Morgunblaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laug-ardagur 12. ágúst 1944. HEIMA 17. JU VÍST ER það svo með mig sem aðra mannkvisti hins nor- ræna kynstofns, að jeg hefi frá bernsku þráð fult frelsi; óskor- að olnbogarúm( því er það( að jeg sem flestir aðrir íslendingar fagna náðu marki lengi þráðs fullveldis, þess vegna fagnar hin íslenska þjóð 17. júní 1944 sem sigurhátíð; þessvegna erum við allir og öll og ekki síst þeir sem sveitirnar byggja hvort- tveggja í senn stoltir og sigur- glaðir; bljúgir og þakklátir. Þytur umfangsmikilla undir- búningsathafna barst frá höfuð stað landsins út til hinna dreifðu bygða. Reykvískum fagurfræðingum og smekkvísum nýmóðins mann fagnaðarfrömuðum var víst til- trúandi að setja eftirminnileg- an hátíðarsvip á 17. júní með tilstyrk Þingvalla. Og svo rann upp 17. júní 1944. Það var ó- neitanlega leiðinlegt að við sem heima sátum skyldum ekki geta fengið neitt af hinum fal- legu hátíðamerkjum, líka var það slæmt hve illa tókst að út- varpa sumu frá hátíðarhöld- unum á Þingvöllum. En það voru kannske smámunir, við dreifbýlisbörnin vantreystum engu um svipfagran búning hinnar glæstu hátíðar þar suður á Þingvöllum. En þrátt fyrir þær glæ&tu myndir sem öll lík- indi brugðu upp fyrir okkur var þó eitthvað, sem hjelt í okk ur heima, flesta. Jeg er ekki einn f þeirra hóp sem þyktist eða fyltist beiskju til þeirra Reykvíkinga, sem sendu út að- varanir til landslýðsins, utan Reykjavíkur og nágrennis að fylkja ekki liði mjög fjölmennu í suðurveg þann 17. jún. Nei það var eitthvað annað. TVÖ ÖFL toguðust á; mig langaði til Þingvalla; vissi að þar myndu skapast skýrastar myndir löngu liðanna atburða; jeg vissi að þar mundi jeg eygja skýrast þá kappana, sem hæst hafa haldið merkinu og harðastá háð baráttuna fyrir frelsi okkar og þjóðarrjetti — mennina; sem við áttum að svo miklu leyti að þakka þennan hamingjudag( sem nú var upp runninn 17. júní 1944. En svo ómaði á aðra hlið mjer hin blæmjúka h$imarödd; og minti mig á það; að alls hins besta sem lífið hefði hingað til fært mjer; hafði jeg heima notið; og þetta var vissulega rjett; því hver vill ótilneyddur sleppa Eítir Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði rjetti til að njóta helgifriðar og gleði þeirra hátíðlegu stunda sem lífið gefur honum kost á. Hver vill ekki helst njóta slíkra stunda heima? Hver vill ekki helst vera heima um jólin? — Og þetta voru raunar hin fyrstu jól fyrsta sigurhátíð frelsis og bjartra framtíðarvona til handa mjer og niðjum mínum til handa allrar hinnar íslensku þjóðar. Eitthvað á þá leið töluðu hin innri rök; er rjeðu heimasetu minni og eitthvað svipað mun hafa valdið hjá öðrum þeim; er heima voru; við vildum njóta helgi og hamingju þessa dags í heimahúsum og heimahögum. SVIPUR SÁ; sem veðrið hjer nyrðra setti á 17. júní var raun ar hinn ákjósanlegasti. Veðrið var kyrt og milt. Við sáum hæg lát skúradrög svífa yfir fjalla- hringnum til suðvesturs. Þetta voru helgiskúrir; heilagt vígslu vatn; sem átti að þvo augu okk- ar og gera okkur heilsjáandi og rjettsjáandi; þetta var vatn; er átti að þvo af okkur gamlar syndir liðinna tíma og skíra okkur til friðarsamstarfs og bróðurlegra átaka; til aukins þroska og allrar framtíðar blessunar. Mjer var áreiðanlega öðru- vísi innanbrjósts þann dag en alla aðra liðna lífsdaga. Það var óvenjuleg öryggiskennd í nálægð vi§ mig og eins og æv- inlega; eða ætti ævinlega að vera; þegar lífið er okkur gjöf- ult á gleði og hamingju. Fanst mjer alt hið fagra fegurra en venjulega, en alt hið andstæða; skuggalega og ógnþrungna hlyti að vera órafjarri. Mjer fanst hinar mildu mjúku línur ás- anna í vesturátt óvenju þýð- og laðandi, mjer fanst hinn ögrandi karlmennskuþróttur í brúnasvip Langadalsfjallanna að austan, aldrei svo eggjandi sem nú. Hlíðin hafði áreiðan- lega aldrei verið svona fagur- græn og freistandi — ef til vill ekki eins freistandi fögur sem Gunnari reyndist Fljótshlíðin forðum — en fögur samt. Og Blanda gamla, þessi vatnavarg- ynja sem í vorleysinganna jaka þunga offorsi, mylur upp græn Rennismiðir °g járnsmiðir geta fengið atvinnu nú þegar í Landssmiðjunni. Landsmiðjan an engjasvörðinn við túnfót- inn, hún var nú svo lágróma og mjúkhent á strengi sína. Og umfram alt fáninn — fánalit- irnir höfðu aldrei verið svona dásamlega fagrir, hreinir og skýrir og vel í samræmi við umhverfið, í samræmi við mig sjálfan. En nú var líka 17. júní 1944. Fáninn beitti öllum lit- mætti sínum þar sem hann bærðist hægt og örugglega í suðvestan blænum. Mjer flaug í hug hið dásamlega fánaljóð Stefáns G.: Flýttu þjer fáninn vor góði og faðmaðu storminn og lýstu yfir okkur. Þjóðblettur þerrður af blóði í þig verði ei nokkur. Minn oss með ljóði, sem lýðir ei gleyrria, er litirnir titra í heiðsvalan vaktir að: hjartað og heima sje hvar sem þú blaktir. SVO er nú það, en hvers er svo að vænta af framtíðinni? — Áreiðanlega getum við vænst alls hins besta, því íslenskir lífs möguleikar skera okkur í engu þröngan stakk hagsællar af- komu, ef við aðeins viljum leggja til þann skerf sem okk- ur er skylt, með þreki, vinnu- semi og hófsemd. Ef við viljum hlíta orðum spartversku kon- unnar sem ráðlagði syni sínum að ganga feti framar, er hann kvartaði um að sverð sitt væri of stutt. Við þurfum að ganga feti famar hjer eftir en hingað til, þá munu vopn okkar í sig- ursælli drengskaparbaráttu ekki reynast of stutt. Það er meistaralega mikils um vert, að missa ekki sjónar af fortíðinni, hugsa og horfa til for ingjanna, sem óeigingjarnastir og sigursælastir hafa reynst í þaráttunni fyrir þjóðarrjetti, þjóðarfrelsi og þjóðarhag — horfa til þeirra manna sem á þrauta-j^ og niðurlægingartím- um þjóðar okkar mistu aldrei trúna á gæði landsins og innri þrótt þjakaðra samtíðarmanna. Þeir sáu og vissu að þrátt fyr- ir alt, átti þetta blessaða land í sjer fólginn ótæmandi auð og mátt til hagsældar og hamingju börnum sínum. En svo sjálfsagt og nauðsynlegt sem það er að minnast með lotningu, þökk og hlýhug, hinna horfnu baráttu- kappa, þar sem þeir bera við himin — sumir nær — aðrir fjær — á hinni gengnu þjóðlífs braut, þá verðum við þrátt fyrir nærstæða sundrung, óheilindi og heimskulegan flokkadrátt á yfirstandandi tíma, þá verðum við að vona að í nútíð og fram- tíð vaxi upp þeir forystumenn, sem sjeu hvorttveggja í senn: vitrir menn og góðgjarnir, ör- uggir og giftudrjúgir í störfum til þjóðar heilla, til mannbóta. — En við megum ekki varpa öllu okkar trausti á foringjana; við verðum að gjalda varhugð við að vanmeta ekki okkar eig- in skyldur, nje þann hlut, sem við eigum þar til að leggja fram, sem nýir þjóðfjelagsþegn ar. Okkur verður að vera ljóst, að það sem í raun og veru mestu veldur um farsæld og hamingju þjóðarheildar, er það — hvernig við reynumst — hver og einn — hve trúir við reynumst í starfi hvers dags — hve vel við ávöxtum okkar •fDund frá morgni til kvölds — yfir höfuð hve vel við rækjum lífsskyldurnar, skyldurnar gagn vart sjálfum okkur og öðrum, skylduna þá, að vera dugandi drengskaparmenn. ÞAÐ ER staðreynd, að alt líf — öll hin efnislega tilvera, er uppbygð af smámununum, af hinum örsmáu frumögnum. Og eins og það er víst að mergð örsmæðanna skapar hina vold- ugu, efnalegu tilveru, eins er hitt víst að hver mannögn stærri og smærri þjóðfjelags- heilda á sinn þátt og mátt í sjer verandi til þess, annað tveggja yfir litlu, þá muntu verða sett- ur yfir rheira“, sagði mesti siðameistari allra tíma, — það eru sannindi sem fela í sjer stórt fyrirheit. ÞAÐ ER í raun og veru engin framtíð sem byggist á því að hal^a hátíðlegan 17. júní 1944, með ræðuhöldum, söngvum, blástrum og flaggaveifum. Við verðum að muna það, jeg og þú, kar) og kona, maður og meyja, að á okkur, hverju og einu og öllum til samans byggist fram- tíð og hamingja þjóðar okkar, — það byggist á því hve mikið trúleiks, dáða og drengskapar- fólk við reynumst. Enginn má láta sjer detta í hug að lítið byggist á honum einum, Það er fullkoml. eðlil. meira að segja, alveg sjálfsagt að fagna og vera syngjandi glaðir yfir fengnu frelsi og full veldi, en vjð skulum bara muna það, að rjettindum fylgja skyld ur, skyldur við guð, sjálfa okk ur og þjóðarheild. — Skyldur, sem stundum reynast erfiðar til uppfyllingar, svo erfiðar að það reynir verulega á manndóm okkar og sálarþrek að fá upp- fyllt þær. Við verðum hver ein asti karl og kona að þola eða standast eldraun skyldunnar. Ef við stöndumst ekki þá raun, að byggja upp, máttugt, sam- ! getur frelsisgjöfin 17. júní 1944 stilt og frjálst þjóðfjelag, eða hitt, — fylli hún ekki sitt rúm með sæmd og trúleik, þá veik- ir hún og gefur enga von til þegnlegra nje þjóðfjelagslegra heilla. Það er oft talað um ábyrgðar mikil störf og það með rjettu, en öll störf eru ábyrgðarstörf, því hin stóru, umsvifamiklu og þungu ábyrgðarstörf byggjast á því og eru því aðeins fram- kvæmanleg að smærri störfin sjeu með trúleik og skilningi af hendi leyst. Við heyrum stund- um talað um lítilfjörleg störf, en í sannleika eru engin lítil- orðið okkur hefndargjöf í kom- andi tíma. I herrans nafni gleymum því ekki — Islend- ingar. — Þorbjörn Björnsson Geitaskarði. Hengyang fallin. London: Hin mikilvæga sam- göngumiðstöð Hengyang í Hunanfylki, Suður-Kína er fall in Japönum í hendur, eftir vasklega tveggja mánaða vörn Kínverja. Fjellu verjendur borgarinnar svo að segja allir fjörleg störf til, —.„vertu trúr eftir grimmilega bardaga. ÓDÝR ÍBÚÐ Timburhús, ca. 100 fermetrar, sem auðvelt er að breyta í íbúð, verður selt á sanngjörnu verði til brottflutnings. Húsið má flytja í tveim hlutum. Þeir, sem áhuga hafa, leggi nöfn sín og síma inn á afgr. blaðsins fyrir hádegi í dag, merkt: „Timburhús“. ÍKJx*HSxSxSx®x®x$x$xSx8x8x»<SxSxSx$K®xSx®xSxSxSxSxg (Jtgerðarmenn Hefi til sölu 40 hestafla SKANDIA-MÓTOR ný uppsettan. — Upplýsingar gefur Sigurður Jónsson skipaskoðunarmaður, Húsavík. Sími 39.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.