Morgunblaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 5
Laugardagur 12. ágúst 1944. MORGUNBLAÐíD 5 Viðhorf í dýrtíðarmálunum III: Hverskonar rdðstafanir koma til greina? I FYRRI GREINUM mínum var í fyrsta lagi rætt um nauðsyn þess að eitthvað yrði aðhafst í dýrtíðarmálun- um, og í öðru lagi rætt um það, að úr því yrði að fást skorið, hvort allir stjórnmálaflokkar hefðu einlægan vilja til þess að leysa þessi mál á grundvelli núverandi þjóðskipulags. Ef nægilegur me'iri hlufi ráða- manna þjóðarinnar er í fyrsta lagi sammála um nai/ðsyn að- gerðanna og getur í öðru lagi aðhyllst framkvæmd þeirra á grundvelli núverandi þjóðskipu lags, vegna þess að þeir telji þjóðfjelagsbyltingu annað hvort óæskilega eða ótímabæra, ætti ekki að vera ástæða til þess að örvænta um, að hver um sig myndi ekki reiðubúinn að víkja svo frá sjersjónarmið- um sínum, að eitthvert sam- koomul. ætti að geta náðst. Um hinar mörgu hugsanl. dýrtíð- arráðstafanir, sem til greina kæmu, mætti skrifa langt mál, og verður slíkt ekki gert hjer, en aðeins gerðar nokkrar hug- leiðingar almenns eðlis, þar sem stiklað er á stærstu stein- unum. Dýrtíðarráðstöfunum mætti e. t. v. skifta í beinar og óbein- ar ráðstafanir, og skulu hvorar um sig ræddar nokkuð. ÓBEINU ráðstafanirnar kalla jeg þær, sem miða að því að „taka peninga úr umferð“ og minka á þann hátt kaupgetuna og eftirspurn eftir vörum og þjónustum. Helstu ráðstafanir af þessu tagi eru skattar, sam- dráttur útlána hjá bönkum og svo skyldusparnaður, sem orð- ið hefir tíska í þessu stríði. Þetta er hugsað þannig, að vegna minni kaupgetu og þar af leiðandi minni eftirspurnar, hljóti vöruverð og framleiðslu kostnaður að lækka. Frá fræði legu sjónarmiði má telja það þessum ráðstöfunum til gildis, a. m. k. sköttum og skyldu- sparnaði, að hægt er að leggja þessar kvaðir á eftir efnum og ástæðum borgara þjóðfjelags- ins. Hinsvegar hafa þessar ráð- stafanir ýmsa annmarka, eink- um eins og nú horfir við, þann- ig að verulegs árangurs er ekki af þeim að vænta. í fyrsta lagi eru þær seinvirkar og áhrif þeirra óviss. Þótt fólk hafi t. d. minni peninga milli handa vegna hækkaðra skatta, er ekki hægt að vita, hvaða vörur það yrðu sem eftirspurnin minkaði eftir. Óvíst er einnig, svo ó- sveigjanlegt sem verðlagið er nú, hvort minkandi eftirspurn veldur verðlækkunum fyr en þá seint um síðir. Afleiðing minni eftirspurnar getur eins vel orðið minni framleiðsla og atvinnuleysi, og ná slíkar ráð- stafanir þá ekki tilgangi sínum sem verðlækkunarráðstafanir. Ekki má heldur loka augunúm fyrir því, að hækkun beinna skatta getur oft orðið órjettlát í framkvæmd vegna þess að ekki er unt að hafa nægilega strangt eftirlit með framtölum til skatts. Beinu skattarnir Eftir Ólaf Björnsson. dósent lenda þá þyngst á heiðarlegri borgurum þjóðfjelagsins svo og þeim, er óhægt eiga með að svíkja undan skatti, eins og þeir, sem vinna. í þjónustu ann- ara. Enda þótt niðurstaðan af þessu verði sú, að ekki sje veru legs árangurs að vænta af þess um ráðstöfunum, má þó ekki missa sjónar af því, að fjár- málastefna sú, sem rekin er af ríki og bönkum, hefir sína þýð- ingu á sviði verðlagsins, og þarf að vera samhæfð öðrum dýrtíðarráðstöfunum. T. d. myndi ógætileg útlánastefna af hálfu bankanna ýta undir fast- eignabrask og ýmiskonar spá- kaupmensku, sem orðið getur til þess að auka þá ringulreið í fjármálalífinu, sem verðbólg- an skapar. * BEINAR dýrtíðarráðstafanir má hinsvegar kalla það, þegar hið opinbera tekur sjálft að sjer að ákveða verð á vörum og þjónustum, svo sem með verð- lagseftirliti, gerðardómi æða þ. u. 1. Þótt slíkar ráðstafanir hafi margskonar agnúa, eru þær miklu áhrifameiri til verðlækk- unar en óbeinu ráðstafanirnar. Með beinum ráðstöfunum hlut- ast ríkisvaldið miklu meira til um viðskifti 'og hag einstakl- inga og stjetta, heldur en ef t . óbeinar ráðstafanir eingöngu eru framkvæmdar og felst því í hinum beinu ráðstöfunum fi’els isskerðing að sama skapi. En eins og nú horfir við, eru slíkar beinar ráðstafanir gegn dýr- tíðinni óhjákvæmilegar, enda mun þeim meira og minna hafa vérið beitt af öllum þjóð- um heims í yfirstandandi styrj öld, hvort sem stjórnarvöldin hafa verið hlynt viðskiftafrelsi eða ekki. Hjer á landi hafa slíkar bein ar dýrtíðarráðstafanir einkum verið framkvæmdar með verð- lagseftirliti. Hlutverk þess hef- ir verið tvennskonar, í fyrsta lagi það, að halda verðlagi í skefjum og í öðru lagi að hindra það, að einstakir menn safni ó- hæfilegum gróða í skjóli þeirra viðskiftahafta, sem styrjöldin hefir skapað, og raunar voru, a. m. k. hjer á landi, komin til skjala fyrir styrjöldina. Munu flestir nú sammála um nauð- syn verðlagseftirlits, þótt slíkt verði aldrei framkvæmt á þann hátt; að einstaka óánægjuradd- ir komi ekki fram um það. En þar sem verðlagseftirlitið hefir aðeins heimild til þess að á- kveða álagningu verslunar og iðnfyrirtækja á vörur( er þau versla með, en álagningin er aðeins nokkur hluti vöruverðs- ins, og í mörgum tilfellum lítill hluti þess, er ekki að vænta nema takmarkaðs árangurs af slíkum ráðstöfunum í barátt- unni gegn dýrtíðinni. Það væri æskilegt að hægt væri að láta aðra þætti verð- lagsins afskiftalausa af hálfu ríkisvaldsins, en einna mikil- vægastir þessara þátta eru kaup gjald og verðlag landbúnaðar- afurða. Öllum frjálslyndum mönnum myndi það mest að skapi, að þessir þættir verð- lagsins mættu ákvarðast með frjálsu samkomulagi við þær stjettir; bændur og verka- menn til lands .og sjávar, sem hjer eiga hagsmuna að gæta. En ef hver stjett um sig hugsar um það eitt, að gera sem óbil- gjarnastar kröfur á hendur þjóðarheildinni, þótt þjóðarbú- skapnum sje með því stefnt í beinan voða, verður íhlutun rík isvaldsins um þessi mál að verða meiri en nú er. ★ EINA leiðin sem jeg fæ kom ið auga á að svo stöddu, er þá sú, að einhverjum opinberum aðila verði fengið víðtækara vald til íhlutunar og úrskurðar um verðlagsmál en verðlagseft irlitið hefir nú. Þessi aðili yrði þá fyrst og fremst að hafa íhlut unarrjett um þá þætti verðlags ins, sem beint og óbeint skifta mestu máli, en það er verð land búnaðarafurða og kaupgjald. Nú munu margir spyrja: „Hver á að skipa þennan aðila, dóm- stól, nefnd eða hvað það nú yrði kallað, og hverjar eiga að verða starfsreglur hans?“ Hann yrði vitanlega að skipa af þeim stjórnarvöldum, sem ábyrgð bæru á framkvæmd dýrtíðar- ráðstafananna, hver svo sem þau yrðu. Um starfsreglur fyr- ir slíkan aðila er ekki hægt að fjölyrða hjer, en æskilegt væri að framkvæmd þessara mála yrði sem mest falin mönnum, sem ekki gætu skoðast fulltrú- ar neinna sjerhagsmuna, hvorki stjetta nje stjórnmálaflokka. Með því yrði best trygt að dóm- stóll þessi yrði ekki gerður ó- virkur vegna innbyrðis sundr- ungar, svo og það, að rjettsýni yrði, eftir því sem unt væri, látin ráða við hinar teknu á- kvarðanir, en hagur þeirra stjetta, sem veikasta pólitíska aðstöðu hafa, yrði ekki fyrir borð borinn, jafnframt því að þær stjettir, sem öflugust sam- tök hafa og mest ítök í póli- tískum flokkum, gætu velt af sjer byrðunum.' Niðurrifsmennirnir munu nú óðara hrópa: ,,Einræði, þræla- lög“! Þessu er því til að svara, að slíkar ráðstafanir eru ekki meira brot á reglum lýðræðis ! og frjálsræðis, en aðrar, sem þegar hafa verið framkvæmdar, svo sem verðlagseftirlitið. — Kaupmenn og iðnrekendur hafa í mörg ár orðið að sætta sig við það, að hið opinbera hefir ,,skamtað“ þeim það sem þeir mega bera úr býtum, og mun margur í þeim stjettum telja 1 svo hart að sjer gengið, að þeir myndu þakka fyrir að eiga vís- ar fastar tekjur sem samsvör- uðu kaupi ófaglærðra verka- manna ein's og það er nú, hvað þá meira. Annars er einkennilegt, að þeir menn, sem samkvæmt yf- irlýstri stefnu sinni telja æski- legt að hið opinbera gangi sem lengst í því að skerða frelsi einstaklingsins í stóru og smáu, eru viðkvæmastir fyrir öllum þeim frelsisskerðingum einstak linga og hagsmunasamtaka, sem hið borgaralega þjóðfjelag stundum neyðist til að fram- kvæma til verndar hagsmunum þjóðarheildarinnar gegn yfir- gangi t sjerhagsmunasamtak- anna. Er þá ekki æskilegt frá þessu sjónarmiði, að lofa mönn um að venjast ófrelsinu smám saman? En ekki meira um það. ★ ____________ Jeg vil í lok þessara hugleið- inga undirstrika það að nýju, að því fer fjarri, að jeg telji leið þá, sem hjer hefir verið tæpt á, — endurvakningu gerðar- dómsins býst jeg við að and- stæðingar skoðana minna kalli hana — æskilega og síst af öllu lausn til frambúðar á hinum þjóðhagslegu vandamálum. Hjer yrði um neyðarráðstöfun að ræða, knúna fram af nauð- syn til þess að vernda þjóðfje- } lagið gegn þeim öflum, sem vilja vinna að fjárhagslegri upp lausn og öngþveiti. Einskis væri fremur óskandi en að slíkar ráðstafanir yrðu óþarfar, og verði nauðsynlegt að beita þeim, þá að þær megi standa sem styst. Það er undir þegrskap og fjelagsþroska ein- staklinganna komið, hve mik- ils frelsis einstaklingurinn jná njóta. Eftir því sem þekking og fjelagsþroski þjóðfjelagsborg- aranna er meiri, eftir því er minni þörf á að hið opinbera sje með nefið niðri í öllu og hafi typtarólina sífelt á borða sjálfir. Hið lýðfrjálsa þjóðskipulag gerir meiri kröfur til þekkingar og fjelagsþroska þegna sinna en nokkurt þjóðskipulag annað. Og þótt lausn hinna aðkallandi fjárhagsvandamála hljóti um sinn að verða aðalviðfangsefni löggjafarþings vors og stjórnar, megum við ekki missa sjónar af af því verkefni nútíðar og framtíðar, að ala þjóðina þann- ig upp, að íslendingar megi standa á verði um lýðræðishug- sjónina og sjeu færir um að lifa sem frjáls þjóð í frjálsu landi. Til eflingar slíkum fjelags- þroska sem nauðsynlegur er til þess að lýðræðið geti dafnað og öfl þau, sem undir fölsku yfirskyni stefna að sköpun ein- ræðis og áþjánar, verði niður kveðin, tel jeg einkum tvent líklegt til að ná árangri. í fyrsta lagi þarf þekking borgara þjóðfjelagsins á þjóð- fjelagsmálum að aukast. Þótt íslenska ríkið verji miklu fje til uppfræðslu þegna sinna, er þessi þáttur fræðslustarfsins algerlega vanræktur. Fátt er þó hverjum þjóöfjelagsborgara jafn nauðsynlegt eins og að vita einhvér skil á því þjóð- fjelagi, sem hann lifir í, og geta myndað sjer sjálfur skoðanir á þeim málefnum, sem hann á að taka þátt í og bera ábyrgð á með atkvæði sínu sem almenn ur kjósandi. Almenn þekking á þjóðfjelagsmálum er líka besti varnarmúrinn gegn fáránlegum áróðri, sem dulbúið miðar að því að koma lýðræðisskipulagi því, sem þjóðin ann, fyrir katt- arnef. I öðru lagi þarf að efla fje- lagslegt öryggi og jafnrjetti, svo að hver einstaklingur finni sig hafa skyldur við þjóðfjelag- ið. Islenskri alþýðu er ekki hag ur í því að kaupgjald sje hærra en afköst framleiðslunnar geta borið uppi, enda getur slíkt aídre'i staðið til lengdar. En hún á rjettmæta kröfu á því, að -ráð stafanir sjeu til þess gerðar að atvinnulegt öryggi sje sem mest og sjeð sje sómasamlega fyrir þeim sem sjer að ósjálf- ráðu geta ekki sjeð sjer far- borða. ( Og þetta ætti að vera hægt, án þess að fela pólitískri klíku einræðisvald yfir öllu at- vinnulífi þjóðarinnar og starfs kröftum og efnahagslegum kjör um hvers einstaklings. Lýðveldishátíð að Lundi í Dxarfirði FRAMSVEITIR Öxarfj arð - arhjeraðs: Öxarfjörður, Keldvc hverfi og Ilólsfjöll hjeldrs samkomu að Lundi í Axar- firði 18. júlí sl. í tilefni að' stofnun lýðveldis á íslandi- Ræður fluttu: Erlingur Jó- hannsson oddviti í Ásbyrgi, Björn Þórarinsson bóndi í Kilakoti, Benedikt Kristjáns- son oddviti á Þverá, Björn. Haraldsson bóndi í Austur- görðum, Magnús Þorbergsson, bóndi á Ærlæk, Björn Guð- mundsson hreppstjóri í Lóni„ Arnþór Árnason skólastjóri. í Lundi og Benjamín Sigvalda son þjóðsagnritari á Gils- bakka. Blandaður kór úr Kelduhverfi undir stjórn frk„ Bjargar Björnsdóttur í Lón’t söng milli ræðuhaldanna. Fundarsalur og umhverfí var fánum skreytt. Benedikfc Kristjánsson á Þverá stjórn- aði samkomunni, en Kvenfjel. Öxfirðinga sá um veitingar af miklum myndarskap. Svohljóðandj skeyti sendi samkoman Benedikt Sveins- j syni bókaverði í Jteykjavík, I fyrverandi alþingism. Norður- Þingeyinga: | „Samkoma í dag haldin aS . Lundi í Öxarfirði í tilefni að stofnun lýðveldi á Islandi, ^ þakkar þjer ótrauða baráttu í (sjálfstæðismálum þjóðarinnarf ^ fyrr og síðar og minnist með ^ ánægju þingsetu þinnkr fyrir sýsluna1 ‘. Veður var hið ákjósanleg- asta, sólskin og' hiti og fón samkoman hið besta fram, enda voru Tnenn í hátíða- skapi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.