Morgunblaðið - 17.07.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1945, Blaðsíða 6
6 MO RG UNBL A Ð IÐ Þriðjudagur 17. júlí 1945 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.slj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræli 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Dulbúinn óttí ÞAÐ ER GAMAN að lesa skrif Tímans um samtök bænda. Bak við þessi skrif er bersýnilega einhver leynd- ur ótti. Tíminn þykist vera því mjög hvetjandi, að bændur efli sjettarsamtök sín. En jafnframt þarf hann altaf að minna bændur á, að það sje engan veginn nóg að efla hin ópólitísku samtök. Hitt sje meira um vert, að bændur þjappi sjer saman í hinni pólitísku baráttu. Og jafnan enda þessar hugleiðingar Tímans á því að minna bændur á Framsó'knarflokkinn, sem sje þeirra flokkur! Eru þessi skrif ekki lærdómsrík? í full 17 ár hafði Framsóknarflokkurinn verið alls ráðandi í landbúnaðar- málum þjóðarinnar. Altaf þóttist hann vera að vinna fyrir bændur. En bændavinirnir í Framsókn voru ekki fyrr komnir úr ráðherrastólunum, að aðalmálgagn flokks- ins viðurkennir, að aðstaða bænda sje nú svo bágborin í þjóðfjelaginu, að brýna nauðsyn beri til að efla og styrkja samtök þeirra. Felst ekki í þessu þung ásökun í garð forráðamanna Framsóknarflokksins, sem hafa haft leiðsöguna í málum landbúnaðarins? Og getur Tím- inn í alvöru vænst þess, að bændur hlýði nú því kalli hans, að efla Framsóknarflokkinn, eftir þessa ömurlegu niðurstöðu? Einn af minni spámönnum Framsóknarflokksins virðist lika sjá, að ráð Tímans gagni ekki. Þessi maður er Hall- dór Kristjánsson, Kirkjubóli. Hann skrifar grein í Tím- ann og bendir á annað úrræði, sem sje það, „að takmarka áhrif höfuðborgarinnar á skipun löggjafarþingsins“, eða m. ö. o. að krefjast þess að frambjóðendur sjeu búsettir í kjördæmunum. Afleiðing þessa fyrirkomulags yrði sú fyrir Framsóknarflokkinn, að helmingur núverandi þing- manna flokksins yrði að víkja brott af Alþingi og þ. á. m. allir aðalforingjarnir með tölu! Ekki hefir ritstjóri Tímans látið í ljós skoðun sína á þessu úrræði flokksbróður síns. Hún var Framsóknar- stjórn [JíLwrji íLrijar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Vinsæll maður kveð- ur landið. VALDIMAR BJÖRNSSON sjó- liðsformgi er á förum hjeðan af landinu. Ef til vill verður hann kominn til Ameríku þegar sum ykkar Jesið þessar línur. •—■ Með Valdimar hverfur af landinu vin sælasti maður í hópi þeirra manna, sem hingað hafa komið í ófrið.rum. Maður, sem unnið hefir meira gagn sínu föðurlandi og frændþjóð sinni á íslandi en nokkur annar einstaklingur. -— Sambúð íslendinga og setuliðsins hefði rft orðið með öðrum og leið inlegri nætti, ef hans hefði ekki notið 'hð sem milligöngumanns. Hjálpsemi Valdimars við háa sem lága þarf ekki að lýsa. Það hefir verið sama hvort |>að var á nótt á degi, að einhver þurfti að- stoðar við. Valdimar hefir ávalt verið tilbúinn að gera hverja bón. Va’öimar hefir löngum haft á- huga íyrir íslandi og íslensku þjóðinni. Einu sinni var hann að því spurður, hvort hann ljeki ekki golf, eða spilaði bridge sjer til dægrastyttingar. „Nei“, svar- aði Valdimar. „Jeg má ekki vera að því. I frístundum mínum safna jeg íslenskum orðum“. • Besti landkynnirinn. VALDIMAR kom hingað til lands í fyrsta skipti snögga ferð árið 1934. Er hann kom heim til sín aftur varð hann besti land- kynnir erlendis, sem hugsast get- ur. Hann var eftirsóttur fyrirles ari hjá fjelögum vestra og hann þreyttist aldrei á að tala um ís- land og íslendinga. Sá, er þetta ritar, átti þess nýlega kost, að gista Minniepolisborg, þar sem Valdimar starfaði, sem ritstjóri og fyrirlesari. Hann átti sömu vinsældum að fagna þar sem hjer. Það var sama við hvern tal að var. „Þekkirðu Val Björns- son?“ var fyrsta spurningin, sem spurt var að“. „Fer hann ekki að koma neim? Hvernig kann hann við sig á íslandi? Góði, segðu mjer einhverjar frjettir af Val“. Það eru margir, gem sjá eftir Valdimar þegar hann nú fer af landi nurt. En við vinir hans get um huggað okkur við, að hann mun koma aftur í heimsókn til íslands undireins og hann getur því við komið og enníremur vit- um við, að hvar, sem hann fer, þar á íslenska þjóðin glæsilegan málsvara. Við óskum Valdimar gæfu og gengis hvert sem hann fer og von umst eítir að sjá hann sem allra fyrst aftur. • Óþörf Matvæla- skömtun. FYRSTA stríðsráðstöfunin, er gerð var hjer á landi haustið 1939 var, að fyrirskipuð var skömtun á ýmsum nauðsynlegum matvæla tegundum, sem við þurftum að flytja inn. Þetta var viturleg og sjálfsögð ráðstöfun á þeim tíma. Það vissi enginn hvernig okkur myndi takast að afla nauðsynja. Við höfðum slæma reynslu’ frá fyrri heimsstyrjöld og við vild- um vera við öllu búin. En það kom brátt í Ijós, að það var mesti óþarfi, að skamta t.d. kornvöru. Kaffi hefir ennfrem- ur löngum verið nægjanlegt án skömtunar og jafnvel svo, að um tíma vorum við aflögufær í þeim efnum og gátum miðlað ná- granna okkar af kaffibirgðum okkar. Kornvöruskömmtunin hefir eiginlega aldrei verið tekin al- varlega. Fólk hefir getað gengið í verslanir og brauðabúðir og það hefir ekki verið tekið alvarlega, þó „menn hafi gleymt skömtun- armiðunum heima“. Framleidd- ar hafa verið alskonar kökur, sem ekki voru skömtunarskyld- ar. Þegar loks var farið að skamta smjörið fór sú skömtun meira og minna í handaskolum og þarf ekki að ræða frekar um það. Sú eina vörutegund, sem þurfti að skamta og þarf enn, er sykur. < • Því ekki að afnema kornvöruskömtun? ÞAÐ vill oft verða ákaflega hættuiegt, að setja hömlur á eitt eða annað, ef ekki er framfylgt út í ystu æsar öllum reglum. Almenningur verður sljór fyrir nauðsyn haftanna og reynir að komast í kringum þau. — Þann- ig er það að verða með mat- vælaskömtunina hjer húna. Kaupmenn segja mjer, að það sje að verða æ algengara, að fólk , gleymi skömtunarmiðun- um. Það væri sennilega heillaráð, að afnema með öllu kornvöru- skömtun hjer á landi og enn- fremur kaffiskömtunina, ef það skyldi koma í ljós, að hægt er að útvega nægjanlegar birgðir af kaffi. Hinsvegar mun nauðsynlegt, að halda við sykurskömtun, .og þá er sjálfsagt að ganga ríkt eft- ir að hver maður fái sinn skamt og hvorki meira nje minna. • Á Þingvöllum. ÞINGVELLIR eru enn einhver vinsæíasti skemtistaður í ná- grenni bæjarins. Fleiri bæjarbú- ar leita þangað um helgar þeg- ar vel viðrar, en á nokkurn einn stað annan. Það er því gleðilegt til þess að vita, að aðbúnaður til að taka á móti gestum hefir stórbatnað þar undanfarin tvö sumur og virðist stöðugt vera í framför. Veiting- arnar og aðbúnaður allur í Val- höll er til fyrirmyndar. — Hefir þeim mönnum, sem tekið hafa að sjer veitinga og gistihúsrekst- ur í Valhöll, tekist að gera stað- inn, að einu besta og skemmtileg asta gisti- og veitingahúsi lands- ins. Nú er ekki þar með sagt, að alt sje fullkomið í Valhöll. Húsa kynni eru þannig, að Valhöll verður aldrei fyrsta flokks gisti- hús. En það hefir verið gert það, sem hægt er og það sýnir meðal annars, að víðar gæti aðbúnaður og framkoma við gesti verið betri en hún nú er. Forstjórinn, sem stjórnar Valhöll í sumar, Gunn- iaugur Ólafsson, fyrrverandi bryti, er smekkmaður, sem kann sitt fag. Við þurfum á fleiri slík um mónnum að halda í veitingá- og gistihúsfagið. Rusl. LEIÐINLEGT er að sjá papp- írsrusl, tómar fölskur og kassa- ræfla hjer og þar í Þingvalla- landi. Það er ekkert verk, að bæta úr þessu. Tveir unglingar gætu hreinsað til á einurn degi. Það þarf ekki annað en framtak- ið til að láta gera verkið. — Því fyrr því betra. Á FUNDINUM á Blönduósi 8. þ. m. talaði Björn Páls- son oddviti á Ytri-Löngumýri í 10 mínútur. Hann er einhver greindasti maður Framsóknarflokksins í Húna- vatnssýslu og þó víðar sje leitað, enda gaf hann betri skýringu á því en allir hinir, hvers vegna Framsóknar- menn eru utan við stjórnarsamvinnu. Honum fókust m. a. orð á þessa leið: „Utanþingsstjórnin var sett að tilhlutun kommúnista og Framsóknarmanna, en kommúnistar sviku hana fljót- lega, af því hún hallaði sjer að Framsóknarflokknum. Hún var Framsóknarstjórn“. Þetta er fullkomnasta skýringin, sem komið hefir á öllum fundunum á framkomu Framsóknarmanna síðustu tvö árin. Hvað áttu Framsóknarmenn að gera við samvinnu við aðra flokka, þegar þeir höfðu einlita Framsóknarstjórn? Var það nokkur furða þó þeir reyndu að spilla samn- ingum milli flokka? Var það nokkur furða þó að þeir vildu halda dauðahaldi í dr. Björn Þórðarsonar í sæti forsætisráðherra í samvinnustjórn? Vissulega er ekkert af þessu uodarlegt, þegar miðað er við hugsunarhátt Tímamanna. Hinn greindi bóndi, Björn Pálsson, hefir skilið rjett hjartaslögin í þeim flokki, sem hann er nýkominn í. Hitt er annað mál, hvort þetta, sem Björn bóndi á Ytri- Löngumýri sagði á Blönduósfundinum, hefir mátt segj- ast af flokksmanni. Vafalaust átti að halda þessu leyndu og þræta fyrir raunveruleikann, alveg eins og hefir gert. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Fundur hinna þriggja stóru FUNDUR hinna þriggja stóru er nú að hefjast í höll einni í námunda við Berlín. Þar mæt ast Harry S. Truman forseti Bandaríkjanna, Winston Churc hill forsætisráðherra Breta og Josef Stalin generalissimo Rússaveldis. Með eftirvæntingu bíður allur heimurinn eftir fregnum af þessum merkilega fundi, því árangur hans getur orðið mannkyninu örlagarík- ari en alt, sem á undan er geng- ið, Á þessum fundi veltur hvort stórveldin geta komið sjer sam an um framtíðarskipulag Þýska lands og fundurinn verður próf steinninn á það, hvort banda- mönnum tekst að „vinna frið- inn“ í sameiningu, ★ Tveir fundarmanna, Churchill og Stalin, hafa áður hittst. Þeir þekkjn hvor annan og skoð- anir hvors annars. Þriðji mað- urinn mætir nú í fyrsta sinn á fundi hinna þriggja stóru og í fyrsta sinn á ráðsteínu, þar sem rædd eru mál, er varða allan heiminn. Truman forseti er ennþá óskrifað blað. En í Bandaríkjunum gera menn sjer miklar vonir um hinn nýja for- seta sinn, því hann þykir hafa sýnt þann stutta tíma, sem hann hefir setið við völd, að hann viti hvað hann vill og hafi ákveðna skoðun og stefnu í ut- anríkismálum. ★ Vandamálin eru mörg, sem ræða þarf á fundinum i Berlín. Mesta vandamálið er, hvernig- fara á með þýsku þjóðina. Rúss ar virðast þegar hafa tekið aðra stefnu í þeim málum en Bretar og Bandaríkjamenn. Rússar hafa tekið þá stefhu, að leyfa hermönnum sinum að sýna þýsk um borgurum vináttumerki, umgangast þá og skemta sjer með þeim. Fram að þessu hafa hinsvegar Bretar og Banda- ríkjamenn ekki leyft hermönn um sínum að eiga vingott við Þjóðverja, en hafa þó neyðst til að ljetta af því banni allveru- lega síðustu vikurnar. I þeim hluta Þýskalands, sem el á valdi Rússa, hafa vinsti'i flokk- arnir, kommúnistar og jafn- aðarmenn, fengið að gefa út blöð undir eftirliti Rússa. Hjá Bretum og Bandaríkjamönnum hefir það ekki verið leyft. ★ Fundur hinna þriggja stóru verður ekki friðarráðstefna i orðsins fylstu merkingu. Þeir munu ekki ákveða endanlega landamæri Þýskalands, eða ann ara landa í álfunni. En þeir munu reyna að koma sjer sam- an um aðalstefnuna á friðar- ráðstefnunni, og þess vegna er þessi fundur jafnmerkilegur, ef ekki merkilegri en sjálf friðar- ráðstefnan. m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.