Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 6
6 MORGUNBL A ÐIÐ Föstudagú 24. ágúst 1945 Ötg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Augiýsingar: Árni Óla. ' Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók. Togarakaup ríkisstjórnarinnar Á ÖÐRUM stað hjer í blaðinu er birt greinargerð frá ríkisstjórninni, ásamt bráðabirgðalögum, sem forseti ís- lands, eftir tillögu forsætisráðherra, gaf út í gær, en þau heimila stjórninni að festa kaup á 30 nýjum togurum og afla sjer lántöku í því skyni, eftir því, sem með kann að þurfa, allt að 60 milj. króna. ★ Eins og greinargerð stjórnarinnar ber með sjer, hefir ríkisstjórnin frá öndverðu — og síðar Nýbyggingarráð — með einbeitni og dugnaði gengið að því, að reyna að afla þjóðinni þessara stórvirkustu nýtísku framleiðslutækja, togaranna, sem afkoma þjóðarinnar að undanförnu hefir bygst á í svo ríkum mæli, og sem enn um ófyrirsjáanlega framtíð mun verða grundvöllur undir afkomuskilyrðum þjóðarheildarinnar. ★ Eins og að líkum ræður, var þungt undir fæti í þess- um efnum meðan styrjaldarþjóðirnar einbeittu allri sinni orku og getu að stríðsframleiðslunni. Samt sem áður tókst sendiherra vorum í Washington skömmu eftir að stjórnin tók við völdum, að tryggja samþykki amerískra stjórn- arvalda fyrir slíkum byggingum í Ameríku, sem hafa þó eigi enn verið bagnýttir, vegna þess, eins og segir í grein- argerð stjórnarinnar, áð þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir er „eigi nægilega upplýst, hvort togarar smíðaðir í Amer- íku, henta íslendingum eins vel og þeir, sem smíðaðir éru í Bretlandi”, auk þess sem verðlagið er almennt hærra i Ameríku en Bretlandi. En þrátt fyrir örðuga aðstöðu í málinu hefir nú tekist að ná samningum við breskar skipasmíðastöðvar um smíði allt að 30 togara, er afhendast á árunum 1946 og 1947, með verðlagi, sem eftir atvikum þykir viðunandi. Bresk stjórnarvöld hafa þegar veitt sex byggingarleyfi og eins og segir í greinargerð stjó'rnarinnar: „Góðar horfur virð- ast þó vera á því, að viðbótarleyfi fáist”. ★ Þetta eru stór tíðindi og áreiðanlega mikil gleðitíðindi fyrir allan almenning í þessu landi, og raunar alla aðra en þá, sem meira meta að hrakspár þeirra rætist en hitt, að sköpuð sjeu ný atvinnuskilyrði í landinu og framtið fólksins trygð. Ekki eingöngu sjómannastjettin, heldur og þjóðin öll — og þá ekki síst íbúar höfuðborgarinnar — munu af al- hug óska þess, að ríkisstjórninni takist sem fyrst að tryggja sem flest viðbótarleyfi í Bretlandi, og fagna því einlæglega, að „góðar horfur” eru á að það megi takast. ★ Enda þótt sljórnarflokkarnir hafi frá öndverðu sann- að með verkunum, að stefnuskrá þeirra var ekki innan- tóm orð, heldur sterkur og einlægur ásetningur, til þess ,,að tryggja öllum Islendingum atvinnu við sem arðbær- astan atvinnurekstur”, eins og segir í stefnuskránni, þá hefir þó ríkisstjórnin nú stigið stærsta skrefið á þessari heillabraut. ÍÍiSliZk H iT' '* ic Ríkisstjómin hefir skilið hlutverk sitt. Hún hikar ekki við að gerast kaupandi togaranna, en tilgangurinn er, eins og segir í bráðabirgðalögunum „að þeir verði seldir einstaklingum, fjelögum, eða bæjar- og sveitarfjelögum”. Er áreiðanlega óhætt að fullyrða, að ekki muni standa á þessum aðilum, að kaupa skipin af ríkisstjórninni. Hafi ríkisstjómin þökk fyrir dugnað sinn og framtak, Megi farsæld og gifta fylgja þessu stórhuga framtaki hennár, landi og þjóð til blessunar. \Jíluerji ilriiar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Berklaskoðunin. Á ÖÐRUM stað hjer í blaðinu í d.ag eru birtar bráðabirgðatöl- ur um berklarannsóknina hjer í bænum, sem senn er lokið með ágætis árangri á hvaða hlið, sem litið er á málið. Berklasjúkling- ar rejmdust íærri við skoðunina en hægt var að gera sjer vonir um. Rannsóknin gekk betur en hinir bjartsýnustu gátu vænt og almenningur hefir sýnt meiri skilning á þessu nauðsynjamáli en hægt er að ætlast til af svo fjölmennum hóp, sem boðaðút var til rannsóknarinnar. Aðeins 20 manns af hálfu fimtugasta þúsundi neituðu að koma til þess arar nauðsynlegu rannsóknar. Níels Dungar~þrófessor skrif- aði hjer í' blaðið í gær rjettmæta frásögn af þýðingu þessarar stór feldu heilsuverndarráðstöfunar, og gat Sigurðar Sigurðssonar berklayfiriæknis í þeirri grein að maklegleikum fyrir hans frá bæra starf. Verður því ekki far- ið langt út í þá sálma hjer. En það er margt, sem geta má og minnast má á í sambandi við berklarannsóknina. • Gerir garðinn fræg- an. ÞAÐ ER t. d., að berklarann- sóknin mun verða Islendingum yfirleitt og Reykvíkingum sjer- staklega, til mikils álitsauka er- lendis. Það fer ekki hjá því, að það verður tekið eftir þeim menningarbrag, sem verið hefir á þessari berklarannsókn. Sem dæmi um' hverja athygli berkla- skoðunin hefir vakið erlendis, má geta þess, að íslenskur kaup- sýslumaður, sem nýlega var á fefð í Svíþjóð, segir frá því, að í Svíþjóð hafi fyrst og fremst verið spurt um tvö íslensk mál- efni: Hitaveituna og berklaskoð unina í Reykjavík. Eftir því, sem best er vitað, hefir það aldrei komið fyrir áður, að jafn nákVærn berklarannsókn hafi verið framkvæmd á íbúum heillr ar borgar. Hjer hefir Reykja- vík orðið brautryðjandi svo að um munar, og eftir verður tek- ið. Það haía margir lagt hönd á plóginn til þess að rannsókn- in mætti takast og það hefði ekki verið hægt nema með góðum undirbúningi og samvinnu bæj- arbúa í heild. Og hvorttveggja var fyrir hendi. Samvinna bæjar- búa. ÞAÐ MÁTTI heita undantekn- ingarlaust, að menn mættu á til- skyldum • tíma þegar þeir voru boðaðir til berklarannsóknarinn ar. Hefði orðið eitthvað ólag á því, er hætta á, að skoðunin hefði farið út um þúfur. Þetta sýnir, að fólkið hefir skilið hvað um var að vera og hve nauð- synlegt það var, að skoðunin hepnaðist. En þá má ekki heldur gleyma því, að skoðunin var þannig und irbúin af hendi læknanna og hjúkrunarkvenna, sem að henni stóðu og störfuðu, að menn þurftu aldrei að bíða neitt að ráði. Þetta spurðist út um bæ- inn og fólk varð fúsara að koma til skoðunar en ella. Aldrei kom |>að fyrir að tæk- in, sem notuð voru við skoðun- ina biluðu, eða tefðu fyrir og var það og mikilsvert atriði. — Mjög fáa þurfti að kalla aftur til skoðunar sökum þess, að myndir misheppnuðust. • Mikilsvert atriði. ÞAÐ ER EKKI nokkur vafi á, að berklaskoðunin verður til mikils gagns og mun koma í veg fyrir, að fjöldi manns taki berklaveiki hjer í bæ, eða þurfi að heyja helstríð við hvíta dauð- ann. En vel ættu menn að taka eftir þeirri aðvörun berklayfirlæknis- ins, að þessi skoðun sýnir aðeins ástandið eins og það var, er skoðun fór fram, en ekki nauð- synlega eins og það verður eftir nokkurn fíma. Það er rjett, að minni líkur eru til þess, að heil- brigt fólk smitist af berklaveiki þegar þeir, sem hafa smit, hafa verið settir tií lækninga á hæli. En berklaveiki er skæður sjúk- dómur og fjöldi manns gengur með berklasýkilinn án þess, að verða sjúkur, en veikin getur blossað upp þá og þegar í þess- um mönnum. Þess vegna er nauðsynlegt að vera vel á verði, þó menn hafi verið skoðaðir og leita tafarlaust læknis, ef vart verður einhverra einkenna veik- innar. Bæjarbúar mega svo þakka af alhug Sigurði Sigurðssyni berkla yfirlækni og aðstoðarfólki hai^s fyrir það mikla og göfuga starf, sem int hefir verið af hendi með þessari merkustu heilsuverndar tilraun, sem nokkru sinni hefir verið framkvæmd hjer á landi, og jafnvel þó víðar væri leitað. • Logsuða — rafsuða. OG HJER að lokum, kem jeg aðað mjög óskyldu efni, en eigi að síður merkilegu efni á sínu sviði. Fyrir nokkru birti jeg brjef frá iðnnema, sem benti á, að gott væri og heppilegt, að fá kenslu í logsuðu og rafsuðu í Iðnskólanum. í gær hitti jeg Helga H. Ei- ríksson skólastjóra, en hann var ekki í bænum á dögunum, þegar brjefið kom. Hann sagði mjer, að Landsamband iðnaðarmanna hefði í undirbúningi samrtingu á handbókum og kenslubókum í þessum iðngreinum og muni verða komið upp námskeiðum innan skólans í þeim undir eins og húsnæði fengist, • Skrítin venja. ÞAÐ ER skrítin venja, sem tíðkast við jarðarfarir hjer í bæ, en það er að þekja alla bekki kirkna með sjerprentuðum út- fararsálmum, sem venjulega eru endurprentaðir úr sálmabókinni. Það er dálítið kjánalegt að koma í kirkju þai' sem jarðarför er fá- menn, en öll kirkjan er þakin þessum sjerprentuðu Ijóðum. — Það er alveg eins og búist hafi verið við fullri kirkju fólks, en þátttaka í jarðarförinni hafi svo orðið minni en vænst var. Það er ekkert við því að segja þó fólk láti prenta þá sálma, sem syngja á sjerstaklega, ef það vill leggja í slíkan kostnað. — Slíkt verður hver og einn að ráða við sig, en það er óþarfi að hafa þessa aðferð til að láta kirkjufólk fá eintak. Einfalt og smekklegt ráð væri að hafa lítið borð í kirkjugang- inum, þar sem menn geta fengið sjer eintak af útfararsálmunum um leið og gengið er inn i kirkj- una. Það er líka miklu minni fyrirhöfn í alla staði, en gerir sama gagn. Um jarðarfararsiði almennt mætti skrifa langt mál einu sinni enn, en verður látið bíða að sinni. Á ALÞJÓÐA VETTVANGI Einkaskeyti frá Reuter. — Eftir stjórnmálafrjettaritara Daily Telegraph. MEÐ hinni skarpyrtu orðsend ingu bresku stjórnarinnar til búlgörsku stjórnarinnar, hefir stjórn Breta sýnt, að hún er á einu máli og Bandarikjastjórn í viðhorfi sínu til núverandi stjórn arfyrirkomulags í Búlgaríu. S.l. laugardag var það tilkynt, að Bandaríkjastjórn hefði sent Búl garíustjórn mótmæli. Nú hafa Bretar gert það sama. Stjórnir beggja þessara stórvelda hafa að fullu útskýrt skoðun sína fyrir Sovjetstjórninni, og sent eftir- rit af orðsendingum sínum til Moskva. — Báðar stjórnirnar vinna af einurð saman til þess að komá því til leiðar, áð grund- valafatriðum frelsisins, éfrís og þaú Vóru ákveðin á Yaltaráð- W Astandið í Búlgaríu stefnunni, verði ekki traðkað i Búlgaríu. Menn eru ekki í neinum vafa um það í London, eftir að hafa fengið frjettir frá Sofía, að einn flokkur, kommúnistaflokkurinn, ræður öllu i Búlgaríu. Einnig hefir hann náð svo mikium á- hrifum í þrem öðrum stærstu flokkunum, að þeir geta ekki lengur talist annað en leppflokk ur hans. — Reynt hefir verið að sýna stjörnarandstöðu, t. d. af Petkov, leiðtoga bændaflokksins, sem nýlega lýsti því yfir, að kommúnistar væru að reyna að gegnsýra flokk hans af skoðun- um sínum. Var Petkov þá rek- inn úr stöðu sinni, en ritara hans fleygt út um glugga, eftir að húrí hafði veríð pyhtuð, vegna þess, áð hún Var á söfnu skoðun og hann. — Varðlíðið tékur ménrí unnvörþum fasta án nokk urra saka, og enginn sleppur við fangelsun, ef hann segir svo mikið sem eitt orð gegn einræði því, sem ríkir í landinu. Stjórn- arandstaðan fær ekki að gefa út nema eitt einasta blað, og eru greinar þær, sem stjórnin er gagnrýnd í, bannaðar af ritskoð- urum kommúnista. Það er álit manna í opinber- um stöðum hjer í London, að breska stjórnin þoli ekki, að troðið sje á frumatriðum lýð- ræðisins, sem stórveldin höfðu komið sjer saman um að við- höfð yrðu í sigruðum löndum. — Athygli heimsins beinist mjög að Búlgaríu um þessar mundir, vegna þess að þar fer nú að líða að kosningum. — Líkar Bretum og Pandarfkjamönríum iila, hvernig ástatt er I landinu, og getur; þáð váldið érfiðleikum í Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.