flugherir beggja hafa sig mjög í frammi við árásir á bak stöðvar og liðflutninga að víg- stöðvunum. Fyrir sunnan Bar- anovichi er sögð geysa stóror- us!a. Sex kórar með 300 ijelaga era nú í Aðalfundur Lands- sambands bland- aðra kóra og kvenna kóra: 5. AÐALFUNDUR Landssam bands blandaðra kóra og kvennakóra var haldinn í Rvík dagana 5. og 6. júlí. A fundinum mættu 8 full- trúar frá 6 kórum. Einn nýr kór bættist í sambandið, Samkór Reykjavíkur. Eru nú 8 kórar í sambandinu og kórfjelagar als um 300. Til söngkenslu hafði verið varið á árinu kr. 1.650,00 og til útgáfu sönglagaheftis krónur 750,00 og áður hafði L. B. K. gefið út annað sönglagahefti. Áætlað er að á næsta ári verði kr. 6.000,00 varið til söng kenslu og til sönglagaheftis kr. 1.800,00. Allmiklar umræður voru um eflingu blandaðs kórsöngs og í þeim umræðum kom meðal ann ars, hjá sumum fundarmönn- um, fram nokkur udrun yfitf því að þjóðhátíðarnefndin skyldi ekki leita til L. B. K. um einhverskonar aðstoð við söng Framhald á 8. síðu. á hverri nóllu London í gærkveldi. Hraðbátar Þjóðverja leggja nú til atlögu við herskip banda manna á hverri nóttu, er þeir reyna að komast að flutninga- flota bandamanna við Frakk- landsstrendur. Hafa orðið þarna margar og harðar viðureignir, en mjög óhægt að gera sjer hugmynd um tjón, þar sem all ar viðureignir fara fram í níða myrkri. í nótt sem leið voru einnig slíkar viðureignir víðs- vegar um Ermarsund og við Frakklandsstrendur. — Reuter. Það er Shirley Undirbúin og studd með miklum loftárásum London í gær- Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. Bretar og Kanadamenn hafa nú hafið allsherjaratlögu að Caen, að því er fregnritarar á vígstöðvunum halda fram. Var árás þessi undirbúin með stórkostlegri loftárás á stöðvar Þjóð- verja fyrir norðan bæinn, en síðan sótti fótgöngulið bandamanna fram. Hafa þegar verið tekin 4 þorp og eru framsveitir sóknar- hersins nú um 3—5 km. frá Caen. Bardagar eru mjög harðir, en talið að sóknin gangi að óskum. Já, það er sem okkur sýnist. Þetta er hún Shirley litla Temple, kvikmyndaleikkona. Ilún er nú byrjuð a'ð leika full- orðins hlutverk í kvikmyndum og fyrsta myndin hennar eftir að hún var orðin stór, heitir „Síðan þú fórst í burtu". aliundur Leikfjelags Reyfcjavífcur: Sex leikrit tekin til meðferðar á árinu AÐALFUNDUR Leikfjelags Reykjavíkur var haldinn í gærkveldi. Formaður fjelagsins, Valur Gíslason, gaf bráða- birgðaskýrslu um störf fjelagsins á leikárinu. Tekin voru til meðferðar* 6 leikrit, samtals 99 sýningar. Leikritin voru þessi: „Ljenharður fógeti", „Jeg hef komið hjer áður," „Vopn guðanna", „Pjetur Gautur" (í samvinnu við Tón- listafjelagið), „Paul Lange og Thora Parsberg" og barna- leikritið „Óli smaladrengur". Þegar tekið er tillit til þess, hve umfangsmikil og dýr leik- rit voru tekin til meðferðar, má fjárhagsafkoma fjelagsins teljast góð, tekjuv' og gjöld stóðust nokkurn veginn á. Endurskoðaðir reikningar fjelagsins lágu ekki fyrir á fundinum, en þeir verða lagðir fram á framhaldsaðalfundi fjelagsins, sem haldinn verður í haust. Tillögur um Ingabreytinga1" komu fram á fundinum, en jif- greiðslu þeirra var frestað til framliakisaðalfundar. I fundarbyrjun minntist form. Emils Thoroddsens, en hann hafði verið meðlimur fjel. frá 1928 og unnið mik- ið og þarft verk í þágu þess. Risu fundarmenn úr sætum í virðingarskyni við .hinn látna. Þá fór fram stjórnarkosning. Valur Gíslason, sem verið hefir formaður fjelagsins í 3 ár, baðst eiudregið undan endur- kosningu, en hvgði til, að Frh. á 4. síðu. Harðir bardagar við Aresso London í gærkveldi: Orustur á ítalíu eru nú hvar vetna harðar, en magnaðastar þó við Aresso, þar sem stór- skotalið Þjóðverja lætur mikið að sjer kveða. Svo má að orði kveða, að varla hafi neinar breytingar orðið á aðstöðunni á Italíu síðastliðinn sólarhring. Viðnám Þjóðverja er og mjög öflugt á Adriahafströnd- inni og gera þeir þar gagná- hlaup þar í ákafa. Við vestur- ströndina eru einnig grimmi- legar orustur háðar en þar hef- ir fimta hernum tekist að þok- ast nokkuð áfram, þrátt fyrir öflugar gagnárásir Þjóðverja. Mikið er hvarvetna um stór skotaiiðsviðureignir. — Þjóð- verjar eru farnir að gera loft- árásir á næturþeli á stöðvar bandamanna nærri Adriahafs- ströndinni, en flugvjelar banda manna beita sjer nú einkum að olíustöðvum í Mið-Evrópu. — Þjóðverjar segja að banda- menn hafi um tíma komist inn í Aresso, en verið hraktir það- an aftur. — Reuter. Ráðist að svif- sprengjustöðvum London í gærkveldi: Ráðist var á svifsprengju- stöðvar í Calaishjeraði í dag og einnig á ýmsar aðrar stöðvar Þjóðverja í Norður-Frakklandi. Voru þarna að verki allstórir hópar ameriskra stórsprengju- flugvjela, varðir fjölda orustu- flugvjela. Að minsta kosti sjö svif- sprengjustöðvar sáust og var varpað að þeim sprengjum í sæmilegu skygni. Sumir flug- vjelaflokkarnir lentu í slæmu veðri og þoku. — í nótt rjeðust einnig breskar flugvjelar á svif sprengjustöðvar sunnar í Frakk landi. — Reuter. 450 sprengjuflugvjelar. Seint í gærkveldi var sókn- arundirbúningurinn hafinn, með því að 450 Lancaster- og Halifaxsprengjuflugvjel. vörp- uðu 2300 smálestum af sprengj um á varnarstöðvar Þjóðverja fyrir norðan Caen. Komu upp miklir eldar á ársáarsvæðinu. Síðan hafa flugvjelar Breta stutt herinn í sókninni og er tal ið að gerðar sjeu atlögur á stöðvar Þjóðverja á aðeins stundarfjórðungs fresti. Grimmileg stórskotahríð. Eftir að flugvjelarnar voru farnar, hóf stórskotalið Breta mikla skothríð á stöðvar Þjóð- verja, og er hún hafði staðið alllengi, ruddist fótgönguliðið fram. Var mótspyrna lengi vel ekki mikil, en fór síðan stórum harðnandi og eru nú háðar meg inorustur. — Einn fregnritari segir, að menn skuli varast of- bjartsýni, oft hafi þegar verið sótt að Caen án árangurs. Bret ar hafa gert loftárásir á brýr yfir ána Orne, til þess að hindra aðflutning skriðdreka til Caensvæðins. Bandaríkjamenn taka þorp. Bandaríkjamenn hafa tekið þorpið St. Jean de Daye í sókn sinni suðvestur af Carentan, en þar er víglína þeirra handan árinnar Vire nú um 5 km. breið og sótt hafa þeir fram lengst rúma 3 km. — Við La Haye segjast Þjóðverjar hafa eytt innikróaðri sveit Bandaríkja- manna, felt 300 menn, en tekið 70 fanga. — F'yrir austan Haye hefir vígstaðan ekkert breytst, en þar er nú samfelld víglína suður og vestur á bóginn, en þungum hergögnum verður trauðla beitt vegna fcrja og mýra mikilla, sem á þessu svæði eru. Flu^'cappi fallinn. London: Þýska útvarpið til- kynti fyrir skömmu, að Alois Lechner frægur þýskur flug- maður, er hlotið hafði miklar nafnbætur, hafi fallið í loftbar daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.