Morgunblaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 10
10 I ' MORGUNBLAÐI3 Föstudagur 8. júní 1945. \ SAMA SÓLARHRING Eftir Louis Bromfield 62. dagur Hún hafði bersýnilega bar- ist við morðingjann, því að blóðblettir voru á fingurgóm- um hennar. Það gat ekki ver- ið, að hún hefði verið drepin til fjár, því að átta demants- armbönd, mjög verðmæt, voru á handlegg hennar, þegar kom- ið var að henni. Inni í húfunni, sem fanst á * gólfinu, var heimilisfang mang- ara nokkurs í Níundu götu. í dagstofunni fundust tveir skyrtuhnappar, afar dýrmætir, og flibbi. Af vörumerkinu sást, að hann var keyptur í mjög þektri verslun, er einungis verslaði með vörur fyrir karl- menn. ,,Það sem lögreglan á bágast með að átta sig á“, hjelt frásögnin áfram, ,,er andstaðan milli óhreinu húfunnar og demants-skyrtuhnappanna. Af útliti dagstofunnar verð- ur ráðið, að sofið hefir verið á legubekknum þar einhvern hluta næturinnar, — og senni- lega hefir það verið maðurinn, sem á skyrtuhnappana og flibb- ann. — Lögreglan er á því, að tveir menn komi hjer við sögu. Reynt er nú að hafa upp á 1 manni þeim, sem kallar sig ,,Wilson“ og verið hefir í vin fengi við söngkonuna um nokk urt skeið. Ætlað er, að hann heiti ekki ,,Wilson“ rjettu nafni. Náðst hefir í bróður hinnar látnu, Patrick Healy, sem er dyravörður í Suttan Place. Lögreglan ætlar, að hann muni geta gefið mikilsverðar upp- lýsingar. — Þjónustustúlka hinnar látnu, Minerva Fisher, hefir vart verið mönnum sinn- andi, síðan hún sá líkið af hús- móður sinni, og hefir því lítið getað sagt. Hún staglast aðeins í sífellu á því, að lítill, svart- hærður maður, ítali, hafi tekið ið að venja komur sínar til Rósu Dugan fyrir tveim mánuðum síðan. — Lögreglan hefir því komist að þeirri niðurstöðu, að „litli, svarthærði maðurinn“ muni eiga óhreinu húfuna, og „Wilson“ skyrtuhnappana og flibbann11. — Síðan var frá því skýrt, að húsið, sem söngkonan hefði bú- ið í, væri í mjög rólegu og virðulegu hverfi á Murry- hæðinni. íbúð hennar hefði verið á þriðju hæð, og ætlað væri, að enginn hefði verið í húsinu, þegar morðið var fram- ið. Vitað væri, að ungfrú Du- gan hefði yfirgefið nætur- klúbbinn milli kl. 1 og 2 um nóttina, í fylgd með hinum leyndardómsfulla hr. Wilson. Loks var æviferill hennar rakinn í stórum dráttum, eftir því, sem þess var kostur. En þrátt fyrir heiðarlega viðleitni blaðamannsins, til þess að fylla í eyðurnar með æfintýra- legum og skáldlegum viðburð- um, var einhver hula yfir allri frasögninni. Það vantaði eitt- hvað. 'síðan þau Filip fóru til þess að hlusta á Rósu Dugan syngja. — Það var næsta ótrúlegt, að hún skyldi nú vera dáin — þögn- uð að eilífu. Svo datt henni alt í einu í hug, hvort Rósa myndi hafa vitað feigð sína fyrirfram. — Ef ,til vill var það ástæðan til þess, að hún gat breytt leiðin- legum og hversdagslegum söngvum í bitran raunveruleik — sem maður hlaut að trúa. Ef til vill skildi hún þá ,,List“ hennar var sjálfsagt hvorki „tilfinningalaus11 nje sálarlaus.- Söngur hennar var laus við alla tilgerð — jafnvel kærulaus, og það var aðeins hin djúpa tilfinning,**er lá að baki hans, sem gerði hann sannan. Svo datt henni í hug, að ef til vill væri „litli, svart- hærði maðurinn11 lausn gát- unnar. Ef til vill hafði Rósa Dugan borið svipaðar tilfinn- ingar í brjósti til hans, og hún bar til Filips. — Það var hræði- legt, að Rósa skyldi vera dáin. Það fór hrollur um Janie. — Hún þráði alt, í einu nærveru Filips. — Filip var sterkur — hún gat treyst honum. Hann var það eina, sem hún gat treyst og þessari svikulu og hvikulu veröld. — Klukkan sló tólf. Janie hrökk við. Var orðið svona á- liðið! Hún, sem altaf var sí- starfandi, hafði setið heilan morgunn við arineldinn, án þess að gera handtak. Og hún átti eftir að ljúka ótal mörgu af, áður en Filip kæmi. Hún hafði þegar afráðið, hverju hún ætlaði að klæðast. Hún varð að vera smekklega búin, ekki ein- asta vegna þess, að þetta var brúðkaupsdagur hennar, held- ur og vegna þess, að blaðaljós- myndararnir myndu koma í stórhópum til þess að mynda hana. Um leið og hún hugsaði um blaðalj ósmyndarana, datt henni aftur Rósa Dugan í hug. Að öllum líkindum myndu þeir gifta sig í kyrrþey, og dvelja síðan á einhverjum afviknum stað hveitibrauðsdagana, þa: sem enginn áreitti þau. — Hún fór aftur að leika Hún sá sjálfa sig í hlutverki vondrar konu, er ást göfugs manns hafði orðið til þess að bjarga frá glötun. Hún klæddi sig í ljósrauðan kjól og snyrti sig vandlega. Síðan stóð hún lengi fyrir framan spegilinn og athugaði andlit sitt nákvæmlega. Alt einu tók hún eftir örlítilli fitu- fellingu undir hökunni. Hún reyndi að telja sjálfri sjer trú um, að það væri aðéins mis- sýning, en þegar hún gætti bet ur að sá hún, að það var ekki um að villast — þarna var að myndast dálítill vísir að undir- höku. Þegar fram liðu stundir myndi það algjörlega spilla fegurð hennar. Hún myndi ekki lengur geta teygt fram hökuna og sýnt hinar yndisfögr.u línur í hálsinum, er leikhúsgestir höfðu löngum dáð svo mjög Engum myndi framar koma hug að segja, að hún líktist Duse. „Filip kemst að raun um að jeg er eldri en hann hugði mig vera. Jeg get ekki dulið það fyrir honum11, hugsaði hún með sjer. „En það er altaf sagt, að ástfgngnir menn sjeu blind ir. Ef hann heldur áfram að vera ástfanginn af mjer, tekur hann ef til vill ekkert eftir því. Fegurðarsjerfræðingar hljóta og að geta hjálpað mjer11. En óttinn við undirhökuna hvarf ekki, og loks hafði hann gripið hana svo sterkum tökum, að hún gat vart um annað hugsað. Hið góða skap hennar fór út um þúfur — hún gleymdi jafnvel ást sinni á Filip. Hún sá í anda sjálfa sig með marg- falda undirhöku. — Hún var nú þrjátíu og fimm ára gömul. Eftir tíu ár myndi hún vera orðin afskræmd af spiki, og þá gæti hún ekki leikið rómantísk hlutverk. Hún yrði að byrja að verða önnum kafnir vegna nýfu °§ Isera að leika skapgerð- morðsins allan daginn. Og alt í! arhlutverk, og það gæti orðið einu varð henni ljóst, að dauði U Rósu Dugan myndi alveg skyggja á frjettina um giftingu hennar og Filips, er annars henni fullerfitt. — Almenning ur myndi segja, að hún væri hrapandi stjarna — leiklistar- ferill hennar á enda. — Hún hefði vakið almenna athygli. í mynói að lokum líta út eins og stað þess að verða á fremstu síðu, myndi frjettin sennilega koma einhvers staðar á öftustu síðunum. í dag myndi ekki verða rætt um annað en Rósu Dugan, hr. Wilson og litla, svarthærða manninn. Enginn myndi taka eftir frjettinni um giftingu hennar. Fyrst í stað var hún grip- in örvæntingu, eins og altaf, þegar einhverjir erfiðleikar urðu á vegi hennar, er hún gat ÞeSar fundum bug á af eigin móðir sín. Við þá hugsun var hún grip- in hamslausri reiði. Hvers vegna höfðu örlögin leikið hana svo hart? Hvers vegna var hún einmitt dóttir frú Wilburn Ev- erhart? Húh hafði verið búin að steingleyma móður sinni — mundi ekki fremur eftir henni en hún væri ekki til. Nú tók hún að spyrja sjálfa sig, hvern- ig Filip myndi lítast á hana, þeirra bæri 4. Janie lagði blaðið frá sjer og hallaði sjer aftur á bak í sæt- inu. Það voru aðeins 3 dagar, ekki unnið bug á af eigin1 saman Þessa feitu, héimsku rammleik — þegar vilji henn-' ^onu, sem ekki hafði áhuga á ar og geta máttu sín einskis. —' n^ru en Ijelegum reyfurum og En svo stóð henni alt í einu á! sluðursögum. sama. Hún giftist Filip ekki til þess að sjá nafn sitt í biöðun- \ mmmmmmnmmmmmmmm um, nje vegna þess, að hann|^^ jllorLduS væri auðugur. Hún giftist hon- j 1' ' lU um vegna þess, að hún elskaði | hæstarjettarlögmaður hann — og hann átti engan sinn líka í víðri veröld. Hún kærði sig meira að segja ekkert um, að gifting þeirra kæmi í blöð- unum. Þau ættu eiginlega að H Aðalstræti 9. Sími 1875, nniuiuummnnuMifiimnnmiiiiiiiiinmimiiiMiB Ef Loftur ffetur bað ekki — þá hver? Skrifstofa mín er lokuð frá hádegi í dag vegna jarðar- farar Cjeir DUUinson ! <♦> x HÚSGÖGN Stórt matborð úr hnotutrje og sófaborð með skáp, | einnig úr hnotutrje. Ennfremur stór geymsluskápur, £> | lokaður. Til sölu með sjerstöku tækifærisverði. I Sími 3107. ., EINBÝLESHÚS í Laugarneshverfi til sölu. Qrunnflötur hússins er 90 ferm. og fylgir því G00 ferm. lóð. — Nánari uppl. gefur » \ JUm. Fasteignasalan Bahkastræti 7. j— Sírni 5743. !Vandaður Buick til sölu Buick smíðaár 1940, keyptur í U.S.A., í janúar 1942, og verið einkaeign síðan. Ónotaðirr bensínskamtur. Ný % gummí. Varahlutir. Bifreiðin til sýnis og sölu við afgreiðslu J. Þorláks- | son & Norðmanh við Ingólfsstræti kl. 2 til 5 í dag. Kvikmyndasýningarvjel I 16m/m. Hljóm og tal. Ágæt tegund, til sölu. — Vara- hlutir fylgja og alt er þarf til sýninga. Þá er og til sölu | | Bensín-mótor 110 volt. 1000 vött. Tilboð merkt „Bíó“, sendist til Mbl. fyrir 20. júní. f Sumarkjólnr stórt úrval teldð upp í dag. Kjólabúðin Bergþórugötu 2. Best á auglýsa í Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.