Morgunblaðið - 29.03.1945, Síða 2

Morgunblaðið - 29.03.1945, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 29. mars 1945, FRELSISBARÁTTA DANA ENN ÞÁ einu sinni nálg- ast 9. apríl og að þessu sinni táknar hann upphaf sjötta hernámsársins. Enn þá hvíl- ir myrkur nasismans og mið aldaógnir yfir öllu landi \oru, en það er nú eina landið í Evrópu, sem enn er að öllu levti á valdi nasista. Að tveimur löndum undan- teknum, þ. e. Póllandi og Tjekkóslóvakíu, hefir land vort verið hernumið lengst allra landa. Á síðastliðnum tnánuðum hefir baráttan milli her- námsþjóðarinnar og dönsku f relsishrey f ingarinnar harðnað á báða bóga. Eftir því sem lok stríðsins nálg- ast og þar með ósigur Þýska lands, en hann er nú öllum Ijós. nema örfáum starblind- um öfgamönnum, hefir hin beina styrjaldarþátttaka dönsku frelsishreyfingarinn ar orðið áhrifaríkari en áð- ur, og þá sjer í lagi hin stór- kostlegu spellvirki gegn járnbrautunum, en þeim hefir verið stjórnað af* fá- dæma dugnaði. En samtímis hafa ógnar- aðgerðir Þjóðverja færst svo í aukana, að slíks munu fá eða engin dæmi. Það líður ekki sá dagur, að alsakláus- ir borgarar sjeu ekki særðir af handahófsskothríð þýsku lögreglunnar á götum úti, þegar hún gerir út hina vægðarlausu og jafnframt tilgangslausu leiðangra sína ■— ekki sú vika, að fjöldi Dana sje ekki kvalinn eða líflátinn af Gestapolögregl- unni — og ekki sá mánuður, að ekki sjeu birtar óhugn- anlega langar skrár, um handtökur og brotflutning úr landi til þýskra fanga- búða. [ftir Anker Svart, sendiráðsfulitrúa Dana Járnbrautarlest sprengd af föðurlandsvinum Spellvirki. EN ÞAÐ líður heldur ekki sú nótt, að ekki kveði við sprengingar einhvers staðar á járnbrautunum á Fjóni og Jótlandi, en járnbrautir þessar eru Þjóðverjum lífs- nauðsyn til herflutninga — ekki sú vika, að verksmiðj- ur, sem framleiða hernaðar- nauðsynjar fyrir Þjóðverja, sjeu ekki sprengdar í loft upp — og ekki sá mánuður, að danska frelsisráðið birti ekki tilkynningar sínar, þar sem gerð er grein fyrir að- gerðum síðasta mánaðar gegn fjandmönnunum, alveg eins og á sjer stað milli þjóða, sem eiga í styrjöld. Sagnfræðingar framtíðar- innar munu telja, að Danir hafi sagt Þjóðverjum stríð á hendur þ. 29. ágúst 1943. Þegar danska stjórnin neit- aði afdráttarlaust að verða við hinum ofstopafullu kröf- um Þjóðverja og vissi vel hverjar aíleiðingar yrðu fyr ir land og þjóð, þegar Dan- ir buðu hinu volduga Þýska landi byrginn, vitnað# hinn þáverandi þýski yfirstjórn- andi í Danmörku, Hannek- en hershöfðingi, á þann klaufalega hátt, sem er svo einkennandi fyxir Þjóðverja, í ákvæði Haagsamþyktarinn ar, um hernám óvinveittra landsvæða. Þannig komst Danmörk, án stríðisyfirlýs- ingar, í styrjöld við Þýska- land, og síðan hefir barátt- unni ekki linnt. Atburðirnir 29. ágúst voru hin rökrjetta og óhjákvæmi- lega afleiðing kosninganna, sem fram fóru vorið áður, en þá kom vilji þjóðarinn- ar ljóst fram. Þá vamkom- inn tími til athafna. „Hin hlægilega litla þjóð”. Á ÞVÍ rúmlega hálfu öðru ari, sem siðan er liðið, hafa spellvirkin, sem eru eina vopn lítillar og hernuminn- ar þjóðar gegn voldugum fjandmanni, aukist svo stór- kostlega og verið fram- kvæmd með slíkum dugn- aði og nákvæmni, að næst- um ótrúlegt má virðast, þeg ar tekið er tillit til hinnar fálmkendu aðstöðu á ofan- verðu ári 1941 og öndverðu. ári 1942. ,.Hin hlægilega litla þjóð”, eins og dr. Best, fulltrúi þýska ríkisins, kall- aði Dani eitt sinn. þegar hon um var mikið niðri fyrir, læt ur nú til sín taka. Danmörk á yfirborðinu, sú Danmörk, sem hin svínbeygðu blóð kynna, er ekki sú hin raun- verulega Danmörk á þess- um árum. Nú er það hin „stríðandi Danmörk”. heið- urstitill, er við getum þakk að leiðtogum Sovjetríkjanna sem hefur orðið. Og hin stríðandi Danmörk er nú gervöll danska þjóðin. Næst um hver einasti maður og kona, taka nú þátt í barátt- unni hver á sínu sviði. — Allir eru sammála um mark mið og leiðir á heimavíg- stöðvunum. Fólk með sund- urleitar stjórnmálaskoðanir, vinnuveitendur og vinnu- þiggjendur, andans menn og erfiðismenn, snúa bökum saman í baráttunni gegn fjandmönnunum. Christmas Möller, formaður íhalds- flokksins og Aksel Larsen, formaður kommúnista- flokksins. stofnuðu í sam- einingu eitt af stærstu og best metnu frelsisblöðum okkar. Annað frelsisblað, „1944”, skrifaði fyrir stuttu síðan á þessa leið: „Frelsis-, baráttan gengur fyrir öllu öðru”. Frelsisráð Danmerkur nýtur í dag viðurkenningar sem yfirstjórn hinnar levni- legu baráttu. Sakir frábærr- ar stjórnar á hinni margvís- legu starfsemi heimavíg- stöðvanna og þá sjer í lagi hinar snildarlegu skipulagn ingar allsherjarverkfallsins í fyrra sumar, hefir frelsis- ráðið öðlast slíka viðurkenn ingu, að einkunnarorðum þess er hlýtt um gervalla Danmörku, hvort heldur er um að ræða verkföll eða virka spellvirkjastarfsemi. Lögreglan handtekin. ÞEGAR Þjóðverjar lj'etu til skarar skríða gegn dönsku lögreglunni þ. 19. sept. s.l., og sendu 1700 danska lögregluþjóna til fangabúða í Þýskalandi, en mörgum þúsundum tókst þó að „hverfa”, varð fyrst Ijós nauðsyn hinnar skefja- lausu baráttu. Hin andstæðu öfl horfðust í augu, en þó þannig, að frelsishetjurnar þektu aðferðir og viðhorf Þjóðverja, en þeir voru ó- kunnugir afstöðu "hennar. — Öryggisleysið hjelt innreið sína í hið danska rjettarríki. Ef leitað var aðstoðar lög- reglunnar, voru það Þjóð- verjar einir, sem urðu fyrir svörum. Síðustu mánuði hafa Þjóð verjar beitt ógnaraðfprðum sínum í ríkara mæli en nokkru sinni áður. Að vísu tekst Þjóðverjum við og við að höggva skörð í fylkingu vora, en þeim hefir aldrei tekist að lama baráttuþrek- ið, og þegar einn fellur frá. kemur annar í hans stað. í bræði sinni reiða nasistar til höggs gegn alsaklausum borgurum, í þeirri von, að nógu fantalegar ógnarað- gerðir gegn hverjum, sem er, þannig að enginn sje ör- uggur. dragi úr andstöðunni og megni að kúga þjóðina í heild. Frelsishreyfingin í Dan- mörku er öflug, og hún er sjer þess meðvitandi. Styrk- ur hennar felst fyrst og fremst í dugnaði og aga. — Þjóðverjar hafa viðurkent að starfskraftar hennar sjeu frábærir. Þó hefir frelsis- blað eitt á Jótlandi nýlega birt það, í viðtali við spell- virkjaleiðtoga einn. að liðs- menn hans sjeu aðeins ó- breyttir borgarar, sem enga sjerþekkingu hafi á þeim sviðum, sem þeim er falið að starfa á. Svifsprengjuframleiðslan. ÞÓ ER EKKI að undra, að Þjóðverjar haldi, að sjer- fræðingar sjeu hjer að verki. Hin snildarlegu spellvirki, sem framin voru gegn Toro- tor-verksmiðjunni 2. jan. s.l. en sú verksmiðja framleiðir hluta í rakettuvopn Þjóð- verja, og er hennar því gætt eins og framast er unt, sanna hvef s ^ danskir spell- virkjar eru megnugir. Eins og nú standa sakir, hafa spellvirkin gegn járn- brautunum mesta þýðingu. Á síðustu mánuðum hefir engin lest, sem flutt hefir þýska hermenn, komist leið ar sinnar án mikilla tafa, og margar hafa alls ekki komið fram. Það tók heila viku að flytja 3000 þýska hermenn frá Nýborg til Litlabeltis- brúarinnar. Talið er, að 752 spellvirkjaaðgerðir hafi átt sjer stað gegn járnbrautun- um frá upphafi hernámsins og til 1. mars s.l. Þar af 519 á síðustu átta mánuðum. I janúar og febrúar þ. á. hafa verið framin 247 skemdar- verk, þ.e.a.s. fimm á dag að jafnaði síðan um nýár. Churchill viðurkennir bar- áttu frjálsra Dana. HVAÐ hefði orðið upp á teningnum, ef Þjóðverjar hefðu megnað að spilla járn brautarneti Englendinga um það bil, sem innrásin var hafin, þó ekki hefði verið nema í smáum stíl í sam- anburði við það, sem átti sjér stað í Danmörku. Leiðtogar bandamanna hafa líka þakkað fyrir hjálpina. Þegar Churchill hafði sent hinn persónulega nýársboðskap sinn til dönsku heimavígstöðvanna, barst tilkynning frá yfir- stjórn bandamanna, þar sem látið var í ljós, að spell- virkin gegn dönsku járn- brautunum hefðu stórvægi- lega þýðingu. Blaðið Times í London lagði baráttu dönsku heimavígstöðvanna að jöfnu við afrek strand- varnarliðs breska flughers- ins og norsku heimavíg- stöðvanna. Og síðasta, en vissulega ekki sísta afrek dönsku heimavígstöðvanna, er und- irbúningur árásar breskra flugvjela á Shell-húsið í Kaupmannahöfn. en þar var aðalbækistöð Gestapolög- reglunnar þýsku. — Fjöldi þýskra lögreglumanna og danskra svikara beið bana þegar stórhýsið hrundi til grunna. Og skjalasafnið, er var Þjóðverjum ómissandi, en Dönum jafnframt stór- hættulegt, var orðið að ösku einni. Fregnir berast frá Svíþjóð. Danska þjóðfrelsisbarátt- an er í mörgu tilliti háð á grundvelli sjerstaks þjóðfje- lags, sem Þjóðverjar hafa enga aðstöðu til að fylgjast með. Leyniblöðin hafa náð slíkri fullkomnun, að þess eru fá eða engin dæmi í öðr- um löndum. Þau eru lesin af allri þjóðinni og ber hún ó- skorað traust til þeirra. Á- reiðanlegar og nýjar fregnir berast stöðugt, m. a. vegna frelsis sænsku blaðanna, sem við höfum samband við. Fulltrúar dönsku blaðanna í Stokkhólmi flytja frjettir frá Danmörku, og berast þær samdægurs út um heim. En hverjar eru gagnráð- stafanir Þjóðverja? Áróður þeirra um komm- únistahættu og hinar klaufa legu tilraunir þeirra til að sá óeiningu meðal Dana heima og erlendis, bera eng an árangur. Hin opinberu blöð og Ríkisútvarpið eru þvinguð til að birta ósvífinn áróður, og nú er talið að út- varpið eigi að taka að sjer birtingu áróðursfregna. sem ætlaðar eru hinum ensku- mælandi heimi. Áður var dönskum svikurum beitt til þess að hafa ,,sefandi“ áhrif á þjóðina, og hún hvött til þess að sýna „skynsemi”. Nú eru Þjóðverjar horfnir frá slíkum aðferðum, en beita þess í stað hinum illræmdu ógnaraðferðum sínum. Hin þýska ógnarstjórn í Danmörku virðist nú vera að ná hámarki. Fyrir skömmu frömdu danskir föðurlandsvinir skemdarverk á járnbraut Lindemanns hershöfðingja, er var á leið frá Norður- Jótlandi til aðalbækistöðv- anna í Silkiborg. Hershöfðinginn slapp ó- meiddur, en hann varð mjög skelfdur og æstur. og í bræði sinni ljet hann kveikja í bú- garði þar í nágrenninu, eftir að hann hafði fengið lán- aðan síma hjá bóndanum. Búgarðurinn brann til kaldra kola. Nótt eftir nótt heyrir dansl^a þjóðin draunurnar af eyðileggingasprengingum Schalburgliða og annars ó- þjóðalýðs. Eina nóttina í Odense. Það var þriðjudag- ur. í Aarhus á miðvikudags- nótt. í Randers á fimtudags- nótt og föstudagsnótt í Gienaa. Þannig var ógnarstarfsem in skipulögð eina vikuna, erx markmið hennar er að kæfa mótspyrnu föðurlandsvin- anna. Þessar tryltu og brjál- æðislegu eyðileggingar bitna á öllum og öllu, lifandi og dauðu. HANN VAR HVORUGTi London: — Nýlega var höfð- að mál gegn frönskum mannl í Bretlandi fyrir það, að hann hefði strokið úr her Ðe Gaulle, þar sem hann hefði verið und- ir merkjum í eitt ár. Fyrir rjett inum sannaðist, að maðurinn var hvorki hermaður nje lið- híaupi!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.