Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. júlí 1944. JMtflgtlttMftMfr Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar GuSmundsson Auglýsingar: Árni Óla Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlanda, kr. 10.00 utanlands í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbðk. Sönnun og forsjón !!* MIKLAR FRJETTIR hafa borist frá Þýskalandi. For- ingjanum alvalda, Adolf Hitler, á að hafa verið sýnt bana- tilræði að tilhlutun nokkurra herforingja, er hafi með því gert tilraun til uppreisnar gegn nasistastjórninni. Sumir draga að vísu í efa, að frjettir þær sjeu sannar, þótt þeim hafi verið útvarpað frá Þýskalandi og verið geti um að ræða lið í hinum furðulegustu áróðurssjón- hverfingum nasismans. Hvað sem sannleiksgildi fregnanna líður, eru þær að öðru leyti táknrænar. Hitler ávarpar þýsku þjóðina í út- varpi eftir tilræðið. Hann segist gera það til þess að sanna þjóð sinni, að hann sje enn á lífi. Og hann þakkar hinni guðlegu forsjón fyrir að hafa staðið vörð um líf sitt, nú eins og altaf áður. Hann er að vísu ekki þakklátur sjálfs sín vegna fyrir lífgjöfina, þvert á móti, — líf hans er ekki nema áhyggjur og strit, — en þjóðarinnar vegna finst honum ástæða til að þakka fyrir að lífi hans var þyrmt, það var henni fyrir öllu. Hugsum okkur nú þjóðhöfðingja eða pólitískan valda- mann í lýðræðisríki þurfa að koma fram í útvarpi til þess að sanna þjóðinni hjervist sína á jarðríki! Þvílík fjar- stæða! Og hugsum okkur enn pólitískan valdamann í lýðræðisríki tala eins og geðbilaður maður um þá guðlegu forsjón, er sje svo miskunsöm, allra vegna nema hans sjálfs, að vernda líf hans svo þjóðin ekki glatist! Er það minni fjarstæða? En alt er þetta enginn hjegómi, heldur kaldhæðið tákn tímanna, þar sem veröldin hefir öðrum þræði umhverfst, glatað persónulegum þroska einstaklinganna, er hefir sogast upp í sefjaða múghyggju, sem er eins og reir af vindi skekinn fyrir göldrumlíkri áróðurstækni. Alt minnir þetta okkur á að barátta lýðræðisaflanna, sem nú er háð í heiminum, hefir göfugt markmið — að vernda frjálsa hugsun einstaklinganna, sjálfstæða tilveru þeirra og frelsi þjóðanna. Öryggi gjaldeyrisins SEÐLAVELTAN hjer innanlands hefir síðari árin verið æði glögg spegilmynd af þeirri útþenslu, sem hefir átt sjer stað í fjármálastarfsemi þjóðarinnar. Árið 1939 nam meðalseðlaveltan rúmum 12 milj. króna. Árið 1940 nærri 17 milj. króna. Árið 1941 35 milj. króna. Árið 1942 71 milj. króna og síðast liðið ár er meðalseðla- veltan nærr 117 milj. króna og komst hæst 30. desember, upp í 145 milj. króna. Hjer er um risaaukningu að ræða. Mörgum ofbýður og telja að með slíkri seðlaútgáfu sje að því stefnt, að gera peningaseðlana einskis virði. Slíkur misskilningur er hættulegur, þar sem hann dregur úr sparðnaðarlöng- un manna og örfar sóun og ógætilega meðferð fjármuna. Pjetur Magnússon, bankastjóri, vjek að þessu atriði í útvarpserindi, er hann hjelt um banka- og fjármál ekki alls fyrir löngu. Þar segir hann m. a.: „Hjá oss er þetta nú þannig, að seðlaútgáfan er að mjög litlu leyti trygð með gulli. Hins vegar á Landsbankinn nú innstæð- ur í Bretlandi og Bandaríkjum Norður-Ameríku, er nem- ur margfaldri seðlaútgáfunni. Allar þessar innstæður standa sem trygging fyrir seðlaútgáfu bankans. Svo framarlega sem menn því trúa á fjárhagslegt sjálfstæði þessara tveggja heimsvelda í framtíðinni, má það ljóst vera, að íslensk seðlaútgáfa — þótt há sje — er nú mjög vel trygð og betur en hún nokkru sinni áður hefir verið. Ef ekkert ófyrirsjáanlegt kemur fyrir, eru það'því sjálf- skaparvíti af versta tagi, ef hrun þarf að verða á íslensk- um gjaldeyri”. Þetta þurfa menn að hafa í huga, þeir mörgu, sem nú hafa meiri möguleika en nokkru sinni fyrr til þess að spara fje — og allra síst mætti það henda, að eyðilegging marg- víslegra fjárhagslegra möguleika, sem nú eru fyrir hendi hjá þjóðinni, ætti eftir að verða okkar eigið sjálfskaparvíti. Þjóðverjar hóta ítölum illu London í gær. ALBERT von Kesselring hers höfðingi hefir í dagskipan til hermanna sinna skipað, að taka skuli gisla á þeim slóðum, þar sem skemdaverk eru unnin og brenna hús, þar sem árásir eru gerðar á þýska hermenn. Stefani-frjettastofan, sem er undir eftirliti Þjóðverja, birti í dag skipunina. Þjóðverjar eiga ,,að hefja ráðstafanir, sem duga, gegn flokkum vopnaðra uppreisnarmanna, skemdar- verkamanna og glæpamanna, sem með athæfi sínu hafa á- hrif á gang styrjaldarinnar og trufla alla reglu meðal almenn- ings. Að taka gisla, vissa hundr- aðstölu, á þeim slóðum, þar sem sannað er, að hafist við flokkar vopnaðra manna, og skjóta þessa gisla, hvenær sem skemdaverk eru unnin á þess- um stöðum. Að gera gagnráðstafanir, sem jafnvel gangi svo langt að brenna til grunna hús á þeim stöðum, þar sem árásir eru gerð ar á hernaðarbækistöðvar Þjóð verja. Að hengja á torgum úti alla þá, sem sekir hafa gerst um að vega þýska hermenn, og alla forsprakka uppreisnarflokka. Að láta sæta ábyrgð íbúa staða, þar sem talsíma- eða rit- símalínur hafa verið rofnar eða skemdaverk unnin, sem miða að því að teppa samgöngur á vegum úti, til dæmis með því að dreifa þar glerbrotum og nöglum, skemma brýr o.s.frv.“. Vísitasíuför um Austur-Skaffafells- prófastsdæmi BISKUPINN yfir Islandi kom síðastliðinn miðvikudag heim úr 9 daga vísitasíuför um Austur-Skaftafellspró- fastsdæmi. Vísiteraði biskup allar 5 kirkjur prófastdæmisins, og var prófasturinn, sjera Eirík- ur Iíelgason í Bjarnarnesi, viðstaddur allar vísitasíurnar. Voru vísitasíuguðsþjónust- urnar mjög vel sóttar og fólk mjög ánægt yfir komu bisk- ups. Vísitasíurnar fóru þannig fram, að biskup prjedikaði og flutti svo í messulok er- indi til safnaðanna um nauð- syn kirkjulegrar starfsemi og hvernig ætti að auka hana og efla. Bandaríkjamönnum gengur vel á Guan Washington í gær : FREGNIR frá innrásinni á ,Guam herma, að sókn Banda- ríkjamanna gangi að óskum, en að mótspyrna .Tapana fari harðnandi eftir því, sem am- eríski herinn sækir lengra inn á eyna. Það er talið, að .Tapanar hafi um 20,000 manna her á eynni. verji óhripar: 'l/Jr clciql c ^„;..;..;..;..;„;..X~X“X*<"X~X*<~X“X**X"X1 cicýiecýci Góð og nauðsynleg bók. NÝLEGA barst mjer í hendur bók, sem jeg vil kalla góða bók og nauðsynlega, þó hætt sje við, að ekki verði allir á sama máli, því að bókin er eingöngu ætluð einni stjetta manna, en það eru menn, sem aka bilum. Bókin heitir líka Bílabókin. Jeg tel alveg víst, að þeir menn, sem eigá eða aka bílum, lesi þessa bók eins og „róman“ og „hætti ekki fyrr en þeir eru búnir með hana“, eins og rit- dómarar komast stundum að orði • Meðferð vjela og verkfæra. ÞAÐ HEFIR verið sagt — og jeg hygg rjettilega — að íslend- ingar sjeu trassar í meðferð verk færa og vjela. Víða sjást þess merkin. í bæjunum og úti á landi. Landbúnaðarverkfærin við suma sveitabæina eru ekki ávalt í góðu standi. Sumir hirða ekki um að taka þau í hús yfir vet- urinn og þau ryðga niður í öll- um veðrum. En svo skulum við snúa okkur að bilabókinni á ný. í þessu litla en snotra kveri er sagt á skemtilegan og auðskil- inn hátt, hvernig fara á með bíla og alt, sem að bílum lýtur. Það er bent á, hvernig spara má bensín og hjólbarða og hvernig bíllinn getur enst eigandanum lengur með rjettri meðferð. Alt eru þetta mikilsverð atriði ein- mitt nú. Þá eru í bókinni lög og reglu- gerðir, sem þá menn varða, er stunda akstur og hollráð allskon ar um hitt og þetta. Stórt landa- brjef af íslandi með vegakerfinu og vegalengdum, fylgir. • Bók, sem bílstjórar ættu að læra. ÞAÐ er svo vel frá þessari bók gengið að mjer finst ástæða til að geta hennar hjer og benda bílstjórum á hana. Sjerstaklega ættu þeir menn, sem eru að byrja að aka bílum að kynna sjer efni Bílabókarinnar. Það væri öryggi í því, ef menn, sem eru að læra að fara með bíl, yrðu látnir læra bók þessa og skila efni hennar til prófs, er þeir fá ökuskírteini. Ómur frá vinsællri rödd. ÞULIR RÍKISÚTVARPSINS líj'inu ♦X"X"X"X"X"X"X" hafa löngum fengið misjafna.. askjanna, þá sje hægt að fá það dóma. Sumir verið hafnir til skýj anna og notið almennra vinsælda um land alt. Aðrir hafa verið úthrópaðir strax á fyrsta degi: Sumir hafa neyðst til að hætta lestri j útvarp eftir stuttan tíma vegna þess að rödd þeirra hlaut ekki náð „í eyrum hlustenda". Einhver vinsælasti þulur, sem starfað hefir við Ríkisútvarpið var Sigrún Ögmundsdóttiir, sem starfaði í 7 ár við útvarpið og varð vinsælli með hverju árinu. En svo tók hún upp á því að gifta sig. Maður hennar er sænski söngvarinn Sigurd Björling og það eru nú mörg ár síðan hún flutti til Svíþjóðar og langt síðan heyrst hefir í þessum gamla vin- sæla þul. Hjer á dögunum barst mjer úrklippa úr sænsku blaði, sem sem birti viðtal við Sigrúnu Björ- ling og starfsemi hennar í útvarp inu íslenská og mjer datt í hug, að segja lesendum mínum frá þssum ómi frá hinni vinsælu rödd. Því ekki kvenþul? í SVÍÞJÓÐ þekkast kvenþulir ekki í útvarpi. í áminstu samtali við frú Sigrúnu er nokkuð rætt um það atriði. Sigrún telur rjetti lega, að það geti farið vel á því, að konur lesi upp í útvarp og bendir á þá staðreynd að í Ítalíu tíðkist það mjög, að konur sjeu útvarpsþulir. Skömmu eftir að Sigrún hvarf frá útvarpinu kom annar kven- þulur, ungfrú Ragnheiður Haf- stein og Varð vinsæl mjög, en einnig hún lagði starfið niður. Við höfum því reynsluna fyrir því, að kvenþulir geta verið á- gætir í útvarpi. En því hefir þetta ekki verið reynt síðan? Það myndi vera góð tilbreyting í út- varpinu, ef þar kæmi falleg kvenmannsrödd. Aðalþulirnir tveir, sem nú lesa í útvarpið, eru að mörgu leyti góðir, en jeg spái því, að útvarpshlustendur myndu taka því með þökkum, ef hægt væri að fá góðan kvenþul til til- breytingar. • Vöruvöndun. — Gott fordæmi. ÍSLENDINGAR hafa á hinum síðari árum komist alllangt í margskonar iðnaði og fram- leiðslu. Hjer á landi eru nú fram leiddar vörutegundir, sem áður þótti sjálfsagt að sækja til út- landa og jafnvel talið, að ekki væri á færi íslendinga að búa til. í sumum efnum hefir íslensk- um iðnaðarmönnum tekist vel og það svo vel, að framleiðsla þeirra gefur samskonar erlendri fram- leiðslu ekkert eftir. Á öðrum sviðum hefir miður tekist, eins og gengur. Nú á tímum „selst alt“ hjer á landi. Almenningur hefir mikið fje handa á milli og algengara er, að ekki sje hægt að fullnægja eftirspurninni, en að framboð sje mikið á framleiðsluvörum. Það er því freistandi fyrir fram leiðendur, sem eiga við fólksfæð og hráefnaskort að stríða, að láta skeika að sköpuðu með fram- leiðsluna, hvernig hún er úr garði gerð, þó það sje miður heppilegt með tilliti til vinsælda og framtíðarsölu. j Það er því gleðilegt að sjá, þe*g ar innlendar verksmiðjur fara að eins og t. d. sælgætisgerðin Freyja, sem lætur miða inn í konfektöskjur, sem seldar eru frá verksmiðjunni, til þess að gefa mönnum til kynna, að ef eitthvað sje bogið við innihald leiðrjett og bætt. Þetta gera ekki nema firmu, sem vita að þau framleiða góða vöru og vilja að viðskiftavinirnir fái vöruna óskemda. Og fordæmið er gott. • Adam og Eva. FULLTRÚAR á landsfundi kvenna, segir i Útvarpstíðindum, voru boðnir til forsetahjónanna að Bessastöðum. Meðal þeirra var ungfrú Laufey Valdimarsdóttir. Á leiðinni heim að Bessastöðum spunnust fjörugar umræður milli hennar og bílstjóra þess, er ók hennar bíl. Að lokum varð bílstjóranum að orði: — Eitt er þó víst, að guði al- máttugum hefir þótt meira koma til mannsins en konunnar, því fyrst skapaði hann manninn, en síðan konuna. — Ekki sannar þetta yðar mál, sagði Laufey. — Á einhverju varð hann að æfa sig, áður en hann skapaði almennilega mann- eskju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.