Morgunblaðið - 16.07.1944, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.07.1944, Blaðsíða 1
31. árgangfor. 157. tbl. — Sunnudagur 16. júlí 1944 Isafoldarprentsmiðja h.f. MV STOItSölíN RIÍSSA TIL LWOW Mikil loftárás á Villeneuve ; við París London í gærkveldi: . Öflugar flugsveitir Banda- mmanna gerðu í nótt mikla lpftárás á járnbrautarstöðina í Villeneuve Saint George, sem er ein af stærstu járnbrautar- skiftistöðum í París, í suðaust- ur úthverfunum. Síðast var gerð loftárás' á þenna . stað þann 4. júlí s.l. og 'sýndu Ijósmyndir, sem tekn ár voru úr lofti, að miklar skemdir höfðu orðið í árás- inni. 1 loftárásinni á Villeneuve í nótt skutu Bandamenn niður 25 þýsfcar flugvjelar, en sjálf- ir mistu þeir 7 vjelar. Á innrásarsvæðinu í Prakk- landi hafa loftárásir Banda- manna verið með 'minna móti vegna dimmviðris. .en þó hefir verið haklið áfram árásum á samgöngukerfi Þjóðverja. .— Mosquitovjelar gerðu harða hríð að þýskum hermanna- skáluni í Mouliexe.skógi, sem er norðaustur af Poiters. Undarleg vara í slórverslun ÞaS olli nokkurri furSu viSskiptavina í hinni miklu versl un ?,Macys" í New York, þegar opnuS var deild, þar sem seld voru allskonar húsdýr. Þessi mynd er úr þeirri deild og sjást á henni asni og svín. Þjóðverjar höría í ítalíu London í gær. • í HERSTJÓRNARTILKYNN INGU Þjóðverja í dag segir. að b'andamenn hafi gert áhlaup rrteð fjölmennum hersveitum milli Ligurian-stranda og Poggibonsi. Hafi Þjóðverjar hörfað úr Poggibonsi eftir harða götubardaga. „Á þessum sióðum hörfuðu þýsku hersveit irnar nokkra kílómetra til norðurs", segir ennfremur í herst j órnartilkynningunni. Þjóðverjar segjast hinsvegar hafa hrundið sterkum gagn- áhlaupum bandamanna fyrir suðvestan Arezzo og beggja megin við Tiber-fljót. I fregnum bandamanna sjálfra er ekki getið um neinar veru- lt-gar breytingar á ítalíuvíg- stöðvunum, en sagt, að hersveit ir 5. hersins sjeu 10 km. frá út- hverfum Livorno. — Reuter. «» VSíkí 11 fioti bandamanna íyrir Orne-mynni Kyrrslaða á vígstöðvunum m London í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. Þýska "frjeltasiofan sagði í dag, að mikill skipafloti banda- manna lægi nú fyrir utan Orne-mynni í Normandi, og bætti við að þeim fjölgaði slöðugt. Segir frjettastofan, að þar hafi sjest ótal skip, bæði stór flulningaskip og innrásarprammar. Einnig stór farþegaskip. Svo er að heyra á frjettastofunni sem eitthvað mikið sje þarna í aðsigi, og er sagt síðast í fregninni, að stöðugur straumur báta sje í land frá flotanum. sem liggi um 10 km. undan landi. Mistókst sóknin. Washington: — 18. hennn japanski á Nýju-Guineu er um kringdur þar á frumskógasvæði hann hörð áhlaup með það fyr- nokkru allmiklu. í gær hóf ir augum að brjótast úr um- sátinni. Sóttu þeir nokkuð fram fyrst í stað, en var síðan hrundið afturábak rrieð miklu tjóni. — Talið er þó, að þeir muni reyna aftur. — Reuter. Her Bandaríkjamanna í Nor- mandí hefir yfirleitt sótt fram um einn til tvo km. á öllu víg- svæði sínu vestanverðu, frá Carentan og til sjávar á vest- urströnd Cherbourgskagans. — Hörðum orustum hjelt áfram á miðjum vígstöðvunum gegn þrákelknislegu viðnámi Þjóð- verja. Fyrir norðan Lessay sóttu Bandaríkjamenn fram um hálf an annan km. áleiðis á vegin- um frá Haye du Puyt, og er herinn nú vart mikið meira en tvo km., frá þorpinu Lessay sjáJfu Umhverfis St. Lo halda Þjóðverjar uppi harðri vörn. Fyrir austan St. Lo var líka unnið smávegis á, og eins hjá Vire-ánni. Frá öðrum svæðum vígstöðvanna er ekkert að frjetta. Veðrið er ekki gott á þessum slóðum í dag v>g yfir Ermar- sundi eru svartir skýjabólstr- ar. Sólin hefir ekki sjest og vindur er allhvass, en sjór ekki úfinn. Vegna hms slæma skygnis hafa flugvjelar bandamanna ekkert geta aðhafst. Grikkir dauðadæmdir. Cairo í gær: ~— Sjerstakur herrjettur hefir dæmt sjÖ liðs- foringja og fimm aðra menn úr fyrstu grísku hersveitinni til dauða, og níu liðsforingja og einn nnnan mann í æfilangt fangelsi. Voru allir þessir menn fundnir sekir um landráð og skemdir á hergögnum. — Her- rjetturinn var grískur. Tangarsókn frá TarnO' pol og Lutsk London í gær. Einkaskeyti til Morgun- blaðsins frá Reuter. ÞÝSKA FRJETTASTOFAN skýrir frá því í morgun, að Rússar hafi í gær (föstudag) hafið stórsókn á svæðinu milli Tarnopol og Lutsk (á nyrðri hluta suðurvígstöðv- anna). Virðist auðsætt, að með þessari sókn ætli Rússar sjer að sækja að Lwow (Lemberg) úr tveimur áttum, en Lwow er ein þýðingarmesta borgin á þessum slóðum, og er borgin innan við 100 kílómetra frá landamærum Tjekkóslóvakíu. Tarnopol er um 120 km. suðaustur af Lwow. i___________________ Segjast hrinda áhlaupunum. í þýsku herstjórnartilkynn ingunni í dag er vikið að hinni nýju sókn Rússa og sagt að áhlaupum þar hafi verið hrundið. Þýska frjetta stofan lýsir þessari nýju sókn á þá leið, að Rússar hafi teflt fram gríðarlega miklu herliði, einkum riffil- skyttasveitum og skriðdreka sveitum á tiltölulega litlu svæði. Hörður Bjarnason skipulagssfjóri RlKISSTJÓRNIN hefir skip að Hörð Bjarnason arkitekt, skipulagsstjóra ríkisins. Er þetta nýtt embætti. sem stofn- að er til samkvæmt lögum um skipulagningu kauptúna og sjáfarþorpa. Skipulagsstjóri mun annast framkvæmdir skipulagupp- drátta og annast eftirliti með skipulagi um alt land. Hann starfar undir fjelagsmálaráðu neytinu og skipulagsnefndar. m * * Tekjur af skemlun- um Hringsins um 100 þúsc krónur AF ÚTISKEMTUN Hrings- ins á laugardaginn og sunnu- daginn var hafa orðið um 100 þúsund kr. tekjur. Þar af kom inn fyrir merki rúm 33 þús. kr. og fyrir skemtun í Tripoli- leikhúsinu rúm 59 þús. kr. Stjórn Hringsins hefir beðið blaðið að flytja innilegar þakk- ir öllum þeim, sem aðstoðuðu bæði í Hljómskálagarðinum og Tripolileikhúsinu, og stuðluðu að hinum ágæta árangri. Enn- fremur almenningi fyrir kurt- eislega framkomu og umgengni, s^m setti fallegan blæ á skemt- mina. Grikki gefur stórfje. London í gær: — Gríski kon- súllinn í Melbourne hefir get- ið grísku stjórninni í Cairo 5009 pxind sterling, til hjálpar fá- tækum, grískum börnum. Einn ig gaf hann Bretum jafnmikla upphæð til hjálpar fólki, sem orðið hefir húsnæðislaust í svif sprengjuárásum. — Reuter. Rússar komnir að þýsku landamærunum. Fregnritarar í Stokkhólmi skýra frá því, að Rússar sjeu nú komnir að hinum gömlu landamærum Þýskalands í Austur-Prússlandi. I Eystrasaltslöndunum halda Rússar áfram sókn- inni og nálgast Grodno og Kaunas. Firinar áhyggjufullir. Björn Björnsson, frjetta- ritari NBC-útvarpsfjelags- ins í Stokkhólmi sagði í gær í frjettaútvarpi, að Finnar væru nú mjög áhyggjufullir vegna sóknar Rússa inn í Eystrasaltslöndin. Væri farið að bera á því, að fleiri og fleiri Finnar sæju nú, að það hafi verið skakt af þeim, að ganga í lið með Þjóðverjum. „Eri Finska stjórnin vill ekki gera neitt til þess að slíta sambandinu við Þjóð- verja", bætti Björn við. Lítil kolaframleiisfa í Bretlandi London í gíerkveldi; Major Lloyd (jeorgo, elds- neytisráðhorra Breta. gaf skýrslu um kolaframleiðslu Breta og sagði að hún vteri þannig að uflitið á því sviði væri mjög svart. Framleiðsl- an hefði minkað stórum síð- astliðið -ár, sjerstakle«a vegna verkfalla og fjarvista verka- manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.