Morgunblaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.06.1945, Blaðsíða 12
12 ÍR vann Reykja- víkurboðhlaupið Hljóp á skemsta tíma, sem hlaupið hefir verið á BOÐHLAUP Ármanns um- hyerfis Reykjavík fór fram í gærkveldi. Leikar fóru þanr.ig, að sveit ÍR bar glæsilegan sig- ur úr býtum. Hijóp hún á skemmri tíma en þetta hlaup hefir nokkru sinni verið hlaup ið á áður. Sveit Ármanns hljóp einnig á skemmri tíma en fyrr hefir verið hlaupið á. Urslit urðu annars þessi: 1. Sveit ÍR ^17:38,6 niín. 2. Sveit Ármanns 18:00,8 mín 3. Sveit KR 18:17,4 mín. Áður hefir verið hlaupið á skemmstum tíma 18:09,0 mín. Þessir menn voru í sveit ÍR: Sigurgísli Sigurðsson. Jóhannes Jónsson, Hannes Berg, Sigurð- ur Sigurðsson, Gylfi Hinriks- son, Valgarð Runólfsson, Magn ús Baldvinsson, Örn Clausen, Haukur Clausen, Jóel Sigurðs- son, Svavar Gestsson, Hallur Símonarson, Finnbjörn Þor- vðldsson, Kjartan Jóhannsson og Óskar Jónsson ÍR-sveitin leiddi hlaupið alla leiðina að undanskildum fyrsta sprettinum, sem Ármann leiddi. Kept var um bíkar, sem Al-. þýðublaðið hefir gefið, Hefir tvisvar verið kept um hann og ÍR unnið í bæði skiftín. Fyrsia flugvjelin frá íslandi 4 • .. ' ■ “ ...>' Þessi myntl var tekin a BrommafiugvelHnum vfð Stokkfió’rri á sunnudaginn var, og sýnir fyrstu flugvjeiina, sem flogið h íir þangað beint frá íslandi, nýlenta. Með lienni voru yfir- hershöi’ðingi Bandaríkjahers á íslandi og frú danska sendiherrans hjer og sonur þeirra hjóna Reykjavíkurmólið byrjar á mánudag Reykjavíkurmótið í knatt- spyrnu byrjar á mánudaginn kemur. Keppa þá Fram og Vík- íngur, en dómari verður Þor- steinn ^Einarsson, Línuverðir verða með dómaraprófi, þeir Frímann Helgason og Guðmund ur Sigurðsson, en Sigurjón Jóns son er varadómari. — I mótinu íaka þátt Reykjavíkurfjelögin fjögur. Næsti leikur fer svo fram á þriðjudaginn. Þá Keppa KR og Valur. Dómari í þeim leik er Guðjón Einarsson. línuverðir Einar Pálsson og Baldur Möll- er, en varadómari Þráinn Sig- urðsson. Hjer verður engu spáð um úr- slit þessa merkilega móts, en á- lit manna er það, að Fram verði öflugt, eins og á Tulinius ar-mótinu, — sumir halda aft- ur á móti fram, að fjelögin sjeu afar jöfn, eins og þau hafa oft verið undanfarin ár. Stjórn arskrárm áli ð: Fundum neíndanna frest að fram eftir sumrinu Sameining danskra vinsfri flokka K.-höfn í gær: I ræðu, sem jafnaðarmaður- inn Hedtoft-Hansen flutti í gær,* á grundvallarlagadaginn, sagði hann að ástæðulaust væri að tveir verkamannaflokkar væru í landinu. Ef kommúnist- ar vildu taka þátt í endurbóta- stefnu jafnaðarmanna á lýðræð islegum grundvelli. Aksel Lar- sen, kommúnisti sagði að kom- múnistar væru til í skipuiags- pólitík og sameiningu, sem al- gjörlega byggðist á meginregl- um lýðræðisins. — Páll Jónsson MORGUNBLAÐIÐ hefir átt tal við Gísla Sveinsson, för- mann milliþinganefndarinnar í stjórnarskrármálinu og int hann eftir því, hvernig störfin gengju. Fara hjer á eftir upp- lýsingar hans: — Á fundum milliþinga- nefndarinnar i vor var ákveðiö að gera gangskör að því við undirímning málsins að afla þeirra gágna, sem gerlegt væri að ná til, en það voru stjórn- lög allra þeirra lýðræðisríkja og lýðvelda, sem ætla mætti að eitthvað væri á að græða og hafa mætti til hliðsjónar við setning nýrrar stjórnarskrár fyrir hið íslenska lýðveldi. Urðu það eigi færri en milli 10—20 stjórnarskrár, sem nú- hafa verið þýddar og fjölritaðar handa nefndarmönnum. En nefndin valdi sjer starfs-fram- kvæmdastjóra, samkv. heimild Alþingis, Gunnar Thoroddsen prófessor, sem einnig tók sæti í nefndinni í stað Bjarna Bene- diktssonar borgarstjóra, er gekk úr henni. — Nú á síðkastið, eftir að hin skipaða ráðgjafarnefnct í málinu kom til skjalanna (en formaður hennar er Sig. Eggerz), hafa báðar nefndirnar haldið sameiginlega fundi og nefndarmenn rætt málið ýtar- lega og frá öllum hliðum, hver frá sínu sjónarmiði, en nefnd- irnar vinna síðan úr sameigin- legum gögnum. Héfir nú orðið samkomulag um að fresta öll- um fundastörfum þangað til síðla í ágústmánuði, eða þar um bil, eftir því sem formenn nefnd anna ákveða, en nefndarmenp kynna sjer á þessum tíma ö(l þessi atriði eftir föngum, með þeim gögnum, sem getið var, og Viðtal við formánn milliþinganefndar, eins vinna að því að koma hug- myndum sínum í fastara form. — Loks kom fram tillaga inn an nefndarinnar um, að rjett væri að stuðla að því að gerð- ur yrði út sjerstakur maður til þess að kynna sjer þessi mál er lendis vegna starfs nefndar- innar. Varð niðurstaðan af þessu sú, að ríkisstjórninni var 'sett það í sjálfsvald að ákveða ' um þetta, en ef sendur yrði slíkur maður út af örkinni í sumar, skyldi hann kynna sjer einkanlega framkvæmd stjórn- laga í hinum ýmsu lýðræðisríkj um Norðurálfu, og voru nefnd- irnar sammála um að benda á . framkvæmdástjóra sinn til þeirrar farar, ef af henni yrði. Tundurdufl lendir í boinvörpu ísafirði í gærkveldi. Frá frjettaritara vorum. UM klukkan 18 í gærdag var botnvörpurigurinn Hafsteinn að veiðum um 40 sjómíiur austur af Straumnesi. Er botnvarpan var innbyrt, var í henni stórt tundurdufl. Sáu skipverjar það ekki, fyrr en það var komið á þilfarið. Duflið sprakk ekki, og hjelt skipstjóri hingað til ísafjarðar til þess að fá það gert óvirkt. Um kl. 15.40 í dag komu hingað til bæjarins tveir breskir sjer- fræðingar, og gerðu þeir duflið óvirkt. Handavinnusýning Húsmæðraskólans HANDAVINNUSÝNING Húsmæðraskóla Reykjavíkur að Sólvallagötu 12 verður opn uð að þessu sinni kl. 2 e. h. I; í dag. Verður sýningin opin tvo næstu daga, laugardag og sunnudag ffá kl< 10—19. Á sýningunni að þessu sinni, sem undanfarin ár, er hin prýði legasta handavinna nemend- Á ráðstefnu í Oslo í gær. ;i- kvað norska stjórnin í sam- ráði við foseta Stóijiingsins og foringja heimahersins, að Stór þingið skulí kvatt saman 14. júní n. k. Kom frá Sýrlandi til De Gaulle París í gær: OLIVE ROGET hershöfðingi, fulltrúi Frakka í Damaskus, kom í dag hingað. Gekk hann þegar á fund De Gaulle. Roget hershöfðingi hafði meðferðis boð til de Gaulle frá Etienne Beynet, hershöfðingja, aðalfulitrúa Frakka í Levant. Föstndagnr 8. júní 1045, Vinna aS hefjasl viS byggingu síldar- verksmiSju á Skagaslrönd VlNNA mun nú að hefjast við byggingu síldarverksmiðju á Skagaströnd. Síldarverksmiðjj an á að geta unnið úr 5.000 mál um á sólarhring, en hún verð - ur byggð þannig, að auðvelt er að stækka hana þannig, að hún geti tekið á móti 10.000 málum á sólarhring. Erlendur Þorsteins son frkvstj. skýrði blaðinu frái þessu í gærkvöldi. Erlendur sagði, að vonast væri til, að verksmiðjan yrði 1 fullgerð í byrjun síldarveiði- tímans 1946. Kaup hafa verið fest á vjelum og öðru til verk smiðjunnar í Svíþjóð, og er bú- ist við vjelunum til landsins síð ari hluta sumars. Almenna Byggingarfjelagið mun-- sjá um alt steypuverk í sambandi við byggingu verksmiðjunnar. Nýbyggingarstjórn, sem skip uð var í maí s. 1. hefir unnið aði undirbúningi byggingar verk smiðjunnar. Mun nýbyggingar- stjórn einnig undirbúa bygg- ingu síldarverksmiðju á Siglu- firði. í nýbyggingarstjórn eiga sæti þessir menn: Trausti Ól- afsson efnafræðingur, formað- ur, Magnús Vigfússon trjesmíðat meistari, Þórður Runólfssorn vjelaeftirlitsmaður og Snoirí Stefánsson frkvstj., Siglufirði. Afmælismól Þórs á Akureyri Akureyri, fimmtudag. íþróttafjelagið Þór á Akur- eyri heldur nú hátíðlegt 30 ára afmæli sitt. Var það stofnað 6. júní 1915. Fjelagar í Þór eru nú á fjórða hundrað. Stjórn fje lagsins skipa: Jónas Jónsson, formaður, Sverrir Magnússon, ritari, Sigm. Björnsson, gjald- keri, Gunnar Óskarsson, vaja- formaður og Jón Kristinsson, sp j aldskrárritari. Afmælismót fjelagsins hófusr, í gærkveldi, 6. júní, með þátt- töku allra íþróttafjelaganna í bænum. Fyrst ljek Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar Þá setti forrn, Þórs mótið með ræðu. Síðan var keppt í Oddeyrar- boðhlaupi. Er það nýjung á Ak- ureyri. Hlaupið var í 20 manna sveitum, als 3700 metrar. Sprett: irnir voru 100—400 m. langir, Fyrst var sveit Knattspyrnu- fjelags Akureyrar á 8:43.1 mín., önnur var sveit Mentaskólans á 8:45.0 mín. og 3. sveit Þórs á 8:53.4 sek. Mótið heldur áfram næstu daga með keppni í flest- Um íþróttagreinum og lýkur n. k. sunnudagskvöld. Tundurduflasvæðið er óbreylf Frá ríkisstjórninni. AÐ GEFNU tilefni tilkynnist að ennþá hefir engin breyting orðið á tundurduflasvæðunum frá síðustu tilkynningu, hjer við land og eru sjófarendur bví alvarlega varaðir við að stunda fiskveiðar á þessum svæðum. m Þegar hreinsun tundurdufla- svæðanna er lokið, verður það þegar tilkynt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.