Morgunblaðið - 16.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.07.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 16. júlí 1944 JMofðnttMtaftifr 0 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmimdsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók. !! íí Sogsvirkjunin nýja SOGSVIRKJUNIN NÝJA er önnur stærsta virkjun, sem framkvæmd hefir verið hjer á landi, en fyrsta virkjun við Ljósafoss var hin stærsta. Hin nýja vjelasamstæða, sem nú er komin, á að framleiða 5500 kílówött. Vjelasam- stæðurnar tvær, sem fyrir eru, framleiða samtals 8800 kílówött og Elliðaárstöðin 3200 kw. Svo raforkan eykst, þegar nýju vjelarnar verða teknar í notkun, úr 12000 kílówöttum í 17.500 kílówött. En hjer er ekki nema hálf sögð sagan. Því jafnframt því, sem rafmagnið hefir nú svo mjög verið aukið, hefir Hita- veitan komist á. Samsvarar hún sem hitagjafi 30.000 kíló- wöttum. Svo Reykjavíkurbær hefir nú aflgjafa til heim- ilisnota, iðju og herbergjahitunar, er samsvarar 47.000 kílówöttum. Akureyrarbær einn mun hafa svipaða virkj- un, borið saman við fólksfjölda, þegar viðbótarvirkjun við Laxá er lokið. En þó framþróunin í rafmagnsmálum Reykjavíkur hafi verið þetta ör, fer því fjarri, að hjer verði staðar numið. Viðbótarvirkjunin við Sogið er ekki fyrr komin í notkun, en rafmagnsstjóri leggur fram stórfeldar fyrirætlanir um nýja rafmagnsstöð, sem á að geta komist upp á næstu árum og framleiða 26.000 kílówött, en sú stöð á að vera rekin til þess að fullnægja rafmagnsþörf þær stundir sólarhringsins, sem álagið verður mest, t. d. meðan bæjar- búar elda mat sinn o. s. frv. Yrði þá orkan samtals sem svarar 73.000 kílówött. Þeir menn, sem alt hafa á hornum sjer, og leggja ekkert til málanna nema sífelt nöldur um það, sem aðrir gera, loka augunum fyrir öllum þeim erfiðleikum, sem altaf verða á vegi smáþjóðar við stórfeldar framkvæmdir, geta að ósekju haldið áfram rifrildi og nöldri um hægfara fram kvæmdir bæjarstjórnar í rafmagnsmálunum. En rök fyrir máli sínu geta þeir ekki fært, sem málstað þeirra kemur að gagni. Allir þeir, sem vilja beita sanngirni, hljóta að viðurkenna, að hjef hefir verið vel unnið og hyggilega. Þó margskonar styrjaldarerfiðleikar hafi tafið viðbótar- virkjun við Ljósafoss um nokkra mánuði eða hátt í eitt ár, breytir það engu um þann heildarsvip framkvæmda og fyrirhyggju, er bæjarstjórn Reykjavíkur hefir sýnt í þessum málum, með leiðsögn og undir forystu núverandi r af magnsst j óra. „Stíl“ - ismi ÞAÐ ER að sjálfsögðu eitt veigamesta atriði stjórn- málanna á hverjum tíma, hvernig best verði hagað fram- leiðslustarfseminni í landinu. Viðhorf Sjálfstæðismanna til þeirra mála hefir jafnan verið það, að fyrst og fremst beri að stefna að því að fram- leiðslustarfsemin og annar atvinnurekstur sje rekinn með því sniði, er afla muni þjóðinni í heild mestra fjármuna. í síðasta blaði Tímans eru þessi mál rædd frá sjónar- miði ritstjóra þess blaðs. Þar segir m. a.: „Sjálfstæðisfl. vill að atvinnureksturinn sje rekinn af nokkrum stóriðju- höldum, landbúnaðurinn í Korpúlfsstaðastíl, sjávarút- vegurinn í Kveldúlfsstíl og verslunin í Björns Ólafssonar stíl“. Það vantar ekki ,,stílinn“ hjá ritstjóranum! Sjálf- stæðisfl. hefir að vísu átt í höggi við Framsóknarfl. um það, að bændurnir fengju að eiga jarðir sínar sjálfir, en þyrftu ekki að vera leiguþý á ríkisjörðum, þótt flokkurinn hafi ekki gert kröfu um það, að hver bóndi byggi Korp- úlfsstaðabúi. Um verslunina hefir flokkurinn lýst yfir, að hann „fylgi frjálsri verslun einstaklinga og fjelaga. Hann telur samvinnuverslun þarfa og heilbrigða. Hann telur að einkaverslun og samvinnuverslun eigi að starfa í frjálsri samkepni á jafnrjettisgrundvelli“. I atvinnu- rekstri alment hefir flokkurinn bent á hlutdeildarfyrir- komulagið sem heppilega leið til aukins öryggis og jafn- vægis. Þetta er að vísu annar „stíll“, en Tímaritstjórinn hverf- ur sennilega ekki frá sínum alkunna „stíl“-isma. Kveðskapur Símonar dala- skálds Sveinn Árnason fiskimats- maður skrifar blaðinu: GUÐMUNDUR HAGALÍN mintist á það í Alþýðublaðinu á laugardaginn að einhverjir list- elskir ljóðvinir ætluðu að gefa út úrval af ljóðagerð Símonar Dala- skálds, og að glampað hefði á eitt hvað af „gullkornum“ hans í út- varpinu nýlega. Það hafði farið framhjá mjer, en við þetta rifjað ist upp fyrir mjer, að Símon gerði um mig nokkrar vísur, sem hafa ekki verið prentaðar fyrr, og líklega orðið of seint, ef aetl- ast væri til að þær kæmi til greina við úrvalið. Jeg var 10 ára gamall þegar jeg sá Símon fyrst, vestur í Arn- arfirði, og þá kvað hann um mig þessa vísu: Fluggáfaður, fögrum hlaðin blóma, hugnast lýðum, hlynur fjes, hann Sveinn blíður Jóhannes. Mjer fanst þetta vel kveðið, lýs ingin af mjer falleg og þótti mik ið til vísunnar koma. En svo mint ist mamma mín þess að Símon hafði 12—14 árum áður ort vísu um Jóhannes Hjartarson, og hún var svona: Fluggáfáður, fögrum hlaðinn blóma, hugnast lýðum, hlynur fjes, Hjartar niður, Jóhannes. Ekki vil jeg neita því, að held- ur fanst mjer minna til um vís- una mína á eftir. En 3 árum seinna bar fundum okkar Símon ar aftur saman, og nú skrifaði jeg upp jafnóðum alt, sem hann orti á þeim bæ og það var ekki lítið, enda fjekk jeg þessa vísu að ritlaunum: Meður prýði ljóð fram les, líka skrifað getur, hyggjufríður, hlynur fjes, hann Sveinn, blíður, Jóhannes. HAFI JEG SÍÐAR, eins og alt af getur þó komið fyrir, efast um ástsældir, fríðleik hyggju minn- ar og blíðlyndi mitt, þá hefi jeg varla þurft annað en minnast skáldsins, sem aftur og aftur kom auga á þessa. eiginleika mína þegar jeg var drengur, enda hefi jeg altaf geymt þessi „gullkorn“ Símonar, eins og Matthías vildi láta gera. En svo heimsótti Símon mig á Seyðisfirði rúmum 20 árum síð- ar og þáði hjá mjer beina, og ekki eingöngu þurrmeti. Hann ortí kynstrin öll, talaði í ljóðum, en ekki örlaði á ljóðlínum þeim, sem voru mjer svo hugþekkar og gamalkunnar. Jeg gat þess þá, að hann gleymdi því sennilega að jeg hjeti Sveinn Jóhannes, og ekki væri nú úr vegi, að hann reyndi að koma nafninu laglega fyrir í síðustu hendingu næstu vísu. Þá kom þessi: Fiskimats- er maður hjer, magnaður við ástavjes, hyggjufríður, blómann ber burðugur Sveinn Jóhannes. Jæja, hún var ekki eins góð og jeg bjóst við og þó í sama andan um, ef svo mætti að orði kveða, og sýnir það líka að Símon var ekki við eina fjöl felldur, og er það reyndar alkunnugt. Stytta af „föður Reykjavíkur“. FYRIR NOKKRUM vikum bar jeg fram þá hugmynd, eða rjett- ara sagt áskorun til verslunar og iðnaðarmanna hjer í bæ, að þeir héefust handa um að reisa Skúla Magnússyni fógeta og föður Reykjavíkur, fagran minnisvarða í höfuðstaðnum. Nú sje jeg það í blaði, að sam- tök stórkaupmanna hjer í bæ, eru þessu máli hlynt og ennfremur er í sama blaði skýrt frá því að hinn ötuli forvígismaður verslun armannasamtakanna, Hjörtur Hansson, hafi fyrstur átt hug- myndina að því að Skúla yrði reistur hjer minnisvarði og hafi hann ætlast til að stytta hans yrði við væntanlega byggingu verslunarstjettarinnar hjer í bæn um. (Jeg veigra mjer við að kalla það höll, því hallarnafnið er að verða svo leiðinlega algengt, en margir vonast til, að þessi fyrir- hugaða bygging verslunarmanna verði tekin með í „halla“-fárinu, sem gengið hefir aðallega í hug- um manna undanfarin ár). Hjörtur Hanson og hverjir þeir aðrir menn, sem vinna að þessu máli eiga fyrir það þakkir skyld ar. Það væri ekki úr vegi, að minna þá á, sem hafa áhuga fyrir að halda minningu Skúla á lofti, að þann 9. nóvember á hausti komanda verða 150 ár liðinn frá því Skúli fógeti ljest. 40 ára gamalt áhuga- mál. * GAMALL REYKVÍKINGUR hitti mig í gær og sagði: „Þú ert að tala um mál, sem jeg hefi haft áhuga fyrir s. 1. 40 ár og sem var mikið rætt hjer skömmu eftir aldamótin. Á jeg við sporbraut- irnar. Þetta mál var rætt í Iðn- aðarmannafjelaginu og það kom maður vestan frá Ameríku til að kynna sjer þetta mál. Það var lika þá talað um að leggjfc spor- braut milli Reykjavíkur og Hafn arfjarðar. En aldrei varð úr framkvæmdum í þessu, frekar en svo mörgu öðru. Reykjavík var talin of fámenn -til þess, að þetta gæti borgað sig. Þá var ekki raf- rnagnið. En síðan þetta mál var á döfinni hefi jeg altaf verið „járnbrautarmaður“, sagði sá gamli. Hætta á ferðum. „ÞÚ ERT að skrifa um ruslið meðfram vegunum, flöskubrot- inn og fleiru, .Víkverji minn“, skrifar einn af gömlu kunningj- unum okkar hjer í dálkunum. „Rjett er mælt hjá þjer í þeim efnum, sem svo mörgum fleirum, en má jeg ekki benda á eitt, sem er það alhættulegasta. Það er þeg ar menn kasta flöskum í ár og læki við alfaravegi. „Nú skal jeg segja þjer sögu um kunningja minn, sem var á ferðalagi úti á landi í fyrrasum- ar. Hann og ferðafjelagar hans aðu við læk einn, ekki langt frá þjóðveginum. Hann ætlaði að fara að sækja vatn í lækinn, en hrasaði í læknum og greip fyrir sig höndum. Lenti hann þá með aðra hendina á flöskubroti, sem var þarna i læknum og skar sig gríðarlega mikið á einum fingri. Varð hann frá vinnu lengi eftir. „Þetta slys hefði ekki komið fyr- ir, ef einhver hugsunarlaus mað- ur hefði ekki kastað flösku þarna í lækinn“. Náungans-kærleikur ÞAÐ ÞARF mikla fórnarlund til að leggja hart að sjer af ein- skærum náunganskærleika. Það eru jafnvel til menn, sem vilja vinna það til að verða sjer til skammar, ef vera skyldi að þeir gætu gert nágranna sínum ein- hvern greiða. Þeir eru boðnir og búnir til að leiðbeina og leið- rjetta það, sem miður fer hjá öðr um, eða sem þeim finst fara á annan veg en þeir vilja. Ein sála úr þessum „hjálpræð- isher“ skrifar grein í blað eitt hjer í bænum í gærmorgun og gerir pistlana mína að umtalsefni Er þar margt fallega sagt um þá, „sem hjer með kvittast fyrir“. En höfundi greinarinnar er augsýni- lega mikið niðri fyrir er hann skrifar, en á bágt með að koma því, sem hann ætlar að segja, á pappírinn. Árangurinn verður líka þágborinn, því það er ekki nokkur lífsins leið að botna í því hvað maðurinn hefir ætlað sjer að segja, eða hver tilgangurinn er með greininni. Þeir, sem til þekkja, kippa sjer víst ekki upp við það og trúi jeg að ritstjórar blaðsins, sem grein- in birtist í hafi hrósað happi yf- ir að þetta var ekki nema rúm- lega dálksgrein í stað langhunds í tveimur, þremur blöðum. Hefir vonandi ekki þurft í þetta skipti að fá flokksstjórnarsamþykt til þess að fá greinina birta í blað- inu. Ýmsar hvatir. ÞAÐ VIRÐIST vera ýmislegt gott í þessu skinni, sem er að ráð leggja mjer og öðrum hvernig við eigum að haga okkur í þessu og hinu. En það eru augsýnilega ýmsar hvatir, sem berjast um í sálartetrinu. Það er nú fyrst og fremst fórnarlundin, en það er eins og um leið skjóti fyrir ör- litlum öfundsbroddi, því illgirni vil jeg varla kalla það. Vandlætarinn telur upp nokk- ur mál, er lesendur mínir og jeg höfum látið til okkar taka hjer í pistlunum. Er það rjett frá skýrt í aðalatriðunum: Fánamálið og s. frv. Hann gleymir mörgum mál- um, en einkanlega sakna jeg eins — en það er þjóðleikhúsmál ið. Getur verið að það hafi fallið úr af ásettu ráði? Það er nefni- lega fleira, sem minst var á í $am bandi við leikhúsmál bæjarins, sem kom illa við suma menn. Það er ekki venja mín, að svara mönnum, sem hafa verið að narta í pistlana mína. Vinsæld ir þeirra eru nokkrum mönnum þyrnir í augum. Það verður að hafa það. Þetta er reiðilaust sagt, en í fullri alvöru. Það er fallegt að bera umhyggju fyrir náungan- um, en menn ættu ekki að láta það hlaupa með sig í gönur, frek ar en annað. Minntist Barna- spítalasjóðsins á sextugsafmælinu ÞEKTUR BORGARI þessa þæjar færði nýlega Barnasjóði Ilringsins kr. 4000,00 (fjögur þúsund krónur), í tilefni sex- tugsafmælis. er hanrf átti í júní s.l. — Hann ljet þess getið um leið, að í stað ^aess að verja fje þessu til veislu- halda, þ:i vildi hann láta hin mörgu sjúku börn njóta þess óg hvatti um leið aðra er eiga merkisafmæli. að gjöra slíkt hið sama.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.