Morgunblaðið - 08.08.1945, Page 1
ATÖMÖRKAN BEISLUÐ
Sprengjur sem þurka út heilar borgir
„Getur orðið mam-
kyninu til blessun-
ur, eðu tortímingur“
London í gærkveldi. Einkaskeyti tii Mbl.
frá Reuter.
„HIN NÝJA UPPFYNDING VÍSINDA-
MANNA bandamanna, aðferðin til að hagnýta
orku atomsins, er þýðingarmeiri en uppfynding
raforkunnar“, sagði Sir John Anderson í útvarpi
í kv.öld. En hann er maðurinn, sem Churchill fól
að stjórna og hafa eftirlit með atomrannsóknum
visindamannanna. ,,Það er mikið vandamál að
stjórna þeirri óhemju orku, sem fundin hefir verið
og það þarf alla þá stjórnmálavisku, sem stjórn-
málamenn bandamanna ráða yfir. Stjórnmála-
;nenn hinna sameinuðu þjóða geta ekki fengið
meira vandamál til að glíma við, þegar þeir setjast
að samningaborðinu‘c.
TIL GÓÐS EÐA ILLS
"„Það má vel vera, að til sjeu stofnanir, sem bíða þess
með óþreyju að nota þessa ómælisorku til góðs fyrir
Eramh. á 2. síðu
Þjóðverjur höiðu
- nær fullgert utsm-
sprengjur
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Morgun-
blaðsins frá Reuter.
ÞAÐ ER lítill efi á, að Þjóðverjar höfðu nær lokið tilraunum
sínum við framleiðslu atomsprengna og samkvæmt upplýsingum,
sem Reuterfrjettastofan hefir aflað sjer, áttu hinar nýju atom-
sprengjur að vera tilbúnar í októbermánuði. Þjóðverjar hjeldu
því fram, að sprengjur þær, sem þeir höfðu í undirbúningi
myndu eyðileggja allt í 8 kílómetra fjarlægð, þar sem sprengjan
kæmi niður.
Þýsk tiiraunastöð fanst.
Bretar hafa i'undið eina af til
raunastöðvum Þjóðverja, sem
var í smábæ fyrir norðan Ham-
borg'. Fjöldi Lundúnabúa, sem
sá litlar sprengjur falla til jarð
ar í fallhlífum úr flugvjelum
Þjóðverja, eru nú að velta því
fyrir sjer, hvort það geti ekki
verið, að sprengjur þessar, sem
lýstu frá sjer með afar sterku
og skæru ljósi, hafi verið
tilrauna atomsprengjur Þjóð-
Sprengja bandamanna
400 pund?
Ekki hefir verið birt nein
lýsing á hinni nýju sprengju
bandamanna opinberlega, en
ástæða er til að halda að hún
sje um 400 pund að þyngd.
Bæði Lancaster og risaflugvirki
gætu flutt tugi slíkra sprengna
í einni ferð og sáð þannig dauða
og eyðileggingu yfir japanskar
borgir á stuttum tíma.
Tæki, sem nofað
er vfð afom-
sprengingar
Hjer birtist mynd af einu risa- j
tæki Bandaríkjamanna, sem
fajörbreyting œ hern-
uðaruðferðum
Tveir kostir Jupunu:
Uppgjöf, eðu eyðing
London í gærkveldi. Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
BRESKIR OG BANDARÍSKIR vísindamenn
hafa fundið upp aðferð til að hagnýta orku atoms-
ins. Er þetta álitin einhver mesta uppfynding, sem
nokkru sinni hefir verið gerð, og getur hún
haft meiri þýðingu fyrir mannkynið en nokkur
önnur vísindaleg uppgötvun, sem kunn er til þessa.
AJeð þessari orku hefir tekist að framleiða sprengju
sem hefir álíka mikið sprengjumagn og 20.000
þeir hafa notað við atomspreng smálestir af dynamiti, eða sem er á við 2000 tiu
ingar og rannsóknir ó kjarna-
klofningi. Þetta er háspennu-
tæki, sem getur gefið 4 miljón
smálesta sprengjur. Hefir þegar einni
sprengju verið varpað á japanska borg.
slíkri
volta rafmagnsspennu.
*---------------------—»-f
• ' i
„Dýrmælara en
alt gull jarðar"
ÞORBJÖRN SIGUR'-
GEIRSSON mag. science,
sem um tíma vann við at-
omrannsóknir hjá Niels
Bohr prófessor og er nú
farinn til Ameríku til að
vinna við samskonar rann
sóknir, skrifaði grein um
atomrannsóknir í Lesbók
Morgunblaðsins"20. maí s.
1. Greinin er ítarleg grein-
argerð um þessar merki-
legu rannsóknir. Þar seg-
ir m. a.:
,,. . . Ef takast mætti að
beisla orku atomukjarn-
ans, væri það miklu dýr-
mætara en alt gull jarð-
arinnar. Þetta myndi koma
í veg fyrir þá hættu, sem
stafar af, að allar kolanám
ur og allar olíulindir
heimsins verði tæmdar.
Það myndi gera það
mögulegt fyrir skip og bíla
að ganga árum saman, án
þess að bæta á sig elds-
neýti . .
TRUMAN FORSETI TILKYNNIR UPPFYNDINGUNA
Heimurinn fjekk að vita um þessa merkilegustu upp-
fyndingu í sögu vísindanna frá Truman forseta Banda-
ríkjanna á mánudag er hann skýrði frá loftárás á jap-
anska iðnaðarborg, Hiroshimo, með einni atomsprengju.
Mönnum varð strax ljóst af tilkynningu forsetans, að hjer
var um uppfyndingu að ræða, sem mun gerbreyta öllum
hernaðaraðferðum, sem hingað til hefir verið beitt. Sú
þjóð, sem hefir slíkar sprengjur getur gereytt heilum
borgum á skömmum tíma.
JAPAN LAGT í RÚSTIR
Það er nú á valdi bandamanna að leggja Japan gersam-
lega í rústir, eins og þeir hótuðu að gera, er þeir sendu
Japönum friðarkosti og skoruðu á þá að gefast upp áður
en til þess kæmi. Áskorun þessi, sem gefin var út frá ráð-
stefnunni í Potsdam á dögunum, var virt að vettugi af
Japana hálfu.
Nú er talið, að Japönum verði gefinn einhver frestur
til þess, að gefast upp, áður en hinum nýju atomsprengj-
um verður varpað á Japan í stórum stíl og borgum lands-
ins gereytt.
ÓKUNNUGT UM SKEMDIR í HIROSHIMO
Það er ekki vitað hve miklu tjóni atomsprengjan olli,
sem varpað var á Hiroshimo. Þegar flugvjelar banda-
manna fóru þar yfir á mánudag til að taka myndir af
skemmdunum, var öll borgin hulin reyk og eldi. Japanar
hafa tilkynt, að bandamenn hafi varpað nýrri gerð
sprengná á japanska borg, en forðast að gefa upplýsingar
um tjónið.
Hinsvegar hefir ráðuneytið í Japan haldið skyndifund,
sennilega vegna þessa.
Framh. á 2. siðu-