Morgunblaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.11.1944, Blaðsíða 10
MORÖUNBLAÐIÐ Föstudagur 17. nóv. 1944 1* 75. dagur , y\ mmiwr y VI: eítii—J ANYA Sm „Nei“, svaraði Jeff og brosti við. „Ástæðan er önnur. Það er best jeg haldi nú áfram, þar sem jeg var byrjaður áðan“. — Jeff talaði samfleytt í heila klukkustund. Eftir fyrstu setningarnar setti gamli maður inn sherry-glasið frá sjer, hall- aði sjer áfram í sætinu og hlust aði nieð ákafa. Hann sagði ekki orð, fyrr en Jeff hafði lokið máli sínu. Þá tók hann rauð- röndóttan tóbaksklút upp úr vasa sínum og snýtti sjer hraust lega. „Fari það nú í sótsvart! — Ef einhver annar en þú hefðir sagt mjer þetta, Jeff, hefði jeg ekki trúað einu orði“. „Jeg veit það“. „En sú guðs mildi, að þú skyldir aldrei komast til fylkis stjórans í Albany! Hann hefði áreiðanlega haldið, að þú værir ekki með öllum mjalla — sjer í lagi þegar Van Ryn dó nú eins og hver önnur hetja“. „Já“, svaraði Jeff. „Hann bjargaði þrem manneskjum í stað þeirra tveggja, sem hann myrti af ásettu ráði — Jó- hönnu og drengsins við Astor- leikhúsið. En annars virðist Bronck ætla, að slysið sje ó- beinlínis Nikulási að kenna“. Qamli maðurinn kinkaði kolli. „Jeg geri ráð fyrir því, drengurinn minn, að öll slys, — allar hörmungar veraldar- innar orsakist að nokkru leyti af eigingirni annara. En við skulum þakka guði fyrir, að Nikulás Van Ryn á ekki marga sína líka“. ’ Báðir þögðu stundarkorn. Þá leit Francis upp, og spurði ró- lega: „Kærirðu þig ennþá um stúlkuna, Jeff?“« „Já, meira en nokkufS annað í heiminum — ef hún vill mig þá“. „Hún vill þig, vertu viss. — Gefðu henni aðeins tíma til þess að átta sig,fyrst“. ★ Spádómur gamla mannsins rættist í desember. i Jeff og Miranda giftu sig tveim dögum fyrir jól — í gömlu kirkjunni í Greenwich. En hvað þessi gifting er ólík þeirri fyrri, hugsaði Abigail, og þakkaði sínum sæla fyrir. Hún tók í handlegginn á Ephraim, sem stóð við hlið hennar, og þrýsti hann ástúðlega. Honum var ekki kunnugt um nema að- alatriðin í fyrra hjónabandi dóttur sinnar. Hann hafði í fyrstunni mótmælt, þegar hann komst að því, að hún ætlaði að afsala sjer öllum eigum sínum. Hann var altof hagsýnn til þess að geta fallist á svoleiðis vit- leysu. En Abigaij tókst loks að koma honum í skilning um, að Miranda hafði aldrei verið hamingjusöm með Nikulási, og. kærði sig því ekki um neitt af eigum hans. Þegar Ephraim var sagt frá því, að Jeff og Miranda óskuðu eftir því að giftast, gaf hann fúslega samþykki sitt. „Það var leitt, að hún skyldi ekki giftast honum í stað þessa Van Ryn. En það hefir altaf verið einhver hringlandi í stúlkukind inni,“ var það eina, sem hann sagði. ' En Miranda var ekki lengur hviklynd. Jafnvel faðir hennar varð að viðurkenna það. Fram- koma hennar hafði nú öðlast ró og öryggi. Hún hjálpaði móður sinni við húsverkin, án þess að mögla, og losaði hana meira að segja við verstu óþrifaverkin. Og sjá hvað hún hefir gert fyrir þessa stúlku, hugsaði Ephraim, og leit á Peggy, sem stóð bak- við húsmóður sína og grjet í vasaklút sinn. í júlí hafði Jeff skorið upp fótinn á Peggy, og hafði aðgerð in heppnast prýðilega. Það var vikurnar eftir upp- skurðinn, meðan Peggy var að ná sjer og Jeff og Miranda hjúkruðu henni, að þau komust 'að því, hvernig framtíðarlíf þeirra skyldi vera. Það var eitt yndislegt sumar kvöld, að þau höfðu reikað út, og skilið Abigail eftir til þess að gæta sjúklingsins. „Gætirðu farið frá Hudson, Jeff?“ spurði Miranda alt í einu. Hann sneri sjer við til þess að horfa á hana, meðan hann braut heilann um, hvað hún ætti við, með spurningu þess- ari. Honum fanst hún nú feg- urri, en nokkru sinni áður, þótt hún væri mjög grönn, og hár hennar, sem nú náði niður á axlir, væri ekki lengur gyllt, heldur jarpt. „Jeg get farið hvert á land, s';m er, ef þú kemur með mjer“, sagði hann. „Þú ert það eina sem jeg þrái“. „En starf þitt?“ „Já, og starf mitt“. Húifbrosti við honum. „Mjer vai að detta í hug, að jeg gæti ef til vill hjálpað þjer. Það er hörgull á læknum*í Kaliforníu. Jeg------“. Hún hikaði andar- tak, en hjelt síðan áfram. „Jeg get aldrei farið upp eftir aftur, þótt það sje ef til vill heimsku iegt“. „Nei, væna mín. Það er ekki heimskulegt“. Hann hugsaði um Dragonwyck-höll, eins og hann hafði sjeð hana fyrir viku síðan. Skipunum Miröndu hafði verið framfylgt. Ajlir innan- stokksmunir höfðu verið seldir á uppboði, og andvirði þeirra gefið sjúkrahúsum í borginni. Prestur nokkur í Killarney hafði einnig fengið senda stóra peningaupphæð, ásamt fyrir- skipunum um að senda fjöl- skyldu Peggy þegar til Banda- ríkjanna. Peggy og Hans Klopberg ætl uðu að gifta sig að vori og hafði Miranda þegar ákveðið brúðar gjöf þeirra. En það voru hinar frjósömu ekrur, þar sem gróð- urhús Nikulásar höfðu staðið. Þær áttu að tilheyra Peggy og afkomendum hennar um alla eilífð. En af Dragonwyck-höll var ekkert eftir. Hún hafði ver ið rifin til grunna. „Nei“, sagði Jeff. „Þú mátt aldrei fara þangað aftur. Og þú mátt aldrei líta aftur, Miranda Ef þú vilt fara til Kaliforníu, þá förum við þangað“. Hann lagði handlegginn utan um hana og dró hana blíðlega að sjer. En hann fann, að hún streyttist á móti, og sjer til mik illar skelfingar sá hann, að hún sneri höfðinu frá honum. „Aldrei að líta aftur“. Hún gaf frá sjer hálfkæft hljóð, og Jeff fann til nístandi afbrýði, þegar hann sá, að augu hennar fylltust tárum. Stendur hann ennþá á milli okkar? hugsaði hann. Losnar hún aldrei við hann? Það var eins og hún læsi hugs anir hans, því að hún hristi höfuðið og sagði: „Nei, Jeff, það er ekki það. Hann var aðeins — svo hræðilega einmana". Þau sátu bæði þögul andar- tak og horfðu á rauðglóandi sólina hverfa niður fyrir sjón- deildarhringinn. Hann skildi hana. Hún hefir rjett fyrir sjer, hugsaði hann. Grimdin og ást- ríðurnar hljóta að brenna til ösku — og ekkert verður eftit nema meðaumkvun. Hún tók hönd hans, og dásam leg öryggistilfinning greip hana, þegar hún fann hið sterka trausta handtak hans.Hún hall aði höfðinu að öxl hans og lok- aði augunum. ENDIR. ALDREI sterk hægðalyf. ALLTAF þessa ljúffengu, náttúrlegu fæðu. Hið stökka ALL BRAN bætir úr harðlífi. • Stöðug notkun sterkra hægða lyfja getur eigi aðeins aukið harðlífi, heldur einnig valdið veikindúm. Auðvelt ráð til að bæta úr harðlífi er að borða Kellogg’s All-Bran reglulega. Þessi nátt- úrlega fæða hjálpar melting- unni á annari fæðu. Yður mun líka þetta ljúf- fenga kornmeti. Nærandi og bragðgott með sykri og mjólk eða ávöxtum. Kaupið Kellogg’s .All-Bran í dag — (3935 E.). Djákninn og drekinn Æfintýr eftir Frank R. Stockton. 5. líkneskið, að djákninn sá, að ekki var um annað fyrir hann að gera en að vera þarna á varðbergi alla nóttina, til þess að vernda það. Og hann stóð fyrir kirkjudyrum alla nótt- ina og gætti þess að enginn reisti þar upp stiga, sem hann svo gæti farið upp í og byrjað að lumbra á líkneskinu. Að lokum varð fólkið þreytt á þessum leik og tók að hafa sig heim í rúmið, en djákninn var á sínum stað, uns hann lagði á leið, til þess að sækja drekann. Hann var nývaknaður, þegar djákninn kom, og var að teygja sig allan, og þegar honum fanst nóg vera af því komið, sagði hann sig reiðubúinn að fara inn í borgina. Lagði nú djákninn af stað til baka, en drekinn flaug hægt, rjett fyrir ofan höfuðið á leiðsögumarmi sínum. Ekki sást nokkur sála á strætunum og þeir hjeldu rak- leitt til kirkjunnar, þar sem djákninn benti á drekalík- neskið. Hinn raunverulegi dreki settist niður á torginu fyrir framan kirkjudyrnar og horfði alvarlegur á höggmynd- ina. Lengi virti hann hana fyrir sjer. Fyrst lagði hann undir flatt. Svo lokaði hann hægra auganu, lagði aftur undir flatt og glápti með hinu vinstra. Síðan lokaði hann vinstra auganu og horfði lengi með því hægra. Svo gekk hann dálítið til hliðar og leit á líkneskið þaðan, svo til hinnar hliðarinnar. Eftir alllanga stund sagði hann við djáknann, sem hafði staðið þar allan tímann: „Jeg held þetta hljóti að vera mjög líkt. Breiddin milli augnanna, þetta hvelfda enni, þessir miklu kjálkar. Jeg finn að myndin hlýtur að vera mjög lík mjer. Ef nokkuð er að, er hálsinn kannske helst til stirðlegur. En það er ekkert. Þetta er ágætasta mynd. — aðdáunarverð. Drekinn sat og horfði á myndina af sjer allan morgun- inn. Djákninn hafði verið smeykur við að fara burtu og skilja hann einan eftir og hafði altaf vonað, að hann Ivki við myndskoðunina og flýtti sjer heim. En undir kvöld var veslings djákninn orðinn svo svangur og þyrstur, að hann bókstaflega varð að fá sjer einhvern bita. Hamj, sagði drekanum þetta hreinskilnislega og spurði hann, hvort hann væri ekki svangur líka. Þetta sagði hann auð- vitað af eintómri kurteisi, en um leið og hann hafði slept orðinu, varð hann gripinn ótta um það, að ófreskjan mynda heimta minst eina tylft af börnum eða eitthvað á|íka til matar sjer. „Nei, nei“, sagði drekinn, „jeg borða aldrei milli jafn- dægra. Um jafndægur á vori og jafndægur á vetri fæ jeg Ameríski fræðimaðurinn og rithöfundurinn William Lyon Phelps (f. 1865) sagði eitt sinn: Jeg varð að halda ræðu í fjölmennu miðdegisverðarboði í Chicago. Jeg var kominn að þeim bölvaða stað, ræðupallin- um, þegar jeg kom auga á vel búinn mann, sem jeg hafði ekki, sjeð áður. Með allri þeirri alúð, sem mjer var unt að láta’í tje, gaf jeg mig á tal við hann og sagði honum nafn mitt. „Jeg er yfirþjónninn“, svar- aði maðurinn. Jeg þreif hönd hans aftur, hristi hana enn meir en nokkru sinni áður og hrópaði: „Þjer vitið ekki, hve jeg öfunda yður mikið“. + Þegar dr. Walter Williams talaði í kínverskum háskóla, var það túlkur, sem átti að þýða á kínversku, það sem hann segði og skrifaði það með krít á svarta töflu. Dr. Williams tók eftir því, að túlkurinn skrifaði nær því ekkert af því, sem hann sagði á töfluna og spurði hann að því að ræðunni lokintii, hverju þetta sætti. „Við skrifum aðeins, þegar ræðumaðurinn segir eitthvað“, svaraði Kínverjinn. ★ Herflokkur einn hjelt veislu, þar sem nokkrum mönnum, sem voru þar í heimsókn, var boðið. Veislustjórinn tók það fram í upphafi, að allir gestirn ir hefði lofað að halda stuttar ræður. Það vildi svo til að fyrsti maðurinn, sem kallaður var upp, var hnefaleikameistarinn heimsfrægi, Joe Louis. Hann stóð upp og sagði: „Veislustjórinn hlýtur að hfa kannast við hraða minn“. Síðan settist hann niður. ★ De Valera, forsætisráðherra írlands (f. 1882) var eitt sinn handtekinn í Ennis í miðri stjórnmálaræðu, sem hann var að halda. Að ári liðnu var hann látinn laus. Hann fór undireins til Ennis, boðaði til fundar og hóf mál sitt á þessa leið: „Eins og jeg tók fram áður en jeg var truflaður ....“; ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.