Morgunblaðið - 09.01.1945, Side 10

Morgunblaðið - 09.01.1945, Side 10
10 MORG UNBLAÐIÐ Þriðjudagrur 9. janúar 1945 Skrítnu í litla konurnar húsinu Eftir Phyllis Mégorz Danni' fjekk sjer sæti. Hann sá á augabragði að verðhrunið, sem hann hafði ætíð óttast, að fylgja myndi í kjölfar heims- styrjaldarinnar, var nú byrjað. Hann stóð aftur á fætur. „Já, jeg skil“, sagði hann rólega. — „Þetta er vel af sjer vikið — prýðilega. Jeg vil hrópa ferfalt húrra fyrir Kúbu-búum. Mjer hefði aldrei dottið í hug, að þeir væru svona snjallir. Og nú bölvar jþú þeim, Casson, vegna þess að þeir ljetu ekki sam- viskidausa hrísgrjónabraskara leika á sig. — Þú áttir þetta skilið, .en jeg skal hundur heita, ef jeg hefi átt það skilið. Það varst þú, sem flæktir mig í þessu — án minnar vitundar eða samþykkis — helvískur asn inn þinn. — Jeg bið yður að ^afsaka, frú Casson. Jeg gleymdi að þjer voruð hjer inni. — Jeg ætla að fá mjer sæti“. Hann settist. Andlit hans var fölt og tekið, en augu hans leiftruðu. „Jæja, Casson“, sagði hann. „Það er víst best að byrja á byrjuninni. í upphafi áttum við hálfa miljón hrís- grjónasekkja, er geymdir voru í vörugeymsluhúsum víðsveg- ar um landið. Það voru hrís- grjón frá Kaliforníu. Þú veðsett ir þau og keyptir hrísgrjón frá Kína og Filippseyjum fyrir and virðið. Við seldum hrísgrjónin í vörugeymsluhúsunum með mikl gróða, fengum helminginn greiddan út í hönd og það sem eftir var með þriggja mánaða víxli. Hvernig er með Banning & Co., sem keyptu?“ „Skrifstofustjórinn hringdi í dag og sagði, að þeir hefðu sent inn gjaldþrotatilkynningu. Þeir verða að nota alla sína pen inga til þess að greiða skuld- irnar, vegna þess að Banning skaut kúlu gegnum höfuð sitt klukkustund eftir að gjaldþrota tilkynningin var send. Hann var líftryggður fyrir hálfa milj ón dollara, og líftryggingarfjeð verður greitt, þótt um sjálfs- morð sje að ræða. En jeg hygg, að fjölskylda hans fái þá pen- inga“. „Jæja“, sagði Danni. „Bann- ing & Co. fóru að vísu illa með okkur, en þeir settu okkur ekki á höfuðið. Til allrar hamingju seldi jeg Shanghai-hrísgrjónin og fjekk þau gréidd út í hönd. Þú ætlaðir að ærast út af heimsku minni, og sakaðir mig um að hafa svift fyrirtækið 250 þús. dollara gróða. En í raun rjettri kom jeg í veg fyrir, að það tapaði einni milljón doll ara. En við töpum meira en einum dollar á hverjum sekk af Kaliforníu-hrísgrjónunum. Og það voru miljón sekkir. — Þú ert snjall kaupsýslumaður, Casson. — En hvernig er með þessi átta þúsund tonn af Man- ila-hrísgrjónum, sem Katsuma & Co. keyptu?“ „Umboðsmaður okkar sendi skeyti um, að bankinn hefði neitað að taka skjöl þeirra gild. Jeg hringdi í Katsuma og reyndi að fá hann til þess að gera eitthvað í málinu, en hann. ...“. „Hann kærði sig ekki um að gera neitt“, tók Ðanni fram í fyrir honum. „Hann fór að, eins og Japanar gera venjulega — skarst úr leik, þegar hann sá, að hann var að tapa. — Var ekki vátrygging og farmgjald innifalið í verðtilboði því, sem þú gerðir honum?“ Casson gamli kinkaði vesald- arlega kolli. „Jæja — Katsuma datt í hug, að það væri ef til vill ekki arð- vænlegt að eiga hrísgrjón í höfn_í Havana, og stóð þess vegna ekki við skuldbindingar sínar. Nú hafa eigendur „Malgy an“ ekki fengið farmgjöld sín greidd, og allar líkur til þess að þeir neiti því að láta skipið sigla, fyrr en þeir hafa fengið þau greidd. Hafa þeir ekki kraf ið okkur um farmgjöldin?11 „Jú. Jeg borgaði þau, og „Malayan“ er nú komið út á sjó með átta þúsund tonna hrís grjónafarm. Hann er vátrygð- ur — en ógreiddur. Það. kostar okkur átján sent á pundið að koma hrísgrjónunum í land á Havana, og ef við seljum þau þar, fáum við aðeins þrjú til fimm sent fyrir pundið og töpum því tveim þúsundum doll ara á farminum á dag. — Við getum auðvitað höfðað mál gegn Katsuma & Co. fyrir samn ingsrof, en við verðum að borga fyrir hrísgrjónin og jeg hefi gefið út þriggja mánaða víxil 1 London til þess....“. „En þegar hann fellur, get- um við ekki greitt hann“, sagði Danni, þungur á brúnina. „Það, sem við eigum hjá Katsuma hef ir verið kyrrsett. Bölvaður asn inn þinn! Hversvegna höfðaðir þú ekki mál gegn þeim og rjeð ist á bankainnstæður þeirra — alt sem þeir áttu — í kyrrþey, þegar er þú fjekst að vita, að þeir hefðu rofið samninginn?“ „Það hefði verið eitthvað í líkingu við það, að læsa hest- húsinu eftir að búið hefði verið að stela hestinum“, ansaði Cas- son. Danni kinkaði kolli. Þetta voru fyrstu orðin af viti, sem hann hafði heyrt Casson segja í mörg ár. — Já, hinir slóttugu Japanar höfðu sjeð, að óveðrið var að skella á, og þessvegna forðað sjer, án þess að skeyta hót um, hvað yrði um hina — heiður sinn og fyrirtækisins — ef höfuðstóll þeirra stæði aðeins óskertur. Þeir gátu altaf byrjað að nýju, undir öðru nafni. „Jæja —- þá er úti um okkur, Casson. Þjer hefir heppnast pjýðilega, þrátt fyrir alt, sem jeg gerði til þess að koma í veg fyrir glópsku þína. Þú hefir lagt líf okkar beggja í rústir — líf frú Casson og Maisie. Þú varst kominn að druknun. Jeg reyndi að bjarga þjer, en þú söktir mjer aðeins í djúpið með þjer. — Jæja, jeg veit ekki, hvað þú hefir í hyggju áð gera við einkaeign þína — ef þú átt nokkra — sem jeg leyfi mjer að efast um — en jeg á um það bil tvær miljónir dollar^, og lánardrottnar okkar geta feng- ið þá peninga. Sem meðeigandi í fyrirtækinu, verð jeg að taka skellinn með f>jer. Ef þú getur ekki borgað, verð jeg að gera það“. Hann reis á fætur, og sneri sjer að frú Casson. „Góða nótt, frú Casson“. — í anddyrinu rakst hann á Maisie. Hún var föl yfirlitum og hafði bersýnilega grátið. „Þakka þjer fyrir skeytið, Maisie", sagði hann. „Jeg kom eins fljótt og unt var. En jeg kom of seint. Við erum öreigar — þú varst heppin, að jeg skyldi ekki biðja þín þarna á dögunum — nú hefi jeg ekki ráð á þeim munaði, að kvænast. Það er hræðilegt, að hafa grætt tvær miljónir dollara á starfi, sem maður hefir megna andúð á — tapa síðan öllu og verða að byrja að nýju á sama fyrir- litlega starfinu. — Jæja, jeg er ungur. Jeg þoli það. — Góða nótt, Maisie. Mjer þykir þetta leitt þín vegna“. Hann bandaði frá sjer utrjett um örmum hennar. „Nei — gerðu þetta ekki — jeg þoli það ekki — jeg kæri mig ekki um meðaumkvun“, muldraði hann, og flýtti sjer að komast út und ir bert loft. XXIV. Kapítuli. Danni gekk heim! Hann varð að hreyfa sig. Það var liðið að miðnætti, þegar hann opnaði útidyrnar á heimili sínu. Hann gekk beina leið inn í dagstof- una, henti frakka sínum og hatti á stól og hringdi á Sooey Wan. Gamli Kínverjinn, sem var nýkominn heim úr venju- legum leiðangri sínum í Kín- verska hverfinu, svaraði hring ingunni þegar í stað. Þegar hann sá fölt, þreytulegt aridlit húsbónda síns, snerist hann þegjandi á hæl og fór aítur fram í eldhúsið. Hann kom að vörmu spori aftur, með viskí flösku, sódavatn og tvö glös. — Hann helti í glösin, rjetti Danna annað, tók hitt sjálfur og fjekk sjer sæti. Eftir nokkra þögn sagði hann: „Jæja, Danni minn, segðu nú Sooey Wan, hvað amar að“. Danni fjekk sjer vænann sopa af viskíblöndunni. „Sooey Wan! Jeg er gjald- þrota“. „Algjörlega?“ Það hvein í Sooey Wan eins og hljóðpípu. „Já, Sooey Wan. Það er úti um mig. Jeg er öreigi. Nú verð ur þú að yfirgefa mig, og fara aftur til Kína. Jeg hefi ekki ráð á, að greiða þjer kaup“. „Fjandinn hirði alt kaup!“ í fyrsta sinn á ævinni yar Sooey Wan verulega reiður — sár- hryggur og reiður. Það sást í augum hans — neðri vör hans titraði, svo að skein í gulan tann garðinn — það sauð í honura vonskan og hann hreytti út úr sjer nokkrum vel völdum orð- um á kínversku. Síðan: „Þú ert dæmalaus fábjáni! Hvað á það að þýða að tala um peninga við Sooey Wan?“ „Þú veist vel, að það var ekki ætlun mín að móðga þig, þitt gula skrímsli!" sagði Danni. „En þetta er satt. Það er úti um mig“. Ef Loftur ffetur bað ekki — bá hver? 7 inn, og ekki var farið að sjóða vatnið í katlinum, ekki að smyrja brauðið. Og klukkan tifaði og tifaði, þangað til hún var orðin hálf átta. „Jeg skal kveikja upp eldinn, systir, en þú getur búið til grautinn”, sagði Pála að lokum, en hún var nú ekki vön að kveikja upp eld og alt gekk á afturfótunum fyrir henni í því starfi. Það vildi ekki kvikna í spýtunum, hvað þá heldur í kolunum, og hún var öll orðin sótug, þegar hún loksins gat komið eldinum til að loga. Petra hafði eldað grautinji við gas, en hún hafði haft hitann allt of mikinn, svo grauturinn brann við og var óskaplega vond ur á bragðið. En þær gátu ekkert annað gert og urðu að borða hann. og þegar þær voru búnar að því og búnar að klæða sig, þá þurftu þær að búa um rúmin og sópa gólf- in og hrista úr gólfábreiðunum. Mikið vildu þær, að þær heyrðu Súsönnu koma til þess að gera þetta, en klukk- an tifaði og tifaði og tíminn leið, og engin Súsanna kom. Og það sem enn var verra, þær voru fyrir svo löngu hætt ar að gera nokkurt handarvik, að þær voru alveg búnar að gleyma, hvernig'ætti að fara að þessu og hinu, og»þótt þær reyndu að fægja gluggana, þá.vildi ekki koma rjett ur gljái á rúðurnar, og rykið vildi ekki fara af húsgögn unum. Þær voru búnar að gleyma að búa til matinn svo þær borðuðu brauð og ost í alla mata, einnig kvöldmat- inn og fóru svo að hátta. En þær höfðu þá ekki búið alt of vel um rúmin, því þeer höfðu gleymt að snúa dýnunum, dusta koddana og sljetta úr lökunum. Þær byltu sjer lengi vakandi, og þegar þær sofnuðu að lokum, þá getið þið verið viss um að þær dreymdi ekki skemtllega. Þegar aftur morgnaði, þá var enn kaldara en daginn áður, og mikið skelfing var óþægilegt að fara niður í ís- kalt eldhúsið, í stað þess að láta Súsönnu vekja sig með sjóðheitu kaffi. Petra hnerraði og Pála hóstaði, þegar þær flýttu sjer í fötin og báðar kendu ekkert smávegis í bi’jósti um sjálfa sig. En þeim kom ekki til hugar Súsanna og barnið litla og máttu þær þó vita, að ekkert væri líklegra | Breytingar í ferðum strætis-1 | vagnanna frá og með 10. þ. m. | | (til reynslu) ■ Kleppur: Kleppsvagnarnir leggja 5 mín. fyr af stað \ ; frá Kleppi en verið hefir, þ. e. 5 mín. fyrir hvern heil : : tíma og hálf tíma. : | Burtfarartími þeirra af Lækjartorgi hreytist ekki. ; : Ný leið: 15 uín. eftir hverjjUm Kleppsbíl fer vagn | : sömu leið frá Lækjartorgi inn í Kleppsholt, annar 20 ■ ■ mín. yfir heil tíma, hinn 10 míp. fyrir heijtíma, en ekki ; ; alla leið að Kleppi, heldur hringmn um Sunnutorg og : ; þann hluta Langholtsvegar, sem liggur milli Klepps- j j vegar og Laugarásvegar. Burtfarartími þessara vagna ■ • frá vegamótum Kleppsvegar og Langholtsvegar er 20 ; ; mín. fyrir og 10 mín. eftir hvern heiltíma. Fyrsta ferð : : til bæjarins hefst frá vegamótuin Kleppsvegar og Lang- j j holtvegar kl. 7,10 árdegis. j ; Sogamýri Nýr vagn tekur við l/j> tíma ferðunum af j j gamla bílnum og ekur um Sogaveg til baka til bæjarins ■ ■ í stað Bústaðavégar, til 20. maí næstk. Á tímabilinu frá ■ • 20. maí til 20. sept. þ. á. er ráðgert að breyta aftur j ; um og aka til bæjarins um Bústaðaveg í stað Soga- ■ : vegar. • ^ ■ Strætisvagnar Reykjavíkur [ .................................

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.