Morgunblaðið - 08.08.1945, Síða 6

Morgunblaðið - 08.08.1945, Síða 6
6 MORGUNBLAPIÐ Miðvikudagur 8. ágúst 1943 y % Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Verðlagning búnaðarvara ÞESSA dagana sitja á ráðstefnu ýmsir aðiljar og ræða um verðlag landbúnaðarafurða á komandi hausti. Bún- aðarþing hefir verið kvatt saman til aukafundar, til þess að ræða þessi mál. Kom það saman í gær og mun sitja fram eftir vikunni. Landbúnaðarráðherra hefir nýlega skrifað Búnaðarfje- lagi íslands og Alþýðusambandinu, þar sem ráðherrann tilkynti þessum aðiljum, að ríkisstjórnin hafi frestað á- kvörðun um tilhögun á verðlagningu búnaðarvara, þar til búnaðarþing hefir fengið tækifseri til að fjalla um málið. En þessir aðiljar, Búnaðarfjelagið og Alþýðusambandið hafa að undanförnu verið að reyna að komast að sam- komulagi um verðlagningu landbúnaðarafurða. Ráðherra leggur í brjefi sínu áherslu á, að ef um slíkt samkomulag gæti verið að ræða, þá yrði því komið á fyrir 15. þ. m., því að lengur geti ríkisstjórnin ekki beðið með að taka ákvarðanir. Ekki er nema gott eitt við því að segja, að reynt sje að ná samkomulagi í þessu viðkvæma deilumáli. Og áreið- anlega væri það hið mesta happ fyrir þjóðfjelagið í heild, ef takast mætti að ná slíku samkomulagi, enda væri þann- ig um hnútana búið, að aðgengilegt væri fyrir ríkisstjórn og Alþingi. ★ Eins og nú er ástatt í okkar þjóðfjelagi, er verðlagning búnaðarvara eitt erfiðasta og vandasamasta málið, sem ríkisstjórnin á við að glíma. Orsökin er sú, að ríkissjóður hefir verið flæktur inn í þessi mál svo hatramlega, að til stórvandræða horfir. Svo sem kunnugt er, hækkaði verð landbúnaðarvara mjög mikið eftir samkomulagið, sem gert var 1943, í sex- manna nefndinni margumræddu. Þessi mikla verðhsekk- un kom ýmsum á óvart. En þeir, sem þessum málum voru kunnugastir, sáu fyrir, að þessi yrði niðurstaðan. Samkomulag sex-manna nefndarinnar var raunveru- lega sama og lög, þ. e. a/s., bændur voru í sínum fulla rjetti að verðleggja sína vöru í samræmi við samkomu- lagið. En þegar Alþingi sá fram á hina gífurlegu verðhækkun, sem varð á neysluvörunum, leyst því ekki á blikuna. Af- leiðingin hlaut óhjákvæmilega að verða.stórfeld hækkun vísitölunnar. Alþingi þorði ekki að horfast í augu við þessar afleiðingar. Og þá var gripið til þess óheillaráðs, að verja stórfje úr ríkissjóðf til þess að „greiða niður” verðið og forðast á þann hátt hækkun vísitölunnar. En þetta hefir komið harkalega niður á ríkissjóði, þar sem verja hefir þurft um og yfir 20 miljónum króna á ári í niðurgreiðslurnar, ásamt uppbætur á útflutningsvöruna. ★ Öllum er ljóst, að þessi leið verður ekki farin til lengd- ar. Þetta var síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins ljóst, en hann gerði svofelda ályktun í málinu: „Fundurinn telur, að Alþingi hafi leiðst inn á mjög varhugaverða braut með niðurgreiðslum landbúnaðar- afurða, er kosta ríkissjóðinn tugi miljóna króína, enda hafa bæði neytendur og bændur andmælt þeirri skipan. Lög um þetta efni falla úr gildi á næsta hausti. Á hinn bóginn eru enn hvorki fyrir hendi nauðsyníegar upplýs- ingar um markaðshorfur erlendis nje fjárhagsafkomu og annað, er mestu máli skiftir. Landsfundurinn skorar því á þingflokk Sjálfstæðis- manna að bera fram, að fengnum nauðsynlegum upplýs- ingum tillögur um lausn málsins, er byggist á því, að sjá hag bænda sem best. borgið, enda verði að því keppt að koma verðlagningu landbúnaðarvara í hendur framleið- enda”. Óskaridi Vóerr, að ríkisstjóm og þeir aðiljar, sem um þessi mál fjalla, bæru gæfu til að leysa þau þannig, að aliir geti vel við unað. • . \Jiluerji ólnpar: ÚR DAGLEGA LÍFINU i Vantar vegvísa. UNDARLEGIR- menn sumir vegavinnuverkstjórar. Þeim virð ist vera meinilla við vegvísa. — Það er hrein- undantekning, ef slíkt sjest þar sem verið er að leggja vegi, eða gera við gamla. Sumstaðar eru settar nokkrar steinvölur á vegamót og þær eiga að gefa vegfarendum til kynna, að ekki sje öruggt, að aka þá leið. Þetta er betra en ekki neitt og kemur stundum að notum. — En oftar er það svo, að menn verða að finna á Sjer hvort nýr vegar- kafli, sem virðist vera nýlokið við er fær, eða ófær. Þurfa ókunn ir menn, að hafa sjestaka spá- dómsgáfu, sem fæstum er gefið, til að komast að raun um til hvorrar handar ekið skal. Á Kerlingarskarði. Á KERLINGARSKARÐI á Snæfellsnesi er nú senn lokið nj>jum og ágætum vegi. Er aðeins smáspotti eftir ógerður. — En þannig hagar til, þegar ekið er vestur, að kafli af hinum nýja vegi, er fullgerður og hefir verið ekið talsvert eftir veginum. Það sjest á hjólförunum. Ókunnir menn, sem koma þarna að hljóta að álykia, að óhætt sje að aka eft ir hinum nýja vegi, en þeir kom ast að því eftir stuttan akstur, að vegurinn er alls ekki fullgerð ur og verða að snúa aftur. — Er af þessu talsverð töf. Það hefði ekki kostað mikið, að setja spýturæfil, eða einhvers konar bendingu á vegamótum um að vegurinn sje ófær. Það hefði ekki þurft að vera mikil fyrir- höfn. Það væri meira að segja hægt að nota sömu spjöldin ár eft.ir ár, ef vel væri með þau far- ið. • Næturgreiði. FYRIR nokkrum dögum sagði jeg smásögu um verð á gistingu norður á Akureyri. Nú hefir J. Ó. P. sent mjer eftirfarandi í því sambandi: Herra Víkverji! í dálkum yðar 31. júlí er sögð saga af hjónum, sem eiga að hafa orðið fyrir okri á gistingu í húsi einu á Akureyri. Mjer er per- sónulega kunnugt um, hvað gist ing er venjulega seld í einkahús- um, sem gistihús bæjarins út- vega ferðamönnum gistingu í, þegar þau eru sjálf yfirfull, en það er kr. 10.00 fyrir rúmið, ef fleiri en einn sofa í sama her- bergi. Oft dvelja gestirnir aðeins eina nótt, og ef menn vilja kynna sjer, hvað þvottahús taka fyrir að þvo af einu rúmi og hand- klæði með, geta þeir sjálfir sjeð, hvert „okur“ er þar um að ræða. Hinsvegar tel jeg ekki ástæðu til að vjefengja sögu yðar, en þar er auðsjáanlega um undantekningu að ræða. Svipaðir sögu hefi jeg heyrt úr Reykjavík, en þar kost aði rúmið 50 kr., að sögn. Engum Akureyringi myndi þó detta í hug að dæma Reykvíkinga yfir- leitt okrara vegna þess. Hvað „morgunkaffinu“ viðvík- ur, skal það tekið fram, að ekki er venja að færa ferðafólki morg unkaffi í rúmið, nema þess hafi verið óskað. Ef ferðafólk verður fyrir okri á gistingu, ætti það að kæra fyr- ir því gistihúsi, sem vísað hefir þvi heim til okraranna, áður en það hleypur í blöðin til að koma „okrara“-stimpli á heila bæi. J. Ó. P. Ofnæmi. ÞAÐ ER fallega gert af J. Ó. P. að skrifa þenna stubb, því það er auðsjeð á brjefinu, að honum leiðipt þetta atvik fyrir hönd Ak- ureyringa. En það er þó alveg ó- þarfa ofnæmi hjá honum að taka þetta svona óstint upp. Ennfremur vil jeg benda hon- um á, að hann má ekki gera mjer þann óleik, að reyna að læða því inn hjá fólki, að jeg hafi kallað Akureyringa okrara í heild, eða reynt að koma okrara- stimpli á heila bæi. Jeg sagði að- eins frá einu dæmi um okur fyr- ir gistingu og sú saga er sönn. Það vildi þannig til að sagan gerð ist á Akureyri. Við því var ekk- ert að gera, því'miður. • Brjef frá sumargesti. FRÁ sumargesti hefi jeg fengið eftirfarandi orðsendingu: Viltu Víkverji sæll skjóta þessu inn í dálka þína: Þegar gestir á Laugarvatni frjettu af útásetningargrein í Vísi um daginn um fæðið þar 1 sumar, voru þeir sammála um, | að þar væri yfir engu að kvarta. , Fæðið er þar ágætt og selt við j verði, sem verðlagsnefnd hefir á- ’ kveðið, að meðtöldu þjónustu- gjaJdi. Aðsókn hefir verið þar svo mikil í sumar, að suma dagana hefir þurft að framreiða þar mat fyrir 200 manns. Enginn kippir sjer upp við það, þó innan um allan þann fjölda | hafi verið ein og ein manneskja ! sem er svo útásetningarsöm, að j hún hefir ánægju af að telja sjer ekkert nægilega gott, ekki síst þegar færi gefst á að koma órök- studdym aðfinnslum sínum á prent, án þess að segja til nafns síns, nema að hálfu leyti. Vísir hefir farið eftir þeirri gullvægu reglu, að hafa það held ur er sannara reynist, og hefir birt leiðrjettingar við grein hinn ar óánægðu konu. Slæm hom. LOKS skulum við snúa okkur að umferðarmálunum. Það er mjög í tísku að ræða þau um þessar mundir, enda virðist margt ábótavant í þeim efnum. Allir hafa einhverja úrlausn og vilja gera bót, en seint verða menn sammála í þessu frekar en öðru. Seltirningur skrifar mjer t. d. um húshornið, sem skagar út í Vesturgötuna, beint á móti Geirs búð. Gamla Zoega-húsið, eða hluti af því byrgir algjörlega alt útsýni, þannig, að þegar komið er að beygjunni, sem er á Vest- urgötunni við Geirsbúð, er ó- mögulegt, að sjá hvort' einhver kemur á móti, hvort sem það er vestan að eða austanað.. Brjefritari telur, að varla geti það verið svo ýkja kostnaðar- samt, að taka hornið af húsinu, sem byrgir útsýnið og það þurfi ekki að minnka nema sáralítið. En þetta sje alveg nauðsynlegt, því hornið sje stórhættulegt. •— Vegfarendur og þeir, sem kunn- ugir eru á þessum slóðum vita, að Seltirningurinn hefir alveg rjett fyrir sjer. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI BRESKA blaðið Manchester Guardian gerir rjettarhöld Rússa yfir Pólverjunum í Moskva ný- lega að umtalsefni. Fer hjer á eftir umsögn blaðsins: „Það mun rjettlátt að segja, að öll hin miklu rússnesku rjettar höld hafi haft pólitískan tilgang. Rjettarhöldin yfir Troskyistun- um áttu að sanna það að Rússar, sem fylgdu skýringum Trotskys á kennisetningum Marxista, væru í raun rjettri einnig óvinir Sovjetríkjanna. Rjettarhöldin yfir bresku og þýsku verkfræð- ingunum áttu að sanna það, að útendingar. værlu hættUlágir ör- yggi kommúnistaríkisins. Þannig áttu einnig rjettarhöld þau,: sem fyrir skemmstu stóðu í Móskva yfir pólsku leiðtogunum, að gefa viss atriði í skyn. Og það var það: að allir Pólverjar, sem hlýddu skipunum stjórnarinnar pólsku í London, og sem börðust með heimahernum, væru í rauninni hversu hraustlega sem þeir hofðú barist gegn Þjóðverjym, einnig fjandmenn Sovjetrikánna, sem rúSshésk yfirvöld gætu þess vegna ekki treyst. En þar sem fyrri í-jettarhöld áttu að auka lotningu Sbvjetþjóðanna, er ljóst, að þessi rjettarhöld voru háð með það fyrir augum að bandamenn Rússa, sjerstaklega Bretar, tækju eftir þeim. í rauninni sögðu rjettarhöldin þetta: „Nú skulum við sýna ykk- ur, hversvegna við neitum að viðurkenna stjórn Pólverja í London, og hversvegna við vilj- um helst als ekki taka við nein um af fulltrúum ykkar erlendis frá. Ef þið trúið okkur ekki, þá gefið gaum að þessum rjettar- höldurn". Það er einnig Ijóst, að Rúss- um fannst þeir hafa látið nógu skýrt í ljós,; það sem þeir ætluðu sjer, svo þéir gátu leyft sjer að vera vægir 4 dómum sínum í mál inu sjálfu. Viðurlögin voru ekki þung, að minnstakosti ekki á rússneskan maílikvarða. — Þrír af hinum ákærðu voru sýknaðir. Eins og ákærandinn sagði: „Þess ir, menn. eru ekki lengur hættu- legir Sovjetríkjunum“. En það sem Rússana langar nú mest til afbvita er þetta: Hafa rjettarhöld þessi' éannfært Vesturveldin? • Hvað sem maður hugsar sjer um gang málaferla í Rússlandi, og um hinn eftirtektarverða og því nær stöðuga ákafa hinna á- kærðu í að játa sekt sína, þá er erfitt að lesa málsskjölin án þess að komast að þeirri niðurstöðu, að sannleiksgrundvöllur hafi verið fyrir ákærum Rússa. Eftir því, sem menn þessir sjálfir ját- uðu, litu þeir á Sovjetríkin sem fjandsamlegt ríki, og voru reiðu búmr, ef tækifæri bauðst að vera með baktjaldamakk og jafnvel rísa gegn þeim í verki. Nú er það augljóst að slíkt er eins og sak ir standa, hreinasta flónska, og má ekki líðast, hvorki af Rúss- um nje bandamönnum þeirra. En á hinn bóginn er ekki hægt að furða sig svo mjög á þessari af- stöðu. Því að öllu athuguðu, þótt það sje alls ekki á nokkurn hátt sök annars aðilans, þá er ekki hægt að segja, að Rússar hafi farið sjerlega vel með Pólverja. Jafnvel þótt piaður gleymi því, sem lengra er umliðið, (sem eng- inn PolVerji ge’túr, -frekar en ír- arnir) þá er það samt stað- *; Framhald á 8. slðu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.