Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÖ Pimtudagui* 14. júní 1945. ! 0¥0tmbbikU> Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. p.t. Jens Benediktsson. Auglýsingar: Arni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Þakkir til sjómanna w* Á ÖÐRUM stað í blaðinu er birt þakkarávarp til sjó- manna, frá Mr. Hudson, fiskimálaráðherra Breta. Ávarp þetta birtist í breska blaðinu „The Trades Gazette“ hinn 19. maí s.l. og er svohljóðandi: „Nú, þegar styrjöldinni í Evrópu er Iokið, langar mig til þess að senda öllum, sem stundað hafa fiskiveiðar á sjónum, fylstu þakkir og mestu viðurkenningu fyrir erfiði ykkar og fómir síðustu fimm og hálft ár. Þegar stríðið braust út, þurfti breski flotinn óhjá- kvæmilega að taka til sinna nota megin hlutann af skip- um og togurum — og þau, sem best voru. Þrátt fyrir þetta og andspænis öllum ógnum óvinarins, þrátt fyrir mikið manntjón, þá hafið þið fært til breskra hafna birgðir af fiski handa bresku þjóðinni, að magni til meiri en flestir nokkru sinni bjuggust við, að mögulegt myndi verða. — Vel gert!“ Þetta var þakkarávarp breska fiskimálaráðherrans. Því er beint til allra sjómanna, sem hafa stundað fiskveiðar á stríðsárunum og breska þjóðin hefir notið góðs af. ★ íslenskir sjómenn eiga sinn hlut í þakkarávarpi breska ráðherrans. Og þeirra hlutur er ekki sá minsti. Enn hafa ekki verið birtar neinar opinberar skýrslur, sem sýna, hver hlutur íslenskra sjómanna er, hlutfallslega. En full- yrða má, að bróðurparturinn af því fiskmagni, sem breska þjóðin hefir fenglð á stríðsárunum, sje frá íslenskum sjó- mönnum komið. Þeir fluttu fiskinn til breskra hafna „and- spænis öllum ógnum óvinarins“, eins og breski fiskimála- ráðherrann komst að orði. ★ Því er ekki að leyna, að stundum hefir andað kalt til íslenskra sjómanna í breskum blöðum undangengin stríðs- ár. Hins er þá einnig sjálfsagt að geta jafnframt, að bresk stjórnarvöld hafa jafnan tekið drengilega svari íslenskra sjómanna, þegar á þá hefir verið deilt á opinberum vett- vangi. Þetta ber að þakka. En það hefir að vonum vakið gremju meðal íslenskra sjómanna og íslendinga yfirleitt, þegar greinar hafa birst í breskum blöðum og því einu á loft haldið, að Íslendingar hafi fengið hátt verð fyrir fiskinn, sem þeir hafa selt á breskum markaði á stríðsárunum og jafnvel stundum gefið í skyn, að þeir hafi okrað á þessari nauðsvnjavöru. Langsamlega mestur hluti þess fiskmagns, sem íslend- ingar hafa selt á breskum markaði á stríðsárunum, hefir verið selt þar á frjálsum markaði. Það eru því Bretar sjálfir, en ekki íslendingar, sem ákváðu verðið á fiskin- um. íslendingar vita vel, að þeir hafa fengið gott verð fyrir fiskinn á breskum markaði á stríðsárunum. Þeir eru þakk- látir fyrir þetta. En þeim finst ekki viðeigandi og bein- línis rangt, að verið sje að reyna að koma á þá stimpil okrarans fyrir það, að þeir hafa lagt kapp á að framleiða sem mest af þessari nauðsynjavöru og selt hana vina- þjóð, sem þeir óskuðu sigurs í styrjöldinni. ★ Breski fiskimálaráðherrann getur um mikið manntjón sjómanna við öflun fisks handa bresku þjóðinni á stríðs- árunum. Þessi mannfórn hefir ekki farið fram hjá íslenskum sjómönnum. Þeir skifta hundruðum íslensku sjómenn- irnir, sem látið hafa lífið við þetta starf. Er það óhrekj- anleg staðreynd, sem forsætisráðherrann okkar sagði á friðardaginn. Hann sagði: „Eigi aðeins höfum vjer mist hlutfallslega fleiri merm á besta æfinnar skeiði úr hópi hinna tápmestu, en margir þeir, er meir hafa komið við sögu styrjaldarinnar, heldur hefir og öll styrjaldarárin sami kvíðinn og óttinn, sem mest hefir þjáð styrjaldarþjó'ðirnar, læst sig um hugi allra ástvina íslenskra sjómanna“. Breski^ fiskimálafáðherrann veit um fómir sjómannw anna. íslenskir sjómenn þakka honum hlýja kveðju. \Jilar óhnpar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Góðir gestir í bænum. HJER í höfuðstaðnum er nú staddur mikill hópur bænda og húsfreyja úr Suður-Þingeyjar- sýslu. Þetta fólk er að lyfta sjer upp og sjá sig um, eins og nú er góðu heilli farið að tíðkast um bændur. Ekki vil jeg nota hið for leiðinlega og útþvælda orðtæki, að þetta fólk setji „svip á bæ- inn“, en hinsvegar hlýtur öllum, sem íslenskum sveitum og ís- iensku bændafólki unna, að vera þetta kærkomin heimsókn, þó ekki sje vegna annars en þess, að það er skemtilegt til þess að vita, að fólk, sem býr búum sín- um, skuli hafa tíma og tækifæri til þess áð lyfta sjer upp og leggja land undir fót, engu síð- ur en þeir, sem í kaupstöðunum búa og fara landið á enda í sum arleyíum sínum. Hjer verður ;tö vera meðalhóf á. Ein stjett á ekki aitaf að þurfa að sitja heima, meðan aðrar geta ferðast og sjeð sig um. Einmitt þessvegna er koma þessa myndarlega bænda- hóps höfuðstaðarbúum fagnaðar efni, og þeir iáta áreiðaniega ekki sitt eftir liggja, til þess að gjalda að nokkru þá gestrisni, er þeim hefir verið sýnd úti um sveitir landsins. Vonum við að bændurnir og húsfreyjur þeirra hafi ánægju af komu sinni til höf uðstaðarins og ferðinni allri. • Meira um mynda- styttur. JEG VAR búinn að lofa því, að birta meira af brjefi BORGNES- INGS, og heldur hann áfram á þessa lund: „Hugmyndin um myndastyttu af fyrsta forseta íslands er ágæt og ætti að vera hægt að koma henni í fram- kvæmd. Hann er svo ástsæll, að þjóðin myndi fúslega vilja leggja sinn skerf til þeirrar mynda- styttu. Matthíasi Joeumssyni var reistur minnisvarði í lifanda lífi og þótti fara vel á því. En einn. er sá maður, sem enn liggur ó-j bættur hjá garði, og semekki má' gleymast, það er tónskáldið okk ar góða og göfuga, Sveinbjörn1 Sveinbjörnsson. Jeg kem ekki svo til Reykjavíkur, að jeg ekki1 gangi upp í kirkjugarðinn við Suðurgötu, jeg á þar vini og ætt ingja, og ætíð kem jeg að leiði tónskáldsins og nú síðast laugar daginn 2. júní. Mjer brá í brún,! þegar jeg leit þann reit. Járn- grindurnar utanum leiðið ryð- brunnar, leiðið sjálft þakið ill- J gresi og engin tafla með nafni, tónskáldsins. Hve margir íslend ingar vita hvar skáldið hvílir,! sem samdi lagið við þjóðsönginn? Á hann að gleymast og týnast, eins og svo margir fátækir ágætis menn? Jeg treysti yður, Víkar minn góður, að hvetja til þess að eitthvað verði gert, sem haldi minningu þessa manns uppi, þó ekki sje annað en að hreinsa leið ið af illgresinu og verja grind- urnar umhverfis gröfina ryð-' bruna, og þá um l'eið að setja plötu á leiðið með nafni tón- skáldsins“. • Það þyrfti margra að minnast. ÞETTA, sem Borgnesingurinn segir, er rjett. Við íslendingar höfum átt marga ágætismenn, sem ber að minnast á sem veg- legastan hátt. Og nú, þegar við erum orðnir alfrjálsir og stönd- um okkur sæmilega fjárhagslega, þá er að byrja á því, að minnast manna þessarra þannig, að al- heimur megi sjá, að þeir hafi verið til og unnið mikil verk. ■— Tónskáldinu, sem samdi þjóð- sönginn, má ekki gleyma. Þjóð- in má ekki heldur gleyma öðr- um eins forvígismönnum í stjórn málum og t. d. Bjarna Jónssyni frá Vogi. Reykjavík má ekki gleyma Jóni Þorlákssyni. Arn- firðingar hafa ekki gleymt Gísla Súrssyni. Hvarvetna um menn- ingarlöndin getur að líta fnynda styttur frægra manna, og gestirn ir spyrja: Hvað gerði hann? Hvað afrekaði hann? — Stundum vill það við brenna, að það er ekki svo mjög mikið, sem þessum og þessum var reist myndastytta fyrir. Þannig megum við ekki fara að því. Við eigum að minn- ast þeirra bestu á þenna hátt, minnast þeirra þannig, að við get um með stolti bent börnunum okkar á þá og sagt: Þetta er líkn eski mannsins, sem svo mikið vann fyrir þjóðina, þetta er einn af þeim mönnum, sem þú átt að þakka, að þú ert frjáls. Þetta gæti orðið æskulýðnum og þjóð- inni allri til mikils góðs. -— Það er enginn tildursháttur í því að hefja minningu ágætismanna sem hæst. Það er sjóður, sem gefur góðan ávöxt, þegar fram líða stundir. • Efnilegur listamaður. UNGUR, íslenskur hljómlistar- maður hefir unnið mikinn sigur í höfuðborg eins mesta stórveldis í heimi. Þetta er mikil fregn. Hún hefir að vísu heyrst fyrr, fregnin um það, að íslenskir listamenn hafi lagt að fótum sjer hugi manna í erlendum stórborgum. Og við það fyllumst við altaf miklum fögnuði og rjettmætu stolti. Það er vel gert af okkur, svo fámennri þjóð, að eiga slíka listamenn, segjum við. En altaf hættir okkur þó við því, að vera gleymnir á afrekin, gleymnir á það„ hvað svona nokkuð hefir mikið að segja fyrir þjóðarheild ina og hróður hennar út á við. Dómar Washingtonblaðanna um Rögnvald Sigurjónsson píanóleik ara eru ákaflega góðir, einmitt vegna þess að við vitum, að þeir sem þá rita, hrósa ekki öðru en ]>ví, sem er gott. Á það þurfum við líka að venja okkur í okkar listdómum. A ALÞJÓÐA VETTVANGI skiija í Reito EINS og kunnugt er, þarf fólk ekki að dvelja nema nokkrar vik ur í borginni Reno í Nevadafylki i Bandaríkjunum, þótt það sje bú sett í öðrum fylkjum, til þess að geta fengið skilnað og gift sig aft ur. Hefir Reno því verið mjög eftirsóttur staður fyrir þá, sem leiðir eru orðnir á maka sínum. En nú virðast dýrðardagar þess- arar borgar vera á enda. Frá því segir „Time“ svo þann 4. þ.m. í fjórtán ár hafa lögfræðingar í Bandaríkjunum verið að tauta um lagagildi hjónaskilnaðanna í Reno. En fjöldi Bandaríkjaborg- ara fór þangað samt. í vikunni sem ieið varð hjer breyting á. — Hæstirjettur Bandaríkjanna veitti öðrum fylkjum rjett til þess að neita að viðurkenna njónaskilnaði, sem gerðir eru í bænum Reno í Nevadafylki. Þetta hefir að vonum vakið á- kafa athygli um öll Bandaríkin og margt fólk, sem skilið hefir í Reno og gift sig aftur, hefir orðið heldur smeykt um sig. — Málið, sem olli uppsteitnum byrjaði svor.a: Það var miðaldra kaup- maður, sem varð skotinn i mið- aldra konu búðármanns síns. Þau stúngu af til Nevada, fengu þar skilriaði ■ sína og giftust svoí — Síðan lögðu þau af stað heim og bjuggust ekki við neinu öðru en sælu hveitibrauðsdaganna. En kona kaupmannsins, sem hann hafði hlaupist á brott frá, beið enn eftir honum heima. — Rjett eftir að nýgiftu hjónin komin á járnbjfautarstöðina, Ijet hún handtaka þau. Kviðdóm ur sakaði þau um fjölkvæni (og ,,fjölrhenni“). Málið kom fyrir hæstarjett og kvað hann upp þann úrskurð: „að fólk úr hvaða fylki sem væri, gæti tekið sjer lögheimili í öðru fylki með það eitt fyrir augum að fá skilnað“. Lögmenn í Bandaríkjunum á- litu að þessi dómur staðfesti í eitt skipti fyrir öll, að rjettmætt væri að fara til Reno til að fá skilnað. Fjöldi frægs fólks fór til Reno og fjekk skilnaði, þar á meðal Doris Duke, Gloria Vanderbilt, og Gipsy Rose Lee. En það var ein smuga á dómi hæstarjettar, honum hafði láðst að útskýra hugtakið „lögheimili" (legal domicile). Þetta sá nú snið ugur lögfræðingur í North-Caro- lina, þar sem kaupmaðurinn og konan búðarmannsins enn bjuggu saman. Vegna þess að lögin um hjóna skilnaði í því fylki éru mjög strörig,1 ákærði hann kaupmanns hjðriirt nýju fyrir að „lifa í synd“. Einu sinni enn voru þau handtek in, leidd fyrir rjett og fundin sek. Aftur áfrýjuðu þau ti! hæstarjett ar, en nú gekk dómurinn þeim ekki í vil. Hann varð á þessa leið: „Hvert fylki getur sjálft ákveð- ið, hvort það tekur gilda skilnaði sem gerðir eru í öðrum fylkjum, eða ekki“. Um öll Bandaríkin spurði fólk, sem skilið hafði í Reno, sjálft sig: Hvernig fer nú fyrir mjer? Það er alt í óvissu enn. En kaupmað urinn og kona hans eru bæði í fangelsi. Preslkosning í Sfað- arpresiakalli á Reykjanesi NÝLEGA fór fram prests- kosning í Staðarprestakalli á Reykjanesi í Barðastrandarpró fastsdæmi. Umsækjandi var einn, settur prestur á staðnum, sr. Jón Árni Sigurðsson. — Á kjörskrá voru 229, en 113 neyttu atkvæðisrjettar síns. Af þeim kusu 110 umsækjanda, en 3 ' SeðIar voru auðir: Þar ' sem helmingur kjósenda neytti ekki atkvæðisrjettar síns, er kosning ólögmæt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.