Morgunblaðið - 08.08.1945, Side 2
2
MORGCNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 8. ágúst 1943
— Atomkjarnaorkan
Framh. af bls. 1.
! ORÐ CHURCHILLS.
í sambandi við fregnina um atomsprengjurnar nýju og
gereyðingu Japan, ef ekki verður gengið að friðarkostum
bandamanna, er mint á orð Churchills, er hann ljet af for-
sætisráðherraembættinu á dögunum, en þá sagði hann, að
stvrjöldinni við Japana myndi ljúka fyr, en menn hefðu
hingað til haft leyfi til að gera sjer vonir um. Það var
Churchill fyrv. forsætisráðherra, er tilkynti frá London
um uppfyndingu hinna bresku vísindamanna. Breskir vís-
indamenn höfðu hafið rannsóknir í byrjun styrjaldarinn-
ar, en þeir Roosevelt forseti og Churchill höfðu komið sjer
saman um, að rannsóknir allar skyldu fara fram í Amer-
íku, þar sem sprengjuflugvjelar Þjóðverja gætu ekki náð
að granda tilraunastöðvúnum. Fóru allar tilraunir fram
með hinni mestu leynd.
Hingað til hafa tilraunir þær, sem farið hafa fram á
atomsprengjunum kostað 13 miljarða dollara.
NIELS BOHR VANN AÐ RANNSÓKNUNUM
Hermálaráðuneyti Bandaríkjanna hefir skýrt frá því, að
hinn frægi danski vísindamaður Niels Bohr, sem hefir um
margra ára bil fengist við atomrannsóknir og hlotið No-
belsverðlaunin 1922, sem viðurkenningu fyrir þær, hafi
aðstoðað vísindamenn Breta og Bandaríkja við rannsókn-
irnar, sem leiddu til uppfyndingarinnar.
Sænska blaðið „Dagens Nyheter“ segir, að Þjc/ðverjar
hafi ætlað sjer að fá Bohr til þess að aðstoða þá við rann-
sóknir þeirra viðvíkjandi atomsprengjum, en Bohr hafi
flúið til Svíþjóðar. Gestapomenn voru á hælunum á hon-
um. Danskir frelsisvinir sendu þá sænsku lögreglunni til-
mæli þess efnis, að hún bjargaði Bohr undan Gestapo,
sem lagði sig í framkróka um að koma í veg fyrir það,
að bandamönnum gætu orðið not hæfileika hans.
Sænska lögreglan brá við og gat með ýmsum brögðum
komið Bohr til breska sendiráðsins í Stokkhólmi. Þaðan
fór Bohr með Mosquitoflugvjel til Englands og tók til við
að aðstoða bandamenn við atomrannsóknir.
- Ummæli Sir John Andersons
Framh. af 1. síðn.
mannkynið”, hjelt Sir John áfram. „En það má eins vera,
að þessi örka verði til þess, að draumar brjálaðra ofstæk-
ismanna um gereyðingu og eymd rætist”.
Áður hafði Sir John látið svo um mælt við Reuter: „Við
verðum að sjá til þess, að þessi gríðarlega frumorka verði
notuð í þágu mannkynsins til góðs”.
AÐEINS í EYÐILEGGINGARSKYNI
„Hingað til”, sagði Sir John ennfremur, „hafa allar
rannsóknir í þágu þessarar merkilegu uppgötvunar ver-
ið gerðar í eyðileggingarskyni. En rannsóknirnar munu
koma að gagni þegar vísindamennirnir snúa sjer að því,
að nota orkuna, sem nú er notuð í sprengjur í þágu iðn-
aðarins”.
OF DÝRT EINS OG ER
„Mín skoðun er sú, að það mun taka alllangan tíma þar
til atomorkan verður það ódýr í framleiðslu, að hún geti
komið í stað kola og olíu, sem orka fyrir vjelarnar. En
ef hægt' er að nota hina nýju orku-uppfinningu fyrir vjel-
ar, þá verður hvorki meira nje minna en bylting á iðnað-
arsviðinu”.
Aðrir vísindamenn hafa látið svo um mælt við Reuter,
að í þeirra augum sje um óhemjumikla möguleika að ræða
og það meiri möguleika, en hægt sje að gera sjer ljóst, á
þessu stigi málsins.
UMMÆLI HEIMSBLAÐANNA
Öll blöð heims ræða hina nýju uppgötvun og segja
frjettina með sínum stærstu letrum. Mörg blöð minnast
á þá byltingu, sem þessi uppgötvun hljóti að hafa í för
með sjer. Mörg benda á þá hættu, sem getur stafað af
atomorkunni, sem vopni og velti á mestu hvernig á verði
haldið.
Washington Post segir til dæmis: „Ef þjóðir heimsins
geta ekki nú lifað í sátt og samlyndi, þá verður ekki langt
þangað til þær geta alls ekki lifað”.
New York Times segir: „Menningin og mannúðin geta
nú aðeins átt framtíðar von, að mannkynið gerbreyti um
stjórnmálalega stefnu”.
New York Herald Tribune skrifar: „Það er ekki neitt
annað að gera, en að vona í einlægni, að manninn beri
gæfa og vit til að nota þessa orku til annars en sjálfs-
qyðingar”.
Síldaraflinn helmingi
minni en á sama
tíma í fyrra
SÍÐASTLIÐINN laugardag var bræðslusíldarmagnið orðið
samtals 364.570 hektólíti'ar. Er það rúmum 322 þúsund hektó-
lítrum minna, en á sama tíma og í fyrra.
Aflahæsta síldveiðiskipin er Snæfell frá Akui'eyri, með 5206
mál. Annað hæsta er Dagný frá Siglufirði með 5008 mál og
þriðja er Narfi frá Hrísey. með 4859 mál.
Japanska borg-
in hvarf
WASHINGTON í gærkveldi:
Flugmennirnir, sem voru í flu-
vjelinni er varpaði atomsprengj
unni á Hiroshima á mánudag,
skýra svo frá, að borgin hafi
bókstaflega horfið, þegar
sprengingin varð.
Flugmennirnir flýttu sjer frá
eins fljótt og þeir gátu eftir að
þeir höfðu varpað sprengjunni.
Voru þeir komnir um 16 km.
frá þar sem sprengingin varð,
en samt hristist flugvjel þeirra,
eins og hún flygi i gegnum
harða loftvarnabyssukúlnahríð.
Skömmu eftir að sprengjan
sprakk, gaus upp reykur í
40.000 feta hæð. „Það er ótrú-
legt, að nokkuð sje eftir af
þessari borg“, sagði aðalflug-
maður vjelarinnar.
Hermálaráðuneytið hjer til-
kynnir að verið sje að vinna úr
ljósmyndum, sem teknar voru
af sprengingunni og vérði nán-
ari upplýsingar birtar á morg-
un (miðvikudag). — Reutér.
Ferðalög um versl
unarmannahelgina
EFTIR því, sém blaðið hefir
fregnað hjá Ki'istjáni Skagfjörð
gekkst Ferðafjelag íslands fyr-
ir tveim ferðum nú um versl-
unarmannahelgina.
Annar hópurinn, um 70
manns, fór upp að Hvítárvatni,
Kerlingarfjöllum og Hveravöll-
um. Var lagt af stað á laugar-
dag, gist í sæluhúsum Ferða-
fjelagsins á þessum stöðum og
komið aftur í bæinn á mánu-
dagskvöld.
Var veður sæmilegt á laugar-
dag ög mjög gott á sunnudag,
en þá gengu flestir á Kerlingar-
fjöll og nutu hins glæsilega út-
sýnis í ágætu skygni.
Hin ferðin var farin út á
Snæfellsnes og Breiðafjarðar-
eyjar. Á sunnudaggnóttina var
gist í Stykkishólmi, en siglt um
Bx-eiðafjörðinn á sunnudag í
besta veðri. Þátttakendur í þess
ari ferð voru nálægt 50. Þóttu
báðar ferðirnar takast með á-
gætum. — Þá mun starfsfólk
ýmsi’a fyrirtækja einnig hafa
farið í ferðalög um helgina.
Þá hefir Hjörtur Hansson,
form. V. R. skýrt blaðinu svo
frá, að hátíðahöld verslunar-
manna hafi farið fram samkv.
áætlun. Enduðu verslunarmenn
hátíðahöld sín með dagskrá í
útvarpi, en dansleik að Hótel
Borg á mánudagskvöld.
Orðsending við-
víkjandi Poisdam-
álykfunum
Madrid í gærkveldi.
SPÁNSKA stjórnin hefir sent
sendisveitum Breta og Banda-
ríkjamanna í Madrid orðsend-
ingu viðvíkjandi ályktunum
þeim, sem gerðar voru á Pots-
dam-ráðstefnunni og snertu
Spán.
Ekkert hefir enn verið láticí
uppi um efni orðsendingarinn-
ar. — Reuter.
Blaðið fekk í gær skýrslu hjá
Fiskifjelagi íslands yfir afla
hvers skips og er miðað við mál
í bræðslu.
Bræðslusíldin skiftist þannig
á verksmiðjurnar:
H.f. Ingólfur, Tngólfsfirði,
32721. H.f. Djúpavík, Djúpavík,
40742. Ríkisverksmiðjurnar,
Siglufirði, 90948. Síldarverk-
smiðja Siglufjarðarkaupstaðar
12117. H.f. Kveldúlfur, Hjalt-
eyri, 67146. Síldarbræðslustöð-
in Dagverðareyri h.f. 9830. Rík-
isverksmiðjan, Raufarhöfn,
96795. Ii.f. Síldai'bræðslan,
Seyðisfirði 14271.'
Samtals 4. ág. 1945 364.570.
Þá fer hjer á eftir saman-
burður á aflamagni frá árinu
1942:
5. ágúst 1944. 687.366. 7. ág.
1943 860.969. 8. ágúst 1942
1.201.547.
íslendingur, Reykjavík, 2539.
Ólafur Bjarnason, Akranesi,
3004.
Gufuskip:
Alden, Dalvík, 2851. Ármann,
Rvík, 1634. Bjarki, Siglufj. 2394
Eldey, Hrísey, 2752. Elsa, Rvík,
2374. Huginn, Rvík, 3960. Jök-
ull, Hafnarfj., 2569. Sigríður,
Garður, 1121.
Mótorskip (1 um nót);
Álsey, Vestm., 2663. Andey,
Hrísey, 2692. Anna, Ólafsfirði,
815. Ársæll, Vestm., 958. Ás-
björn, Akranes, 600. Ásgeir,
Rvík, 2213. Auðbjörn, ísafirði,
640. Austri, Rvík, 1464. Baldur,
Vestm., 1266. Bangsi, Bolung-
arvík, 984. Bára, Grindavík,
546. Birkir, Eskifirði, 1179.
Bjarni Ólafsson, Keflavík, 204.
Björn, Keflavík, 1613. Bragi,
Njarðvík, 446. Bris, Akureyri,
994. Dagný, Siglufirði, 5008.
Dagsbrún, Reykjavík, 238. Dóra
Hafnarfj., 2342. Edda, Hafnarfj.
4573, Edda, Akureyri, 2244. Eg-
ill. Ólafsf., 990. Eldborg, Borg-
arnesi, 4532. Erlingur II., Vestm
484. Erna, Sigluf., 2429. Ernir,
Bolungarvík, 423. Fagriklettur,
Hafnarf., 4113. Fiskaklettur,
Hafnarf., 3348. Freyja, Rvík,
4590. Friðrik Jónsson, Rvík,
3105. Fróði, Njarðvík, 707. Fylk
ir, Akranesi, 1650. Garðar, Garð
ur, 294. Geir, Sigluf., 1162. Geir
goði, Keflavík, 308. Gestur,
Sigluf., 121. Glaður, Þingeyri,
2298. Gotta, Vestm., 8. Grótta,
Sigluf., 1538. Grótta, ísafirði,
4531. Guðmundur Þórðarson,
Gerðar, 1445. Guðný, Keflavík,
1399. Gulltoppur, Ólafsf., 1648.
Gullveig, Vestm., 86. Gunn-
björn, ísaf., 1870. Gunnvör,
Sigluf., 2799. Gylfi, Rauðavík,
812. Gyllir, Keflavík, 250. Haf-
borg, Borgarnes, 1043. Heimir,
Vestm., 1351. Hermóður, Akra-
nesi, 1064. Hilmir, Keflavík, 981
Hólmsberg, Keflavik, 432,
Hrafnkell goði( Vestm., 1730,
Hrefna, Akranesi, 531. Hrönn,
Sigluf., 548. Hrönn, Sandgerði,
1124. Huginn I., Isaf., 3097. Hug
inn II. ísaf., 3455. Huginn III.,
ísaf., 1510. Jakob, Rvík, 208,
Jón Finnsson, Garður?437. Jón
Þorlákss., Rvík, 1364. Jökull,
Vestm., 790. Kári, Vestm., 2446.
Keflvíkingur^ Keflavík, 1474.
Keilir, Akranesi, 890. Kristján,
Akureyri, 4412. Kristjana, Ól-
afsf., 1066. Kári Sölmundarson,
Ólafsf., 9. Leo, Vestm., 92. Liv,
Akureyri, 982. Magnús, Nes-
kaupstað, 2734. Már, Rvík, 425.
Meta, Vestm., 658. Milly, Siglu-
fj., 1006. Minnie, Litli Árskógs-
sandur, 254. Muggur, Vestm.,
796. Nanna, Rvík, 23. Narfi,
Hrísey, 4859. Njáll, Ólafsfj.,
1600. Olivette, Stykkishólmi,
416. Otto, Akureyri, 1260,
Reykjaröst, Keflavík, 467. Ric-
hard, ísafj., 2681. Rifsnes, Rvík,
3610. Rúna, Akureyri, 3626.
Siglunes, Siglufj., 58. Sigur-
fari, Akranesi, 1738. Síldin,
Hafnarf., 3332. Sjöfn, Akranesi,
876. Sjöfn, Vestm., 506. Sjö-
stjarnan, Vestm., 2068. Skála-
fell, Rvík. 1514. Skógafoss,
Vestm., 758. Sleipnir, Neskaup
stað, 3190. Snoriú, Sigluf., 614.
Snæfell, Akureyri, 5296. Stella,
Neskaupstað, 714. Stuðlafoss,
Reyðarf., 138. Súlan, Akureyri,
2298. Svanur, Akranesi, 2326.
Sæbjörn, ísaf., 906. Sæfari
Rvík, 3499. Sæfinnur, Nes-
kaupstað, 3010. Sæhrímnir,
Þingeyri, 2981. Særún, Sigluf.,
1274. Thurid, Keflavík, 2317.
Trausti, Gerðar, 794. Valbjörn,
ísaf., 938. Valur, Akxanesi, 150,
Villi, Sigluf., 84. Víðir, Garður,
424. Vjebjörn, ísaf., 823. Von II.
Vestm., 992. Vöggur, Njarðvík,
746. Þorsteinn, Rvík, 1402.
1
•
Mótorskip (2 um nót):
Alda/Nói, 580. Baldvin Þor-
valdss./Ingólfur, 1142. Barði/
Vísir, 2324. Björn Jörundss./j
Leifur Eiríkss., 2043. Bragi/
Gunnar 337. Egill Skallagríms-
son/Víkingur 648. Einar Þver-
æingur/Gautur 1052. Freyja/
Svanur 1502. Frigg/Guðmund-
ur 1336. Fylkir/Grettir 366.
Magni/Fylkir 2185. Guðrún/
Kári 562. Gunnar Páls/Jóhann
Dagsson 343. Hilmir/Kristján
Jónsson 359. Jón Guðmunds-
son/Þráinn 604. Vestri/Örn 728
Færeysk skip:
Bodasteinur 2373. Borglyn
1248. Fagranes 125. Fugloy
1136. Kyrjasteinur 3981. Mjóa-
nes 2074. Nordstjai’nan 2811.
Seagull 247. Sudui’oy 1825.
Svinoy 132. Von 578. Yvonna
3056.