Morgunblaðið - 06.06.1945, Síða 1
82. firgangur. 123. tbl. — Miðvikudagur 6. júní 1945 ísafoldarprentsmiðja h.f.*
Somningur gerður um f yrirkomulug hernúms Þýskulunds
Rússar ekki
samvinnu-
■ r >%*■
pyoir
London í gærkveldi:
TILKYNNING hefir verið
gefin út af brésku nefndinni í
San Francisco um misklíð þá,
sem orðið hefir þar út af neit-
unarrjetti stórveldanna í örygg
isráðinu svonefnda. Eins og
kunnugt er, vilja Rússar einir,
að stórveldi geti haft rjett til
þess að neita því, að mál verði
tekin fyrir í ráðinu, en það vilja
hin stórveldin ekki, og segir í
tilkynningu. Breta, að ef þetta
kæmist á, væri það sama og
stórveldin sætu méð fjötraðar
hendur í i’áðinu.
Samveldislöndin bresku hafa
skorað á Breta, að slaka ekki
frekar til fyrir Rússum í máli
þessu, og gera ekki málamiðl-
un. I tilkynningu bresku nefnd
arinnar segir, að Rússar hafi
verið allra manna ófúsastir á að
slaka nokkurn skapaðan hlut til
i nokkru máli, og verði því ó-
mögulegt að láta undan þeim.
Málamiðlun og samkomulag
geti það als ekki kallast, að ann
ar aðilinn, eða nokkrir aðilanna
láti altaf undan, en einn aldrei.
— ReUter.
Hamsun rekinn úr
sambandi
listamanna
K.-höfn í gær :
Norska listamannasambandið
hefir strikað Knut Hamsun út
sem heiðursmeðlim, Hamsun er
stöðugt í stofufangelsi. Ekkert
er. enn afráðið um málshöfðun
á hendur honum.
— Páll Jónsson.
Hundrað þúsund
læra landbúnaðar-
síörf
London í gærkveldi:
BRESKA landbúnaðarráðu-
neytið hefir ákveðið, að 100.000
manns læri landbúnaðarstörf
ýmis á næstunni. Verða þetta
bæði karlár og konur, aðallega
þó menn úr hernum. Kennt verð
ur hver grein, sem fólkið helst
æskir að læra, en það fær inni
í bóndabæjum, eða í sjerstökum
bækistöðvum. Bændur munu
greiða þessu fólki nokkuð af
kaupinu, en ríkisjóður nokkuð.
Retta mun gert, til þess að ,.ala
upp“ aukinn mannafla í land-
búnaðinum breska. — Reuter.
Virðing votluð iátnum
Biskupinn yfir íslandi minnist á Siómannadaginn hinna 58
manna, er farist höfðu í hafið á s. 1. ári. Fánabcrar votta hinum
látnu virðingu sína.
Rússar heiðra
hershöfðingja
*London í gærkvéldi.
í ÚTVARPI frá Moskva í
kvöld var skýrt frá því. að hers
höfðmgjarnir Eisenhower og
Montgomerv hefðu verið sæmd
ir æðsta heiðursmerki Sovjet-
ríkjanna, sigurorðunni svo-
nefndu.
Suvorovorðunni svokölluðu
var de Tassigny hershöfðingi
sæmdur.
Sigurorðan er setl demönt-
um, og er virði hennar áætlað
um 3.750 sterlingspund.
Reuler.
Kosningabarállan í
Bretfandi hafin •
London í gærkvöldi.
Kosningabaráttan í Bretlandi
er nú byrjuð. Verða fluttar ræð
ur í útvarpið af fulltrúum
stærstu flokkanna þriggja, og
byfjaði þetta í gær með. því
að Churchill forsætisráðherra
flutti útvarpsræðu. Talaði hann
um það, að hann hefði ekki ver
ið hlyntur þessum kosningum.
Hann deildi mjög fast á ríkis-
fyrirkomulag sósíalista, ríkis-
rekstur og hömlum þeim, sem
því fylgdi. Sagði Churchill að
slíku ríki væri ekki hægt að
stjórna, nema með ríkislögreglu,
og yrði þá frelsi einstaklingsins
að fullu afnumið. Sagði hann,
að íhaldsflokkurinn vildi berj-
ast gegn öllum óeðlilegum
hömlum á framtaki einstakl-
ingsins. Hann sagðist ekki frem
ur en fyrr geta nje vilja lofa
þjóðinni gulli og grænum skóg
um. — Reuter.
(hurchi!!
Gauiie
London í gærkveldi:
Churchill ræddi Sýrlandsmál
in í neðri málstofu breska þings
ins í dag. Rakti hann sögu mál-
anna, en kvaðst ekki svara
þeirri staðhæfingu De Gaulle,
að allar óspektirnar hefðu ver-
ið því að kenna, að Bretar skár
ust í leikinn. Churchill sagði,
að óánægja hefði byrjað í Sýr-
landi, þegar vitnast hefði þar,
að Frakkkar væru að flytja
þangað her, þótt samningaum-
leitanir stæðu yfir, en þessar
samningaumleitanir — sagði
Churchill — að hefði verið Bret
um að þakka, að voru teknar
upp. Fullyrti ráðherrann, að
Bretar hefðu enga landvinninga
í huga austur þar, en vildu hins
vegar tryggja samgönguleiðir
sínar austur á hernaðarsvæðið,
þar sem barist er við Japana.
Churchill kvað það hryggja
sig, að áskorun sín um að Frakk
ar legðu niður vopnin í Sýrlandi
hefði ekki borist De Gaulle fyrr
en eftir að hún hafði verið lesin
af Eden i breska þinginu, sagði
hann þetta vera sprottið af mis
tökum, en ekki af ókurteisi.
— Reuter.
Landamæri Þýska-
lands tilgreind
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
FJÓRIR ÆÐSTU herforingjar bandamanna, sem sæti
eiga í hernámsstjórninni í Þýskalandi, hafa undirritað
samning í Berlín um fyrirkomulag hernáms Þýskalands.
Hershöfðingjarnir eru Montgomery, Eisenhower, Zhukov
og de Tassigny. . 1 *
í samningnum eru landamæri
Þýskalands tilgreind. Skuli
þau vera hin sömu og þau
voru, áður en Þjóðverjar her-
tóku Tjekkóslóvakíu og Aust-
urríki. Þá er og í samningnum
því formlega lýst yfir, að banda
menn hafi tekið í sínar hendur
stjórn allra mála í Þýskalandi.
Allsherjarstjórn, skipuð fulltrú
um Bandaríkjamanna. Breta,
Frakka og Rússa, með sjerfræð
inga sjer til aðstoðar, mun taka
til alls landsins, sem annars
er skift í sjerstök hernáms-
svæði milli þessara aðilja.
Niemoller vildi
fara í herinn
Neapel í gærkvöldi.
ÞÝSKI presturiim Niemöll-
er, sem var kafhátsforingi í
fyrra stríðinu og sat mörg ár
í fangelsi í Þýskatandi, ját-
aði hjer í dag, að hann hefði,
boðið ,sig frani til her]>jónustu
í septemt)er 1939.
„Ef styrjöld er skollin á“,
sagði hann. ,,þá spyr enginn'
Þjóðverji, livort hún s.je rjett-
lætanleg eða ckki, heldur finst
honum hann verða að bjóða
sig fram til herþjónustu. Jeg
sá elstu syni mína fara í her-
inn. Jeg gat ekki setið í fang-
elsi. meðan synir mínir útheltu
blóði sínu í styrjöld fyrir
land sitt. Jeg varð að gera alt
sem jeg gat, til þess aö kom-
ast í herinn“.
Niemölter kvaðst hafa beð-
ið Keitel marskálk að koma
s.jer í herinn, en hann hefði
neitað um viðtal. — Reuter.
S, S.-menn berjasf
t Austurríki
Ziirich í gærkveldi:
HINGAÐ hafa borist þær
frjettir frá Innsbruck, höfuð-
borg Tyrol, að um 300 SS-menn
berjist við amerískar hersveitir
i Austurríki.
Eru í fangabúðum.
LONDON: í einum af illræmd
sutu fangabúðum Norður-Þýska
lands, eru nú 8000 SS-menn,
sem Bretar hafa sett þangað. —
Haga þeir sjer yfirleitt vel, en
sumir eru að vísu all-baldstýr-
ugir. — Reuter.
Tito vill berjast
fil landa
n.ondon i gærkveldi.
Tito marskálkur flutli ný-
lega ræðu í Belgrad, og sagði
þar, að Jugoslafar hefðu sjálf-
ir frelsað bæði hjeraðið Kránten
í Austurríki og skagann, sem
Trieste stendur á, og bæri þeim
rjetlur til þessara landa. Sagði
Tito, að Jugoslafar hefðu verið
neyddir til þess að fara með
her sinn frá Kránten, en þetta
væi’i hjerað, sem þeim til
heyrði. og myndu þeir berjast
um það, ef þörf kræfi.
Hernámssvæðin.
Samkvæmt samningum er
Þýskalandi skift í hernáms-
svæði, og hafa Bretar, Banda-
ríkjamenn, Frakkar og Rússar
hverjir um sig ákveðið her-
námssvæði. Hernámssvæði
Rússa er austurhluti landsins,
noi’ðvesturhlutinn Breta, suð-
vesturhlutinn Bandaríkja-
manna og vesturhlutinn
Frakka. Að því er Berlín snert-
ir, verður fyrirkomulagið þann
ig, að Bretar, Bandaríkjamenn,
Frakkar og Rússar ráða borg-
inni í sameiningu, en skiftast
á um að eiga yfirmann her-
námsstjórnarinnar þar. Mörk
hernámssvæðanna hafa ekki
verið nákvæmlega tilgreind
ennþá.
Aðstæðurnar.
Fyrirkomulag þetta er rök-
rjett afleiðing af skilyrðislausri
uppgjöf Þjóðverja. Þegar Þjóð-
verjar gáfust upp, skuldbundu
þeir sig um leið til þess að verða
við öllum þeim kröfum, sem
bandamenn kynnu að gera á
hendur þeim. Þýskaland hefir
enga alsherjarstjórn, sem hald-
ið getur uppi reglu í landinu
eða ábyrgst, að við kröfum
bandamanna sje orðið. Banda-
menn verða því sjálfir að sjá
svo um, að við kröfum þeirra
sje orðið og jafnframt að skapa
slíkt ástand í Þýskalandi, ‘að
þjóðin geti fullnægt kröfum
þeirra.
Sænskt hjúkrunarlið
til N.-Noregs.
I Stokkhólmsfregnum segir
frá því, að sænskri læknar og
hjúkrunarkonur sjeu faíin til
Norður-Noregs til þess að veita
fólki þar aðstoð.