Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.1944, Blaðsíða 8
6 29 þálftakendur á ðolfmóíi íslands í Skagafirði Á GOLFMÓTI ISLANDS, sem hófst í Ska»:afirði í gær, eru 29 þátttakendur. Mótið hófst með undirbúningskepni (höggakepni). 16 þeir efstu í( |>eirri keppni, keppa svo í tnej^taraflokki, en hinir 13 í I. flokki. Margir ágætir kylfingar eru þarna saman- | komnir og má búast við skemmtilegri og tvísýnni keppni. Núverandi golfmeist- ari íslands, Cíísli Ólafsson, er meðal keppenda. likki var vitað um úrslit undirbúnings- keppninnar. þegar blaðið fór í prentun. Golfþingið. Golfþing íslands hófst í Varmahlíð í gærmorgun, en ekki er búist við, að því verði. lokið fyrr pn í kvöld. Ólafsvökuháiíð Fær- eyinga á laugar- daginn kemur Á LAUGARDAGLNN kem- ur halda Færeyingar Ólafs- vökuhátíð sína. Færeyinga- fjelagið hj^r í Reykjavík gengst fyrir hátíðahöldum! hjer í bænum. Hátíðahöldin hefjast með guðsþjónustu í Austurbæjar- skólanum, sjera Jakob Jóns- son messar. Síðan verður far ið suður í Fossvogskirkju- garð og blómsveigar Iagðir á grafir tveggja færeyskra skipshafna. Þá verður haldið til Vífilsstaða í boði ráðs- konunnar þar, sem er fær- eysk. Verða færeyskir þjóð- dansar dansaðir á túninu og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Um kvöldið verður hátíð í Tngólfskaffi. Verða þar flutt- ar ræður, sungið og dansað fram á nótt. Kvölddagskrá útvarpsins verður að nokkru helguð hátíðinni. Peter Wiegelund flytur erindi, frú Herborg á JTeygum syngur. Þá verður flutt ávarp til Færeyinga og að lokum sungið. Ritið Olavsökan kemur út í tilefni dagsins. Ritstjóri og útgefandi er Sámal Davidsen blaðamaður. Ritið verður selt á götum bæjarins og í Ixika- verslunum. Lárus Pálsson les upp á Húsavík Húsavík í gært 22. þ. m. Frá frjettaritara vorum, Á UPPLESTRARFERÐ sinni um landið las Lárus Pálsson leikari fyrst upp á Húsavík við góða aðstoð og mikla hrifningu og aðdáun áheyrenda. Viðfangs éfni voru kvæði eftir Þorstein Erlingsson; Stefán frá Hvítadal, ÍDavíð Stefánsson og Tómas Guðmundsson og fyrsti þáttur leikritsins Pjetur Gautur eftir Ibsen. Um komu listamannsins munu margir hjer eiga ljúfar endurminningar. Paulette giftist Samsæti Paulette Goddard; hin frægakvikmyndaleikkona; giftist ný- lega Burgess Meredith, sem áð-ur var kvikmyndaleikari. en er nú kapteinn í ameríska flug-hernum. Á myndinni sjást þau vera að ná sjer í leyfisbrjef. Handknattleiksmót kvenna hefsl í dag ÍSLANDSMÓT í handknatt- leik kvenna hefst kl. 5 í dag í Hafnarfirði. í dag keppa KR-stúlkurnar við Ármannsstúlkurnar og ís- firsku stúlkurnar við FH-stúlk- unnar. Haukar sitja hjá. Aðaldómari mótsins er Bald- ur Kristjánsson. — Uppreisnín í Pýskalandi Framh. af 1. síðu. Zeitzler herráðsformaður handtekinn. Leynd mikil ríkir um Zeitzler hershöfðing.ja og for- mann þýska herforingjaráðs- .ins. Hann hefir ekki verið settur frá embætti opinber- lega, en nasistar herma, að hann sje lasinn, en aðrar fregnir halda því fram að hann sje fangi. í einni fregn segir, að Zeitzl- er hafi verið handtekinn af mági von Brauchitsch mar- skálks. Svo mikið er víst, að Hitler hefir skýrt frá þvi, að Guderin hershöfðingi hafi tek- ið við embætti Zeitzlers. Forsjónin og foringinn. I þýska útvarpinu hefir ver- ið haldið áfram að þakka for- sjóninni fyrir, að Hitler hafi komist iífs af og sje það auð- sjeð á öllu, að æðri völd hafi bjargað Hitler frá bana. Hitler gaf sjálfur út dagskipan. í dag, þar sem hann talar um „litla klíku“, sem hafi ætlað að myrða sig. Ley verkalýðsleiðtogi hjelt útvarpsræðu í dag og talaði um uppreisnarmenn, sem glæpa- menn, brjálaða menn og fá- bjána. Ilann sagði, að útrýma yrði öllum uppreisnarmönnum og þykir það benda til, að upp- reisnin sje ekki enn bæld níður. Bardagar stöðvasf / vegna veðurs í Normandi « LONDON í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. — HERSTJÓRNARTIL- KYNNING Eisenhowers um bardagana í Normandi í gær var sú stysta sem hann hef- ir gefið út síðan innrásin hófst. Hún var á þessa leið: „Ekkert að frjetta“. Frjettaritarar í Normandi segja, að bardagar hafi stöðv ast vegna veðurs. Stöðug rign ing er ennþá og vegir allir eru ófærir af aur. Fótgöngulið bandamanna hefir grafið sig niður í skotgrafir í stöðvum »sínum. Einn frjettaritari símar í dag frá vígstöðvunum í Nor- Lmandi: , „Hjer er alt á floti og all- ir gegnvotir“. Nothæft efni úr bráðabirgðahúsum BÆJARRÁÐ hefir ákveðið að fela byggingafróðum mönn- um að athuga, hvaða efni sje hægt að nota við íbúðarhúsa- byggingar, sem til felst, þegar bráðabirgðahús eru rifin niður. Telja sumir menn, að ef bygg- ingu íbúðarhúsanna verði hátt- að samkvæmt því, sem hagan- legast er, með tilliti til þess, að notfæra sjer efni þetta, muni það geta komið að miklum not- um. Aðrir efast um það. En með rannsókn verður nú úr þessu skorið. fyrir próf. Rich. Beck FJELAG VESTUR-ISLEND INGA hjelt próf. Richard Beck skilnaðarsamsæti í Odd- fellow í fyrrakvöld. Sat þar ■ um 100 manns að boorðúm. Formaður fjelagsins, Hálfdáii Eiríksson, kaupmaður, bauð heiðursgestinn og aðra vel- komna. Mælti hann síöan fyrir minni Y éstij'-lslendinga og heiðursgestsins og afhenti honum að gjöf frá fjelaginu ■skrautútgáfu Tónlistarfjelags ins af Passíusálmunum. Rak síðan hver ræðan aðra og voru ræðumenn þessir: Ari ,K. Eyólfsson, síra Jakob .Jóns son (sem mælti fyrir minni frú Beck), Pjetur Sigurðsson, herra biskupinn Sigurgeir Sig- urðsson og svo heiðursgestur^ inn, sem flutti eina af sínum snjöllu ræð.um og kom víða við. Síðan kvaddi Benedikt G. Waage sjer hljóðs og ávarp- ,aði heiðursgestiim í nafni ís- lenskra íþróttamanna og færði honuni að gjöf frá I.S.I. til Þjóðræknisfjelagsins vesti'a, íslenskan borðfána. Próf. Beck þakkaði og minntist ís- .lenskra íþróttamanna hlýlega og kvaðst mundu reyna að vinna að því, að íslenskir í- þróttamenn gætu komið vest- ur um haf, og vestur-íslensk- ir íþróttamenn hingað þegar ,fram líða stundir. Að loknu boorð haldi skemtu menn sjer við samræður og dans. Þriðja Landsþing B. S.R.B. verður sett 16. sept. ÞRIÐJA landsþing Banda- ,lags starfsmanna ríkis og bæja verður sett hjer í bæn- ,um þann 16. sept. og mun standa í þrjá daga. 50—60 fulltrúar frá 24 fje- lögum munu sitja þingið. Helsta mál, er liggur fyrir þinginu, er launamál starfs- manna ríkisins, „Launalög .embættismanna ríkisins, frá ,1919. Milliþinganefnd var skipuð til að ræða þessi lög, og áttu í henni sæti tveir full trúar frá B.S.R.B., auk full- tnia frá öllum stjómmála- flokkunum. Álit nefndarinnar verður lagt fyrir þingið, en fjármálaráðherra hefir látið þá ósk í ljós að mál þetta verði tekið fyrir á næsta Al- þingi. I tillögum milliþinganefnd- ,ar er m.a. að komið verði á fullkomnu samræmi milli ,hinna einstöku ríkisstofn- rana og margvíslegir bytling- ar feldir -niður. Þá niun þingið ræða af- Stöðu opinberra starfsmanna til vinnulöggjafarinnar og til annara viimandi stjetta. Sunnudagur 23. júlí 1944. 205. dagur ársins. ÁrdegisflæSi kl. 8.20. Síðdegisflæði kl. 20.55. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki. Næturakstur annast B. S. I., sími 1540. Næturakstur á mánudag ann- ast Aðalstöðin, sími 1383. Helgidagslæknir er María Hallgrímsdóttir, Grundarstíg 17, sími 4384. Hjúskapur. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Jóni Auðuns þau ungfrú Guðmunda Dagbjartsdóttir og Pjetur Magn- ússon. Heimili þeirra er á Lauga- veg 144. 50 ára verður í dag frú*'Val- gerður Kr. Gunnarsdóttir, Þrast- argötu 3. 70 ára verður á morgun Júlíus- Kr. Einarsson frá Garðhúsum í Grindavík, nú til heimilis í Kefla Sögusýningin í Mentaskólan- um. Reykvíkingar, sögusýningin er opin í dag frá kl. 1—10 e. h. í síðasta sinn. Það er því síðasta tækifæri til þess að sjá þessa stórmerku sýningu. Byggingar á Reykjum. Bæjar- ráð hefir tekið tilboði Einars Kristjánssonar um bygging á starfsmannahúsum Hitaveitunn- ar að Reykjum í Mosfellssveit. Hljóðaði tilboð hans upp á 381 þús. kr. Hæsta tilboð sem kom í hús þessi var 610 þús. kr. Þormóður Sigmundsson frá Skálkstöðum í Reykhólasveit, nú sjúklingur á Kópavogshæli, verð ur 75 ára í dag. ÚTVARPIÐ I DAG: 11.00 Messa í Dómkirkjunni (síra Jón Thorarensen). 12.10 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar (plötur) a) Symfónía nr. 2 eftir Tschai- kowsky. b) Píanókonsert eftir Prokoieff c) Þættir úr óperettunni „Keis ari og smiður“ eftir Lortzing. d) Lagaflokkur og danssýn- ingarlög. 19.25 Hljómplötur: a) Sjöslæðu- dansinn eftir Rich. Strauss. b) „Till Eulenspiegel“ eftir sama höfund. 20.30 Hljómplötur: Ballade eftir Grieg. 20.35 Erindi: Suður um England (Hallgrímur Jónasson kenn- ari). 21.00 Hljómplötur: Norðurlandh- söngvarar. 21.15 Upplestur: „Mammon og Amor“, smásaga eftir O’Henry (Brynjólfur Jóhannesson leik- ari). 21.35 Hljómplötur: Capriccio It- alien eftir Tschaikowsky. 22.00 Danslög til 23.00. ÚTVARPIÐ Á MORGUN: 19.25 Hljómplötur: Þjóðdansar. 20.30 Þýtt og endursagt: Heil- brigði og næring (Snorri P. Snorrason stud. med.). 20.55 Hljómplötur: Lög leikin á sítar. 21.00 Um daginn og veginn (Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson blaða maður). a) Ýmis þjóðlög. b) Marion Anderson syngur. Byggingarlóðir við Skerjafjörð BÆJARRÁÐ hefir ákveðið að taka skuli úr erfðafestu all- mikið land suður við Skerja- fjörð, og gera úr því bygginga- lóðir. Er þetta m. a. Hjallaland, Sveinsstaðir, Austurkot og Kaplaskjólsmýri II. Er ráðgert að lóðum verði út- hlutað þarna undir liús á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.