Morgunblaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 6
6 M0RÖDNBLAÐ16 Föstudagur 8. júni 194ö. lH0V0iiitUiiUb Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. - Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10 00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Siðfræði TÍMANS TÍMINN sendi nýlega landbúnaðarráðherra vinar- kveðju að sínum hætti. fyrir það, að ráðherrann hafði valið nýja stjórnskipaða menn í mjólkursölunefnd. Fyrir valinu urðu tveir sæmdarmenn, þeir Guðmundur Jó'ns- son, kennari á Hvanneyri, og Guðmundur Erlendsson, hreppstjóri á Núpi í Fljótshlíð. Þessir menn komu í stað þeirra sjera Sveinbjarnar Högnasonar og Jónasar Krist- jánssonar, mjólkurbússtjóra á Akureyri. Jónas var þó í nefndinni aðeins að nafninu til. Hann var í fastri stöðu norður á Akureyri og gat vitanlega ekki sótt fundi mjólk- ursölunefndar hjer í Reykjavík, nema þegar svo stóð á, að hann var hjer staddur. Enda segir svo í mjólkurlög- unum, að fastir nefndarmenn skuli vera „búsettir í Reykjavík, eða svo nærri Reykjavík, að þeir geti só'tt fundi þangað þegar þörf krefur”. Allir viðurkenna hæfi- leika og mannkosti Jónasar Kristjánssonar, enda enginn haft neitt við það að athuga, að hann sæti í mjólkursölu- nefnd. En störfum hans er nú svo háttað, að það var beinlínis óheimilt að lögum að skipa hann aðalmann í nefndina. ★ Enginn þarf heldur að ímynda sjer, að skætingur Tímans í garð landbúnaðarráðherra stafi af því, að Jónas mjólkurbússtjóri á Akureyri var ekki endurskipaður í mjólkursölunefnd. Það er hinn maðurinn, klerkurinn á Breiðabólsstað, sem öll umhyggja Tímans snýst um. En hann var, sem kunnugt er. formaður nefndarinnar og hafði gegnt því starfi í 10 ár. Hjer vefður ekki farið út í að rifja upp starf Svein- bjarnar Högnasonar í mjólkursölunefnd, en neíndin hafði að heita má einræðisvald í mjólkurmálunum fram til skamms tíma. Hitt skal fullyrt, að Sveinbjörn rækti ekki starf sitt þannig, að hann hafi átt nokkurt tilkall til endurskipunar í nefndina, jafnvel þó'tt valdsvið nefnd- arinnar sje nú alt annað og minna en áður var. ★ En það er annað, sem vert er að minna á i sambandi við þessi skrif Tímans, því að þar lýsir sjer einkar vel siðfræði þeirra Tímamanna. Svo sem kunnugt er, var fyrir ca. tveim árum gerð sú breyting á stjórn mjólkurmálanna á verðjöfnunar- svæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, að mjólkurbúin sjálf tóku í sínar hendur stjórn Samsölunnar, en áður fór mjólkursölunefnd með stjórn. hennar. Við þessa nýju skipan breyttist að sjálfsögðu starfssvið mjólkursölunefndar. í stað þess að áður hafði neíndin ein með höndum alla stjórn mjólkurmálanna og þar með Samsölunnar, varð starf nefndarinnar eftir breyt- inguna aðallega í því fólgið að hafa eftirlit með stjórn og rekstri Samsölunnar. Þegar mjólkurbúin tóku stjórrí Samsölunnar í sínar hendur, var kjörin sjerstök stjórn fyrir Samsöluna. For- maðiu- í þeirri stjórn var Sveinbjörn Högnason. Ef klerk- ur þessi hefði haft einhverja sómatilfinningu, bar honum að sjálfsögðu skylda til að leggja niður formenskustarfið í mjólkursölunefnd. er hann var kjörinn formaður í stjórn Samsölunnar. Því að hltt náði vitanlega engri átt, að sami maðurinn gegni þessum tveim störfum, þar sem verksvið annars var í því fólgið að hafa eftirlit með störfum hins. En þetta samrýmist mjög vel siðfræði klerksins á Breiðabólsstað. Hann fann ekkert við það að athuga, að hans eigin persóríu yrði falið eftirlit með störfum hans! ★ Það er þessi siðfræði, sem Tíminn er nú að boðö. Hún er ekki óþekt fyrirbrigði í herbúðum Tímamanría. Minnir þetta ekki á Sigtúna-váldið í sambandi við deiluna um mjólkurflutningana? Þar þykir henta að sami maðurinn sje hæstráðandi- í báðum íyrirtækjunum, Mjólkurbúi Flóamanna og Kaupfjelagi Árnesinga. Vd ar áhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Sjón þeirra árrisulu. ÁRRISULL skrifar: — „Jeg verð starfs míns vegna að fara mjög snemma á fætur, og þess- vegna fæ jeg tækifæri til þess að virða fyrir mjer bæinn, þegar hann er að mestu leyti sofandi. Mjer hefir .helst blöskrað eitt á leiðinni til vinnu minnar, en það eru ósköpin af brjefi og rusli, sem eru á götunum. Þetta rusl sjest ekki, þegar allur þorri manna er kominn á fætur, því þá er búið að sópa það og aka því burtu. En á morgnana, þeg- ar sólin er komin upp og skín á auðar göturnar, þar sem eng- inn er á ferð nema jeg einn, þá er ekki hægt að komast hjá að veita þessu athygli. — Það hefir nú oft verið talað um það í blöð- unum, að það þyrfti að venja fólk ið af því að fleygja svona frá sjer rusli á göturnar þar sem það stendur. Það hafa líka verið sett upp sorpílát á Jjóskerastaurana meðfram götunum. En mjer finst reynslan hafa orðið sú, að þar sem þessi ilát fá á annað borð að vera í friði fyrir skemdarvörg- um, þá noti þau heldur fáir og er það leiðinlegt, og það var al- veg dæmalaust, að nokkrir skyldu vera svo miklir aumingj- ar að fara að eyðileggja þessi ílát, sem áttu að vera til þess að gera bæinn svolítið snyrtilegri. Og svo ef smágola kemur, fyllist loftið af fljúgandi brjefsneplum, stundum dagblöðum, stundum stórum flyksum af umbúðapapp- ír. Það held jeg að jeg hafi nokkr um sinnum sjeð á morgnana, þegar svolítill kaldi var á. — Vill fólk ekki vera þrifið, vill það ekki hafa bæinn sinn þrifaleg- an, eða hvað er hjer á seyði, hvers vegna er ekki hægt að út- rýma þessum sóðaskap?" • Iíversvegna ekki sím- nefnin? A. K. SKRIFAR: „Mig langar til að koma á framfæri við yður fyrirspurn í þessum dálkum, við víkjandi skoðun skeyta til út- landa og notkun símnefna. Nú fyrir skömmu mun skeytaskoðun hafa verið afljett, en þrátt fyrir þetta má enn ekki nota sím- nefni. Veldur þetta skiljanlega auknum kostnaði við sendingu skeyta, og þætti mjer vænt um, ef viðkomandi yfirvöld vildu gera mjer og fleirum þann greiða að upplýsa hvernig á þessu standi, því að óreyndu neita jeg að trúa þeim sögum, sem ganga um bæinn, að þetta sje uppátæki símayfirvaldanna einna, gert í þeim „fróma“ tilgangi að auka tekjur stofnunarinnar“. — Jeg kem hjermeð fyrirspurn A. K. á framfæri. • Hreinlæti i rakara- stofum. SVEITAKERLING skrifar: „Þjer skrifið um svo margt í dálkum yðar, sem nauðsynlega þarf að laga. Mig langar þess- vegna að koma á framfæri þeirri fyrirspurn til rakara í Reykja- vik, hvort ekki sje hægt að hreinsa svo áhöldin, sem þeir nota, að ekki sje hætta á að fólk smitist af allskonar óþverrra á rakarastofunni. — Jeg. var fyrir skömmu síðan á ferð í Reykja- vik og var með lítinn dreng með mjer, sem jeg ljet klippa í rak- arastofu. Þar smitaðist hann af útbrotum, sem breiddust óðfluga út, svo jeg fór með hann til læknis. Sagði hann, að þetta væri bráðsmitandi. Einnig sagði hann, að það væri ekki óalgengt, að menn fengju þetta í rakarastof- um. Mjer fanst þetta vandræða ástand, sem full þörf væri á að bæta úr, og -það eru sjálfsagt fleiri en jeg, sem finst nógu dýrt að láta klippa sig, þó ekki bæt- ist 20—30 krónur við fyrir með- ul og læknishjálp“. • Þetta hefir heyrst fyrr. ÞETTA, að rakarar gættu ekki hreinlætis óg sótthreinsunar á verkfærum sínum, sem skyldi, hefir heyrst fyrr og komið fram opinberlega. En hjer eiga ekki allir rakarar eitt mál, sumir þeirra gæta þess eins vel og unt er, að tæki sjeu sótthreinsuð. En það eiga bara allir að gera það, þannig, að viðskiftavinirnir geti verið fullkomlega öruggir. — Nokkru eftir að setuliðið kom hingað, bar ákaflega mikið á svo kallaðri skeggpest, og þóttust margir geta rakið hana í rakara- stofurnar. Þetta var þá lítt þekt- ur sjúkdómur hjer, en algengur með Bretum. Við höfum því kannske verið mjög næmir fyrir honum. — Að endingu skal jeg taka fram, að „Sveitakerling“ gaf mjer upp bæði nafn rakara- stofunnar, þar sem drengurinn var kliptur, og nafn læknisins, sem hún fór til með barnið. Geta því rakarar, sem telja sig gæta fullkcmins hreinlætis, leitað upp lýsinga hjá mjer um, hver stof- an var, því jeg tel ekki rjett að birta nafn hennar að svo stöddu. • Hversvegna landslið? í KVÖLD fer fram kappleikur milli svokallaðs íslensks „lands- liðs“ og liðs frá breska hernum, sem enn er hjer. Er ekkert nema gott um þetta að segja, annað en það, að nafnið á liði okkar er ekki rjett. Það er ekki landslið kallað yfirleitt, nema það lið eitt, sem leikur gegn landsliði annarrar þjóðar, — þ.e.a.s besta liði, sem hún getur teflt fram. Áður fyrri kölluðum við lið okk- ar, sem keptu gegn erlendum flokkum, sem hingað komu, að- eins úrvalslið, formlega lands- kappleiki höfum við enga háð ennþá, og er nægur tíminn til að kalla lið okkar landslið, þegar við förum að koma fram á þeim vettvangi. Ytra þekkist ekki að bestu lið þjóðanna keppi gegn neinum, nema bestu liðum, þ. e. landsliðum annarra þjóða. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI HÓPUR liðsforingja bandá- manna gekk inn, og báðir aðilar tóku sjer sæti við langt borð. Lowell Rooks, Bandaríkjahers- höfðingi, sem var fulltrúi Eisen- howers, leit á skjölin, sem hann var með í hendinni. Nikolai Tru- sov hershöfðingi úr rauða hern- um, starði kuldalega á Þjóðverj- ana. „Jeg hefi fengið skipanir . . .“, sagði Rooks hershöfðingi. „Hin þýska stjórn og þýska herfor- ingjaráðið skal handtekið sem stríðsfangar. Er því núverandi ríkisstjórn Þýskalands leyst upp“. Þegar Dönitz var spurður að því, hvort hann vildi nokkra at- hugasemd gera, svaraði hann: „Hjer gerist engra orða þörf“. Síðan voru fangarnir látnir vita, að þeir skildu búa sig út í flugferðina til fangabúðanna. Trusov hershöfðingi bar fram einu spurninguna, sem hann kom með á fundinum: Hafði verið svq fyrir sjeð, að fangarnir gætu ekki framið sjálfsmorð? Rooks hershöfðingi kvað svo vera. Nokkru síðar reis á fætur flota foringinn Hans Georg von Friedeberg, sem hafði setið þreytulegur en stoltur á svip, meðan fjórða uppgjöfin, sem hann var viðstaddur í þessarri styriöld, fór fram. Hann bað varðbða þá, sem gættu hans, að afsáka sig, læsti sig inni í snyrti- klefa og fyrirfór sjer með eitri. Síðar var tekin mynd af líki hans, þar sem það lá, en á veggn um fyrir. ofan hjekk mynd af Dönitz. Dönitz sjálfur varð reiður mjög, þegar honum var sagt, að hann mætti ekki hafa með sjer nema eina ferðatösku. Hann hafði látið niður í margar aðrar. ★ Hinir minniháttar menn voru teknir af bresku fótgöngu- og skriðdrekaliði, þar á meðal hroka fulla og teinrjetta liðsforingja, tóku af þeim vopn þeirra, og bundu þar með enda á það ríki í ríkinu, sem verið hafði í Flens- borg. Þar í bænum spígsporuðu hermenn um, bæði komnir frá Danmörku og Noregi, og sögðu: „Við vorum aldrei sigraðir“. — Breskur liðþjálfi sló einn af þeim niður og sagði: „Jæja, nú ertu að minsta kosti sigraður". Af- vopnaðir sjóliðar sungu fullum hálsi: „Wir fahren gegen Enge- land“, þegar farið var með þá til fangabúðanna. Hið einkennilega ástand í Flensborg var á enda. Talið er, að Eisenhower hafi þótt nauðsyn til bera, að ríjóta aðstoðar Dön- itzstjórnarinnar þenna tíma, til þess að geta svo náð tökum á hinni risavöxnu, ])ýsku vjel allri. Ef svo hefir vérið, þá fjekk yfirherstjórnin þýska þarna gull ið tækifæri, og Dönitz og menn hans hafa áreiðanlega notfært sjer það. Heimurinn hefir enn ekki heyrt allar fregnir af hinu einkennilega fyrirbæri, þýska her foringj aráðinu, sem lifað hefir af ósigra í meira en heila öld. — Leynilögregla norska helmabersíns Frá norska blaða- fulltrúanum. NORSK BLÖÐ geta nú skýrt frá því, að norski heimaherinn hafði snjalla leynilögreglu, sem Gestapo vissi ekki um. Lögregl an hleraði símtöl Gestapo og quislingalögreglunnar. Komst þannig upp um marga menn, sem áttu leynilega samvinnu við þessa aðilja, og var síðan oft hægt að gera þá óskaðlega. Leynilögreglan kom einnig mönnum í þýsku öryggislög- regluna og quislingalögregluna og aflaði sjer þannig mikls- verðra upplýsinga. Norski lög- reglustjórinn í London, Auli, og einkaritari hans komu til Oslo í febrúarmánuði síðastliðnum og áttu tal við yfirmenn leyni- lögreglunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.