Morgunblaðið - 17.07.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.07.1945, Blaðsíða 10
30 MORGUNBLAÐIÐ Þriö.judagur 17. júlí J945 15. dagur Það var ekki alveg sannleik- anum samkvæmt, þegar Cluny sagði Belinski, að hún væri far in að venjast vistinni að Friars Carmel. Heimilisstörfin var hún farin að vinna vjelrænt — án þess að hugsa nokkuð um þau, og voru þau tilefni til þess, að margt skemmtilegt skeði. En annars var lyfsalinn miðdepill hugsaaa hennar. Hún hugsaði meira um hann en t. d. Belinski, vegna þess að hún átti ekki kost á að sja hann — Belinski sá hún aftur á móti daglega — tajó um rúm hans, tók til í herbergi hans og horfði á hann borða. Titus Wilson var hrífandi og eftirsoknarverður vegna þess, að hann var svo langt í burtu, að það var ekki hægt að ná til hans — og Cluny til mikillar sorgar, leit ekki út fyrir, að hún myndi hitta hann fyrst um sinn. iiann lokaði búð sinni á fimmtudögum — en hún átti frí á miðvikudögum, svo að eng in von var, til þess, að þau gætu hittst af tilviljun í skóginum. En öilum er heimilt að heim- sækja lyfjabúðir. Hún gæti far- ið þangað, sem viðskiptavinur — og fengið að sjá hann, án þess að g-lata nokkru af virðu- leik sinum. — Það gerði hún næst þegar hún átti frí. — En Roddy var með henni, og hund um var ekki leyft að fara inn í lyfjabúðína. Hún varð því að binda hann fyrir utan, og hann gelti svo hátt, að hún varð að hraða sjer hið skjótasta út aft- ur, án pess að geta lokið af er- indi smu. — En það var samt Roddy, sem biargaði öllu við. Daginn eftir -— sem var fimmtudagur — kom hann hlaupandi heim á hlað a Friars Carmel og inn í eldhúsið, þar sem Hilda og Cluny voru. Það var svo mikil ferð á honum, að hann rakst á Hildu. Hún hjelt á leirkrukku, með niðursoðnum plómum. — Krukkan fjell í gólfið og möl- brotnaði. Stúlkurnar litu hvor á aðra. ,,Nú færðu fyrir ferðina!“ hrópaði Hilda. ,,Hann verður að komast heim aftur“, sagði Cluny í ör- væntingu. „Annars fæ jeg aldrei að fara út með hann. — Roddy — farðu heim!“ Roddy veifaði skottinu og ætl aði inn í búrið. Cluny náði með naumindum taki á hálsbandi hans. ,,Jeg verð að fara með hann“. sagði hún. „Maily og Syrett koma ekki niður fyrr en eftir klukkustund. Jeg hleyp alla leiðina". „En hvað um plómurnar handa matreiðslukonunni ? — Maily hefir lykilinn að geymsl unni“. Cluny var fljót að hugsa. „Það stendur leirkrukka í her- bergi okkar. Þvoðu hana og settu svo plómurnar í hana. — Gólfið er alveg hreint“. Hilda, full aðdáunar á snar- ræði Cluny hljóp þegar upp á loft eftir krukkunni. Cluny þreif af sjer svuntuna og tók í hálsband Roddy og síðan þutu þau af stað. Hún hljóp alla leið ina — þar til hún var komin að byrginu, þar sem Roddy var geymdur. Hún batt hann vand- lega — faðmaði hann að sjer, og hljóp síðan af stað aftur. — Þegar hún var hálfnuð heim á leið, var hún orðin sprengmóð, og varð að tylla sjer andartak. Ekki hafði hún lengi setið, er hr. Wilson kom gangandi eftir stígnum, í áttina til hennar. „Góðan dag“, sagði Wilson spyrjandi. Hann virtist vita, að það var ekki frídagur hennar í dag. „Góðan daginn“, sagði Cluny másandi og blásandi. „Jeg er í sendiferð“. Henni fanst hún verða að gefa einhverja skýr- ingu á nærveru sinni þarna. — „Jeg hljóp“, bætti hún við. „Já — þjer eruð lafmóð“, sagði hr. Wilson. Hann var nú kominn alveg til hennar. Hann var í regnkápu með flókahatt á höfðinu — hvorttveggja af bestu gerð, og á fótunum hafði hann gljáandi svört stígvjel. — Cluny fann það átakanlega, hve hún var sjálf subbuleg. „Það er fallegt hjer“, sagði hún órólega. „Já — sveitin hjer er falleg. Þjer hljótið að hafa mikla á- nægju af, að ganga hjer um“. „Já — jeg fer í gönguferð á hverjum miðvikudegi”. „Við lokum á fimmtudögum“ sagði ivfsalinn.’ „Jeg veit það“, ansaði Cluny. „Annars hefðum við ef til vill hittst og getað orðið samferða“. Já — það er skemmtilegra að hafa samfylgd“. „Jeg er nú víst ekki skemti- legur fjelagsskapur fyrir unga og káca stúlku, eins og þjer er- uð“, sagði hr. Wilson. Cluny hikaði. Það ógjörning ur að andmæla þessu — og það var líka ógjörningur að skýra fyrir honum, að hún væri ein- mitt hrifinn af honum vegna þess, iive hann væri alvörugef inn og sorgmæddur — vegna þess að hún vissi, hve hann hefði orðið að reyna margt um dagana. Hún sagði:' „Mjer er meimila við fólk, sem er með uppgerðarkæti". „Já, jeg er sammála því. En eðlileg glaðværð er mikið hnoss hverjum manni“, sagði lyfsal- inn. „Það er ekki hægt að vera glaður og kátur, ef maður hef- ir ekkert til þess að gleðjast yf- ir. Þegar maður hefir mist ást- vin sinn, er t. d. ekki hægt að vera glaður. Jeg á við“, hjelt Cluny áfram, og bar ótt á, „þeg ar Flors frænka mín dó, reyndi Arn aidrei að gera sjer upp kæti, og enginn hafði minna á- lit á honum fyrir það“. Hún hafði horft út í bláinn, meöan hún talaði, en án þess að -líta á hann, fann hún, hvernig hann kippt.ist við. — Hann þagði svo lengi, að hún óskaði þess af öllu hjarta, að hún hefði haft vit á, að halda sjer sam- an. „Þjer hafið heyrt talað um mig í þorpinu?“ spurði hann loks. „Nei, nei — ekki í þorpinu11, flýtti Cluny sjer að segja. „Frú Maile sagði mjer það. Mjer þyk ir það rnjög leitt — ef þjer kær- ið yður ekki um, að talað sje UM yðor“. „Eirkamál manna eiga vitan lega ekki að vera umræðuefni fólksins“. „Mjer þykir það leitt“, sagði Clnny aftur, og var innilegur iðrunarsvipur á andliti hennar. Lyfsalinn leit á hana, og sagði vingjarnlega: „Jeg veit, að þjer höfðuð ekkert ilt í hyggju“. Henni Ijetti mjög við þessi orð. Hún flýtti sjer að segja, áð- ur en málið vrði tekið af dag- skrá: „Þjer komið mjög drengi lega frarn — að flytja hingað, aðeins vegna þess, að móður yð ar langaði til þess“. „Mig gilti það einu, hvar jeg bjó. Mjer var það aðeins gleði- efni, að geta orðið við ósk hennai “. Cluny stalst til þess að líta á hann. Hann hallaði sjer upp að einu trjánna. Og að baki orða hans greindi hún alt í einu óbil- andi og óhagganlegt öryggi. Ef maður afsalar sjer nógu miklu verður það öruggt, sem eftir verður. „Þjer hafið náð yður núna — er það ekki?“ spurði Cluny. Hr. Wilson kinkaði kolli. Svo þögðu þau bæði. Það hlaut að vera a. m. k. hálf klukkustund síðan Cluny fór að heiman — en hún gat ekki slit ið sig frá honum. Og þaðan af síður gat hún komið orðum að þeim cilfinningum, sem bærð- ust í brjósti hennar. „Sæll er sá“, sagði hr. Wilson svo snögglega, að Cluny hrökk við. Svo hjelt hann áfram, og mælti fram lítið ljóð, með djúpri, hátíðlegri röddu. „En hvað þetta var fallegt!“ sagði Cluny, þegar hann þagn- aði. Wilson rjetti úr sjer og brosti. >;Já — það þarf dálítið til þess að geta lært svona ljóð“, sagði hann. Kvaddi og hjelt á- fram göngu sinni niður stíg- inn. Málaflutnings- skrifstofa Einar B. Gnðnmndasoa. Gnðlangnr Þorlákssoa. Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—12 og 1—5. Viðlegan á Felli „Ef hann ber nú á 10 eða 11, þá er stund verið að heyja upp á þá“. „Hann er þá ver sprottinn en vant er, dalurinn, ef lengi er verið að slá upp á 11 bikkjur. En það er seinlegt að raka og vont verk að binda á svo blautu engi. En örð- ugast er að koma því heim“. „Það er nú ekki alveg búið, þó að heyið sje komið heim. Þá er eftir að þurka það, margbreiða, margtaka upp og loks að hirða“, sagði Gunna. „Jú, það er margur snúningurinn við það, en svo má nota liðljettinga heima á túninu“. Það leið á kveldið. Fjeð sást ekki koma. Egill litli var heima. Hann var lcngu farinn að vonast eftir pabba sín- um. . „Fjeð er að koma ofan skriðurnar, og það bólar á heylestinni frammi á Sandhrygg“, kallaði Egill hástöf- um í göngunum. „Hlauptu nú niður á eyrar og segðu stúlkunum að koma heim, Bjarni ræður, hvort hann kemur eða ekki, til þess að taka á móti lestinni. Egill hljóp eins og fætur toguðu niður á eyrar. „Lestin er nærri komin og fjeð líka“, kallaði Egill, þeg- ar hann kom niður eftir. „Áttirðu að sækja okkur?“ spurði Bjarni. „Jeg átti að sækja stúlkurnar“, sagði Egill, „en mamma sagði, að þú rjeðir, hvort þú kæmir“. „Við skulum fara Öll, við hjálpumst að því að hleypa, svo fari þið að mjólka“. Þegar Bjarni og stúlkurnar komu heim, var lestin Gamall læknir segir frá því að hann hafi eitt sitt sinn tekið sjer ferð á hendur til Jþess að skoða geðveikrahæli,. sem nýbúið var að reisa. Við hliðið mætti hann viðkunnan- legum manni, sem hann gaf sig á tal við. ■— Við fórum að tala saman segir læknirinn, og það leið löng stund þar til mjer varð Ijóst að maðurinn var sjúkl- ingur, en eftir því tók jeg þó. Við settumst á bekk og rædd- um um stjórnmál, listir og vísindi. Mjer fannst hann skýr og skemtilegur náungi, og við vorum sammála í öllum aðal- atriðum. Er við höfðum rabb- að þannig saman góða stund, benti kunningi mjer á mann, sem kom í áttia til okkar og var heldur bjánalegur í fram- komu. -— Sjáðu þennan þarna, sagði þann. Ilann er ekki alveg í lagi á hanabjálkaloftinu. Hann befir þá einkennilegu hug- mynd, að hann sje Píus páfi, ha, ha, ha. — En það er jeg, sem er Píus páfi, bætti hann við með meðaumkvunarbrosi. ★ — Heyrir þú nokkuð í út- varpinu? kallaði strákur á eft- ir sendisveini, sem var með lambhúshettu niður fyrir eyru. — Já, svaraði sendisveinn- inn, þar er einmitt verið að segja frá því að þú hafir strokið frá Kleppi. — Ilvort finnst yður hyggi- legra fyrir mig að láta dótt- ur mína læra að spila á píanó eða að syngja? — Láta hana læra að spila á píanó. — Nú, hafið þjer heyrt hana spjla á píanó? Nei, en jeg hefi heyrt hana syngja. ★ — Þú getur ekki sagt, að; jeg hafi verið hávaðasamur, þegar jeg kom heim í nótt. — Nei, en tveir kunningjar þínir, sem báru þig, veltu um. skápum og borðum í aliri í- búðinni. ★ 1 stóru verslunarfyri rtæk i' var bankað á hurðina hjá forstjóranum. — Ungtir maður kom inn og sagði: - Afsakið, en jeg er nýbyr.j- aður að vinna hjer. Getið þjer ekki gert svo vel og sagt mjer, hvert maður á að snúa sjer til þess að biðja um kaup- hækkun? ★ —; Jeg neyðist til þess að fara út í kvöld. Jeg var bú- inn að lofa að manni að hitta hann...... — Ilver er það? -— Klæðskerinn minn. Hanr. kemur hingað með reikning kl. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.