Morgunblaðið - 29.03.1945, Page 10
10
MORGUNBLAÐIt;
Fimtudagur 29. mars 1945.
Á SAMA SÓLARHRING
Eftir Louis Bromfield
10. dagur.
,,Hann er dáinn“.
„Vildi hann ekki fá að tala
við prest?“
„Til hvers ætti Gyðingur að
tala við prest“.
Þeir lækkuðu róminn, svo að
Jim greindi ekki orðaskil, en
svo heyrði hann að annar
þeirra sagði: „Iss — nei. Hann
er altof fullurHil þess að heyra
nokkuð".
Jim fann til viðbjóðar, reis
á fætur og hraðaði sjer út undir
bert loft. Blóðblettirnir voru
ekki lengur fyrir framan dyrn-
ar.
— Jeg verð að tala við
Fanneyju á morgun, hugsaði
hann með sjer. Jeg ætla að
segja við hana: „Þetta er alt
saman mjer að kenna, en við
verðum bæði að leggjast á eitt
um að koma hjónabandi okk-
ar í lag, barnanna vegna. Við
verðum fyrst og fremst að
hugsa um börnin. Við erum að
verða gömul, svo að það má
einu gilda, hvað um okkur verð
ur, en þau eiga alt lífið fram-
undan. Jeg er fús til þess að
láta að vilja þínum í öllu. Jeg
get jafnvel sætt mig við þetta
undarlega fólk, sem þú ert vön
að bjóða heim til okkar“.
En svo sá hann, að það myndi
alrangt hjá honum að segja
þetta. Hún myndi svara því, að
þar sem börnin ættu alt lífið
framundan, en æska hennar
væri því nær á enda, væri ekki
nema sanngjarnt, að hún fengi
að njóta þessara fáu ára eins
og henni best hentaði. Og
sennilega myndi hún verða
fokreið, ef hann mintist á það,
að þau væru að verða gömul,
og út fyrir allan þjófabálk
tæki, þegar hann kallaði vini
hennar „undarlegt fólk“. Nei,
það færi víst best á því, að sam-
tal þetta færi aldrei fram.
Ef til vill var eina úrræðið/
að hann hætti við Rósu, og
hann sagði við sjálfan sig, að
hann myndi fús til þess að færa
þá fórn, ef hann gæti með því
eignast athvarf — friðsælt og
notalegt heimili, sem hann gæti
með rjettu kallað sitt eigið
heimili. Hann reyndi að telja
sjer trú um það, að þrátt fyrir
alt væri gullkorn að finna í
skaphöfn Fanneyjar.
Ef hann segði skilið við Rósu,
yrði hann að reyna að elska
Fanneyju, eins og eiginmaður
á að elska konu sína, en ekki
eins og hann elskaði Rósu, því
vitanlega var það tvent ólíkt.
En það myndi verða erfitt,
því að Fanney hafði altaf haft
lag á því að svifta ástina öll-
um unaði. Það var Rósa, sem
fyrst hafði opnað fyrir honum
dulheima ástarinnar. Hún hafði
kent honum að elska og njóta.
Það var meinið við þetta alt
saman. Á hinum hála vegi ást-
arinnar var aldrei hægt að snúa
við. Maður varð ætíð að halda
áfram, í leit að einhverju nýrra
og betra — meira æsandi. Og
þess vegna var svo hættulegt
að leggja út á þá braut, því að
maður anaði áfram, án þess að
hafa hugmynd um, hvert mað-
ur var að fara. Hversdagsleg
ást myndi verða honum lítils
virði, eftir að hafa þékt Rósu.
En ef til vill þurfti hann ekki
að snúa aftur til Fanneyjar —
ef til vill þurfti hann alls ekki
að segja skilið við Rósu. •
— Hann sá Rósu fyrir hug-
skotssjónum sjer, þar sem hún
stóð uppi á borði í miðjum saln
urri og söng fyrir gesti nætur-
klúbbsins. Rósa vakti aftur all-
ar hinar viltu ástríður skólaár-
anna í brjósti hans. Fanney
var hjóm, en Rósa var gerð af
holdi og blóði — holdi og heitu
blóði.
Hann var nú kominn að
„Rosa’s Pláce“. Dyravörðurinn
þekti hann og sagði: „Gott
kvöld, hr. Wilson“.
Áhrifin af síðasta viskýsjúss-
inum voru nú farin að koma 1
ljós. Hann ætlaði að snúa sjer
að dyraverðinum með þjósti og
segja honum, að hann hjeti
hreint ekki Wilson — heldur
Towner. En svo mundi hann
óljóst eftir því, að, hjer var
hann þektur 'undir nafninu
,,Hr. Wilson“.
Þegar hann kom inn úr dyr-
unum, ætlaði hann aldrei að
finna opið á rauða tjaldinu, sem
dregið var fyrir fatageymsluna.
Dyravörðurinn kom honum til
hjálpar. Stúlkan í fatageymsl-
unni brosti til hans og sagði;
„Gott kvöld, hr. Wilson. Það er
leiðinlegt veður í kvöld".
Hún hjálpaði honum úr
frakkanum og hann rtam stað-
ar, frammi fyrir speglinum, til
þess að athuga, hvort hann
væri ekki eins og hann ætti að
vera. Bak við anrtað rautt tjald
var leikið á slaghörpu, vjel-
rænt með því nær hrífandi
kæruleysi. Svo byrjaði einhver
að syngja, með djúpri, drafandi
röddu. Það var furðuleg rödd,
sem vakti einkennilegan, hroll-
kendan unað hjá Jim og fleir-
um af mönnum þeim, er sátu
inni í salnum, bak við dyra-
tjaldið, og hlýddu á hana.
Jim hlýnaði öllum. Hann var
heppnari en vesalings Fanney,
því að hann hafði fundið það,
sem hann leitaði að. Hann
handfjallaði við dyratjaldið
andartak, svipti því síðan frá
og horfði á Rósu.
Hún sat á röndinni á borði,
sem stóð á miðju gólfi, og gult
ljós varpaði daufri birtu yfir
hana. Það var hálfrokkið í
salnum, svo að maður greindi
aðeins óljóst andlit gestanna,
sem sátu í kring.
— Hún hallaði höfðinu dálít-
ið aftur á bak, lygndi aftur aug-
unum og söng kæruleysislega
með rödd, sem var alls engin
rödd. Hún var klædd í hvítan
silkikjól, sem ekki var vel
hreinn, og bar heilmikið af arm
böndum á vinstra handleggn-
um .og virtist kæra sig kollótta
um alt fólkið, sem sat og horfði
á hana. Það var eins og hún
sæti þarna alein og væri að
raula fyrir sjálfa sig. En 1 saln-
um heyrðist hvorki stuna nje
hósti. Allir hlustuðu.
Nei, hann gat ekki hætt við
Rósu. Það var eins vel hægt að
krefjast þess af honum, að hann
legði sig fyrir og gæfi upp
andann.
ÞRIÐJI KAPÍTULI.
1.
Frá því Savina Jerrold gekk
inn í dagstofu Hektors gamla
og sá frú Wintringham, hafði
hún ekki áhuga á neinum í her-
berginu nema henni — og ef
til vill Melbourn, sem altaf kitl-
aði forvitni hennar.
Savina var gömul og marg-
reynd og hin geysiöfluga lífs-
löngun hennar var örlítið tek-
in að þverra. Hún vissi það, að
þótt mönnum tækist að vekja
áhuga hennar við fyrstu sýn,
voru nánari kynni henni oft á
tíðum lítt að skapi, er hún
fann, að þeir höfðu lítið til
brunns að bera, sem haldið gæti
áhuga hennar vakandi, Hún
vissi, að töfralindin varð stund-
um hryggilega fljótt þurausin
og vinátta, sem miklar vonir
voru bundnar við, fór oft skyndi
lega út um þúfur þess vegna.
Og Savina gamla hafði það fyr
ir sið að kryfja hvern mann til
mergjar, sem varð á vegi henn-
ar. Hún vildi ekki hætta, fyrr
en hún vissi ait um hann, sem
hægt var að vita.
Hún sá, að frú Wintringham
gerði sjer ljósa grein fyrir því,
sem fram fór í kringum hana,
en hún var gædd þeirri sálar-
ró, að láta það ekkert á sig fá.
Hún hafði grun um, að frú
Wintringham væri ekki öll þar
sem hún væri sjeð — að í henni
byggju tvær eða fleiri ólíkar
verur.
Málaflutnings-
skrifstofa
Einar B. QnSmondssoa.
Qnðlangnr Þorlákssoa.
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002.
Skrifstofutími
kl. 10—12 og 1—5.
Girnilegt!
Bragðgott!
3 mínútna hafraflögunar eru
bakaðar í verksmiðjunni í 12
stundir. Þessvegna hafa þæi
hveitikeim! Þessvegna eru þæi
svo lystugar og heilnæmar!
Hafið þær í matinn á morgun
Öllum þykja þær góðar.
3-MINUTE oat flakes
Æfintýr æsku minnar
(^Á/. (Á. 4nderóen
37.
Jeg skildi ekki leyndardóma Kaupmannahafnar, þótt
jeg væri í borginni. Hjá konunni, sem jeg bjó, var einnig
ung, vingjarnleg stúlka, sem hafði herbergi að húsabaki,
bjó þar ein og grjet stundum. Enginn kom til hennar,
nema faðir hennar gamall, og hann kom aðeins á kvöldin
þegar dimmt var orðið. Jeg opnaði venjulega fyrir hon-
um eldhúsdyrnar. Hann var í stórri kápu með mikinn
trefil um hálsinn og hattinn niður í augum. Sagt var, að
hann drykki kvöldte sitt'hjá dóttur sinni og þá mátti eng-
inn koma þangað inn, því hann var mannfælinn. En dóttir
hans varð altaf áhyggjufull, áður en hans var von og
virtist ekki hlakka til.
Mörgum árum síðar, þegar jeg var kominn í samfjelag
annara manna, — þegar samkvæmislífið og það sem kall-
að er hinn fíni heimur, tók að opnast fyrir mjer, þá sá
jeg eitt kvöld í uppljómuðum sal, roskinn mann, skrýdd-
an heiðursmerkjum, koma inn. Þetta var hinn gamli
óframfærni faðir, sem jeg forðum hafði hleypt inn um
eldhúsdyrnar, þegar hann kom þar illa búinn; hann þekti
mig ekki, eða að minsta kosti datt honum ekki í hug að
jeg hefði verið fátæki drengurinn, er lauk upp fyrir hon-
um dyrum í illræmdu hverfi, þegar hann kom þar gesturý
mjer fannst þá áreiðanlegt, að þetta væri virðulegur fað-
ir, og hugsaði að öðru leyti ekki um neitt nema leiklist-
ina. Já, þá var jeg meira blessað barnið og þó orðinn
sextán ára, en ljek mjer enn, eins og heima í Odense að
brúðum og brúðuleikhúsi, sem jeg smíðaði sjálfur. Dag-
lega sat jeg við að sauma brúðuföt, tii þess að fá efni í
þau, fór jeg inn í búðir á Austurgötu og Kaupmangara-
götu og bað fólkið um að gefa mjer sýnishorn af vefnaðar-
vörum og silkiböndum. Jeg hugsaði svo mikið um þetta,
að jeg stóð oft kyr á götunni og glápti á vel klætt kven-
fólk, sem gekk í fötum úr silki og flaueli, og hugsaði um
allar þær konungsskikkjur og riddarabúninga, sem jeg
gæti saumað brúðunum mínum úr slíkum skartklæðum.
í huganum sá jeg sjálfan mig vera að klippa hin dýru
efni og hugsaði lengi um allt það, sem mætti sauma úr
þessu.. •
— Hvað á þetta eiginlega að
þýða. Þjer hafið látið mig fá
einn svartan skó og annan brún
an.
Hótelþjónninn: — Já, jeg
skil ekkert í þessu. Þetta er í
annað skiptið, sem þetta kem-
ur fyrir mig í dag.
★
'— Piparsveinar kunna ekki
vel við sig, hvorki heima eða
heiman. Giftu þig, þá líður þjer
að minsta kosti vel á öðrum
hvorum staðnum.
★
— Ertu þreytt, mamma mín?
— Já, jeg er svo úrvinda, að
jeg get hvorki hreyft legg eða
lið.
— Jæja, þá er best að segja
þjer eins og er, að jeg braut
rúðu.
★
— Situr þú hjer útúrfullur
og þambar brennivín. Jeg hjelt
að þú værir í stúku.
— Já, jeg var það, en síðast
átti jeg ekki fyrir ársfjórðungs-
gjaldinu.
★
— Ef þú átt enga óvini eða
öfundarmenn, þá er það af því,
að þú ert gleymdur og heillum
horfinn.
— Pabbi, af hverju eru negr-
ar svartir?
— Hvaða kjáiaaspurnmg er
þetta, drengur. Ef þeir væru
ekki svartir, væru þeir ekki
negrar.
★
— Það er að minsta kosti sex
vikna ryk á píanóinu.
— Það kemur mjer ekkert
við, frú mín góð, jeg hefi ekki
verið hjer nema í þrjár vikur.
★
— Ef þú átt einn tryggan
vin, er það þjer meira virði en
allir fjársjóðir þínir.
★
Gvendur gamli, hrumur af
elli, stendur einu sinni enn fyr
ir framan dómarann. Hann
hafði brotið eitthvað af sjer.
— Jæja, Guðmundur minn,
sagði dómarinn, senniléga er
þetta nú í síðasta sinn, sem jeg
sje þigf hjer.
— Ha, er dómarinn að hugsa
um að segja af sjer? varð
Gvendi að orði.
★
— Hvað er sameiginiegt með
öllum löndum?
— Að sólin kemui' þar upp á
morgnana.