Morgunblaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.09.1944, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Sunnudag'ur 3. sept. 194Í Rofvirkjar stofna innkaupa - samband Nýlega hafa rafvirkjameistarar í Reykjavík og Hafnarfirði gengist fyrir stofnun innkaupasambands og nefnist það Inn- kaupasamband rafvirkja h.f. Stjórn sambandsins boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá helstu tildrögum og markmiðum sambandsins. Hafði Holger Gíslason, rafvirkjameistari, orð fyrir stjórn sam- bandsins, og fórust honum m. a. orð á þessa leið: — Það hefir lertgi staðið öll- um framkvæmdum í rafmagns- málum okkar íslendinga fyrir þrifum, að við höfum þurft að sækja alt tilheyrandi stærri virkjunum undir erlend fyrir- tæki. — Þá hefir það oft skap- að óyfirstíganlega örðugleika, þó einkum þegar um smærri virkjanir hefir verið að ræða. Okkur rafvirkjunum hefir lengi verið það ljóst, að rafmagnsmál okkar eru fyrst komin í viðun- andi horf, þegar innlent fyrir- tæki getur sjeð um framkvæmd slíkra verka. Að stofnun þessa innkaupa- sambands standa því sem næst 80% af öllum starfandi raf- virkjameisturum á öllu land- inu. Tilgangur sambandsins er að ftytja inn allar rafmagnsvörur til almenningsþarfa, alt það er lýtur að hverskonar rafvirkj- unum, hvort sem um er að ræða í stærri stíl eða smærri. í þessu sarpbandi hafa raf- virkjar trygt samtökum sínum síarfskrafta Þorvaldar Hlíðdal, verkfræðings, sem nýkominn er tii lsmdsins að loknu sjö ára námi í Bandaríkjunum og Eng- landi. — En verkfræðingurinn hefir síðastliðin tvö ár starfað í þjónustu ýmsra þektra fyrir- tækja í báðum löndunum. Rafvirkjameistarar eru því sannfærðir um, að eftir að hafa .stofnað til þessara samtaka, að geta boðið hverjum þeim, er í huga hefir að ráðast í stærri eða smærri virkjanir, mjög hag- kvæm viðskifti. Um stærri virkjanir er það að segja, að hingað til hafa all ar stærri virkjanir erlend fyrir tæki annast, að nærri því öllu leyti, en þar eð ísl. rafvirkjar hafa upp á að bjóða samkepnis færum starfskröftum, ætti slík mannvirki að vera í höndum okkar sjálfra og ætti það að vera landsmönnum hin mesta hvatning, þá einkum iðnaðar- mönnum. Slík samtök ættu í framtíð- inni að vera þess megnug að rísa undir þeim fyrirætlunum A*lþingis, í að nýta þær auðlind ic, sem við eigum í fossum og fallvötnum okkar. Má þá m. a. benda á það að verkfræðingur okkar, Þorvald ur Hlíðdal, mun, þegar við þurf um á að halda, fara til Banda- ríkjanna og mun hann þar ann ast öll kaup á vjelum og öðru «r að slíku lýtur, sagði Holgeir Gíslason að lokum. Stjórn Innkaupasambands rafvirkja h. f. skipa: Holgeir Gíslason, rafvirkjameistari, — Rafall h.f., er hann formaður ^ambandsins, aðrir meðstjórn- endur eru: Ingólfur Bjarnason, Ljósafoss, Vilberg Guðmunds- son, Segull h. f„ Kári Þórðar- son, „Ekko“ í Hafnarfirði og Jónas Asgrímsson, Skinn- íaxi h.f. Vestur- vígstöðvarnar Pramh. af 1. siðu hörku í hafnarborginni Brest og er þar fyrir liði þeirra fall- hlífaliðsforingi sá, sem tók eynna Krít hjer um árið. Talið er að þar sjeu um 20.000 Þjóð verjar. Bandamenn hafa ekki unnið teljandi á ennþá, en í dag var ráðist á virkin bæði af or- ustuskipum og sprengjuflug- vjelum og þaggað niður í stór- um fallbyssum. — A eynni Ile De Cambre úti fyrir St. Malo, þar sem Þjóðverjar hafa var- ist vikum saman, mun vörn þeirra nú þrotin, eftir stórskota hríð orustuskipa. — I Lorient og St. Nazaire verjast þeir hinsvegar enn af hörku. K. R. vann 1. fiokks mófið Úrslitaleikurinn í 1. flokks mótinu var heldur ljótur. — Harka mikil í honum í byrjun. Meiddist þá einn liðsmaður Ak urnesinga og var studdur af leikvangi. Kom varamaður inn í staðinn. K. R. vann leikinn með 2 mörkum gegn engu. Fyrra markið var sett úr vítaspyrnu, hið síðara úr þvögu. Skotmenn K. R. virtust oft vera að gamna sjer við að reyna að hitta flug vjelar, sem svifu yfir, í stað þess að miða á markið. Akurnesingarnir hittu mark ið betur en sigurvegararnir, skoruðu líka mark með laglegu skoti annaðhvort um leið og dómarinn bljes til merkis um það, að fyrri hálfleikur væri úti, eða broti úr sekúntu áður eða eftir, þeir sýndu fullt eins mikinn samleik og einstaklings tækni, bar þar mest á hægri innherja og miðframverði, — raunar var öll framlínan góð, en varamaðurinn hefði mátt vera betri. Hjá K. R. var Birgir góður í síðari hálfleik, markmaður- inn stóð sig vel og eins hægri bakvörður. Annars var liðið fumkent og lítt um fínan leik, enda hafði það enga yfirburði yfir andstæðingana. Þráinn Sigurðsson dæmdi og var nokkur sjóndaufur á bak- hrindingar sem margar og ljót ar komu fyrir í leiknum, án þess að á væri tekið. J. Bn. BEST AÐ AUGLYSA f MORGUNBLAÐINU Haglega gerð borð- fánasiðng til minn- ingar irm lýi Á MORGUN mun koma á markaðinn borðfánastöng til minningar um lýðveldistökuna. Er stöng þessi vel gerð og úr góðu efni. Fóturinn er úr hvít málmi, en stöngin úr nikkel- húðuðu stáli og rendur húnn á enda stangarinnar. Á fæti eru myndir af land- vættunum og áletrunin ,,Lýð- veldistakan á Islandi, 17. júní 1944“. Myndirnar og áletrun- ina hefir Ágúst Sigmundsson, listamaður skorið út. Það verða ekki framleiddar nema 200 stengur af þessari gerð og verða þær eingöngu til sölu í bókabúð Lárusar Blönd- al á Skólavörðustíg 4. Gandhi og Jinnah hittast. Bombay: — Jinnah, leiðtogi indverskra Múhameðstrúar- manna, hefir ritað Gandhi brjef þar sem hann kveðst fús áð hitta hann og ræða við hann sameiginleg málefni ílokka þeirra, hvenær sem er eftir 7. sept. Búist. hafði verið við því, að þeir hittust fyrr, en það var ekki hægt vegna lasleika Jinn- ah. — Reuter. Sjálfboðaliðar falla. Stokkhólmi: Tveir sænskir sjálfboðaliðar í finska hernum fjellu nýlega í orustu á Kirjála eiði. Annar þeirra var lið- þjálfi, hinn óbreyttur hðrmað- ur. ■J f Ahnennur bænadag ur í Breíavoldi í dag George Bretakonungur hefir fyrirskipað almennan bænadag í öllum kirkjum Bretaveldis í dag í tilefni af því að fimm ár eru liðin síðan styrjöldin braust út. Hefir það verið siður stríðs- árin, að fyrirskipa almennan bænadag í breskum kirkjum fyrsta sunnudag í september. Ráðherra rekinn London í gærkveldi. Ostaðfestar fregnir herma, að forseti Slóvakíu hafi rekið frá embætti hermálaráðherra sinn og yfirmann hersins. Tal- ið er að þetta hafi verið gert vegna þess, að hann gat ekki á- byrgst foringja sína í skærum við tjekkneska herflokka. Olga er nú talinn mikil í Slóvakíu og bardagar víða. Ungverskar hersveitir eru sagðar berjast þar með Þjóðverjum. — Reuter. Sænskt skip lendir í loftárás. Stokkhólmi: Sænska gufu- skipið Eiriksborg frá Lands- krona varð fyrir sprengju ný- lega, er það lá í Hamborg og loftárás var gerð á borgina. — Ekki sakaði skipshöfnina, en vjel skipsins gjöreyðilagðist. Kommúnistar sigra. Stokkhólmi: Kommúnistar hafa unnið kosningar í Gauta- borgardeild málmiðnaðar- mannasambandsins sænska. Fyrsli túniiskurinn, sem veiddisi ÞETTA er mynd af fyrsta túnfiskinum, sem veiddist í ísa- fjarðardjúpi þann 29. ágúst s. 1., *en síðan hafa fjórir túnfiskar veiðst í viðbót. Fyrsta fiskinn veiddi Guðmundur Guðmunds- son skipstjóri á v.b. Bryndísi, en hina fjóra veiddi skipshöfnin á „Morgunstjörnunni“. Þeir voru allir álíka stórir, eða um 300 kíló og voru veiddir á handfæri. (Ljósmyndina tók Jón Grímsson framkvæmdastjóri). Ræða forsætis- ráðherra Finna í gærkveldi Stokkhólmi í gærkveldi. Ræða forsætisráðherra Finna í gærkveldi var á þessa leið: —< „Hermála- og stjórnmálaástæð- ur hafa knúið oss til þess að reyna að finna lausn á vanda- málum vorum. I apríl var á- standið • ekki svo slæmt, en vegna sóknar Sovjetrússa í júní voru herir vorir knúnir til und anhalds. Einnig hefir hernaðaraðslaða Þjóð'verja versnað. Þjóðverjar verða nú að nota allan þann her sem þeir hafa til varnari heimalandinu. Hefir þess vegna runnið upp nýtt tímabil í við- skiftum Þjóðverja og Finna. —» Munu Þjóðverjar nú vera x þann veginn að missa norður- strönd Finska flóans, en frá sjónarmiði Þjóðverja eru finsku vígstöðvarnar þýðingarminni en heimavígstöðvarnar. Samningar Þjóðverja og Finna árið 1941 voru hernaðar. legs eðlis og bar Ryti forseti ábyrgð á þeim. Þeir samningar eru nú ekki í gildi lengur, og vegna breyttrar aðstöðu á hern aðarsviðinu og friðarþrár þjóð arinnar, fanst stjórninni það vera skylda sín að byrja aftur; viðræður við Sovjetstjórninai þann 25. ágúst í Stokkhólmi. Voru þá Rússar spurðir urrS það, hvort þeir væru reiðubún- ir að veita finnskri friðarum- leitananefnd viðtöku, til þess að ræða um vopnahlje. Finnska stjórnin hefir nú beð ið Þjóðverja að fara með herj sinn burtu úr Finnlandi og hafa Þjóðverjar orðið við þessari bón. — Þannig er viðhorfið nú Höfum vjer nú tekið fyrsta skrefið í friðaráttina. Vjer vit- um ekki hvaða skilmála Rúss- ar bjóða okkur eða setja okkui? en þeír hafa ekki krafist skil- yrðislausrar uppgjafar. Til þess að sýna friðarvilja vorn, höfum vjer nú tekið frum kvæðið. Sumir kunna að vera á móti þessu, en vjer skulum ekki deila innbyrðis. Vjer verð um allir sem einn að fylkja oss um Mannerheim marskálk og stjórnina. Fórnir þær, sem vjer; færum í dag eru byrjun á fórrl um, sem vjer vitum ekki hversu þungar verða, en eng- in fórn er of mikil fyrir vort ásfi kæra fÖðurland. i 140 jámfönaðar- menn í verkfalli Klukkan 12 á miðnætti í nótti hóf Fjelag Járniðnaðarmanna verkfall, en þar eð hinn 3. sept. ber upp á sunnudag, kemur verkfall þetta ekki til fram- kvæmda fyrr en á mánudag. í verkfalli þessu taka þátt um 140 járniðnaðarmenn og að stoðarmenn þeirra. Verkfall þetta nær einnig til þeirra I skipasmíðastöðvum er vinna að járnskipum og er því algjör vinnustöðvun hjá öllum járn- og málmsteypuverkstæðunj hjer í bæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.