Morgunblaðið - 12.12.1944, Síða 10

Morgunblaðið - 12.12.1944, Síða 10
_0 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 12. des. 1944 „Ja — Þú um það“, hreytti Casson út úr sjer og gekk snúð ugt út úr herberginu. XI. Kapítuli. Klukkan fjögur hringdi Danni heim til sín, og fjekk að vita, að Tamea og Maisie hefðu farið út saman, og væru ekki enn komnar aftur. Hann ákvað því að fara aft- ur niður á skrifstofu sína. Þeg- ar þangað kom, var honum sagt, að hr. Mellenger sæti inni á einkaskrifstofu hans,, og hefði beðið þar eftir honum síðan klukkan 1. Hann kinkaði kolli. — Hvað skyldi nú vera á seiði? Mellenger sat í stól Daníels. Hann hvíldi fæturna á glugga- kistunni og reykti stóran vindil. „Jæja, þarna kemurðu loks- ins“, sagði hann, þegar hann kom auga á Danna. „Hefirðu sagt nokkru hinna blaðanna söguna?“ „Hvaða sögu, sníkjudýrið þitt?“ „Rómantískur skipstjóri, holdsveiki, sjálfsmorð, yndisleg ur, konungborinn kynblending- ur, sem virðulegur, eftirsóttur piparsveinn hefir tekið að sjer. ^lvar er mynd af henni, og ef þú hefir engá mynd, hvar er |>á konungsdóttirin sjálf?“ ■— Hann ýtti við myndavjelinni, sem stóð á gólfinu við hlið hans. „Þetta er fyrsta flokks saga. — Forsíðufrjett, með feitletraðri fyrirsögn“. „Jeg skgl taka dug- lega í lurginn á þjer, ef þú skrifar einn einasta staf um þetta“, sagði Danni gremjulega. „Það er ekki hægt að koma í veg fyrir það, kæri vinur. — Þegar læknirinn ætlaði að sækja skipstjórann þinn í morg un, var honum sagt, að hann hefði brugðið sjer fyrir borð, og ekki sjest síðan. Hann hefir grun um, að Larrieau hafi kom ist undan, og þú veist, að þeir geta ekki látið holdsveikan mann leika íausum hala. ■—■ Frjettaritarar okkar hafa þeg- ar náð í eitthvað af sögunni hjá lækninum og Casson gamla, en jeg er kominn hingað til þess að fá að vita það sannasta í málinu“. „Mjer skilst, að þú hafir set- ið hjer síðan klukkan 1?“ Mel kinkaði kolli. ,,í raun / rjetti á jeg frí í dag, en ritstjór inn veit, hve góðir vinir við er- um, og hringdi því heim til mín og bað mig að hafa tal af þjer“. „Hringdu aftur í hann og segðu honum, að jeg hafi neitað þjer um viðtal“. „Mjer þykir það leitt, vinur, en það er ekki hægt. Jeg hefi þegar rætt við Casson gamla, ungfrú Morrison, frú Pippy, Júlíu, Sooey Wan og Graves, í símann. Jeg hefi einnig talað við skipshöfnina á „Mooreu“. Sooey Wan fullyrti, að þú myndir giftast drotningunni eft ir nákvæmlega eina viku“. „Hann er nú algerlega geng- inn frá vitinu, ræfillinn". „Talaðu ekki illa um Sooey Wan. Hann er góðvinur minn.“ Hann fjekk sjer reyk' úr vindl- inum. „Það er ekki hægt að fara með blaðamann nema á þrjá vegu“, hjelt hann áfram. „Taka honum með virktum, virða hann að vettugi eða drepa hann. — Já, sumir eigá gott — eru auðugir, elskaðir af drotn- ingu og búa í marmarahöll, með mörgum turnum og hafa þjón á hverjum fingri“. „Láttu ekki eins og fífl, Mel“. „Sooey Wan sagðist þora að veðja hundrað á móti einum, um að drotningin krækti i þig, og því er ætíð treystandi, þeg- ar hann fær slíkan guðlegan innblástur". „Þú átt ekki að ræða einka- mál mín við þjónustufólk mitt, Mel------“. Riddari hins ritaða orðs benti honum að þegja. „Sooey Wan er ekki þjónn, Danni. Hann er stofnun, sem þyggur 150 doll- ara á mánuði af þjer, einungis til þess að þóknast þjer og við- halda stofnuninni. Hversvegna skyldi hann ekki ræða einka- mál þín við mig? Hefi jeg ekki snætt kvöldverð á heimili þínu á hverju miðvikudagskvöldi í meira en tíu ár? Sooey Wan veit, að mjer er nærri því eins hlýtt til þín og honum. — Jæja, leystu nú frá skjóðunni“. Innan fimm mínútna hafði Danni lokið máli sínu. „Og myndin af henni?“ sagði Mel. „Þú færð enga mynd“. „Einn af skipshöfninni — maður að nafni Kahanaha ■— fann þessa fyrir mig, í skrif- borðskúffu skipstjórans“, sagði blaðamaðurinn rólega og dró mynd af Tameu upp úr vasa sín um. Þar var hún berfætt, með blómsveig á höfðinu, glædd strápilsi. „Þetta er hræðileg mynd“, sagði Danni, og ætlaði að þrífa hana úr höndum Mel. En Mel sleppti henni ekki. „Já, hún er það. En við neyð- umst til þess að nota hana, ef við fáum enga betri. Woodley, frá Cronicle, fjekk eins mynd, en jeg veit, að hann fæst til þess að skila henni aftur, ef hann fær aðra betri“. „Jeg skal sjá um, að hann fái það“. , „Þú hlýtur að skilja,* væni minn, að jeg get ekki látið hann verða fyrri til með myndina“. Það var barið að dyrum, og ungfrú Mather kom inn. „Ung frú Morrison og ungfrú Larr- ieau eru að spyrja eftir yður, herra Pritchard“, sagði hún. „Guð er þá ekki svo afleitur, eftir alt saman“, tautaði Mel. „Segið ungfrúnum í öllum bæn um að ganga inn, ungfrú Mat- her“, sagði hann. Við Dariha sagði hann: „Jeg hefi oft óskað þess, að jeg ætti einhvern tíma eftir að sjá drotn ingu ganga inn í herbergi. Há- vaxin, hnarreist, fögur og kuldaleg, svífur hún inn — drottinri minn!“ „Chéri! Líttu á mig!“ Dyrnar voru opnaðar upp á gátt, og Tamea stóð andartaR, teinrjett í dyragættinni. Síðan þaut hún til Danna, vafði hann örmum og kysti á sín hvora kinnina. Svo gekk hún nokkur skréf aftur á bak, til þess að hann gæti betur dáðst að sjer. „Jæja, Danni, er Tamea þín þá nokkuð ljótari en hvítu kon urnar?“ spurði hún, og augna- ráð hennar var ákaft og biðj- andi. „Þú ert dásamleg, Tamea“. „Eins og sjálf morgungyðj- an“, sagði Mel. Tamea, sem ekki hafði tekið eftir honum, sneri sjer við. — „Yður geðjast einnig að mjer?“ „Þjer eruð guðdómleg, drotn ing“. Hann leit framhjá henni á Maisie Morrison, sem stóð í dyr unum og horfði á Danna. En hann tók ekkert eftir henni, svo að Mel gaf honum olnboga skot. Það var eins og Danni vaknaði af dvala. „Kynntu mig, maður. Kynntu mig!“ sagði Mel. Danni hlýddi. Maisie hneigði sig lítið eitt og brosti til hans, en Tamea þreif í hönd hans og hristi haria dug- lega. „Komið þjer sælir, herra Mel. Hvernig líður konunni yð- ar og börnunum? Vel, vona jeg‘.‘ Húp srierist á hæl, svo að hann gæti sjeð sig í krók og kring. „Yðar Hátign er svo yndis- fögur, að jeg verð þegar að fá að taka mynd af henni“. miiiiiHiiiiiiiiifiiiírniimiuiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiin^ ÍKvæðasafnl = Bókmentafjelagsins I—III = p Hannes Finnsson, Jón próf. s §j Halldórsson. Um ísl. þjóð H = sögur. Upphaf leiklistar á s §i íslandi. Reykjavík 14 s § vetra. Brjefabók Guð-‘ p = brands biskups. Refsivist >§ 5 á Islandi. Rit um jarðelda jf = á Islandi. Baldursbrá. — = s Faust, Tvístirnið. Sögur af §§ = Snæfellsnesi I—III. íslensk ij s ar fornsögur. Rímnasafnið. §§ 5 Bækur Kvarans, Krist- §§ p manns og Jóns Trausta. = Bókabúðin Frakkastíg 16. luiiiurannaniiifnniHiiiiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiii i:iiMiiiiiiiiiiiiiii!iimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiii HAPPDRÆTTI V.R. 1 Ferð fyrir 2 \ s á fljótandi hóteli fyrir § aðeins 5 krónur ef hepnin er með. j§ umuumiuuimumiuuuuuimimuuiuiumiuimiiui <♦> Hjartanlega þakka jeg öllum þeim, skyldum og % % vandalausum, er glöddu mig á 70 ára afmæli mínu a | 8. þ. m. með gjöfum, heillaskeytum og heimsóknum. j> C-uð launi ykkur öllum. 4< Ragnheiðarstöðum, 10 des. 1944 |> Sigurlaug Þórðardóttir. f Höfnum. x I <§> <í> Innilegt þakklæti fyrir uaðsýnda vináttu á 65 | >ara afmælisdegi mínum 29. nóvemher 1944. f Ásgeir Jónsson, vjelsmiður. Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu mjer | | vinsemd á fertugsafmæli mínu. Gunnar Gunnarsson, Akranesi. CLING — SURFACE hinn óviðjafnanlegi Vjelreimaábtarður er nú kominn aftur. Hraðfrystihús og vjelaverksmiðjur! Tryggið yður CLING — SURFACE meðan birgðir endast. Cjíó íi ^JJa (ÍJói oróóon h. Sh^/$><^^>^>^>^>^><^><^>^>^/i>^><^><S>^«Sxexíx®*ji><S><S><$><$>3*SxM*^ VJELAT.VISTUR kominn aftur. Verzlun 0. Ellingsen h.f. QZ§/§&§>Q/§Z$><§QZ$/$>Q/$/^/^>Q/$Z$><$/$>^/$>4Z$/§<§^/§/SZ&$/$/$fyQ/&Q>Q><§<iiZ$Z§&<& 'i/i/i><*'/»r’£><- <$/>//<$>^/</$/$/</t> $&&$Q>Q/&&i/$><Í,Q/i!><$>Q/$Q/S/i>Q>G>Q>&$/$><$>'i/$/$/Q> VECCHILLUR I útskornar af ágætum útskurðarsnilling. — | Mjög fallegar. Tveir litir. — Aðeins nokkur stykki óseld. BRISTOL, Bankastræti 6. Skrifstofustúlka •Stúlka vön vjelritun getur fengið vinnu á skrifstofu nú þegar. Æskilcg væri kunnátta í ensku. Sömuleiðis gott, en ekki nauðsynlegt, að hraðritunarkunnátta } sje fyrir hendi. Eiginhandarumsóknir með uppl. um mentun og fyrri vinnu merkist „Vön vjelritun" og sendist. á afgr. blaðsins fyrir 17. þ. mán. Best ú auglýsa í Morgunblaðinu /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.