Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1945, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagu 24. ágúst 1945 ecj, er JÓNATAN SCRIVENER JJ^tir (JíauJe ^JJou^hton Irf\ý ^ramhatclóiacfa at byrj a ^4 ist me Í fr á by rj u n 'MW |HSKÍ®»MJÍ>tó®5ílí)áí Stríðsherrann á Mars 2>, >re ii (j/aóaffa Eftir Edgar Rice Burroughs. 7. Nú sá jeg líka aftur þann sem jeg var að elta, og sá hann vel. Jeg átti ekki hið minsta erfitt með að fylgjast með honum, þar sem mikið var af fosfór í klettunum yfir höfðinu á mjer, og lýsti hann upp hellinn. -Þetta var fyrsta ferð mín eftir ánni Iss, og það sem jeg sá í hellum þeim, sem hún rennur um, mun ætíð lifa í minningu minni. En þótt það væri hryllilegt, getur það ekki hafa verið neitt svipað því, sem þar var áður en Tars Tarkas, hinn græni stríðsmaður, Xodar, hinn svarti aðalsmaður og jeg, höfðum varpað ljósi sannleikans á þær ástæður, sem ríktu í trúarefnum Marsbúa, og stöðvað allar þær miljón- ir, sem lögðu af fúsum vilja upp í hina síðustu pílagríms- ferð, sem þeir trúðu að myndi enda í hamingju grænna dala, ást og fegurð. Og jafnvel nú voru eyjar þær, sem í ánni voru, þaktar af mannabeinum og hálfjetnum líkaleifum þeirra, sem vegna ótta eða vegna þess, að þeir fóru að koma auga á sannleikann, höfðu staðnæmst rjett þegar ferð þeirra var að enda. í hinni viðurstyggilegu óþefjan á þessum hryllilegu beinaeyjum, flugust skinhoraðir brjálæðingar á um leif- arnar af skrokkum hinna, en á hinum eyjunum, þar sem ekkert var nema gjörnöguð beinin, varð jeg vottur að því, að þeir sem þar lifðu eftir, börðust upp á líf og dauða, aðeins til þess að afla sjer fæðu hver af annars holdi, eða reyndu að draga til sín líkin, sem flutu niðureftir straumn- um. Thurid veitti öllu þessu ekki hina minstu athygli,- þótt þessar vesælu verur væru við og við að æpa á hann og rjetta út eftir honum hendurnar, — hann virtist því vera vel kunnur ölJum þessum ástæðum, og ósköpunum sem hann sá alt umhverfis sig. Hann hjelt áfram upp ána um langan veg, máske eina tvo kílómetra, og þá reri hann yfir að vinstri bakkanum og dró bát sinn upp á lága klettasillu, aðeins lítið eitt hærri en vatnsborðið. Jeg þorði ekki að fara yfir ána á eftir honum, því hann hlyti að hafa sjeð mig. í stað þess stöðvaði jeg bát minn við klett, sem varpaði dimmum skugga. Þaðan gat jeg haft augun á Thurid, án þess að eiga á hættu, að hann sæi mig. 6. dagur ,,Þau eru fleiri en mann grun ar. Það eru þrjú svefnherbergi, tvær stofur og svo bókaher- befgið“. „Jæja. — Nei, jeg hefi vitan- lega ekkert að gera með svo mörg herbergi. — En meðal annara orða — hvað heitið þjer?“ „Matthews, herra“. „Skildi hr. Scrivener eftir nokkur boð til mín?“ „Það er brjef til yðar inni í bókaherberginu, herra“. „Jæja. Það er þá ef til vill best að jeg líti á herbergi mín“. „Já, herra“. Við fylgdumst að eftir breið- um gangi. Hún sagði, að bóka- herbergið væri fyrir endanum á ganginum. Tvö herbergi, við hliðina á því, höfðu verið út- búin handa mjer: svefnherbergi og dagstofa. Stofan var stór og bæði herbergin voru búin glæsi " legum húsgögnum. Jeg hafði aldrei á ævj. minni dvalið í svo glæsilegum húsakynnum fyrr. Hver smáhlutur þar inni bar vott um auð og djúprætta sið- fágun. Þögnin þarna var svo djúp, að manni fanst það nálg- ast helgispjöll að þurfa að tala. Á meðan jeg stóð þarna, og virti fyrir mjer húsgögnin, fanst mjer, að þetta hlyti alt að vera draumur — innan stundar myndi jeg vakna og skunda af stað til vinnu minn- ar hjá Petersham. „Hr. Scrivener bað mig að segja yður, herra, að ef ein- hverjar af ákvörðunum hans brytu í bága við óskir yðar, þá skylduð þjer um fram alt breyta þeim eftir yðar geð- þótta“. „Þetta er alt eins og best verður á kosið. Jeg er viss um, að mjer líður prýðilega hjer“. Eftir stutta þögn sagði hún: „Það var venja hr. Scriven- ers, herra, að láta mig vita að morgunverði loknum, hvort hann myndi snæða miðdegis- verð og kvöldverð heima, og hann stakk upp á því, að þjer mynduð ef til vill vilja gera það líka“. „Já — það er sjálfsagt“, svar- aði jeg. „Hvenær fór hr. Scri- vener frá Lundúnum?" spurði jeg því næst. „Fyrir viku síðan, herra“. „Og þjer hafið enga hug- mynd um, hvenær hann muni væntanlegur hingað aftur?“ „Nei, herra“. Jeg leit á hana, en svipur hennar ljóstraði engu upp. Jeg gerði ráð fyrir, að hún liti svo á, að Scrivener væri það hátt yfir hana hafinn, að það myndi ósvífni af hennaf.hálfu að for- vitnast um hagi hans. Það var bersýnilegt, að hún myndi ekki á neinn hátt hjálpa til þess að lyfta þeirri hulu, er hvíldi yfir Scrivener. „Mynduð þjer vilja sjá bóka- herbergið, herra?“ Hún opnaði dyrnar, sem voru fyrir endanum á ganginum, og jeg gekk inn. Jeg nam staðar rjett fyrir innan dyrnar, og gat rjett með naumindum komið í veg fyrir, að jeg ræki upp undrunaróp. Jeg hafði aldrei sjeð svona athyglisvert her- bergi. Traustar bókahillur þöktu veggina frá lofti niður í gólf, og það var ekki hægt að hugsa sjer hin fögru hús- gögn í öðru umhverfi. Mjúkar, þykkar, persneskar ábreiður voru á gólfinu. En það var frem ur andrúmsloftið en húsgögnin á herberginu, sem hreif mig. Það var þrungið persónuleika eigandans. Það beið þess, að hann kæmi aftur. Það gerði að verkum, að maður hafði á til- finningunni, að maður væri þarna óboðinn og óvelkominn gestur. ,Það eru aðeins þeir mátt ugu, er þannig geta markað dauða hluti persónuleika sín- um, og þetta bókaherbergi bar þögult en glögt vitni um at- gjörfi húsbóndans. Herbergið var listaverk og á einu andar- taki sagði það mjer meira um Scrivener en Winkworth og Matthews höfðu gert. Það sagði meira og það vissijneira. Geislar síðdegissólarinnar fyltu herbergið mjúkri birtu — gældu við fegurð þess — Ijeku sjer í litauðgi þess. Jeg stóð hreyfingarlaus. Eina ,hljóðið, sem heyrðist, var lágt snarkið í arineldinum. „Viljið þjer fá teið hingað inn, herra?“ »Já — eftir svona tíu mín- útur“, Svaraði jeg. Jeg fór inn í svefnherbergið og hafði fataskiíti. Jeg kom aftur inn í bókaherbergið í sama mund og Matthews kom þangað með teið. — Á meðan jeg drakk teið, fór jeg í huganum yfir samtal mitt bæði við Winkworth og Matthews. Jeg reyndi að muna hvert orð, er okkur hafði farið á milli. Voru þau litlu fróWi um Scrivener en jeg — eða reyndu þau af ásettu ráði að dylja mig einhvers um hann? Jeg fann, að svarið við spurn- ingu þessari hafði talsvert mikla þýðingu, en því lengur sem jeg hugsaði um samræður mínar við þau, því sannfærðari varð jeg um, a'ð Winkworth Ijetist vita meira en hann í raun ‘rjettri vissi, þar sem Matthews aftur á móti gerði enga tilraun til þess að fa'ra í launkofa með fáfræði sína. — Það var eitt, sem jeg var viss um, og fjekk mjer nokkurar forvitni: hvor- ugt þeirra virtist undrandi yf- ir því, þótt Scrivener hefði ákveðið, að ráða bráðókunnug- an mann í þjónustu sína. — Winkworthrhafði sagt, að hann væri einkennilegur. Leit hann svo á, að ráðning mín væri að- eins enn eitt dæmið um kenjar húsbónda síns? Eða var skýringin alt önnur? Var jeg nauðsynlegur, til þess að Scrivener gæti hrundið í framkvæmd einhverju sam- særi? Var jeg þvældur í glæpa- starfsemi, þar sem hægt var að nota mig í einhverju augna- miði — sem jeg gat ekki einu sinni gért mjer í hugarlund, hvert væri? Jeg .vissi vitanlega, að loforð um auðgrædda pen- inga var agnið, sem nýliðar voru gintir með út á þá braut. Yfirborðið, sem Scrivener sýndi heiminum, var að vísu lýta- laust — en sú staðreynd hafði enga þýðingu. Það er enginn, sem trúir á heiðarleik á vorum dögum — en flestir — og þá einkum og sjer í lagi glæpa- menn — gæta þess vandlega, að koma fyrir almenningssjón- ir sem óvjefengjanlega heiðar- legir og virðingarverðir menn. En útlitið blekkir mig ekki, og ástæðan til þess er veigamikil. Jeg hefi litla reynslu, í þeirri merkingu, sem menn leggja al- ment í það orð: jeg hefi ferðast mjög lítið og jeg hefi ekki kynst mörgu fólki. En jeg hefi lifað í einstæðingsskap árum saman, og það er reynsla, sem þeir einir öðlast, er hafa verið ein- mana. Á þessum árum neydd- ist jeg til þess að læra talsvert um sjálfan mig, og sú þekkihg kefndi mjer, hvers jeg ætti að leita hjá öðrum. Ef þú hefir komið á bak við tjöldin í leik- húsi, getur þú aldrei framar látið blekkjast af því, sem fram fer á leiksviðinu, eins og sá, sem ætíð hefir verið í hópi áhorfenda. Það má í raun rjettri segja, að jeg hafi komið á bak við tjöldin, og þess vegna læt jeg ekki útlitið blekkja mig framar. Yfirborð það, sem fólk sýnir heiminum, gefur oftast aðeins til kynna, hvað það vill, að aðrir haldi um sig. Hvað vildi Scrivener, að jeg hjeldi um sig? Sennilega að hann væri einkennilegur og sjervitur mannvinur. Venju- legur maður ræður ekki til sín ókunnugan mann fyrir einka- ritara — mann, sem hann hefir aldrei sjeð — greiðir honum höftingleg laun og læíur hann búa á heimili sínu. Það var eitt- hvað dularfult við þetta alt i saman og jeg fastrjeð að vera á verði — reyna eftir megni að finna einhverja lausn gátunn- ar. Jég iðraðist þess ekki, að vera hingað kominn. Jeg þurfti ekki að hugsa um neinn — taka tillit til neins. Jeg átti von á að komast í æfintýri, og það. var vissulega tilhlökkunarefni. — Ekki vildi jeg vera seinni maður ekkju. — Það er þó skömminni til skárra en að vera fyrri mað- urinn hennar. ir Gyðingurinn var að taka lán af bróður sínum með 9% vöxt- um. — Ja, jeg ætla nú svo sem ekki að vera neitt að kvarta, en ekki veit jeg hvað hann pabbi okkar myndi segja, ef hann vissi að minn eigin bróð-' urinn er að okra svona á mjer. — Blessaður vertu rólegur. Þaðan sem hann er, lítur þetta út eins og 6%. ★ — Meiddirðu þig í fallinu? — Nei, ekki í fallinu, en þeg ar jeg kom niður á jörðina, þá braut jeg báðar lappirnar á mjer. ★ Þetta gerðist í Skotlandi. — Hvaða uppistand var þetta þarna fyrir framan bíóið? — Tveir hálfbræður voru að reyna að komast inn á sama miðann. Tveir Englendingar sátu sam an í klúbbnum, báðir niður- sokknir í Times. Loks leit annar upp úr blaðinu.og sagði: — Það er sorglegt að heyra um konuna þína, gamli. — Ha, hvað segirðu? feagði hinn og leit nú upp úr sínu blaði. — Jeg var að segja, að það væri sorglegt að heyra um konuna þína, þeir voru að grafa hana í gær. — Já, sagði hinn, og bjó síg til að fara að lesa aftur. Síðan bætti hann við eftir nokkra um hugsun: — Sjáðu, þeir urðu að gera það. Dauð. Maður nokkur strengdi þess heit að ganga í 6 mánaða vín- bindindi. Skömmu síðar hittu vinir hans hann dauðadrukk- inn úti á götu. — Hvað er þetta maður, varst þú ékki kominn í bind- indi? — Hik, jú, en jeg tek þáð bara ekki alt í einu lagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.