Morgunblaðið - 23.01.1945, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.01.1945, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjuda.gnr 23. janúar 1945 ,,Nei — a. m. k. ekki í þeim skilningi, sem þið leggið í orð- ið „giftingu". — Þú segir hon- um auðvitað ekki frá þessu“. „Vitanlega segi jeg honum það. Hann er faðir barns þíns og verður að taka á sig ábyrgð þá, er því fylgir — og jeg hygg, að honum myndi aldrei detta í hug að skorast undan þvi“. „Hjá ykkur er það dálítið ó- þægilegt fyrir piparsvein að eignast barn með kynbland- aðri Suourhafseyjastúlku — er það ekki?“ „Hm -— eh — jú, að vísu — „Jeg kæri mig ekki um að koma honum í nein óþægindi", tók Tamea fram í fyrir honum. „Það er hægt að koma í veg fyrir öll óþægindi, ef-þú kemur með okkur til Tahiti og giftist Danna löglega þar, áður en barn ið fæðist. Þá þarf enginn að vita neitt“. „Jeg get ekki fremur orðið hamingjusöm í Bandaríkjunum en Danni hjer. — Þú skilur mig víst ekki, Mel. Jeg elska hann. Jeg hefi aldrei vanið mig á það, að blekkja sjálfa mig. Ef jeg vildi, að hann yrði hjer kyrr, myndi hann verða hjer kyrr. — Jeg veit, hvers jeg megna. En jeg elska hann of mikið til þess að vilja leggja líf hans í rústír. Það er miklu betra, að jeg leggi mitt eigið líf í rústir, því að — sjáðu tii, Mel — jeg er aðeins Tamea, hin kynblandaða drottn ing Riva-eyjar. Jeg er gömul — mjög gömul og jeg — jeg er ein skis virði. Jeg hefi þekt al- gleymisfyllingu lífsins. Jeg er ánægð. Jeg get ekki farið hjeð an. Hjer hefir sál mín fest ræt- ur, og þær rætur verða aldrei slitnar. Meðan jeg var í San Fransiskó heyrði jeg altaf brim hljóðið við ströndina hjer fyr- ir neðan, andvörp kókospálm- anna í næturhúminu og söngv- ana, sem fólkið hjerna syngur. Þú skilur mig ef til vill ekki, Mel, en jeg veit, að jeg hefi á á rjettu að standa“. Hann kinkaði kolli. Já, hann vissi, að hún hafði rjett fyrir sjer, og hann vissi einnig, að það var aðeins á vaidi stórhuga, göfuglyndra manna, að viður- kenna rólega svo bitran sann- leik. Það var ekki hægt að fara í kringum hin ævagömlu, óhagg . anlegu lögmál tilverunnar. — Líkur sækir líkan heim og tveir iíkir leika best. Mannleg- ar verur,, sem rás viðburðanna hrekur í annað umhverfi en þeir hafa átt að venjast, kom- ast þar ekkprt ále'ðis — ef slík framþróun er ekki hluti af lög- málum eilífðarinnar. Það leiðir aðeins af sjer algjörá glötun, að reyna það, sjer í lagi þegar um er að ræða jafn gáfaðar mann- verur og Danna og Tameu. „Danni Pritchard fer hjeðan í kvöld, og jeg sje hann aldrei framar“, hjelt Tamea áfram. „Langar kveðjuathafnir eru að eins til ama, og þessvegna er best fyrir hann, að jeg sjái hann ekki aftur. Hann veit að jeg elska hann. Hversvegna ættum við þá að segja honum þetta nú — þegar hann er að fara — hversvegna særa hann með tár um mínum — hversvegna láta hann blygðast sín fyrir að sjá- mig bugaða og niðurbrotna? — Hann vill fara, og jeg veit hvers vegna — slíkt er lögmál lífsins og jeg álasa honum ekki. Það, sem mestu máli skiptir 1 lífinu er, að mannlegar verur njóti sannrar hamingju, og það hefi jeg gert. — Þegar barn mitt fæðist mun jeg aftur verða ham ingjusöm. í æðum mínum renn ur blóð móður minnar og móð- urætt mín hefir ætíð verið hreykin af blóði sínu. Og jeg hefi i æðum mjer blóð föður míns og hann var hugrakkur og hló, þegar eitthvað bljes á móti. — Jeg mun einnig hlægja“. —„Þú kærir þig sennilega ekki um, að sjá Maisie?“ „Nei. Þú hefir rjett fyrir þjer. Þú hefir altaf rjett fyrir þjer Mel. Jeg gef henni mann- inn, sem hún elskar, manninn, sem innst í hjarta sínu hefir *altaf elskað hana •— manninn, sem jeg tók frá henni. Af mjer hefir hann lært að þekkja lífið. Jeg hefi a. m. k. ekki sært hann, nje búið með honum í van- sæmd. — Maisie verður ekki lengi að hugga hann, og lífslöng un hans verður aftur óskert. — Það þarf enginn að vita um dvöl hans hjer á Riva. — Mel, jeg skil hvítu mennina“, bætti'hún við, og brosti aftur hinu ein- kennilega, raunalega brosi sínu. „Þeir vilja ekki, að það sje komið upp um þá“. Þau þögðu bæði andartak. — Siðan sagði Tamea: „Nú skalt þú fara, Mel, og taka Danna Pritchard með þjer. Sooey Wan er reiðubúinn og sjómennirnir af „Pelorus“ koma innan stund ar og sækja ferðakistu Danna“. Hún rjetti honum hönd sína. „Má jeg kyssa þig, Tamea?“ hvíslaði hann, og í djúpum, grá um augum hans var svipur, sem ef til vill hefir sjest í augum píslarvotta þeirra, er Ijetu líf- ið fyrir trú sína hjer áður fyrr. Hún lyfti andliti sínu, og hann kysti hana á sín hvora kinnnna. Síðan fór hann. — Hackett beið hans á vegg svölum trúboðshússins. ,,Jæja?“ sagði hann. Mel settist þunglega niður. — „Jeg var að tala við dásamleg- ustu og bestu konuna, sem Drott inn Almáttugur hefir nokkru sinni skapað“, ansaði hann lág um rómi. — Hann beit framan af vindlinum, ’ sem Hackett hafði gefið honum, stakk hon- um upp í sig og kveikti í. „Hún er hu.grökk — eins og faðir hennar“, hjelt hann áfram. — „Hún þorir að horfast í augu við staðreyndir og blákaldann veruleikann“. Hackett svaraði engu og eft- ir stundarþögn hjelt Mel áfram: „Þegar þú ferð aftur um borð í ,,Pelorus“, skipstjóri, -— viltu þá senda farangur minn í land. Jeg hefi ákveðið að verða eftir hjer á Riva. Jeg kæri mig lítið um að verða sam 'ferða þeim Maisie og Danna iheim. Návist míh myndi aðeins jverða þeim báðum til óþæg- inda. Og jeg hefi nú lokið sjálf ' boðaliðsstarfi mínu við að fá einhvern botn í ástamál Dan- íels. Hann er góður maður en ljelegur elskhugi“. j. „Hvaða vitleysa er þetta, maður“, sagði Hackett. „Pelor- us“ er 130 feta langur og ætti að geta rúmað ykkur*þrjú, án árekstra11. f „Það bíða mín engar miljón- ir í Bandaríkjunum, eins og Danna Pritchard. Það eina, sem jeg hafði þar, var seigdrepandi blaðamannastarf, sem jeg sagði skilið við að fullu, þegar jeg fór til Riva. Jeg hefi ekki fengið leyfi, síðan jeg var í skóla, og jeg hygg að jeg hefði gott af því, að reika hjerna um eyjarn ar — um stund, a. m. k. — Þar ;sem jeg get ekki gumað af því, að hafa neina samvisku, ætla ijeg að nota mjer af vistunum, sem þú skildir eftir handa trú- boðinu“. „Það eru engin takmörk fyr- ir því, sem hvítum mönnum getur dottið i hug“, andvarpaði Hackett. „Jæja, vertu sæll, Mel, og gæfan fylgi þjer“. ,Þakka þjer fyrir. Þú skalt ekki segja Danna frá því strax, að jeg ætli að verða hjer eftir. jHonum gæti dottið í hug, pilt- inum, að fetta fingur út í það. ,Og næst, þegar þú siglir fram- hjá Riva-ey, skaltu koma við hjer, og heyra hvernig hljóðið er í mjer. Má vera, ag jeg verði þá reiðubúinn til þess að fara hjeðan“. XXX. Kapítuli. — Danni fann Maisie í káetu sinni. Fyrst, þegar hann kom inn úr dyrunum, starði hún and artak á hann, án þess að þekkja hann. Hann hafði ekki hirt um að skera hár sitt í marga mán- uði, föt hans voru hirðuleysis- leg og hann var 'þeldökkur í andliti. „Það er jeg — Danni“, sagði hann. Maisie gerði enga tilraun til þess að rísa á fætur. Hún vissi sem var, að það myndi verða henni ofviða. „Jeg — jeg kom — mjer datt í hug, að þu mynd- ir ef til vill vilja koma heim, Danni“, stamaði Aún. „Tamw skrifaði mjer — og bað mig að koma og sækja þig. — Það — það hefir ekki verið auðvelt fyrir mig, Danni. Þú skilur ef til vill, hversvegna“. Hann gekk til hennar og tók hönd hennar og þrýsti ástúð- lega. „Já — jeg skil vel, að það falli þjer þungt að elta karl- mann — sjer í lagi mig, Maisie“. „.Tá, það er furðulegt. .Teg skil ekki enn, hversvegna jeg er hingað komin“. „Það væri ef til vill eins gott að reyna ekki að skilja suma hluti“, sagði Danni. — „Heldur þú að okkur Verði kleift að taka aftur upp okkar fyrra líf, eins og ekkert hefði í skorist? Þú veist auðvitað um alt, sem á daga mína hefir drifið“. l— sa Ilisterine! = = ~ — Tannkrem — § Landið græna Æfintýr eftir E. Nesbit. 5. „En hvenær fer hann þá til Brixton aftur?” spurði Matthildur. „Við förum með nýjan vagn aftur þangað í hvert sinn”, sagði ökumaðurinn og tók aftur ofan þríhyrnda hattinn sinn. „Og hvað verður þá af gömlu vögnunum?” spurði Matt- hildur. ,,Æ”, sagði vagnstjórinn brosandi. „Það veit maður aldrei. Breytingarnar eru svo miklar nú á dögum. Verið sælay og þakka yður fyrir að þjer ókuð með mjer. — Nei, ekki til að tala um”, bætti hann við ,þegar Hróðný ætlaði að fara að rjetta honum aura fyrir farinu. „Ekki til að tala um frú”. Svo ók hann burtu. Þegar þær litlu í kringum sig, sáu þær, að þetta var áreiðanlega ekki Streatham. Þessi skakki vagn hafði farið með þær til undarlegs þorps, fallegasta, snotrasta, þrifa- legasta, hreinasta þorpsins í heiminum. Húsin stóðu í kringum grænan völl þar sem ljettklædd börn ljeku sjer af miklu fjöri og kæti. Þar sást ekki eitt einasta bcfrn, sem hafði þrönga hand- vegi, nje ímyndaði sjer einu sinni að þeir væru til. Matt- hildur teygði sig, svo þrír krókar í kjólnum slitnuðu og meira rifnaði af axlarsaumunum. Henni fanst búðirnar dálítið einkennílegar. Nöfnin stóðu nefnilega ekki heima við vörurnar. Á einum stað stóð til dæmis: „Járnvöruverslun Elíasar” og þar var ekkert annað í gluggunum en brauð og ýmsar kökur. í annari verslun var alt fult af barnvögnum, en þar stóð yfir dyrunum gullnu letri: „Brauð og kökur”. Það virtist svo sem flestalt væri öfugt í þessum bæ, til dæmis var glugga einnar verslunar fullur af pylsum og kjöti, en sagt var að þetta væri klæðaverslun. „En hvað þetta er skemtilegur bær. sagði Matthildur. Mjer þykir vænt um að við skyldum lenda í skökkum vagni”. Lítill drengur í gulum kufli kom nú til þeirra. „Afsakið”, sagði hann mjög kurteislega, „en hjer eru allir ókunnir undir eins leiddir fyrir konunginn”. „Jeg hjelt að þjer hefðuð ver ið veikir í gær og þessvegna ekki mætt til vinnunnar“, sagði forstjórinn við Jóa skrifstofu- mann. „Jeg var það líka“, svaraði Jói. „Einmitt það“, ansaði for- stjórinn, „þjer lituð als ekki | veikindalega út þegar jeg sá yð ur við veðreiðarnar inn á ' Sandskeiði“. I „Ekki það? Þjer hefðuð átt að sjá mig eflir fjórða riðil“. ★ Eitt sinn var prestur að prje dika undir beru lofti og hafði til allrar óhamingju, tekið sjer stöðu á mauraþúfu. Maurarnir, sem eru starsöm dýr og vilja búa að sínu, tóku að ónáða þenn an aðkomugest í meira lagi. Nú var presturinn hræddur um að söfnuðurinn myndi verða var við einhvern óróleik hjá sjer, og tekur því það ráð, að afsaka sig með þessum orðum: „Góðir bræður, jeg vona, að jeg beri guðs orð í munni mjer, en jeg held að djöfullinn sjálf- ur sje kominn í buxurnar mín- ar“. * Dómarinn: — Segið þjer mjer nú, hvers vegna þjer stáluð að I eins varningi, en ljetuð peninga kassann ósnertan. Ákærður: — Á nú einnig að sakfella mig fyrir þá yfirsjón? ★ Það er sagt af Noah Webster, að eitt sinn hafi kona hans kom ið honum að óvörum inn í mat- búrinu, þar sem hann var í faðm lögum við þjónustustúlkuna. — „Herra Webster“, sagði hún, „jeg er undrandi“. Orðabókahöfundurinn leit á konu sína ásakandi. „Það er ekki rjett, ástin mín“, sagði hann, „þú ert forviða. Það er jeg sem er undrandi11. ★ — Jeg myndi fara viljugur í striðið, sagði íri, — ef jeg væri til hess neyddur. ★ — Jeg hefi heyrt sagt, að Magga hafi fengið heilabólgu. — Ja, ekki veitti henni af. ★ Jói: — Er alt tilbúið undir bindindishátíðina ? Páll: — Já, kaffið er komið á borðið og koníakið drakk nefndin alveg upp á síðasta fundi. Ef Loftur getur bað ekki — fcá hverl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.