Morgunblaðið - 27.02.1945, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
I>riðjudagur 27. febrúar 1945.
Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Sitstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
ÞRONGSYNI
OG AFTURHALD f
HJER í blaðinu var nýlega vikið nokkuð að verkefnum
Búnaðarþings er nú situr að störfum og fulltrúum þess
bent á það, hve nú væri mikil nauðsyn bændastjettar-
innar vegna, að þessi fulltrúa samkoma stefndi rjett og
hristi af sjer þá þröngsýni og afturhald, sem stundum
hefir lamað áhrifavald þess að undanförnu.
Út af þessu rýkur Tíminn upp með roga-skömmum í
15. tölublaði og telur þetta fjandsamlega kveðju eigi að-
eins til Búnaðarþings, heldur og bændastjettarinnar í
heild. Þetta gefur tilefni til að skilgreina nokkuð nánar
hvað átt er við með þröngsýni og afturhaldi í þessu sam-
bandi. Einnig er þá vert að minnast þess, að hjer er um
að ræða hið ráðandi meirihlutavald á Búnaðarþingi, —
Tímahðið, sem þar hefir ríkt og ráðið síðan 1938.
*
Á árunum 1933—1938 höfðu Sjálfstæðismenn og
Bændaflokksmenn sameiginlega meirihluta á Búnaðar-
þingi. í stjórn Búnaðarfjelags íslands sköpuðu þeir og
meirihluta Magnús á Blikastöðum og Jón í Stóradal.
Þetta þótti Tímaliðinu óhæfa hin mesta. Þá var meiri-
hlutinn „óalandi og óferjandi”. Þessu varð að breyta og
það var gert. Með jarðræktarlögunum 1936, var kosn-
ingarreglum til Búnaðarþings gerbreytt. Þá voru teknar
upp af Tímamönnum hlutfallskosningar í tvímennings-
kjördæmum, til að tryggja þáverandi stjórnarliði meiri-
hluta á Búnaðarþingi.
Jafnframt var Búnaðarfjelag íslands undir okað svo af
ríkisvaldinu, að engin sambærileg dæmi finnast fyrr eða
síðar með nokkurn stjettarfjelagsskap hjer á landi. — í
þriðja lagi var svo jarðránsákvæðið fræga sett inn í jarð-
ræktarlögin.
Allt var þetta bygt á þröngsýnu afturhaldi og klíkuskap
af verstu tegund. Meirihluti þáverandi Búnaðarþings var
að engu virtur. Vilji bændanna ekki heldur. Hagsmunir
þeirra því síður.
★
Þeir víðsýnu menn sem sömdu og samþyktu jarðrækt-
arlögin frá 1923, áttu óskift þakklæti skilið frá bændum
og öllum landsmönnum: Þeir sem spiltu þessum lögum
1936, því meiri skömm. Hve gífurlega framferði þeirra
hefir verkað í þá átt, að lama og draga úr jarðrækt lands-
manna frá 1936 til þessa dags, verður ekki tölum talið.
Þar í liggur ein af helstu ástæðunum fyrir því, hve land-
búnaðurinn hefir dregist aftur úr öðrum atvinnuvegum.
Að pólitískir spekúlantar yfirlætisfullir og öfgagjarnir
færu þannig að, var ekki svo mjög undarlegt. En að stjett-
arþing bænda, Búnaðarþing, skuli hafa látið bjóða sjer
annað eins, er öllu furðulegra. Engin fulltrúasamkoma
annara stjetta hefði látið bjóða sjer neitt þvílíkt og Tíma-
liðið hefir boðið Búnaðarþingi með jarðránsákvæðinu og
mörgu fleira fram á þenna dag.
Onnur megin ástæðan fyrir niðurlægingu sveitanna er
sú, að allan valdatíma Framsóknarflokksins frá 1927—
1939 var afurðum sveitanna haldið undir framleiðslu-
kostnaðarverði á innlendum markaði. Meirihluti Búnað-
arþings gerði tilraunir til umbóta í mestu kreppunni, en
þær raddir hljómuðu fyrir daufum eyrum. Aldrei hefir
Búnaðarþing komið fram sem samtaka heild í þéim mál-
um fyr en búið var af öðrum mönnum að hrista af sjer
Framsóknarvaldið.
Að Tímaliðið reki upp óp þegar Búnaðarþing er varað
við þröngsýni og afturhaldi, og á það skorað að leita sam-
vinnu við núverandi stjórn, er ekkert undarlegt. Það lið
óskar helst: að fá áð haldá bændasjettinni í þrælsböndum
klíkuskaparins og flokksviðjanna.
Jarðaránsböndin og Karakíilmenskan eru Tímaliðsins
gleggstu einkenni.
Brjef:
Svar til ÞérSar
Ófafssonar
Herra ritstjóri!
í BRJEFI til Morgunblaðsins
24. þ. m. sendir hr. Þórður Ól-
afsson útgerðarmað'ur kveðju
sína Vmf. Dagsbrún og þó sjer-
staklega mjer, og reynir á læ-
vísan og ósvífinn hátt að telja
almenningi trú um; að fjeiags-
stjórnin sýni fullt ábyrgðar-
leysi gagnvarl togaraútgerð
þessa bæjar, með því að fram-
fylgja gerðum samningum og
samþyktum fjelagsins um n:et-
urvirir.ubann.
í því tilfelli er þar um ræðir
eri: þetta staðreynöirnar:
Tvö skip frá Hafnarfirði og
eitt frá Rvík eiga að hafa sam-
flot til Englands. Hafnarfjarð-
ai’skipin eru tilbúin kl. 8 þetta
umrædda kv'ild, erda komin í
höfn kl. 4 um daginn, en skip
Þórðar Ólafssonar er ekki latið
koma í höfn fvr en næturvinna
er að hefjast hjer og þá heimt-
ar útgerðarmaðurinn ið unnið
sje við skipið. Nú vita allir sem
lil þekkja, að vinnu við skipxð
hefði ekki verið lokið kl. 10 cins
og Þ. Ó. vill vera láta, heldur
í fyrsta lagi kl. 12 eða síðar,
og var því synjað um undan-
þágu. En það skiftir engu máli
að áliti Þ. Ó., áð skip, er voru
albúin til ferðar, lögðu ekki
úr höfn fyrr en undir morgun.
Þórður Ólafsson heimtar að
unnið sje við skipin hvenær
sem honum þóknast að láta þau
koma í höfn, og þar eiga sjáari-
lega engu um að ráða þær sam-
þyktir, sem verkamennirnir
hafa hjálfir gert og stjórn Dags
brúnar er skylt að framfylgja.
Á undanförnum styrjaldarár-
um hefir mjög reynt á að góð
samvinna væri mitli útgerð-
armanna og Pagsbrúnar, vegna
breyttrar aðstöðu um férðir
skipanna og skal það viðurkent
að útgerðarmenn yfirleitt hafa
sýnt fullan skilning á því máli,
og engir teljandi árekstrar orð-
ið, enda af fjelagsins hálfu gert
bað sem unt var að koma í veg
fvrir slíkt. Um þetta geta hafn-
afverkamennirnir best borið
vitni og vil jeg benda Þ. Ó.
að ræða þetta mál við þá. sem
unnið hafa við höfnina öll þessi
ár og getur hann þá fengið
sannanir fyrir því hvort reyk-
vískir verkamenn hafa sýnt á-
byrgðarleysi um þessi mál, þótt
þeir hinsvegar líði hvorki hon-
um nje öðrum að traðka á sam-
þvktum Dagsbrúnar.
26. febr. 1945.
Sigurður Guðnason.
— Söfnun til Frakka
Framh. af bls. 2.
Kjartan Thors.
Magnús Thorlacius
, form. L. M. F. í.
Páll ísólfsson.
Pálmi Hannesson
rektor Mentaskólans.
Ragnhildur Pjetursdóttir
form. Kvenfjelagasamb. ísl.
Sigurður Nordal
prófessor.
Sigurður Sigurðsson
form. Rauða kross íslands.
Sigurgeir Sigurðsson
biskup.
Valtýr Stefánsson
form- Blaðamannafj, íslands.
IJílverji stripar:
lyfr claxjiecjci líjtinu
Vetur.
,,ÞETTA ER nú meira veðrið“,
sögðu menn, er þeir hittust núna
um helgina. „Hvar ætlar þetta
að enda?“ Annar eins snjór og
ófærð innan bæjar hefir ekki
þekst í mörg ár. Það var reglu-
legur vetur kominn. Leigubílar
hættu að aka á laugardaginn og
sumar bílstöðvar bæjarins lok-
uðu á sunnudaginn vegna ófærð-
ar. —
„Svona eru þeir“, heyrðust
menn segja, er talað var um bíla
leysið. „Þeir hætta að vinna þeg-
ar maður þarf mest á þeim að
halda“. En þetta var ekki í alla
staði rjettmætt. Það var varla við
því að búast, að menn vildu láta
ökutæki sín í ófærðina. Bílstjórar
gátu átt á hættu, að vagnar þeirra
yrðu fastir einhversstaðar á
miðri götu, og víða mátti sjá yf-
irgefna bíla á götunum, kaffenta.
Fólk tók þann kostinn að sitja
heima hjá sjer, því það var varla
hægt að komast á milli húsa,
nema með miklum erfiðleikum.
•
SkÝöafólk á götunum.
REYKVÍKINGAR eru óvanir
því að sjá skíðafólk bruna eftir
götunum á skíðum sínum, en
það var þó algeng sjón á sunnu-
daginn. Börn og unglingar
skemtu sjer prýðilega, bygðu sjer
snjóhús og snjókerlingar.
Fullorðna fólkið rabbaði fram
og aftur um veðrið og snjókom-
una. Sumt gamalt fólk „mundi
ekki eftir öðru eins veðri“. En
það er hin sígilda setning, þeg-
ar eitthvað bregður útaf með
veður.
Norðlendingar, sem búsettir
eru hjer sunnanlands, ljetu sjer
fátt um finnast. Töldu þetta ekki
neitt „til að gera veður útaf“.
Skíðafólk, sem dvaldi í skíða-
skálunum, varð að dúsa þar,
hvort sem því líkaði betur eða
ver, að undanteknum nokkrum
víkingum, sem brutust gangandi
frá Kolviðarhóli niður að Lög-
bergi.
Snjókoman undanfarna daga
mun vafalaust verða umræðu-
efni manna enn um stund, þó
„elstu menn“ verði hinsvegar
búnir aé gleyma þessum illvið/-
iskafla, þegar næsta hrota kem-
ur. —
Lögreglustjóri og
þakrennur.
LÖGREGLUSTJÓRINN okkar
hefir skrifað mjer brjef og ætti
jeg sennilega að vera nokkuð
upp með mjer af því! Tilefni
brjefsins er smápistill, sem jeg
birti hjer í dálkunum á dögun-
um og benti á, að það væri lög-
reglunnar verk að sjá um þak-
rennur í bænum væru í lagi. —
Brjef lögreglustjóra fer hjer á
eftir orðrjett, en kaflafyrirsagn-
ir hefi jeg leyft mjer að setja
inn í brjefið:
Hr. Víkverji!
í dálkum yðar i Morgunblað-
inu 20. þ. m. gerið þjer ástand
þakrenna hjer í bænum að um-
ræðuefni og getið í því sambandi
lögreglunnar í Reykjavík á mið-
ur vingjarnlegan hátt. Er gefið í
skyn í nefndum skrifum, að lög-
reglan vanræki að hafa eftirlit
með því, að ákvæðunt 26. gr. lög-
reglusamþyktarinnar um þak-
rennur sje hlýtt. Þar sem hjer er
um rangfærslur að ræða, sem
væntanlega stafa af ókunnug-
leika, leyfi jeg mjer að gefa eft-
irfarandi upplýsingar:
•
26. greinin. '
„LÖGREGLAN í Reykjavík
*X«X-*y*> *X*X$><$><S><$><§><§><^>4>#
I hefir á undanförnum árum lagt
I áherslu á að 26. gr. lögreglusam-
þyktarinnar, sem og öðrum grein
um hennar sje hlýtt. Hefir lög-
reglan margoft látið fara fram
viðgerðir á» húsrennum á kostn-
að eigenda, þegar aðrar leiðir
hafa eigi borið árangur, enda
hafa dómstólarnir stutt þessa
baráttu lögreglunnar með því að
dæma húseigandann til endur-
greiðslu áfallins kostnaðar
vegna slíkra viðgerða".
e
Nýjar þakrennur.
„ATHUGUN á þakrennum á
húsum hjer í bænum fór siðast
fram á s.l. hausti. Kom þá í Ijós,
að allmikil brögð voru að því, að
rennur voru í ólagi. Húseigend-
um var gert aðvart og þeim
veittur frestur til þess að koma
þessu í lag. Þar eð húseigendur
töldu sig ekki geta fengið mann
til þessara viðgerða, sneri lög-
reglan sjer til blikksmiða bæjar-
ins með beiðni um, að þeir tækju
verk ]>essi að sjer. Þrátt fyrir
mikinn efnisskort og mannfæð
hjá blikksmiðum, tóku þeir mála
leitun þessari mjög vel og hafa
nú töluverðar birgðir af fullsmíð
uðum þakrennum, sem settar
verða upp, strax er veður leyfa.
Er æskilegt, að blaðamenn afli
sjer glöggra upplýsinga i málum
sem þessu, áður en þeir hefja
opinbera gagnrýni í blöðum bæj-
Kærar þakkir.
KÆRAR ÞAKKIR fyrir til-
skrifið, herra lögreglustjóri. Það
er ekki rjett hjá yður, að jeg hafi
talað um lögregluna „á miður vin
gjarnlegan hátt“, eins og þjer
orðið það. Jeg leyfði mjer aðeins
að benda yður á skyldur yðar í
sambandi við þá staðreynd, að
bæjarverkfræðingur taldi 17 ó-
nýtar þakrennur við eina götu
bæjarins.
Heilræði yðar til blaðamanna
eru vafalaust vel meint og dett-
ur mjer ekki í hug, að yður gangi
annað til en föðurleg umhyggja
fyrir blaðamannastjettinni. En
þjer hljótið að játa með mjer og
fleirum, að það veitir • stundum
ekki af að minna opinbera starfs
menn á verkefni, sem þeim ber
að vinna. Menn í æðri stöðum
mega ekki kippa sjer upp við
það, þegar aðfinslurnar eru rjett
mætar og bornar fram á kurteis-
legan hátt.
Flugvjelar lil
frjeftaflufnings
London í gærkveldi:
Breskar flugvjelar fljúga nú
daglega yfir fjallahjeruð Grikk
ilands, en þangað er ákaflega erf
jitt um samgöngur á landi, og
eru hjeruðin þessvegna mjög
einangruð. — Varpa flugmenn
jrnir niður blöðum og eru í þeim
einu frjettirnar, sem íbúar þess
arra svæða fá af umheiminum.
j— Blöðin sem varpað er niður,
eru sjerstök útgáfa, sem hafin
var í Aþenu skömmu eftir að
I vopnaviðskipti hættu þar. —■
Kemur blað þetta út í % milj.
, eintaka þrisvar í viku. Ekki var
jgetið í fregninni, hverjir væru
útgefendur blaðs þessa, en auk
þess koma nú aðeins 12 blöð út
í öllu Grikklandi, en þar búa
sex xnilj. manna. — Reuter.