Morgunblaðið - 12.12.1944, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 12. des. 1944
£
jtfarogtittMftfrifr
Útg-: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Ola.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. —■ Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á mánuði innanlands,
kr. 10 00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Hitaveitan og uppþot
Alþýðublaðsins
SÍÐASTLIÐINN laugardag var hjer í blaðinu minst
á Hitaveitu bæjarins. Tilefnið var umræður þær, er fram
fóru um þetta mál á síðasta bæjarstjórnarfundi, þar sem
bæjarfulltrúar ræddu ágalla þá, sem komið höfðu í ljós
á rekstri fyrirtækisins og úrræði, sem líklegustu væru til
úrbóta. Morguntelaðið gat þess, að umræðurnar á bæjar-
stjórnarfundinum hefðu verið með þeim hætti, að vænta
mætti góðs af þeim.
Það óskiljanlega skeður, að þessi Morgunblaðsgrein
hefir farið ákaflega í taugar ritstjóra Alþýðublaðsins. I
forystugrein síðastliðinn sunnudag eys hann hrakyrðum
og svívirðingum yfir Morgunblaðið og sendir síðan Hita-
veitunni og verkfræðingunum þessa gömlu og alkunnu
kveðju, sem bæjarbúar þekkja af fyrri skrifum Alþýðu-
blaðsins. Nú hljóðar kveðjan þannig: ,,Hitaveitan hefir
til þessa algerlega mishepnast. Áætlanir verkfræðinganna
hafa ekki staðist. ■— Framkvæmd verksins ber vott um
flaustur og skort á nægilegum undirbúningi”. Fleira af
svipuðu tagi er að finna í þessum reiðilestri Alþýðublaðs-
ins. En þar er ekki einn stafur um kjarna málsins, þ. e.
hvaða úrræði sjeu líklegust til úrbóta á þeim ágöllum,
sem nú eru á rekstri Hitaveitunnar.
★
Það yrði áreiðanlega seint ráðin bót á göllum Hitaveit-
unnar, ef andi þeirra, sem skrifa Alþýðublaðið ætti að
ríkja í þessu máli.
Alþýðublaðið kemst að þeirri furðulegu niðurstöðu, að
Morgunblaðið hefði fundið það eitt að rekstri Hitaveit-
unnar, að borgararnir eyddu heita vatninu óhóflega; alt
annað væri í stakasta lagi.
En hvað sagði Morgunblaðið um þetta? Blaðið sagði.
að aðalgallinn sem komið hefði í ljós á rekstri Hitaveit-
unnar væri sá, að heita vatnið frá Reykjum hefði reynst
minna en mælt var, áður en virkjun hófst. Þá mældist
vatnið 250—260 sekúndulítrar, en eftir virkjunina í fyrra
vetur reyndist vatnið, sem náðist í aðalleiðslurnar ekki
nema 170—180 sekúndulítrar. Með því að dæla lofti í hol-
urnar hefði tekist að auka heita vatnið, Svo að nú væri
það um 225 sekúndulítrar.
Allir geta sjeð, að borgararnir í bænum eiga enga sök
á þessu. En einmitt þetta, að ekki hefir enn tekist að ná
úr borholunum á Reykjum jafnmiklu vatnsmagni og
mælt var þar fyrir virkjunina, á sinn mikla þátt í erfið-
leikum þeim, sem bæjarbúar eiga nú við að stríða.
★
Vitanlega ber að leggja höfuðáherslu á, að auka heita
vatnið á Reykjum. En það getur tekið sinn tíma, að bót
verði ráðin á þessu. Þessvegna verður að grípa til annara
úrræða, meðan verið er að koma þessu í lag.
Morgunblaðið tók vel þeirri uppástungu, sem fram kom
á bæjarstjórnarfundinum, að gripið yrði til þeirra úr-
ræða, að fá eigendur stórhýsa í bænum til þess að taka
upp kolakyndingu í frostum, meðan verið væri að auka
vatnsrenslið frá Reykjum. En kæmi hinsvegar í ljós, að
þetta nægði ekki, studdi Mbl. tillögu Jóns Axels Pjet-
urssonar, að taka heita vatnið alveg af þvottahúsum og
fá þannig aukið vatnið til upphitunar húsa.
Um hitt þarf ekki að deila, að yfirleitt er ósparlega fai'-
ið með heita vatnið. Hitaveitan er að því leyti sjerstæð,
að notendur vatnsins skifta þúsundum, en tiltölulega lítil
not hjá hverjum einstökum. ,,Það munar ekki um mína
eyðslu”, hugsar e. t. v. einstaklingurinn og lætur heita
vatnið renna í óhófi. En ef þúsundir einstaklinga hugsa
þannig og breyta eftir því, verður heildareyðslan langt
fram yfir það, sem hún má vera.
ý Þar sem heita vatnið er takmarkað, verður að gæta
lítrasta sparnaðar í meðferð þess. Upphitun íbúðarhúsanna
'á að ganga fyrir öllu. Þetta er kjarni málsins.
írjesmiðafjeiag
Reykjavíkur
45 ára
2500 krónur söfnuðust í
afmælishófinu til Norð-
manna.
TRJESMIÐAFJELAG Reykja
víkur var stofnað 10. des. 1899
af 26 trjesmiðum í Reykjavík,
í veitingasalnum í Iðnó. Síðast
liðið laugardagskvöld hjelt það
myndarlegan afmælisfagnað að
Hótel Borg. Var saman komið
um 150 manns, og þangað boðn
ir nokkrir menn frá samtökum
iðnaðarmanna með konum sín-
um. Hófið var undirbúið af
skemtinefnd fjelagsins, en for-
maður þess, Tómas Vigfússon
húsasmíðameistari, stýrði því.
Hann bauð veislugesti vel-
komna með snjaRri ræðu, en
skrifstofustjóri fjelagsins, Ragn
ar Þórarinsson, mintist fjelags-
ins, stofnenda þess og helstu
áfanga í starfi þessi framfara-
ár þjóðarinnar. Guðm. H. Guð-
mundsson húsg.-smm. mælli
fyrir minni kvenna, en Magnús
Jónsson húsasmíðam. flutti
frumort kvæoi- öá talaði Helgi
H. Eiríksson skólastjóri og
flutti vel valin viðurkenning-
ar- og hvatningarorð til reyk-
vískra trjesmiða.
Er hjer var komið borðhald-
inu, vappaði Lárus Ingólfsson
leikari inn veislusalinn, að
hljóðfærapallinum og söng
gamankvæði af sinni alkunnu
snilli. En þegar sú gleði hafði
gagntekið veislugesti, reis Ár-
sæll Sigurðsson trjesmiður úr
sæti sínu og bað menn í gleð-
inni muna hörmungar frænd-
anna í Noregi og gefa fje til
Noregssöfnunarinnar. Tóku all
ir vel undir mál hans og söfn-
uðust á svipstundu 2535.00 kr.
meðal veislugesta. Mun þetta
vera í fyrsta sinn, sem fje er
safnað svo myndarlega til Nor-
egssöfnunarinnar í veislu.
Þá talaði Sveinbjörn Jóns-
son, ritstjóri Tímarits iðnaðar-
marrrta, um smiðsheitið og bað
menn minnast þess og, hafa í
heiðri. Guðm. H. Guðmundsson,
formaður Iðnaðarmannafjelags
ins í Reykjavík flutti kveðju
og árnaðaróskir þess til af-
mælisbarnsins. Milli ræðanna
voru Sungin ættjarðarljóð og
hljómsveit ljek. Las svo for-
maður mörg heillaskeyti, sem
borist höfðu, og sleit borðhald-
inu með stuttri ræðu. Á eftir
skemtu menn sjer við samræð-
ur, hljóðfæraslátt og dans, langt
fram eftir nóttu. Ríkti gleði og
ánægja hvarvetna.
Síðan fjelagið var endurreist,
hafa þessir menn verið for-
menn þess: Þorlákur Ófeigsson,
Guðmundur Eiríksson, Einar
Einarsson, Jóhann Ólafsson,
Jón Guðnason, Ragnar Þórar-
insson, Björn Rögnvaldsson,
Guðm. H. Guðmundsson, Sig-
mundur Halldórsson, Valdimar
Runólfsson og nú Tómas Vig-
fússon, en með honum eru í
stjórn: Einar Kristjánsson,
Guðm. Halldórsson, Gissur Sig-
urðsson og Ársæll Sigurðsson.
\Jííverjl ólrijar:
lyfr Jcujuaja lijinu
3x$xSx$x$xJ*$x$>^xSx£<^$*$"$xS>
Jólaútstillingar.
ÞAÐ VAR veðrir til að spóka
sig og skoða jólaútstillingarnar á
sunnudaginn var, enda notuðu
sjer það margir. Það var fult af
fólki á götum bæjarins allan dag
inn og langt fram á kvöld. Börn
in skoðuðu í leikfangaverslanirn
ar, en hinir fullorðnu voru að
leita sjer eftir hentugum gjöfum.
Jólaútstillingar kaupmanna virð
ast ekki vera eins fjölbreyttar í
ár, eins og þær hafa verið oft áð
ur, en það mun stafa af því, að
enn er eitthvað ókomið af jóla-
varningi. Kanske næsti sunnu-
dagur verði aðalútstillingardag-
rinn.
Mjög er daufara yfir sýningum
öllum en var. Nú sjest hvergi
jólasveinn lengur í búðarglugga,
en að slíkum sýningúm bjuggum
við krakkarnir hjer í bæpum að
í margar vikur í gamlá daga.
Nú er það Rafskinna og bóka-
sýningar, sem vekja mesta at-
hygli. Rafskinna hefir nú komið
út í 10 ár og altaf hefir verið eitt
hvað nýtt að sjá í henni. Nú er
þar heljarmikill fálki, sem horf-
um helgina. Svifflugfjelags-
og snýr sjer fram og aftur til að
fá sem best yfirlit yfir allan.hóp-
Sniðug auglýsing.
EN ÚR því talað er um auglýs-
ingar, sem athygli vekja, verður
ekki komist hjá að minnast á
tvær auglýsingaraðferðir, sem
reyndar voru hjer í bænum
um helgina. Sviffl^gfjelags-
menn sýndu svifflug á Tjörninni,
en sölumenn frá happdrætti
Verslunarmannafjelags Reykja-
víkur ,,sigldu“ um götur bæjar-
ins í hafskipi miklu. Vakti skip-
ið hina mestu eftirtekt, einkum
unglinganna, sem eltu skipið
eins og fætur toguðu. En „skip-
ið“ var haganlega gert skipslik-
an, sem sett var utan á bíl.
Alt þetta setti sinn svip á bæ-
inn á sunnudaginn var.
Andsvör tóbaksmanns.
BRJEF er ,,S“ skrifaði mjer í
vikunni, sem leið um tóbaksreyk
ingar í almenningsbílum, hefir
vakið talsvert umtal í bænum og
eru menn ýmist með eða móti
þeim skoðunum, sem fram koma
í brjefinu. B. J. skrifar mjer um
tóbaksreykingar í langferðabíl-
um. Þykir rjett að sjónarmið
beggja aðila komi fram. Brjef B.
J. er á þessa leið:
„Sumir menn eru þannig gerð-
ir, að þeir telja veröldina eiga að
vera að öllu leyti „innrjettaða"
eftir sínu höfði og sínum tiktúr-
um og láta þetta jafnan óspart í
ljós í ræðu og riti. S. sá, sem á
föstudaginn var ritaði í Vík-
verjadálkinn, er auðsjáanlega af
þessu sauðahúsi. Honum líður illa
ef hann fer inn í bíl á morgn-
anna, eftir að hafa baðað sig og
farið í göngu túr, og ef svo eru
inni í bílnum einhverjir, sem
reykja, þá ffnst honum ]_>eir
vera þangað komnir til að hrella
sig og kemur auðvitað strax fram
með kröfu um að öllum sje bann
að að hafa slíkan ,,óþvérra“ um
hönd í bílum.
Hvernig væri fyrir hann að
reyna að spara dálítið við sig böð
in og göngurnar, úr því þetta virð
ist þó helst vera upptökin að
kvillasemi hans? Nei, auðvitað
gerir hann það ekki, það eru nú
hans venjur. Það eru hinir, sem
eiga að láta í minni pokann með
sínar venjur.
Sx$xSxSxíxJxS*SxSx$xJx$xSxíx$x®.
„S-menn“.
ALLIR þeir, sem í langferða-
bílum hafa ferðast, kannast vel
við fólk af þessari S-tegund. Það
er satt, að ekki er altaf tekið fult
tillit til þess af öðrum farþegum
og þó oftast mikið, en hitt er jafn
víst, að sjálft tekur það aldrei
neitt tillit til annara farþega en
sjálfs sín. — Farþegar koúia að
morgni á bílstöðina. Bíllinn fyll-
ist og „S-fólkið heimtar auðvitað
þau sætin sem það heidur að
sjeu best, fremst í bílnum. Fær
! þau ætíð, annað væri dónaskap-
ur! 4
Síðan er ekið af stað, veðrið
er gott og gluggar opnir, því all
ir vilja njóta útsýnisins og góða
loftsins sem best. En ekki líður
á löngu áður en stunur fara að
heyrast úr framsætunum og von
bráðar rekur einhver höfuðið út
um fremsta gluggann og þeysir
út úr sjer spýju mikilli, sem auð-
vitað fýkur strax aftur með bíln
um og inn um næsta glugga og
dynur á andliti og fötum sam-
ferðafólksins.
Nú vilja einhverjir loka glugg
unum, en S-fólkið mótmælir,
því þá verði loftlaust og því
versni, svo úr lokuninni verður
ekkert.
Bráðlega endurtekur sagan sig
og svo koll af kolli. Þegar far-
þegarnir í aftursætunum hafa
fengið yfir sig hálfmeltan morg-
unmat tveggja eða þriggja sam-
ferðamanna, fara ef til vill ein-
hverjir þeirra að reyna að vinna
bug á viðbjóðunum með þyl að
kveikja sjer í sígarettu. En það
gengur nú ekki alveg hljóða-
laust.
„Hver ræðan af annari er hald
in í S-stíl. Hvernig getur nokkr-
um manni dottið í hug að fara að
reykja inni hjá veiku fólki? —
Þetta ætti að banna með lögum!
Svona bölvaðir dónar eru engir
nema Islendingar o. s. frv. Vana-
lega er ekki annað að gera en að
drepa á sígarettunum, láta hríð-
ina dynja á sjer áfram og reyna
að lifa í voninni um að morgun-
matur hinna háttvirtu samferða-
manna verði ef til vill búinn ]>eg
ar komið er norður í Húnavatns-
sýslu eða austur í Mýrdal, eftir
því hvert ferðinni kann nú að
vera heitið.
•
Sjálfs dekur.
„Talsvert af þessu fargani mun
vera hjegóminn einn, sprottið af
sjálfsdrekri — og dekri úr öðr-
um. Man jeg það, að mjer varð
það eitt sinn á, eftir að hafa set-
ið góða stund undir stórhríð af
þessu tagi, að kalla eitthvað ó-
notalegt fram í vagninn. Sá, sem
hlut átti að máli, reiddist eflaust
en ekki kom frá honum ein ein-
asta gusa eftir það, meðan jeg
var í bílnum og var það þó all-
löng leið.
Það fólk sem er til svona „þæg
inda“ fyrir aðra, ætti sannarlega
frekar að vera þakklátt fyrir þá
tillátssemi, sem því að jafnaði er
sýnd, en hrópin um ónærgætni
og óþverra (!) hjá samferðamönn
um sínum og krefjast banns og
valdbeitingar gegn þeim“.
Sjötíu hafa farist.
London: Þýska frjettastofan
segir, að farist hafi þegar sjötíu
flugmenn úr flugsveit Japana,
sem nefnist „Hinn Guðdómlegi
Blær“, en flugsveit þessi hefir
það hlutverk, að granda skip-
um bandamanna með þeim
hætti, að flugmennirnir steypa
flugvjelum sínum á skipin.