Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 10
/ V MORGUNBLAÐIB \ $\M\ SÓLARHRING » Eftir Louis Bromfield 67. dagur Kæri Davíð! Jeg vona að jeg megi leita til þín sem vinar, þótt öllu sje lokið okkar á milli. Jeg skrifa þjer nú vegna þess, að jeg er nauðbeygð til þess. Þú veist, að það er annað en gaman fyrir mig að þurfa að skrifa þjer brjef, og jeg myndi ekki gera það, ef jeg ætti annars úrkosta. — Hræðilegt atvik hefir komið fyrir. Jeg get ekki ráðið fram úr því sjálf. Jeg veit ekki, hvað jeg á til bragðs að taka. Jeg verð að tala við þig í dag. Jeg verð að tala við þig, Davíð — eins fljótt og hægt er, því hver mínúta er dýrmæt. Það kemur okkur tveim ekkert við. Jeg sver, 'að jeg skal ekki minnast einu orði á það. Jeg sit heima og bíð eftir því að þú hringir, og segir mjer, hvenær þú getur komið, eða hvar og hvenær jeg get náð tali af þjer. Það er um líf og dauða að tefla. — Ef þú bregst, veit jeg ekki, hvað jeg á að gera. Jeg verð þá að grípa til einhvers örþrifaráðs. Fanney. Þegar hún las brjefið yfir, fanst henni það alt í einu vera grátbroslegt. En hún gat ekki skrifað það öðruvísi. Fyrst varð hún að sannfæra hann um, að erindi það, sem hún ætti við hann, kæmi þeim tveim ekkert við — hún leitaði aðeins á náð ir hans vegna þess að hún ætti ekki annars úrkosta — svo varð hún að hóta því, að grípa til ör- þrifaráðs, ef hann ekki kæmi, því að hún vissi, að hann myndi heldur tala við hana, en eiga á hættu, að hún bendlaði hann við eitthvert hneyksli — því að hann var undarlega hræddur við, að vekja á sjer almenna at- hygli. Hún setti brjefið í umslag og skrifaði utan á: Davíð Mel- bourn, ,,áríðandi“. Þegar hún horfði á utanáskriftina, blygð- aðist hún sín á ný. Henni fanst aftur, að þetta gæti ekki verið satt. Þetta hlaut að vera and- styggilegur draumur. — Það gat ekki verið hún sjálf, sem sendi þetta brjef af stað. Það var einhver önnur kona — sem var nógu skapstyrk til þess að geta fórnað stærilæti sínu, heiðri og sjálfsvirðingu til þess að ná settu marki. — Hún kallaði á brytann, og bað hann fara sjálfan með brjef ið á Ritz-veitingahúsið, og sjá um, að það kæmist í hendur Melbourn um leið og hann kæmi þangað. Þegar brytinn var farinn, gekk hún að herbergisdyrum Jim, opnaði þær í hálfa gátt, og gægðist inn. Hún sá, að hann steinsvaf enn, með sængina upp fyrir höfuð. Hún gekk til hans, og lagfærði sængina án þess að vekja hann. Svo stóð hún lengi og horfði á hann. Innilegur blíðusvipur kom á andlit henn- ar. Henni þótti svo vænt um hann! Þau gætu farið til Inns- bruck eða Partenkirchen og dvalið þar á rólegu gistihúsi — aðeins tvö'ein og börnin. — Og nú var sú hugsun ekki lengur óbærileg, að yfirgefa ys og þys samkvæmislífsins í New York, og það hvarflaði meira að segja að henni, að það gæti verið nota legt að fara að setjast í helgan stein og íaka lífinu með ró. Það mátti sannarlega teljast furðu- legt, að það skyldu hafa verið Melbourn og Rosa Dugan, sem urðu til þess að opna augun hennar — koma hjónabandi þeirra í lag. Þegar hún kom aftur inn í herbergi sitt stóð þjónn þar, með fullt fangið af blöðum. „Hjerna eru nýjustu blöðin, frú. BossQfn datt í hug, að þjer mynduð ef til vill vilja líta í þau“. Hann lagði blöðin á skrifborð ið, og hún sá að í blaðinu, sem lá efst, var geysistór mynd af konu, sem sat uppi á borði, með krosslagða fætur. Yfir mynd- inni var þessi fyrirsögn: „Söng- kona í næturklúbb myrt á heim ili sínu á Murry-hæðinni“. — Hún þreif blaðið, settist niður, og íók að lesa það, sem í því stóð. -— Meðan hún las var hún gripin ægilegri hugaræsing, því að nú virtist þetta alt vera raun verulegt — í fyrsta sinn. Það kom í öllum blöðum, á fremstu síðu, eins og hvert ann að venjulegt morð. XX. Kapítuli. 1. Stjórnarfundurinn í St. Ann- es-sjúkrahúsinu var hundleiðin legur og þreytandi að venju — og konurnar, sem hann sátu, komust ekki að neinni niður- stöðu, frekar en venjulega. — Þær Ijetu móðan mása, allar í einu, þar til Savina tók loks af skarið, heimtaði að nefnd yrði kosin í málinu, og arkaði síðan burt í fússi. Þegar hún kom heim, var henni sagt, að lafði Elmore hefði hringt, beðið að heilsa og þakk að fyrir boðið. Alida sagði, að Filip Dantry hefði og hringt og spurt, hvort hann mætti líta inn til þeirra um íimm-leytið, til þess að færa þeim óvænt gleði- tíðindi. Þegar Savina heyrði það, sa.gði hún: „Jeg veit ekki, hvort það er heppilegt að hann komi þá“. „Hversvegna ekki?“ spurði Alida. „Nancy verður hjer einmitt um sama leyti“. „Þau hljóta hvort sem er að hittast fyrr eða síðar“. „Já, vitanlega — en jeg efast um, að þau kæri sig um að hitt ast í fyrsta sinn, í margra manna viðurvist“. „Það hlýtur að vera betra fyr ir þau að hittast alein. Nancy hefir auk þess yndi af því, að vera í margmenni“. Þær settust nú að snæðingi, g Savina sagði: „Hvaða óvæntu frjettir skyldu það vera, sem Filip hefir að færa?“ „Ætli hann sje ekki trúlofað- ur, drengurinn, eða eitthvað því um líkt“. Svo mundi Savina alt í einu eftir því, að hún hafði ætlað að tala við MaClellan lækni. Hún kallaði á Henry, og bað hann hringja til hans og spyrja, hve- nær hún mætti koma. Henry átti að segja, að það væri áríð- andi, og hún þyrfti ekki að tala við hann nema fimmtán mínút ur eða svo. (Hann getur ekki rekið mig á dyr, þótt samtalið kunni að verða lengra, hugsaði hún með sjer). Henry kom að vörmu spori aftur og sagði, að læknirinn gæti veitt henni áheyrn klukk- an þrjú. Eftir þann tíma myndi hann ekki verða viðlátinn á lækningastofu sinni. „Segðu honum, að jeg komi þegar í stað“. Hún sá, að Alida leit forvitn- islega á hana, og flýtti sjer að segja: „Það er ekkert að mjer. Það var dálítið annað, sem mig langaði til þess að ræða við hann“. . Það brá fyrir tortryggnis- glampa í augum Alidu, og Sa- vina hugsaði með sjer: „Hvað á jeg að segja henni? Jeg get ekki sagt henni, að jeg ætli að spyrja hann um Hektor, því að þá er hún vís til þess að fara eitthvað að yppa sig“. En svo sá hún, að það var bjánalegt að halda, að Alida væri ennþá af- brýðissöm í garð Hektors, og sagði stuttaralega: „Jeg ætla að spyrja hann um Hektor. Mig langar til þess að komast að því, hvort hann er í raun rjettri veikur“. - „Hversvegna spyrðu hann ekki sjálfan?“ „Vegna þess að það er ekki hægt að spyrja Hektor um það, sem hann vill ekki tala um“. Alida fnæsti: „Já, það er ein mitt það, sem að honum er. — Menn hafa altaf komið fram við hann, eins og hann væri pela- barn — hlíft honum við öllu. Hann hefir aldrei þurft að reyna neitt á sig í lífinu, og þessvegna er hann nú eins og hann er, karltetrið“. Savina ansaði ekki. — Hún leit á klukkuna og sá, að hún var að verða þrjú. Hún sendi Henry þegar eftir leigubifreið, Um leið og hún reis á fætur, kom þjónustustúlkan inn með blaðabunka, og lagði á borðið við hliðina á Alidu. Og Savina kenndi alt í einu viðbjóðar, þeg ar hún sá, að Alida rjeðist á blöðin með sömu áfergju og hungraður hundur á kjötbein. 2. Klukkan var fimm mínútur yfir þrjú, þegar hún kom á á- fangastaðinn. Hjúkrunarkona, í hvítum einkennisbúningi, bað hana bíða dálitla stund. — Hún fjekk sjer sleti, og tók að líta á blöðin, sem lágu á borðinu í biðstofunni. Flest voru það eld gömul blöð, eins og venjulega er að finna í biðstofum. Alt í einu rak hún augun í mynd af Elísabetu Towner, í einu blað- anna. Elísabet var á hestbaki, og var alveg eins og faðir henn- ar hafði verið á hennar aldri, að því er Savinu gömlu fanst. imim!i!iimi!ii!!iii!!mi]!iimii!ccamnimiii!i![!iiiw | Alm. Fasteignasalan | i er miðstöð fasteignakaupa. § = Bankastræti 7. Sími 5743. i Uiiiiuuuiiiiiiuihiiiiiiiiiuiiuiiiutiiiuuiuimiiuiniiii Fimtudagub 14. júní 1945. Viðlegan á Felli Karl var lítið eitt hikandi að byrja á eftir, svo að nokkur þögn varð, en svo herti hann upp hugann og náði óðara laginu. Þegar söngnum var lokið, bændu sig allir, nema kaupa- fólkið. Karl litli bændi sig, honn hagaði sjer eftir hús- bændunum. Helga og Egill horfðu gegnum greipar sjer, sitt á hvern. Þau voru sex sinnum búin að lesa Faðir vor, þegar pabbi þeirra loksins sagði: Guð gefi oss öllum góðar stundir. „Þakka þjer fyrir lesturinn“, sagði fólkið, og heima- menn allir stóðu upp og tóku í hönd bónda; kaupafólkið kállaði „takk”. IV. Sunnudagsannir. „Jeg ætla að biðja ykkur að hjálpa mjer til að taka ýmislegt saman, piltar mínir“, sagði Jósef við karlmenn- ina, þegar búið var að drekka hádegiskaffið. „Jeg held það sje nú ekki margt ótiltekið“, sag’ði Björn gamli og tók húfuna sína upp úr rúmshorninu. Jósef fór út og vinnumenn hans á eftir. Þeir gengu út í skemmuna. „Jeg ætla að rjetta ykkur reiðingana“, mælti Jósef við piltana, „þið bunkið þá við kofavegginn“. Jósef handljek hverja reiðingstorfu, hvert álag og hvert framanundirlag. Hann tók hvern klyfbera út af fyrir sig og treysti móttök og gagntök og leit á hagldir og gjarðir. Hann reyndi á hvern klakk og rjetti svo klyfberana út. Klyfberagjarðirnar voru brugðnar, þær voru flestar unn- ar úr togi, en nokkrar úr hrosshári. „Ljetu þið reiðingana í rjetta röð, Bjarni?“ spurði Jósef, þegar hann var búinn að rjetta þá alla út. „Já, þeir eru í rjettri röð, og klyfberunum er hlaðið í sömu röð hjá; beislin hanga á hæli í veggnum. „Veistu ekki af segldúknum, sem hafður var yfir þeim í fyrra?“ spurði Bjarni. „Jú, jeg er nú að skoða hann, það eru komin á hann smágöt, en jeg held hann dugi í sumar“. „Taldirðu reiðingana?“ „Já, þeir voru tólf“. „Jæja, það stendur heima“, "Sagði Jósef. Gömul kona gaf betlara tí- eyring og spurði um leið: — Hvernig stóð á því, maður minn að þú lagðir út á þessa braut. Betlarinn: — Það er af því, að einu sinni var jeg eins og þú og var altaf að gefa fátækling- um stórar fjánjpphæðir. ★ Hann var langleitur maður, já, í raun og veru náði andlitið á honum alla leið yfir höfuðið og niður að aftaníhnappnum hans. ★ — Jeg sje í þessari grein, að karlmenn verði sköllóttir af því að þeir reyni svo mikið á heil- ann, sagði hún. — Já, og jeg hefi heyrt, að kvenfólki vaxi ekki skegg, af því að það reyni svo mikið á kjálkana, svaraði hann. ★ — Hvað pr þetta, maður, því hlærðu svona eins og bjáni, eru svona góðar skrítlur í blaðinu í dag eða hvað? — Nei, en það er hjerna ein, sem hefir ekki komið áður. Ferðalangurinn: — Afsakið, herra minn, er þetta vegurinn til Blönduóss? Bóndinn: — Já, þetta er veg urinn, en ef þú skyldir ætla þangað, þá er þjer betra að aka í hina áttina. ★ Gyðingur og íri voru keppi- nautar á verslunarsviðinu. Gyð ingnum var heldur lítið gefið um þennan keppinaut og hjelt því fram, að hann hefði gert sjer margan ógreiða. Eina nótt < dreymdi Gyðinginn að engill kæmi til hans og segði honum, að hann mætti óska sjer als, sem hann vildi, hann mundi fá það, aðeins mundi írski keppinautur inn fá helmingi meira af hinu sama. — Og þá þótti mjer — sagði Gyðingurinn — sem jeg svaraði englinum og segði. — Jeg vildi vera blindur á öðru auga. ÞÓRÐUR EINARSSON Öldugötu 34. löggiltur skjalþýðari og dóm- túlkur í ensku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.