Morgunblaðið - 29.03.1945, Side 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagur 29. mars 1945.
Útg.: H.f Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Rltstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettarit&tjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald: kr. 7.00 á manuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
í lausasölu 40 aura eintakið, 50 aura með Lesbók.
Ógeðsleg skrif
SVO SEM KUNNUGT ER, samþykti síðasta Alþingi
lög um framlenging — um tveggja ára skeið — laga nr.
33 1928, en þau lög veita Eimskipafjelagi íslands ívilnun
í skattgreiðslu, „enda verji fjelagið tekjuafgangi sínum,
þá er það hefir greitt hluthöfum 4% arð, venjuleg sjóðs-
tillög og útsvar samkvæmt framangreindum lögum, til
kaupa á skipum eða á annan hátt í þágu samgöngumála
og láti á yfirstandandi ári fara fram nafnskráningu hluta-
brjefa fjelagsins og birtingu hluthafaskrár”, eins og segir
í hinum nýsamþyktu lögum.
Með þessum lögum er að því stefnt, að gera Eimskipa-
f jelaginu kleift að auka skipastól sinn, ekki aðeins til þess
að fylla í hið mikla skarð, sem orðið hefir í skipastól fje-
lagsins, með missi tveg^ja bestu skipanna sem fjelagið
átti, heldur og að afla fleiri skipa, eins og fjelagið hefir
hug á að gera við fyrsta tækifæri.
Ekki er vafi á, að þessi viðleitni Alþingis til þess að
greiða götu Eimskipafjelagsins í því þjóðþrifastarfi, sem
það vinnur að, er í fullu samræmi við óskir og vilja þjóð-
arinnar, nær undantekningarlaust. En samt hafa þessar
sjálfsögðu aðgerðir Alþingis komið af stað svo ógeðsleg-
um skrifum í dálkum Tímans, að mann hryllir við til-
hugsuninni, að til skuli vera íslendingar, sem geta látið
annað eins frá sjer fara, því rætnari og óþjóðlegri skrif
er vart hægt að hugsa sjer.
★
Síðasta kveðjan til Eimskipafjelagsins af þessu tagi
birtist í Tímanum 23. þ. m. Hún er einstæð og tekur fram
öllu öðru. Hjer er beinlínis gefið í skyn, að það hafi verið
fjárhagslegur vinningur fyrir Eimskipafjelagið að missa
Goðafoss og Dettifoss. Um þetta segir 'Tíminn:
„Það er ólíklegt, að missir skipanna feli í sjer nokkurt
fjárhagslegt áfall fyrir Eimskipafjelagið, þar eð skipin
voru hátt vátrygð og fjelagið hefir önnur skip á hendinni
í staðinn, sem hagstæðara er að reka. Hin töpuðu skip
voru gamaldags, og hefði hvort sem var bráðlega orðið
að farga þeim og fá önnur nýrri og heppilegri, ef fjelagið
átti að geta orðið samkepnisfært eftir styrjöldina”.
Þannig hljóðar hún, kveðjan frá ritstjóra Tímans til
Eimskipafjelagsins, feftir missi tveggja bestu skipa fje-
lagsins. Skyldu þeir vera margir, sem taka undir kveðjuna
og senda ritstjóranum þakkir fyrir að hafa komið henni
á framfæri Ef þeir eru einhverjir, væri gaman að sjá
nöfn þeirra birt í Tímanum.
★
Fossarriir, sem fórust. voru gömul og úrelt skip, segir
ritstjóri Tímans. Dettifoss var yngsta skip Eimskipafje-
lagsins. Ef svo hefir verið með þetta skip, að það hafi
ekki getað talist nothæft öllu lengur, hvað mætti þá segja
um hin eldri skip, sem nú eru í eigu Eimskipafjelagsins
Myndi ekki þörf á að endurnýja þau og fá önnur hentugri
í þeirra stað? Og um Goðafoss er það að segja, að það er
ekki nema rúmt ár síðan að kostað var 1-'/> milj. króna
í allsherjar viðgerð á skipinu og var skipið í prýðilegu
-standi og tvímælalaust fneð bestu skipum Eimskips. Og
þegar Tíminn segir að vátryggingarfjeð muni bæta
að fullu fjárhagstjón Eimskips, gleymir hann því, að
skipin voru að miklu leyti í eigin vátryggingu fjelagsins,
svo að tjón þess er mjög tilfinnanlegt.
En þótt ritstjóri Tímans hirði ekkert um tjón Eimskips,
vegna rótgróins haturs í garð fjelagsins, ætti hann að
geta komið auga á tjón þjóðarinnar yið missi skipanna.
Skipatjónið, Sem þjóðin hefir beðið við missi Fossanna,
verður ekki bætt í bráð. Tíminn segir, að Eimskipafje-
laginu standi til boða skíp, sem sjeu hentugri en þau er
fjelagið misti. Þetta er rangt eins og annað hjá þessu blaði.
Eimskipafjelagið hefir haft úti öll spjót til þpss að fá skip,
en það hefir ekki.tekist og sáralitlar líkur til að það.
hepnist fvrri en þá eftir | stríð. Eins og stendur er ekkert
farþegaskipn':.ferðum mjllí íslapds og Ameriku. og þarf
ekki að Jýsa því, hversú -bagalegt það er. >
'Uíhuerji á l rijar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Páskar.
NÚ FER páskahátíðin að hefj-
ast. Það er misjafnt, hve páska-
vikan er hátíðleg haldin í ýms-
um löndum. Sumstaðar í kristn-
um löndum er það aðeins föstu-
dagurinn langi og páskadagur,
sem eru helgidagar, en skírdag-
ur og annar í páskum eru ekki
hátíðlegir haldnir. Á Norðurlönd
um og í þeim löndum, þar sem
kaþólskur siður er hafður, er
páskavikan mjög hátíðleg. Hin
mikla helgi, sem hvílir yfir páska
vikunni hjá okkur, mun eiga rót
sína að rekja til kaþólskunnar
hjer á íandi. En siðurinn er ekki
verri fyrir það.
Þó draga mætti úr fjölda helgi
daga hjer á landi, sem eru fleiri
en í flestum öðrum löndum, hygg
jeg að páskahátíðin sje sú hátíð
ársins, sem þjóðin vildi síst
missa.
•
Gamanbrjef.
FYRIR NOKKRUM dögum
barst mjer gamanbrjef frá kven-
manni, sem segist heita Laufey
Lagarfljóts. Ekki verra nafn en
hvað annað útaf fyrir sig, en
ekki er það að finna í manntals-
skránni hjer í Reykjavík og hlýt
ur því persónan að vera utan-
bæjarmaður. Hjer er hrafl úr
brjefinu:
,,Elsku Víkverji. Jeg ætla að
segja þjer frá dálitlu atviki, sem
kom fyrir mig um daginn, at-
viki, sem hefir gjörbreytt lífi
mínu. Eins og þú veist, höfum
við Snúlli verið trúlofuð í nokkra
mánuði, og ætluðum að fara að
gifta okkur. Jæja, eitt kvöldið
kemur Snúlli heim með aðgöngu-
miða í bíó og spyr, hvort jeg
geti ekki komið með. Nei, elsku
Laufey (það er jeg) gat ekki
farið, hún var svo lasin. Alt í
lagi, segir Snúlli, jeg sel bara
miðana. „Já, gerðu það góði og
komdu fljótt aftur“, sagði jeg.
Snúlla seinkar.
„Nú, SNÚLLI fór og jeg bjóst
við honum þá og þegar, en ekki
kom Snúlli. Klukkan II var hann
ókominn, svo að það fauk í mig
og jeg háttaði kl. 10. Morgun-
inn eftir kemur vinurinn allur
niðurdreginn og þrútinn. —
,,Heyrðu“, segi jeg og set upp
svip, sem hefði fengið hvaða loft-
vog sem var til að falla. „Hvar
hefir drjólinn alið manninn?11 —
„Haltu þjer á mottunni“, sagði
Snúlli önugur. Það fór heldur að
siga í mig. „Hvar hefi jeg ver-
ið? Já, gettu, hvað heldur þú svo
sem? Þeir settu mig í kjallarann
á gamla Pósthúsinu (við hliðina
,á þvi nýja, sem Mka er orðið
gamalt).
„Já, einmitt. Hvað drakstu?"
spyr jeg.
„Drakk jeg?“ segir hann. „Og
fjárann ekki neitt“.
„Nú, því settu þeir þig þá inn?“
„Jú, jeg fór að selja miðana,
og þá veit jeg ekki fyr en einn
stór og herðabreiður þrífur í öxl-
ina á mjer og skipar mjer að
koma með sjer á stöðina. Þar var
jeg ákærður fyrir kvikmynda-
húsaðgöngumiðaokur. Jeg reyndi
að koma vitinu fyrir þá (en það
var víst ekki fyrir hendi), og
þeir sögðu, að jeg væri altof gam
ansamur og vísuðu mjer til her-
bergis á neðri hæð hússins. —
Þetta er alt“, sagði Snúlli. Það
fóru að renna á mig nokkrar
grímur og ætlaði að fara að vera
góð, en þá umsnerist Snúlli og
sagði öskuvondur, að þetta væri
alt honum Víkverja að kenna.
Hann væri altaf að ragast í hinni
frjálsu miðasölu“.
•
Heilræði til Laufeyjar
og Snúlla.
HAFI LAUFEY þakkir fyrir
brjefið. Það sýnir best, hvernig
farið getur fyrir mönnum, sem
reyna að koma bíómiðunum sín-
um í peninga á frjálsa (eða
svarta?) markaðnum. Það er ekk
ert auðveldara, ef menn vilja
losna við miðana sína, en að skila
þeim aftur í aðgöngumiðasöl-
una. Það er öil kúnstin, kæra
Laufey. Segðu Snúlla það og þá
er engin hætta á, að hann lendi
i kjallaranum.
•
Óþarfa ótti vegna
berklaskoðunar.
ÞAÐ HEFIR komið fyrir og
kemur sjálfsagt oft fyrir aftur,
að fólk, sem röntgenskoðað er
vegna berklaskoðunarinnar í
Landspítalanum, verður að koma
aftur til myndatöku vegna þess,
að mynd hefir skemst. Það þarf
ekki að vera annað en að nafn
viðkomandi manns hafi komið
illa út, eða að óhapp komi fyr-
if, eins og nýlega átti sjer stað
í myrkvastofu þeirri, sem mynd-
irnar eru framkallaðar í. Þar
varð skammhlaup á rafmagns-
leiðslu og kom taisverður blossi,
sem olli því, að allar þær mynd-
ir, sem voru til framköllunar í
það skiftið, eyðilögðust.
Við slíkum óhöppum er ekki
hægt að gera. Það er reynsla
bæði hjer og erlendis, að nokkur
hundraðshluti myndanna skemm
ist og þessvegna nauðsynlegt, að
myndir sjeu teknar af viðkom-
andi á ný. Við þessu er bókstaf-
lega ekkert að segja. En það er
aðeins eitt atriði, sem menn hafa
kvartað við mig útaf í þessu sam
bandi og það er, að ekki skuli
vera getið þess, þegar fólki er
stefnt aftur til myndatöku, að
fyrri myndin hafi mistekist.
Sumir, sem fá slíkar tilkynn-
ingar, verða dauðhræddir um, að
þeir sjeu boðaðir aftur vegna
þess, að þeir sjeu sjúkir. Jeg er
viss um, að þetta verður lagað,
úr því búið er að benda á það.
•
Gleðilega páska.
VIÐ byrjuðum dálkinn okkar
í dag með því að minnast á páska
hátíðina, sem fer í hönd og höf-
um síðan rabbað saman í gamni
og alvöru, eins og vant er. Nú er
langt þangað til Morgunblaðið
kemur aftur út. Ekki fyrr en á
miðvikudag í næstu viku verða
gefin út morgunblöð hjer í bæn-
um.
Jeg vil því nota tækifærið til
að bjóða öllum mínum lesendum
gleðilega páska og óska þess, að
frídagarnir og hátíðisdagarnir
megi verða hinir ánægjulegustu.
Ykkar
\Jí[ v e rji
Á INNLENDUM VETTVANGI
MÁLTÆKIÐ segir: Segðu mjer,
hverja þú umgengst, þá skal jeg
segja þjer, hver þú ert.
En bækur eru líka fjelagar
manna. Og því mætti bæta þessu
við: Segðu mjer, hvað þú lest,
þá skal jeg segja þjer, hver þú
ert. Jafnvel með því að líta í
bókaskáp náungans, er hægt að
gera sjer hugmynd um áhuga-
mál hans, smekk og hugðarefni.
Aliir, sem nokkurs hafa aflað
sjer af bókum, eiga fleiri eða
færri kvæðabækur, eftir þau
skáld okkar, sem þeim fellur best
í geð.
En mjög er það misjafnt, hve
oft þær kvæðabækur eru snert-
ar. Margir láta sjer nægja að
kynna sjer kvæðin meðan bæk-
urnar eru nýjar eða nýkomnar í
eigu manns. Síðan eru ljóðabæk-
urnar settar upp í hillu, og sjald
an hreyfðar, nema einu sinni eða
tvisvar á ári, þegar aðalhrein-
gerningar fara fram og bækurnar
eru viðraðar.
En þéir sem eiga í bókaSkáp-
um ' sínum kvæðabækur margra
(■ða flestra góðskálda okkar, æt-tu
Að lesa kvæði
að venja sig á að leita sjer á-
nægju, með því að lesa í þessum
jbókum í tómstundum sínum, á
sunnudögum eða í öðrum frítím
um. Með því móti leita menn í
góðan fjelagsskap.
) Flestir kunna ekki nema til-
tölulega fá kvæði eftir höfuð-
skáld okkar, kannast við fleiri,
kunna kannske eitt eða tvö er-
indi úr kvæðum, sem þeir hafa
lært í söng. En því fer oft fjarri,
að það sjeu bestu erindi kvæð-
anna, sem oftast eru súngin.
Með aldrinum breytist líka
smekkur manna á kvæðum. Mörg
kvæði, sem manni þóttu lítils
virði eða kunni ekki að notfæra
sjer á árum áður, standa kannske
í alt öðru ljósi, þegar þau eru
lesin á ný. Og eftir því sem
menn lesa og kynnast fleiri kvæð
um eftir sama góðskáldið, fá
menn meiri ánægju af ljóðasafni
hans, læra að skilja og meta
rjett hugsanir og hugsjónir okk-
ar bestu ándans manpa. ■ h-m-io
★ ’ f;
Nú koma engih b!öð út í-
Reykjavík >í 5 daga samfléytt,
því ekkert er unnið í prentsmiðj-
um á laugardaginn fyrir páska.
Jeg er ekki að nefna þetta
vegna þess, að mjer detti i hug
að það sem dagblöðin flytja, jafn
vel á stórhátíðum, gæti á nokk-
urn hátt að efni eða formi verið
sambærilegt við ljóð skáldanna.
En það er nú einu sinni svo, að
lestur dagblaðanna er fastur
þáttur í lífi nútímamanna. Þeg-
ar engin blöð koma út, þá finst
mörgum dagarnir vera eitthvað
tómiegri. Sumir bera þann sökn-
uð þó með mikilli hugprýði og
segja, að, þeir sjeu guðslifandi
fegnir að sjá engin blöð. Þeir viljí
helst aldrei sjá nein blöð. Þetta
eru m. a. þeir menn, sem skamma
blöðin 360 daga á ári og halda,
að það sje alveg sjálfsagður
menningarvottur að skamma blöð
in. En þeir eru ékki ófúsari en
aðrir að ná sjer í frjettablöð, þeg
ar þau eru fáanleg..
En sannleikurinn er sá, öð ,,á
þéssum umrótstímum", éins og
svo fagurlega er oft komist að
orði, þá á fólk fult í fangi með
Frambald á 8. síðtL