Morgunblaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1944, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 12, ágúst 1944. „O, svei!“ Bóndinn fyllti munninn af hráka og miðaði beint á pallinn. „Hann gerir ekkert fyrir okkur, þitt feita svín, sem við gætum ekki gert betur sjálfir“. Hann spítti og hitti á skó Nikulásar. Nikulás tók vasaklút upp úr vasa sínum, þurkaði af skónum og henti síðan vasa- klútnum. „Ertu orðin snarvitlaus!“ hrópaði ráðsmaðurinn, sem nú var orðinn alvarlega hræddur. „Þú hlýtur að vera genginn frá vitinu, ef þú ekki sjerð, hvað af þessu leiðir". „Vertu rólegur, Dirck“, sagði Nikulás, og reis á fætur. Hann horfði rólega á litla hópinn fyr ir neðan pallinn. Hið eina, sem bar vott um geðshræringu hans, var, að nasavængirnir þöndust út. „Það mun sennilega gleðja ykkur að fá að vita, að þar eð tilfinningar Klaas Beecker eru þannig, þarf hann ekki lengur að dvelja á landi mínu. Hann mun yfirgefa Heiðarbæinn snemma í fyrramáli. Hann og fjölskylda hans munu án efa finna land í vestri, sem hæfir þeim frekar, þár sem hvorki skattar nje lög angra þau“. Hlustendurnir stóðu nærri því á öndinni. Svipurinn á and liti Klaas, sem áður var ákveð- inn og ófyrirleitinn, varð nú biðjandi. „Þjer getið ekki gert það, hr. Van Ryn. Við getum hvergi farið“. Hann vætti var- irnar. „Jeg er fæddur á þessum bæ, herra, eins og þjer vitið. — Þjer getið ekki verið svo misk- unarlaus, hr. Van Ryn“. Nikulás leit á skó sinn og síð an á bóndann. „Þar sem þú ert óánægður hjer, verður þú án efa ánægðari annarsstaðar. Þú getur talað við Duyckman eftir hátíðahöld- in. Hann lætur þig fá nokkra gullpeninga". Klaas gnísti tönnum og varð eldrauður í framan. „Jeg'kæri mig ekki um neina ölmusu og jeg . . jeg fer ekki. Jeg á vini — góða vini. Þú munt sjá eftir þessu. Við brjótum niður þessa bölvuðu höll þína .. Hjer þagnaði hann, sneri baki við pallinum og gekk hægt þangað sem vagninn hans stóð. Það var dauðaþögn í kring- um pallinn, dálitla stund. Þá sagði Nikulás: „Leiguliðkrnir, sem eftir eru, gjöri svo vel að koma með leigu sína“. Mennirnir horfðu nú ekki hvor á annan, heldur hröðuðu sjer eins og þeir gátu. Gebhard, frændi Klaas Beeckers, kom tómhentur — Ráðsmaðurinn ræskti sig. — Meiri vand- ræði. — Miranda hallaði sjer áfram, með áhyggjusvip. Hvernig gátu þeir fengið af sjer að koma svona fram við Niku- lás, sem var svo góður við þá? — Þetta eru vondir og ruddaleg ír menn, hugsaði hún reiðilega. Þessi Gebhard gat vissulega ekki einnig neitað að greiða leigu sína. Hann gerði það heldur ekki. Hann stóð andartak, fyrir neð- an pallinn og starði með vand- ræðasvip á tærnar á sjer. Síð- an, án þess að líta upp, tók hann af sjer hattinn og muldr- aði eitthvað um að vagninn sinn væri bilaður, en bætti við: „Jeg skal koma með leiguna á morgun, herra, ef það er hægt“. „Já, það er ágætt“, sagði Nikulás. „Jeg kæri mig hvorki um að vera harður nje ósann- gjarn. — Viltu kalla fólkið sam an, Duyckman. Jeg ætla að segja nokkur orð við leiguliða mína, eins og venja er“. Ráðsmaðurinn fór niður af pallinum, þangað sem hátíða- höldin fóru fram, og kallaði: „Húsbóndinn ætlar að halda ræðu. Komið öll upp að pallin- um“. Leiguliðarnir röðuðu sjer nú í kringum pallinn; eins og þeir höfðu altaf gert. Þegar Nikulás leit á andlit þeirra, varð honum hughægra. Það höfðu áður verið óeirðir á meðal þeirra, sem auðvelt hafði verið að bæla niður. Og því mundi eins varið nú. „Leiguliðar Dragonwyck“, hóLhann mál sitt. „Það er mjer mikil ánægja, að bjóða yður vel komna hingað, á fullveldisdegi þjóðar vorrar. Jeg mun ekki tefja yður lengi frá glaumnum og gleðinni. Jeg vona að þjón- ar mínir sjái yður fyrir nægum drykkjarföngum og mat“. „Okkar eigin mat!“ tautaði kona, sem stóð fyrir aftan Mir- öndu. Miranda leit reiðilega í kringum sig, en vissi ekki, hvort Nikulás hafði heyrt það, því að hann hjelt áfram máli sínu, og talaði nú af miklum fjálkleik um ættjarðarást og skyldurnar við ættjörðina. Síð an fullvissaði hann þá um á- huga sinn á velferð þeirra og sagðist ávalt vera reiðubúinn til þess að hjálpa þeim ef vanda bæri að höndum. „í rauninni er það óþarft fyrir mig, að benda ykkur á yfirburði þá, er þið, sem leiguliðar hafið yfir aðra smábændur, sem ekkert öryggi eiga. Mjer hefði ekki einu sinni komið í hug að víkja að því, ef mjer hefði ekki borist til eyrna, að nokkrir menn úr öðru ljens dæmi hefði talið sjer sæmandi að efna til óeirða gegn Ijens- drottni sínum. Jeg þekki ráð- vendni yðar og rjettlætiskend of vel til þess að óttast, að þjer gerið yður seka í slíkum barna- skap. Og læt jeg svo útrætt um það mál“. Hann lauk síðan máli sínu með því að óska þeim allra heilla og góðrar skemtunar á hátíðinni. Nokkrir þeirra klöppuðu, og einn hrópaði: „Guð blessi hús- bóndann", en flestir gengu þegj andi á brott. Miranda tók eftir vonbrigða- svipnum á andliti Nikulásar, sem hann þó reyndi að breiða yfir, og fann til innilegrar sam- úðar með honum. Hún vissi ekki, að hann var að hugsa um gamla daga, þegar fagnaðarlát- unum eftir ræður föður hans hafði aldrei ætlað að linna. Nikulás sá ekkert órjettmætt við ljenskerfi þetta, ekkert, er rjettilega mætti gagnrýna. — Honum gramdist að bændurnir skyldu ekki gera sjer grein fyr ir því, að leiga sú sem þeir greiddu, var aðeins tákn og erfðavenja. Ali- fuglar þeirra og grænmeti var honum sáralítils virði, þótt því hefði ef til vill verið öðruvísi varið á dögum langafa hans. — Nikulás, sem átti traustar eign ir í borginni, var mjög auðugur maður. Honum var enginn fjár hagslegur styrkur í leiguliðum sínum— fremur hið gagnstæða. En þó hefði han heldur látið skera af sjdr hægri höndina, en selja einn þumlung af landi sínu, þótt ekki væru lengur til nein lög, er bönnuðu honum það.» Hann horfði á leiki- þeirra andartak og sneri sjer síðan við og mætti augnaráði Miröndu. Hún flýtti sjer að líta niður, þar eð hún hafði þegar lært, að Nikulás kærði sig ekki um sam úð annarra. En hann firtist ekki við sam- úð hennar. Hann brosti hægt og tók undir handlegg hennar. — „Þú hlýtur að vera þreytt, Mir anda. Viltu ekki hvíla þig dá- litla stund, svo að þú verði fersk og mjög falleg í kvöld?“ Hún kærði sig ekki um að hvíla sig. Hún vildi taka þátt í gleðskapnum. Hún titraði ör- lítið, þegar hann kom við hana. „Jeg er hrædd um, að jeg geti aldrei orðið mjög falleg, Niku- lás frændi“, sagði hún, og horfði á hann gegnum augnahár sín, og var nú, í fyrsta sinn á æv- inni, örlítið ástleitin. „En jeg hefði ef til vill gott af að hvíla mig“. Nikulás hjálpaði henni nið- ur af pallinum og sagði síðan hraðmæltur: „Jeg er hræddur um, að þú sjert miklu fallegri, en þú gerir þjer grein fyrir“. Greifinn, sem rölti á eftir þeim, heyrði síðustu orðin. — Aha — monsieur! hugsaði hann með sjer. Þetta ætlar að ganga fljótar en jeg bjóst við. Og hann geyspaði, því að sólin var heit. Hann horfði á eftir þeim, háa granna manninum, með svarta hárið og háu grönnu stúlkunni með ljósa hárið. Sami yndis- þokkin hvíldi yfir þeim báðum. Þau hefðu orðið ^læsileg hjón, hugsaði greifinn með sjer. Þegar Miranda • stóð fyrir framan spegilinn um kvöldið, eftir að hún hafði lokið við að búa sig, gat hún ekki að því gert, að dást örlítið að sjálfri sjer. Föt Madame Duclos höfðu öll verið falleg,* en bleiki sam- kvæmiskjóllinn var glæsileg- astur. En hvað jeg er heppin! hugs aði hún um leið og hún púðraði kinnar sínar örlítið, sem voru rjóðar af eftirvæntingu, sém jókst enn meir, þegar þjónn barði að dyrum, og fjekk henni .fagran blómvönd, „sem hús- bóndinn hafði sjerstaklega beð ið um handa henni“. Þetta er honum líkt! hugsaði hún með ítvnnl cstolí Hjalti húsmannssonur Æfintýr eftir P. Chr. Asbjörrisen. 4. holu, og um leið breyttist eðlan í ungan og laglegan mann, eins fríðan og nokkurn konungsson, — og kon- ungssonur var það líka. „Nú hefir þú bjargað mjer“, sagði hann við Hjalta, „því að kerlingin, sem þú og húsbón'di þinn versluðu við, er galdranorn og hún gerði mig að eðlu og systkini mín að hundi og ketti“, sagði hann. — Þetta fannst Hjalta rjett laglegt eða hitt þó heldur. „Já“, sagði konungssonur, nú var hún á leiðinni með okkur til þess að kasta okkur í sjóinn og kæfa okkur, en ef einhver kæmi og vildi kaupa þá varð hún að selja okk- ur á fjóra skildinga hvert, því svo miklu gat faðir minn þó ráðið. Nú kemur þú með mjer heim til hans og færð laun fyrir það sem þú hefir gjört“, sagði konungssonur. „Jeg er hræddur um að það sje nokkuð langt þangað“, sagði Hjalti. „O, ekki svo mjög“, sagði hinn og benti hon- um á hátt fjall, sem blánaði yst úti við sjóndeildarhring. Þeir lögðu nú af stað og fóru eins hratt og þeir kom- ust, en leiðin virtist lengri en hún hafði fyrst sýnst, því þeir voru ekki komnir á áfangastað fyrr en langt var lið- ið-á nóttu, Tók konungssonur þegar að berja að dyrum. „Hver er það sem knýr á dyr mínar og vekur mig upp um nætur“, var sagt inni í berginu með mikilli röddu, svo að jörðin titraði. „Opnaðu, pabbi, það er sonur þinn, sem er að koma heim aftur“, sagði konungsson. Og þá var lokið upp bæði fljótt og vel. „Jeg hjelt helst þú lægir á hafsbotni“, sagði konungurinn við son sinn, og einn ertu ekki“. — „Það er þessi piltur, sem bjargaði mjer“, sagði konungssonur. „Jeg hefi boðið honum hing- að, svo hann geti þegið laun sín fyrir það“. Karlinn hjelt að það yrðu nú einhver ráð með það og bað þá nú ganga inn, þ%^ ekki veitti þeim líklega af hvíld- inni. Þeir gengu nú inn og tóku sjer sæti og konungur lagði heldur vænar spýtur á eldinn, svo það fór að loga og lýsti af eins og hádagur væri alt út í hvert horn, og alls- staðar glóði alt í gulli og silfri og allskonar djásnum. Svona nokkuð hafði Hjalti aldrei á æfi sinni sjeð, og þvílíkan mat og drykk, sem hinn gamli konungur bar á borð, hafði hann heldur ekki á æfi sinni bragðað og disk- arnir, fötin, staupin og kerin var alt af skíra gulli. — Þeir Kennari í sunnudagaskóla var að ræða við krakkana um hjónabandið. — Hvers vegna?“ spurði hann, „er brúðurin ætíð ljós- klædd á brúðkaupsdegi sínum? Því gat enginn svarað. — Jú, sjáið þið til, sagði kenn arinn. — Hvítt er tákn gleðinn ar og brúðkaupsdagurinn er sælasti dagur konunnar, á allri æfi hennar. Lítill drenghnokki rjettir upp hendina. — Hvað ætlaðir þú að segja, Steini minn? — Jeg ætlaði bara að spyrja um, hversvegna karlmennirnir eru þá dökkklæddir? ★ Frúin: — Jeg hefði heldur viljað, að þjer hefðuð brotið heila tylft afbollum en annan af dýrindis skrautvösunum mínum. Vinnukonan: — Jeg skal muna það næst, kæra frú! ★ Kona (í heimsókn): — Það er þó dæmalaust, hvað þú ert líkur honum föður þínum, Siggi litli! Siggi litli: — Já, þetta segja líka allir. En jeg get ekkert gert að því. ★ Húsbóndinn: — Já, en hvar er svampurinn, sem jeg bað yð ur að kaupa? Vinnukonan (úr sveit): — Jeg keypti engan þeirra, því að þeir voru allir svo götóttir, sem mjer voru sýndir.« ★ Drengir rabba saman. — Sæll, Siggi! —Sæll, Nonni! hefirðu heyrt að hann Þórður gamli er dauð- ur, 99 ára? — Nei, úr hverju dó hann? -— Hann dó úr gremju yfir því, að hann skyldi ekki verða 100 ára. ★ Konan (við mann sinn, sem hafði dottið niður í bæjarbrunn inn): — Gísli! Það er farið að rigna. A jeg að láta hlemminn yfir, á meðan jeg fer og kalla á hjálp?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.