Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.06.1945, Blaðsíða 12
12 Nng S Ú Ssett í gærkvöli Áttunda þmg ungra Sjálf- eta'ðimanna var sett i gær- kvöldi í húsi Vershinarmamut. • fjelagsins. .Tóhann Uafstein, forseti sambandsins setti þingiíT og. baitð hann fulltrúa velkomna. I’essu næst fór frarn kjör forseta þingsins. Var Liiövík Hjálmtýsson, formaður fjel. ungra Sjálfstæðismanna, Heim .dallar kjörinn. Pundarritarar -voru kjörnir þeir (ruðmundur Vignir J ósefsson og Jónas Eafnar. — Þessu ruest var gengið til vcnjulegra fttndar- starfa. Jóhann. Ilafstein, for- seti S.U.S, gaf skýrslu ttm starfsemi sambandsins síðast.a starfsár. — Er Jóhann hafði lokið máli sínu hófust ,umræð- ur unt atvinnnmáíin. • Fram- sögumaður var Pál! Dahíels- son, Hafnarfirði. Maður handleggs- brolnar UM KL. 10 árd. í fyrradag vildi það slys til á Verbúða- bryggjunrri, að kaðall lenti á manni og skelti honum, en við fallið brotnuðu báðar pípur í framhandlegg og úlfliður mun einnig hafa brákast. Maður þessi er Engilbert Magnússon, l.indargötu 13. Slys þetta mun hafa gerst með þeim hætti, að vörubíll, sem var á leið niður bryggjuna, ók með framhjólin yfir landfestar báts. Er fram- Vijólin voru komin yfir, ætlaði Viílstjórinn að hemla bílnum, en hált var á bryggjunn og rann bíllinn til og drógu afturhjól Vians landfestar bátsins. Skullu festarnar á fætur Engilberts, er stóð á bryggjunni. Fjell hann fram yfir sig og brotnaði annar handleggur hans, sem fyr getur. Reynsðufðug Svía er byrjað Reglulegar ferðir eftir hálfan annan mánuð Erleodir fisfamenti Lalda hjer hljöm- leika UM þessar mundir dvelja hjer á vegum amerísku herstjórnar innar þrír listamenn, sopran- söngkonan Polyna Stoska, —• Tsaac Stern fiðluleikari og AI- exander Zakin, píanóleikari. Listamenn þessir munu halda Iijer hljómleika n. k. fimtudags- kvöld í Tripoli-leikhúsinu, fyr- ir innlenda og erlenda gesti. —• Tslenskir listamenn munu hafa hlýtt á hljómleika þeirra og hafa þeir látið í ljós mikla hrifningu. Einkum mun orð hafa farið um kunnáttu fiðlu- leikarans Isaac Stern ( Minningartafla um . Jón Sigurðsson. Khöfn í gær. ÍSLENSKA stúdentafjelagið í Kaupmannahöfn afhjúpar á sunnudaginn kemur, 17. júní, minningartöflu á Östervoldgade 12, þar sem Jón Sigurðsson bjó Jengi. Við athöfnina mun próf. Jón ííelgason flytja ræðu. Páll Jónsson. FYRSTA SÆNSKA flug- vjelin kom hingað í gær, í reýhslúflugi. Henni verður flogið hjeðan aftur á laugar- dag. Hún settist á Keflavíkur- flugvöll. Þai’ verður bæki- stöð sænsku flugvjelanna, er notaðar verða á leiðinni milli Stókkhólms og New- Ýork. Þetta er sprehgiflugvjel af gerðinni P. 17‘, er breytt hefir verið fyrir farþegaflug. Með flugvjelinni voru 11 manns. Sænski sendifulltrúinn, Otto Johanson auö 4 af þessum .ferða mönnum heim til sín i gær- kvöldi. Hann gaf blaðamönn- um tækiíæri til þess að haía tal af þessum löndum sínum stUndarkorn. Það voru tveir flug- kapteinar, íulitrúi fyrir sænska . flugfjelagið Aerotransport og forstjóri fyrir öryggismáladeild sænska flugmálaráðuneytisins, Tage Jonebez-g kapteinn. Flugkapteinarnir eru hr. Duvander og hr. Gibson, en fulltrúi Aerotransport er Lind- berg kapteinn. Er blaðamennirnir höfðú tal af þessum fjórum komumönn- um á skrifstofu Otto Johans- son sendifulltrúi, var það T. Joneberg kapteinn, er aðal- lega varð fyrir svörum. Um hinar væníanlegu flug- samgöngur miili Stokkhólms og New York með viðkomu á Is- landi, sagði hann m. a. þetta: Þetta er, sem kunnugt er, fyrsta reynsluferðin. En alls verða þær sex. í þetta sinn verð ur ekki farið lengra en hingað. En hin skiftin fimm. verður flogið alla leið til New York. Búist er við að reynsluflugi verði lokið i júlílok, eða í bvrj- un ágúst. Eftir það eiga að hefj ast reglubundnar flugferðir á þessari leið. Verður flogið einu sinni í viku hvora leið. Það er sænska flugfjelagið Aerotransport, sem annast flug ið. En það fjelag hefir mikla samvinnu við hitt flugfjelagið sænska, sem er yngra og er í daglegu tali nefnt ,,SiIa“ sem er skammstöfun fyrir „Svensk international Lufttrafik Aktie- bo)ag“. Fyrirhugaðar vikulegar flug ferðir milli Stokkhólms og New York verða algerlega á vegum ríkisstjórnarinnar, reknar sem stjórnarflug (Kurérpost) og verður það sænska stjórnin, er ræður því algerlega hvaða far- þegar fá far á flugleið þessari. Á þessari leið verður hægt að taka sex farþega í einu. Auk þess verður tekinn almennur póstur. Reiknað er með að hægt verði að taka 400 kg. af pósti [ hverri ferð. i Þetta sinn komu 25 kg. af pósti hingað. Er kapteinninn var að því spurður hvenær búast mætti við því, að tekið væri upp far- þegaflug fyrir almenning, án bess að raenn þyrftu stjórnar- leyfi til að fljúga, sagði hann, að siíkar frjálsar flugsamgöng*- ur ættu sjer yfirleitt ekki stað milli landa í Evrópu eins og Póslflutnlngur nú þegar ! sakir standa. Nema milli Bret- j lands og Sviþjóðar. j Ekki væri líklegt að nokkur j breyting yrði á því á þessu ári og erfitt uin það að spá hvenær j svo geti orðið. En almennum | póstflutningum myndi verða ! haldið uppi á þessari leið milli j Stokkhólms og New York, og j þá kæmi jafnframt ti! greina j póstflutningur til og frá íslandi • úr því hjer er viðkomustaður. í þetta sinn var átta manna áhöfn á flugvjelinni og 3 far- þegar í erindum flugfjelagsins sænska og sænsku ríkisstjórn- arinnar. En annars er það venj- an, að 6 manna áhöfn sje í flug- vjelum þessum. Meðan hinir sænsku flug- menn hafa hjer viðdvöl, nota þeir m. a. tímann til þess, að ! kynna sjer alla aðstöðu á Kefla víkurflúgvellinum, svo þeir m. a. geti fyllilega áttað sig á lend ingarskilyfðum þar í misjöfnu veðri. FimtudagTilr 14. júní 1945, Landsfundur Sjálf- slæðismanna seilur í dag LANDSFUNDUR Sjálf- stæðismanna verður settui’ kl. 5 síðd. í dag í sýningar- skála listamanna við Kirkju- stræti. Ólafur Thors, formaöur Sjálfstæðisflokksins flytur ræðu við fundarsetninguna og mun hann þar rekja stjórnmálaviðburðina frá síð- asta landsfundi og lýsa við- horfinu eins og það er í dag. Fulltrúar á landsfundinum cru ámintir um að vitja skír- teina á skrifstofu flokksns við Thorvaldsensstræti 2. Öllum Sjálfstæðismönnum cr heimill aðgangur að setn- ingu landsfundarins í dag. meðan húsrúm leyfir. Þingeyskir bændur í Reykjavík SUÐUR-ÞINGEYINGARNIR, sem hingað komu í fyrrakvöld, hjeldu að mestu kyrru fyrir hjer í bænum í gær, enda var mörgu af eldra fólkinu hvíldin kærkomin. Dvöldu flestir eða allir og gistu á heimilum vina sinna og vandamanna, sem bú- settir eru hjer í Reykjavik. Allstór hópur, víst nær helm ingur fólksins, fór þó í bíltúr um bæinn og nágrennið fyrir hádegið og stóð sú ferð yfir í 3 tíma. Var ekið lengst út á Seltjarnarnes. Síðan var ekið til baka, niður að höfninni, inn að Laugarnesi og Elliðaám og upp á Vatnsendahæðina. Síðan suður fyrir Hafnarfjörð og snú- ið þar við. Ingvar Gunnarsscn, kennari í Hafnarfirði, sýndi Þingeyingunum þá vinsemd að opna Hellisgerði fyrir þeim og var dvalið hálfa stund þar. Síðari hluta dagsins skoðaði mikill fjöldi gestnnna listasafn Einars Jónssonar. Voru gest- irnir stórlega þakklátir Einari fyrir að gefa þeim kost á að sjá safnið. Dvöldu margir þar langa stund. í gærkvöldi hjelt Búnaðar- fjelag íslands þátttakendum leiðangursins veislu í Oddfell- owhúsinu. Var þangað einnig boðið nokkrum gestum m. a. landbúnaðarráðh. Pjetrj Magn- ússyni og frú hans, Jónasi Jóns- syni alþm. og frú. Bjarni As- geirsson á Reykjum bauð gesti velkomna, en Steingrímur bún aðarmálstjóri ávarpaði gestina og kvaddi þá, vegna þess, að í dag fer hann norður í land til að fylgja vestfirsku bændunum sem eru að leggja upp í kynn- isför norður og austur á Hjer- að. Mintist Steingrímur sjer- staklega í ræðu sinni elsta bóndans sem tekur þátt í för- inni, en það er Gunnlaugur Snorrason á Geitafelli í Revkja hverfi og er hann hátt á átt,- ræðisaldri. Jón H. Þorbergsson þakkaði búnaðarmálastjora fyrir ágæta forustu þessa daga sem leiðang urinn fjekk að njóta hans. Þá töluðu Jónas Jónsson alþm., Hallgrímur Þorbergsson, Jó- hannes Reykdal á Setbergi, og ennfremur talaði Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslustj. o. fl. Vísur eftir sjálfa sig las frú Hildur Baldvinsdóttir í Klömbrum og Friðjón Jónsson á Sílalæk flutti ættjarðarljóð, ort í tilefni af 17. júní síðastl. Vegna þess að leiðangurinn leggur upp í Suðurlandsferð sína snemma í dag, endaði veisl an kl. 11 með því að fararstjór- inn, Jón á Laxamýri Þorbergs- son, þakkaði þeim fjelögum, sem hjer hafa undirbúið ferðina og viðtökurnar hjer í bænum, en það eru Búnaðarfjelag ís- lands og Fjelag Þingeyinga, en síðast óskaði Bjarni Ásgeirsson góðrar ferðar. Ráðgert er að leiðangurinn komi til Þingvalla kl. 8 í dag, dvelji þar til kl. 4. Þaðan verð- ur farið að Sogsfossum, í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. Það an verður haldið að Geysi og hefir Búnaðarfjelag Biskups- tungna boðið Þingeyingum upp á Geysisgos. og er vonandi, að hverinn láti ekki standa á sjer. Frá Geysi verður haldið að Laugarvatni og gist þar, en á föstudaginn verður ekið þaðan til Víkur í Mýrdal. Heitir nú leiðangurinn á allar góðar vætt ir til að fá gott veður. Norsk kvikmynd í í Tjarnarbíó „PÁ VEGEN HJEM" heitir norsk kvikmynd, sem sýnd verður i Tjarnarbíó á næstunni, Myndin er gerð í Englandi. en tal og leikarar flestir norskir. Sýnir myndin baráttu Norð- manna „i útlegð“, fyrir frelsi föðurlandsins. Sagt er frá skios höfn norsks hvalveiðaskiþs, sem var á heimleið til Noregs á skipi sínu, þegar útvarpið skoraði á öll norsk skip á höf- um úti.að leita til hafna banda- manna, svo þau lentu ekki í klóm óvinarins. Hvalveiðaskip ið fer til Englands. Þar er skips höfnin tekin í norska herinn, sem æfður var þar og tók síð- ar þátt í baráttunni gegn nas- ismanum við hlið bandamanna sinna. Myndin sýnir þá fórn- arlund og eina vilja Norð- manna, að leggja alt í sölurnar fyrir föðurland sitt og frelsið í heiminum. Bómullarsending kemur lil Noregs Frá norska blaðafulltrú- anum. Blaðið „Morgenavisen" í Berg en skýrir frá því, að fyrsta bóm ullarsendingin sje komin til Noregs. Bætir það nokkuð úr þeim tilfinnanlega skorti, sem vérið hefir á hráefnum til vefri aðariðnaðarins. Bæjarsljórnin býð- ur þingfulllrúum fil Ljósafoss FULLTRÚAR á stofnþingi Sambands íslenskra sveitarfje- laga fóru í gær í boði bæjar- stjórnar Reykjavíkur austur að Ljósafossi. Var haldið af stað úr bænum um kl. 16. Komið var við á Reykjum í Mosfellssveit og skoð aðar þar framkvæmdir í sam- bandi við hitaveituna. Siðan var haldið að Ljósafossi og virkj unin skoðuð. Frá Ljósafossi var farið tit Þingvalla. Þar var þinginu slit— ið undir berum himni. Fundar- stjóri, BjÖrn Jóhannesson, for- seti bæjarstjórnar Hafnarfjard ar, ávarpaði fundarmenn, en forseti sambandsins, Jónas Gufi mundsson, sleit þinginu. Síðan var sest að borðum í Valhöll. Bjarni Benediktsson ávarpaði gestina nokkrum orð- um og bauð þá velkomna. Voru menn hinir ánægðustu með förina. Til. fötluðu stúlkunnar: N. N. 10 kr. Ónefnd 20 kr. Ónefnd 20 kr. G. S. 10 kr. Sigurður og Val* gerður 20 kr. N. N. 100 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.