Morgunblaðið - 27.02.1945, Qupperneq 1
32. árgangur.
48 tbl. — Þriðjudagur 27. febrúar 1945.
tsafoldarprentsmiðja h.f
SÓKIM BEIIMT AÐ KÖLIM
OG DUISBURG
Götubardagar
í Breslau
London í gærkveldi.
Fregnum aðila frá Austurvíg
stöðvunum ber saman um það í
Öag, að barist sje af miklum
bfsa á götunum í Breslau. —
■Sækja Rússar inn í borgina og
segjast hafa tekið nokkrar húsa
samstæður. — Á Austurvíg-
stöðvunum hafa annars ekki
miklar breytingar orðið. Harð-
astar eru nú orustur við Guben
og Forst en þar hefir aðstaðan
ekki breyttst að ráði. í Aust-
-ur-Prússlandi eru og harðir bar
dagar og er eigi vel ljóst hvor-
um veitir betur. Skiftast þar á
áhlaup Rússa og gagnáhlaup
Þjóðverja.
Þjóðverjar telja sjer í dag
tvo mikilvæga sigra. í fyrsta
lag'i segjast þeir hafa hrundið
Rússum aftur austuryfir ána
Hron í Norður-Ungverjalandi,
kveðast þeir í þessum viðureign
um hafa fellt 700 Rússa en hand
tekið 4000. Þá kveðast Þjóðverj
ar hafa rutt leiðina til sjávar
frá Königsberg í 6 daga hörð-
um árásum, með aðstoð her-
skipa og flughers, hefir að und-
anförnu verið sagt frá árásum
þessum í herstjórnartilkynning
um Rússa, en Þjóðverjar hafa
ekki getið þessarar gagnsóknar
sinnar fyrr. — Reuter.
Verkfall í Defroif
Detroit í gærkveldi:
Hjer í Detroit gerðu 14.000
verkamenn í bifreiðasmiðjum
Chryslers verkfall, vegna þess
að 8 menn í smiðjum þessum
voru reknir úr vinnu. Menn
þeir, sem verkfallið gerðu,
vinna að fremleiðslu flugvjela-
hreyfla, meðal annars hreyfla
í risaflugvirki, og stöðvast því
framleiðsla þessi. Hafa verka-
mennirnir, sem verkfall gerðu,
neitað að hverfa til vinnu aft-
ur. nema hinir 8 fjelagar þeirra
verði teknir í verksmiðjurnar á
ný, eða að öðrum kosti að her-
inn taki í sínar hendur alla
stjórn verksmiðjanna.
— Reuter.
»t- ■
Ríkisóperan í Berlín
brunnin
London: Þýska frjettastofan
tilkynti skömmu eftir hina
miklu loftárás á Berlín á dög-
unum, að í henni hefði Ríkis-
óperan orðið fyrir sprengjum
og kviknað í byggingunni. Varð
ekki við eldinn ráðið og gjör-
eyðilagðist byggingin. — Marg-
ar fleiri frægar byggingar eyði
tögðusl í árás þessari, að sögn
friettastofunnar.
Ein stórárásin
á Berlín enn
London í gærkveldi.
Einkaskeyti til Morgunblaðsins
frá Reuter.
BERLÍN, sem í sex nætur
samfleytt hefir orðið fyrir árás
um breskra Mosquitoflugvjela,
varð í dag fyrir einhverri hat-
römmustu loftárás, sem gerð
hefir verið á borgina að degi
til í allri styrjöldinni. Árásiná
gerðu 1200 stórar amerískar
sprengjuflugvjelar, varðar 700
orustuflugvjelum og var varp-
að niður feiknum af sprengjum
allra tegunda.
Beint að járnbrautar-
stöðvUm.
Sagt er, að árásum þessum
hafi aðallega verið beint að
þrem járnbrautarstöðvum borg
arinnar, til þess að hindra flutn
inga um járnbrautir þær, er
um hana lig'gja. Er yfirlýst af
opinberri' hálfu, að þetta hafi
verið gert til hjálpar herjum
Rússa fyrir austan Berlín. Járn-
brautarstöðvarnar, sem á var
ráðist, eru fyrir norðan og norð
austan miðbik borgarinnar.
Gífurlegt sprengjuregn.
Sagt er, að alls hafi verið
varpað niður hálfri miljón
íkveikjusprengna og 1100 smá-
lestum tundursprengna. Talið
er að skemdir hafi orðið miklar
og hlutlausir frjettaritarar hafa
þegar sagt, að manntjón hafi
orðið gifurlegt í borginni, aðal
lega í þeim hverfum, sem næst
eru járnbrautarstöðvum þeim,
er á var ráðist. Enn mun vera
mjög margt um flóttafólk í
borginni.
Aðrar loftárásir.
í nótt sem leið rjeðust bresk
ar sþrengjuflugvjelar á olíu-
stöðvar í vestur-Þýskalandi, og
auk þess hafa smærri sprengju
flugvjelar ráðist að stöðvum
Þjóðverja að baki Vestur-víg-
stöðvanna. Frá Austur-vígstöðv
unum berast þær fregnir um
lofthernaðinn, að loftorustur
hafi ekki um langt skeið verið
eins hatrammar yfir þeim, og
í dag. Á þetta einkum við um
Austur-Prússlands vígstöðvarn
ar.
Prófessor í barnaheilsu-
fræði.
London: Ákveðið hefir verið
að stofna prófessox-sembætti í
heilsufræði barna við háskól-
ann í London, og verða skip-
aðir tveir prófessorar í þessari
kenslugrein. Ennfi’emur vei’ð-
ur komið upp sjerstakri bygg-
ingu fyrir kenslu og rannsóknir
í þessari g"eitx.
Svíar gagnrýna
afslöðu Tyrkja
Slokkhólmi, laxxgai’dag.
Morgun- og kvöldblöð-
in hjer í Stokkhólr.ii, rtcða
yfirleitt með nokkurri fvr-
irlitningu uiii stríðsyfirlýs
inu Tyrkja — Dagens Ny-
lieter, eitt af þeim blöðum
borgarinnar, sem hlyntast
er bandamönnum, segir:
„Fregnina um þá staðre.vnd
að Tyrkir hafi sagt Þjóð-
verjunx og Japönum stríð
á hendur til þess að fá að
taka þátt í San Francisco-
ráðstefnunni, er varla
hægt að skilja á þá leið,
að virðing sje borin f.vrir
þcssum nýja bandamanni'’
— Aftonbladet segir: ,,Að
Tyrkir skuli fara í stríðið
á þeim tíma, þegar allir
geta vei’ið sammála tals -
manni utanríkisráðuneyt-
isins í Berlín um að þeíla
hafi enga hernaðarlega
þýðingu, kemur alveg
heim við hina köldu eig-
inhagsmunastefnu Tyrkja
í allri styrjöldinni“. Op-
inbrt álit Svía er það, að
þessi yfirlýsing Tyrkja
livorki ýti undir Svía nje
letji þá þess að yfirgefa
lilutleysisstefnu sína.
Reulei’.
Breskur biskup:
„Hlífið Eijflending-
um og Leftum"
LONDON: — A kiikjuþingi
í Bretlandi nýlega skoraði bisk
upinn af Gloucester á þjóðirnar
að hlífa Eistlendingum og Lett-
um við frekari ógnum styrjald-
ar og kúgunar. „Síðan þetta
stríð hófst“, sagði hann, „hafa
þesar þjóðir orðið að þola óskap
legar þjáningai-. Milli tveggja
árásarþjóða voi-u lönd þcii’ra
og hafa orðið fyrir ágangi uf
báðum. Jeg vddi beira því til
þeirra yðar, sem viljið erðstv
Rússa sem mestan, að þjer lát-
ið stjórnondur Rússlands vita
um pá smán, sem þeir gerðu
nafni bandamanna með því, að
reyna ,að uppræla þessar þjóðir
og kxistni þeirra, því að þe^su
eru þeir nii“.
Ei’kibiskupinn, dr. Fisher.
sem var forsefi þingsins, sagði:
,,Ræða biskupsins af Gloucest-
er var mjög þýðingarmikil, og
þar leiU að liún sky’di vera
flult svona seint á þinginu. En
hann hefir rælt um hluli, sem
hverjum fulllrúa ætlu að vera
ríV ir í huga“.
Kanadamesua byrja
árásir á ný
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
ÞRÍR HERIR bandamanna sækja nú fram á Vestur-
vígstöðvunum, og er sóknin stöðug, þótt hún sje ekki
hröð. Mest hefir níundi herinn sótt fram í áttina til Köln
og Kanadamenn til Duisburg. Þriðji herinn hefir sótt
fram handan Prúm, og norðar hafa Kanadamenn og Bret-
ar sótt nokkuð fram nærri Calcar, eftir talsvert hlje á
sókninni, til undirbúnings nýjum átökum. — Framsveitir
9. hersins eru nú 16 km. frá Munchen-Gladbach, sem er
allmikil iðnaðarborg, og þær eru varla meira en rúma 20
km. frá hinni miklu borg Köln, sem er talin vera að
mestu í rústum eftir margendurteknar loftárásir banda-
manna.
____________________ Austan við Diiren.
Austan Dúren og Júlichsvæð
isins sækir níundi herinn amer
íski herinn fram eftir Kölnar-
sljettunni svonefndu. Hefir her
þessi sótt talsvert fram og
stefnir ein fylking_hans að iðn-
aðarborginni Múnchen-Glad-
bach, en önnur beint til Köhi.
Varnir Þjóðvei’ja ei'u víða harð
ar, en sumsstaðar nokkuð á
reiki um þær, eins og skipulagn
ingar- og aðflutningsvandræði
hafi þar um ráðið, enda hafa
bandamenn gert ákaflegar loft
árásir að samgönguleiðum Þjóð
verja á þessu svæði. — Als mun
9. herinn hafa sótt fram um 15
km. lengst s. 1. sólarhring. —
Seint í kvöld bárust fregnir um
að Þjóðverjar hefðu sent frarn
skriðdrekasveitir á þessu svæði.
Tvö siríð bráðlega
ef Þjóðverjar lapa,
LONDON: — 1 einni af síð-
ustu greinum Göbbels í „Das
Reich“, er svo sagt, að ekki
verði friðsamlegt í heiminum,
ef Þjóðvei’jar tapi þessu stríði.
Segir Göbbels að fyrirsjáanleg
sjeu í náinni framtíð tvö slríð,
ef svo fari. Fyi’st muni Bi’etar
og Rúsar berjast, en það muni
ekki vei’ða langtvint stríð, því
Bretar muni ekki lengi standa
> Rússum.
Síðan muni Rússar eftir nokk
ur ár í mesta lag'i ráðast á
Bandaríkin og þar verða gífur-
leg átök. Ekki spáði Göbbets
úi'slitunum í þeim hildarleik, en
sv,i virlist, sem honum fyndist
líkiegra að Rúsar óæru hærra
hlut. —Reuter.
UNNRA hjálpar
Tjekkum
London í gærkveldi:
Sókn Kanadamanna.
Hin nýja sókn Kanadamanna.
sem hafin var í morgun, eftir
nokkurt hlje, hefir gengið þann
ig, að framsveitir eru komnar
jframhjá virkinu Calcar að
.sunnan. Var sótt fram um rúma
i5 km. áður en varnir Þjóðverja
!að harðna, en síðan hefir sókn-
jin verið mjög hæg. Þarna hafa
Þjóðverjar fallhlífahermenn til
varnar, studda mjög öflugu
I dag var undirritaður samn stórskotaliði. Segja Kanada-
ingur milli UNNRRA og tjekkn menn! að hermenn þessir sjeu
esku stjórnarinnar í London flestir ungir og berjist af hrein
um matvælasendingar til asta ofstæki um hvern þann
Tjekkoslovakiu, er það land stað; sem þýðingarmikill er. —
yrði laust við Þjóðverja. Maza- stefnir herinn j áttina til
ryk, forsætisráðherra Tjekkn- Duisbug, sem er handan Rínar..
esku stjórnarinnar sagðist í
þessu sambandi vera UNNRRA
mjög þakklátur, þar sem stofn
unin hefði gengist inn á það að
láfa Tjekka hafa matvæli, þótt
þeir gætu ekki borgað þau
23 farast í flugslysi.
LONDON: — Bresk Dakota-
flugvjel með 23 manns innan-
borðs hrapaði nýlega til jarð-
ar við Wilmington í Bretlandi
og ljetu allir, sem í flugvjelinni
voru, líf sitt. Var alt þetta fólk
starfslið flugherja Breta, Ástr-
alíumanna og' Nýsjálendinga.
Mikill barnadauði í
París.
London: Heilbrigðismálafull-
trúi bráðabirgðastjórnarinnar
frönsku hefir nýlega lýst því
vfir, að barnadauði í Parísar-
borg hafi í vetur verið 40%
meiri en í meðalári. Taldi hann
sjerstaklega þurfa að sjá þeim
fjölskyldum fyrir kolum til
upphitunar, sem éiga böm, veik
af lungnabólgu eða bronchitis.