Morgunblaðið - 19.11.1944, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.11.1944, Blaðsíða 12
Sunnudagur 19. nóv. 1941 1 eS Þeir snoðklipptu hana Kvenmaðurinn hjer til vinstri á myndinni var ásakaður um að hafa samvinnu við Þjóðverja, meðan þeir voru í Frakklandi, og reiðir landar hennar snoðklipptu hana, þess vegna. Þeir, sem verkið unnu, sjást til hægri á myndinni. Eimskip heimilað að reka flugferðir Frá aukafundi fjelagsins 12 Íslenskir bananar koma á markaðinn 1 GÆR voru í fyrsta sinni hjer á landi tii sölu bananar, sem ræktaðir eru á Islandi. Voru þeir til söiu í Matardeild Slátuifjelags Suðuriands í Hafnarstræti og seldust þær birgðir, sem til voru upp á örskömmum tíma. Banattarnir eru frá gróðr- arstöð TT.f. ..Skrúður'-', sem er skívmt frá Kieppjárnsreýkjum. Mun hananaframleiðsla í þess- ari stöð verða alls 2600 stykki á ]>essu hausti. „Skrúður'‘ hefir iátið setja upp mikil gróðurhús við Kleppjárnsrey'ki. Bananatrje ’þui’fa mikið rými, t. d. þarf að vera um 0 metrar upp und- i* ioft í gróðnrhúsum þar sem hananar er ræktaðir og hlöð banauatrjánna eru mjög stór , og rúmfrek. .Að mestu leyti er ræktim „Skvúðs“ enn á tilraunastigi. en fjelagið hvgst að koma upp raiklum gróðurhúsuxn í fram- tíðinni. Eins og vænta mátti, eru þessir islensku hananar nokk- tið dvrir, kosta um 4,00 kr. ftykkið. rr Ymsar iramkæmdir í Vestmarniaeyjum Vestmannaeyjum laugard. Frá frjettaritara vTorum. VESTMANNAEYJABÆR hef ir í sumar látið vinna að ýms- um framkvæmdum. Má þar til snefna m. a. byggingu undir kúabú. Er sú bygging að mestu leyti tilbúin og kúabúið tekið til starfa. Eru í kúabúinu rúm- lega 40 kýr. Hefir þetta orðið lil að bæta mikið úr mjólkur- skortinum, sem mjög var til- finnanlegur, þó hinsvegar sje efíirspurn eftir mjólk hvergi rtærri fullnægt. En alt sendur þetta til bóta, því fyrirhuguð er stækkun á búinu svo fljótt sem verða má. Þá hefir verið unnið að lagn i ingu ræktunarvega, og álitleg- ur kafli fullgerður. Eins og kunnugt var fyrir nokkrum árum reist í Eyjum sundlaug, sem hituð var upp með kolakyndingu. A síðari ár um hefir laugin verið að mestu alveg lokuð, þar eð ókleift hef- ir þótt að halda henni opinni «*teð því vecði, sem verið hefir á kolum. En nú er fyrirhugað að opna hana aftur og nota þá að einhverju leyti kælivatnið frá vjelum Rafstöðvarinnar. Eru þegar hafnar framkvæmd ir þessu til undirbúnings. Hjá bænum og hafnarsjóði vinna nú og hafa gert frá því snemma í sumar 80—100 manns. Bj. Guðm. Montgomery fær orðu. LONDON: — Nýlega hefir íiið æðsta ráð Sovjetríkjanna cæmt Montgomery marskálk Suvorov-orðunni, af fyrsta -flokki. — Einnig voru .ýmsir aðrir foringjar bandamanna sæmdir rússneskum heiðurs- ínerkjum fyrir þáttöku sína í innrásinni. í GÆR var haldinn auka- fundur í Eimskipafjelagi ís- lands til þess að taka fullnað- arákvörðun um lagabreytingu þá, sem ekki var hægt að taka til meðferðar á aðalfundinum í sumar. Fundarstjóri var kos- inn dr. jur. Björn Þórðarson. Formaður fjelagsins Eggert Claessen hæstarjettarlögmaður var forfallaður og setti ritari fjelagsins Jón Ásbjömsson hæstarjettarlögm. fundinn. Áður en gengið var til fund- arstarfa mintist ritari þess hörmulega atburðar, er varð hinn 10. þ. m., þegar skipi fje- lagsins, „Goðafossi“ var sökt af þýskum kafbáti, svo að segja uppi við landsteinana á heim- leið skipsins frá Ameríku, og þess sorglega manntjóns, er af þessu hlaust. Bað ritari fund- armenn að minnast hinna látnu og votta eftirlifandi ástvinum þeirra samúð sína með því að rísa úr sætum og gerðu fund- armenn það. — Eina málið, sem lá fyrir fund inum, voru tillögur til laga- breytinga. Framkvæmdastjóri fjelagsins Guðm. Vilhjálmsson skýrði tillögurnar, er hann kvað hafa verið lagðar fram á síðasta aðalfundi, en hafi þá ekki fengið afgreiðslu vegna þess, að þá hafi ekki mætti nægilega margir hluthafar, og væri því boðað til þessa fund- ar samkv. 15. gr. fjelagslaé- anna. Ritari fjelagsins Jón Ás- björnsson skýrði einnig tillög- urnar, og viðaukatillögur, sem hann bar fram. Fyrri liður tillögunnar var á þá leið, að auk þess sem tilgang ur fjelagsins sky. 3. gr. væri sá að reka siglingar, aðallega milli íslands og annara landa og við strendur Islands, væri hann „ennfremur að reka flug- ferðir, ef henta þykir í fjelagi við aðra“. Var tillagan sam- þykt með 14179 atkv. gegn 625. Auðir seðlar voru 7. Síðari liður hennar var á þessa leið: „Fjelagsstjórnin get ur með samþykki fjelagsfund- ar ákveðið að fjelagið reisi og reki gistihús, eða gerist þátt- takandi í slíku fyrirtæki, enda sje það samþykt af 5 stjóm- endum a.m.k., og standi sá gisti húsrekstur í sambandi við far- þegaflutning fjelagsins að dómi fjelagsstjórnarinnar“. Tillaga þessi var samþykt með 13666 atkv. gegn 639. Auðir seðlar voru 7. Þá samþykti fundurinn í einu hljóði að senda formanni fje- lagsstjórnarinnar, Eggert Claes sen hæstarjettarlögm. svohljóð andi kveðju: „Aukafundur Eimskipafjelags íslands haldinn í Kaupþings- salnum 18. nóv. 1944 sendir yð ur hugheilar kveðjur og þakk- læti fyrir störf yðar í þágu fje- lagsins, alt frá undirbúningi stofnunar þess“. Tveir nýir bátar Brefar greiða 200 þús. kr. leigu eg skaðabælur fyrir Þjóðieikhúsið I ] lCSAMHISTARl líkisius hefir látið hafa það eftir sjer, að Brctar hafi greitt 200,000 króimr í leigu og skaðahætur fyrir not þeirra af Þjóðleik- iuisinu. J Unnið hefir verið að því í sitmar og haust að gera við ihúsið, on það hefir skemst ímikið, að sÖgn húsameistara. smioððir a Isafirði ísafirði, laugardag. Frá frjettaritara vorUm. SKIPASMÍÐASTÖÐ M. Bern harðssonar hjer hefir nýlokið við smíði tveggja vjelbáta. Er annar þeirra 19.5 smál. að stærð með 60 ha. vjel. Heit- ir hann „Gullfaxi“ og er eign h.f. Kaldbaks á Þingeyri. Hinn báturinn er 35 smál. að stærð með 140 ha. Vickman- vjel. Hann var skírður „Bjarni Ólafsson" og er eigandi hans Albert Bjamason, Keflavík. Þessir bátar þykja hinir fallegustu og munu byrja veið- ar innan skamms. | ð'mislegt i þess. að fullbúið. mun þó vanta til Þjóð leikhúsið verði Námskeið fyrir vjel sljóra fryslihúsa l Dánarfregn | í KYRRINÓTT andaðist 1 Bandakotsspítala Friðrik Iíail j dórsson loftskeytamaður. Frið j rik hat'ði þjáðst af iilkynjuð- um magakvilla og varð sá sjúkdómtTr hanamein hans. Friðrik Tialldórsson var vel látinn maður og gengdi ýms- um trúnaðarstöðum meðal starfsbræðra sinna og í sam- tökum sjómanna. ITann átti sæti í stjórn Slysavarnafje- lags Islands. NÁMSKEIÐ fyrir vjelstjóra frystihúsa hefst fiintudaginn 16. ]>. m. í fundarsal vjei- smiðjunnar Hjeðinn h.f. Náinskeiðið er haldið sam- kvæmt ályktun aðalfundai* Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna í sumar. Kensla er verkleg og í fyr- irlestrarformi og kenna þar; um 20 menn. Námskeiðið stendur yfir í hálfan mánuð og eru þátttak- endur nm 40 vjelstjórar víðs- vegar að af landinu. GI.^ nunámskeið Ungmennafjelagsins. Vetrarstarf Ungmennafjelags Reykjavíkur. VETRARSTARFSEMI Ung- mennafjelags Reykjavíkur er fyrir nókkru hafin. Einn þátt- ur hennar er íþróttanámskeið. Fjelagið hefir fengið afnot af leikfimissal Mentaskólans sex stundir í viku. Fyrir tæpum hálfum mánuði síðan hófst glímunámskeið, kennari þess er Kjartan Bergmann. Þátttakend ur eru það sem af er um 20 tals ins, bæði menn sem búsettir eru hjer í bæ og menn utan af landi, en fara heim í átthag- ana næsta vor. Fjelagið æfir einnig handknattleiksHokk fyr ir stúlkur og pil-ta og virðist á- hugi fjelagsmanna fara mjög vaxandi fyrir auknu iþróttalífi innan fjelagsins. Þá hafa einn ig verið kend undirstöðuatriði fyrir frjálsum íþróttum. Hefir fjelagið ráðið til sín kennara í þeim greinum; er það Baldur Kristjónsson. Um fjelagsstarfsemina yfir- leitt má geta þess, að á síðasta fjelagsfundi gerðust 42 nýir fjelagar, en á. þeim sama fundi hóf fjelagsblaðið göngu sína, ritstjóri þess er dr. Björn Sig- fússon. Skemtifundir fjelagsins eru einu sinni í mánuði í Góð- templarahúsinu og má geta þess, að enn hefir ekki sjest vín á nokkrum manni. Aðaláhugamál fjelagsins er hið væntanlega Fjelagsheimili, en þar eiga að verða fundar- og íþróttasalur og gestaherbergi. Um þetta Fjelagsheimili hefir nú verið stofnað happdrætti og leitað stuðnings margra ung- menna- og íþróttafjelaga úti um land og virðist það ætla að bera góðan árangur. Dregið verður l.- sumardag, en happ- drættið er jörðin Ingólfshvoll í Ölfusi og 10 þjs. kr. í pening- um, sem falla á næstu númer fyrir ofan og neðan, 5000 kr. á hvort. Jörðin liggur við þjóð- braut og' ræktunarmöguleikar góðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.