Morgunblaðið - 06.04.1945, Side 12
12
MORGUNBLAt/Ifi
Föstudagur 6. apríl 1945
W. Thomas Möller póst- og símstjóri
WILLIAM THOMAS MÖLL-
ER, póst- og símaumdæmis-
stjóri í Stykkishólmi, er sex-
tugur í dag.
Ungur fluttist hann í Stykk-
ishólm og starfskröftum sínum
hefir hann varið hjer bæði í
þjónuslu sinna aðalstarfa og
heilla og hagsælda kauptúnsins.
Hann hefir setið mörg ár í
hreppsnefnd, mörg ár í yfir-
skattanefnd, siðan 1922 í yfir-
kjörstjórn, í stjórn Sparisjóðs
Stykishólms um skeið. Þá átti
hann um mörg ár sæti í hafn-
arnefnd og ýms önnur trúnað-
arstörf hafa honum verið falin.
Alt hefir hann rækt með feslu,
skilningi og þeirri hollustu, sem
honum í svo ríkum mæli hefir
verið gefin,
í stjórnmálum hefir hann
ávalt verið fylginn sjer og fylgt
þeim málstað af einhuga, sem
hann taldi landi og lýð fyrir
bestu.
Sjálfstæðisflokknum hefir
hann verið heill og áhrifaríkur
liðsmaður.
Möller er afar vinsæll maður
og sá stendur ekki einn, sem á
hann að* vin.
í tilefni afmælisins hef jegi
átt eftiarfarandi samtal við W.
Th. Möller, og nákunnugur
samferðamaður skrifar einnig
um hann í blaðið í dag.
— Ertu Húnvetningur að
ætt? ___
— Jeg er fæddur á Blöndu-
ósi. En foreldrar mínir, Jó-
hann G. Möller kaupmaður og
kona hans Alvilda, fædd Thom
sen, voru bæði aðflutt í sýsl-
una, þótt þau dveldu þar öll sín
fullorðinsár. Get jeg því ekki
talið ætt mína til Húnavatns-
sýslu. Sjálfur dvaldi jeg í Húna
vatnssýslu, aðallega á Blöndu-
ósi við verslun föður míns, þar
til jeg var 21 árs.
— Hvað er þjer minnisslæð-
ast frá æskuárunum?
— Það, sem sjerstakar end-
urminningar vekur í huga mín-
um þegar jeg lít aftur í tímann,
eru hinar björtu minningar, er
jeg á um æskuheimili mitt og
kynni mín við hina mörgu
ágætu gesti og vini foreldra
minna. Á heimili okkar var alt
af mannmargt, venjulega 16—
18 manns í heimili og varla var
sú nótt að ekki væri einn eða
fleiri gestir. Eftir að brúin kom
í Stykkishólmi sextugur
kunnineja. enda hefir haxin
áhuga fyrir hverju því nytja-
máli. er íslandi má að gagni
koma.
á Blöndu rjett fyrir ofan
Blönduós, lá öll umferð þeirra
manna, sem milli Reykjavíkux
og Norðurlands fóru, um
Blönduós. Var þá oft gest-
kvæmt mjög heima. Þá gátu
menn ekki gert boð á undan
sjer eins og nú, því þá þektist
síminn ekki. Man jeg það oft,
að gestir komu á miðjum nólt-
um, varð þá að færa til í her-
bergjum og losa rúm, senda
upp í sveit og ná.í kind til slátr
unar. Eru mjer minnisstæð
orðaviðskifti, hnittni og glað-
værð margra ágætra gesta, er
heimili foreldra minna gistu.
Erá fyrstu æskaárum mírum
stendur Lárus Blöndal sýslu-
maður með mestum glæsileik
fyrir huga mínum. Var hann
höfðinglegastur að vallarsýn,
gleðimaður mikill, söngmaður
með afbrigðum, en sjerstaklega
mjer minnisstæður fyrir hvað
hann var barngóður. Ávalt gaf
hann sjer tóm til að sinna mínu
barnslega kvabbi, klappa á koll
inn á mjer, þegar jeg kom til
hans.
— Hvert fórstu, þegar þú yf-
irgafst Blönduós'’
— Til Reykjavikur. Jeg var
á Verslunarskólanum veturxnn
1906—1907. Þá fór jeg til Stvkk
ishólms, og hjer hefi jeg eytt
dögunum síðan.
— Hvað kom þjer til að fara
til Stykkishólms?
— Jeg var ráðinn til Sæ-
mundar Halldórssonar, sem
verslunarmaður og einnig til að
hafa með höndum pósiafgreiðsl
una sem Sæmundur tók þá að
sjer um stundarsakir. Var jeg
hjá honum til 1910, er jeg fekk
veitingu fyrir pósafgreiðslu-
starfinu. Þegar síminn var
lagður hingað árið 1912, tók
jeg að mjer rekstur símstöðv-
arinnar, en stundaði jöfnum
höndum fyrstu árin verslunar-
störf og ýms aukastörf, þar eð
póst- og símastörfin voru ekki
það vel launuð, að þau gæfu
mjer nægilegt til að lifa af.
— Hvernig hefir þjer liðið í
HóLmmum9
.— Áður en jeg fluttist í Snæ-
fellsnessýSlu, hafði jeg heyrt
að þar væri mænning á lægra
stigi en víða annars staðar, en
þegar jeg kyntist sýslubúum,
fanst mjer þeir síst standa að
baki hinum gömlu sýslungum
mínum, þegar á heildina var lit
ið, þó jeg hinsvegar saknaði
húnvetnsku sveitarhöf ðingj -
anna sem jeg kyntist í æsku.
Hvað Stykkishólm snertir, hef-
ir hann verið mjer einkar kær.
Náttúrufegurðin er hjer meiri
en jeg hefi annars staðar litið.
Hinsvegar er það samferðafólk-
ið í hverju kauptúni sem setur.
svip sinn á bæjarfjelagið og
ræður miklu um það, hvort
manni líður þar vel eða illa.
Þótt jeg hafi heyrt misjafnar
sögur af sýslunni áður en jeg
flutti vestur, hafði jeg alltaf
heyrt að Stykkishólmur væii
eitt af rnestu menningarkaup-
túnum landsins og reyns’a rrín
varð sú, að þar væri ekkert of-
sagt. Enda hefir Stykkishólm-
ur verið svo heppinn að eiga um
langt undanfarið áraskeið ávalt
mörg af þeim fyrirmyndarheim
ilum, sem . óhjákvæmilega
hljóta að verka á umhverfið
utan veggja heimilanna.
— Hvað er hæst í huga þín-
um við þessi tímamól?
— Þakklætið- — Ábyggilega
þakklætið til samferðamann-
anna. Jeg hefi verið svo lán-
samur að eignast um æfina
marga vini og kunningja sem
hafa veitt hlýju og gleði inn í
líf mitt og eru þeir mjer hug-
stæðastir nú á þessum tíma-
mótum.
Þar með lauk samtalinu.
Jeg er einn þeirra mörgu, er
heíi átt því láni að fagna, að |
eignast vináttu Möllers. Seint
myndi mjer takast að meta
hana og mörgu vildi jeg fórna
til að glata henni ekki. Svo
munu fleiri segja.
Jeg.veit jeg mæli fyrir munn
allra Hólmara, þegar jeg á þess
um tímamótum flyt W. Th.
Möller, þakklæti bæjarbúa og
innilegustu árnaðaróskir. Mætti
hann og hans heimili ætíð eiga
björtu að fagna um ókomnar
æfistundir.
Heill þjer sextugum, góði
vinur.
Árni Helgason.
SUMARIÐ 1913 kyntist jeg
fyrst Möller póstmeistara, en
svc er hann jafnan kallaður
hjer í Hólminum. — Mjer var
strax mikill fengur að kynnast
þessum glæsilega og viðfeldna
manni.
Síðan höfum við haft sam-
starf um margt um 30 ára skeið.
Höfum við stundum verið ósam
mála eins og títt er. Vinskapur
okkar samt sífelt heill og órof-
inn Öll þessi ár.
Höfuðstörf hans hjer í Stykk
ishólmi hafa .ærið við póst og
síma. Pósafgreiðsla síðan 1907
og símstjórastörf frá þvi að sú
stcl'nun hóf göngu sína. Hafa
störf þessi margfaldast mjög
svo sem kunnugt er á svo lör.g-
um tíma. Stofnanir þessar hafa
því notið starfskrafta hans því
nær óskiftra, þótt ýms auka-
störf hafi á hann hlaðist, þá
hetir reglan ávalt verið sú hjá
þessum frábæra reglumar.ni að
skyld istörf hsfa aldi'ei á hak-
anum setið. „Aktaskrift“ þekk-
ir hann ekki. Sumum mönnum
finst hann ef til vill dálítið
þungur í vöfum og seinn til
nýunga. Vera má, að svo sje, en
oft minnist jeg þess, að mjer
hefir fundist gjörhygli hans
koma að góðu haldi, er ráða
þurfi fram úr erfiðum viðfangs
efnum.
Tómstundum sínum eyðir
Möller innan veggja heimilis-
ins. Hagur þess og sómi er hon-
um fyrir öllu. Á vettvangi heim
ilisins er honum hið mesta yndi
að samræðum við gesti og gcð-
Hestar og reiðmenska var
hans æskuíþrótt og æskuvndi.
Ávalt er mjer minnisslætt hve
tignarlega hann sat gæðing
sinn, meðan sá þjóðlegi siður
var um hönd hafður hjer í
St.ykkishólmi, að reyna gæð-
ingana á sunnudögum og í óðr-
um tómstundum. Ekki þurfti
heldur að efa umhyggju hans
fyrir fáknum, er af baki var
stigið, hvort heldur var á heit-
um sumardegi eða froslhörðu
vetrarkvöldi.
í einkalífi er W. Th. Möller
gæfumaður. Sex mannvænleg-
um börnum skilar hann fóstur-
jörðinnj. Tvíkvæntur er hann.
Fyrri kona hans var Kristín
Sveinsdóttir, trjesmíðameistara
Jónssonar frá Djúpadal; seinni
kona hans er Margrjet Jóns-
dóttir, bónda á Suðureyri Jóns
sor.ar. Báðar íyrirmyndar hus-
mæður.
Bera börn hans þess vott,
þau er úr barnæsku eru komin,
að þau eru uppalin til dáða og
slarfa ásamt prúðri framkomu.
Þess vil jeg óska hinu unga
lýðveldi, að það eigi sem flest-
um starfsmönnum á að skipa,
með þeim kostum, sem prýða
minn góða vin, W. Th. Möller.
Ólafur Jónsson.
Gissur
í Drangshlíð
Framhald af bls. 11.
mönnum sínum á lífsleiðinni.
Það er því söknuður kveðinn að
eftirlifandi samferðamönnum
hans og vinum, þegar hann,
þótt á gamals aldri væri, var í
burtu kallaður.
Það má fullyrða að með
Gissuri sje til moldar hniginn
heiðarlegur, dugandi og trúr
fulltrúi íslenskrar bændastjett-
ar. Að slíkum mönnum verður
altaf söknuður og skaði. — Af
slíkum mönnum á íslenska þjóð
in altaf of fáa.
Minning um Gissur í Drangs-
hlíð geymist og verður til þess
að hvetja aðra til heiðarlegra
og dáðríkra starfa. í.
1—3) Marden er að lesa framhaldsmyndasögu. þessa braut. Jeg get ekki beðið frá degi til dags. — að. Dorré er altaf blaðamatur. Jeg hilti hana í New
— X-9: Þið eigið gott, blaðaútgefendurnir, að geta X-9: En annars, Vilda Dorré, skáldkona, vinnur York fyrir ári síðan. Þetta er fjári laglegur og
lesið framhaldsmyndasögurnar fyrirfram. — Mar- að nýrri glæpasögu hjerna úti í fenjamýrunum. •— föngulegur kvenmaður. Þekkirðu hana? — X-9:
den: Já, það er nú þess vegna, sem jeg lagði út á Marden: Þakka þjer fyrir. Jeg sendi Cynlhiu þang- Lílilsháttar.