Morgunblaðið - 13.09.1945, Page 6
e
MORGUNBLAÐÍB
Fimtudagur 13. sept. 1945
Ótg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni óla.
Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands,
kr. 10.00 utanlands.
I lausasðlu 50 aura eintakið, 60 aura með Lesbók.
Búm annsra unir
„MÖRG er búmanns raunin“ segir gamall málsháttur.
Hann hefir ævarandi sannleika að geyma eins og mörg
þau spakmæli önnur sem geymast mann fram af manni.
Þeir, sem stunda landbúnaðinn hjer á landi hafa við
marga örðuleika að etja. Svo hefir það verið frá alda
öðli og svo verður það vafalaust áfram þó að áukin tækni
og vaxandi fyrirhyggja geti þar nokkuð úr dregið.
Til skamms tíma hafa flestar búmannsraunir íslenskra
bænda verið tengdar við hið óstöðuga og misbresta sama
íslenska tíðarfar. Skin og skúrir, logn og stormur, frost
og hiti skiftast alltaf á og í okkar landi er óvissan meiri
hvort ofan á verður heldur en gerist víðast annars stað-
ar. Þess utan hafa önnur náttúrunnar fyrirbrigði oft og
einatt ógnað bændum og búaliði, svo sem: eldgos, jarð-
skjálftar og hafís. Við alt slíkt hafa þó yngri menn nú-
lifandi kynslóðar verið furðulega lausir. Hitt er kunn-
ugt að aðrir miklir örðugleikar hafa síðustu árin ógnað
bændum þessa lands og valdið slíku afhroði, að engin
dæmi er áður til. Má þar einkum til nefna hinar ógnar-
legu fénaðarpestir, sem inn í þetta land hafa verið
fluttar, og ska.ðað hafa bændur landsins um tugi eða
jafnvel hundruð milljó'na króna, þegar allt kemur til
alls.
Nú þegar líður að göngum og hinn venjulegi hey-
skapartími er úti, þá er breytilegt um að lítast í sveitum
okkar lands, eins og raunar oft áður. Sumarblíðan hef-
ir að vísu brosað blítt við mörgum bændum, sveitum og
hjeruðum, en öðrum hefir hún reynst svikul og hverflynd
Á Norðurlandi austanverðu og öllu Austurlandi hefir
verið eitt hið ágætasta sumar og heyafli í besta lagi. Á
vestanverðu Norðurlandi og sumsstaðar vestanlands hef
ir verið alt að því meðal sumar. Um túnaslátt ágætt og
sæmilegur kafli kring um höfuðd. en all örðugur vot-
viðratími þar á milli og .aftur nú síðast. í þessum landshl.
mun heyafli sæmilegur að vöxtum, en talsvert af
útheyi nokkuð hrakið. Á öðrum svæðum landsins, þ. e.
Suðurlandi öllu, Borgarfirði og nokkrum hluta Vestur-
lands, hefir sumarið hins vegar verið með afbrigðum
örðugt og vott, svo að það eitt hefir náðst af heyjum
með sæmilegri verkun, er fyrst var slegið. Alls staðar
um land hefir grasvöxtur verið góður og sumarið heitt,
svo að alment er jörð með öllu ófallin enn. Þó er það vit-
anlega svo, að á óþurkasvæðinu öllu er aðstaða bænda
nú hin ömurlegasta. Sumarið hefir reynst þeim raunar-
tími. Vinna þeirra og fjármunir hafa farið forgörðum
í stórum stíL Við augunum blasir nægtarleysi til bjarg-
ræðis þeim bústofni, sem hagurinn veltur á. Brostnar
vonir og breyttan hug skilur sumarið eftir. Eitthvað
kann úr að_rætast, ef haustið verður gott, en horfur eru
ekki góðar. Eins og venjulega ha"fa þeir sloppið best,
sem byrjuðu sláttin fyrst og best ræktuðu túnin hafa.
Hjá þeim sumum hefir skaðinn máske eigi orðið nema
hálfur á móts við flesta hina.
Aflabrestur útvegsmanna og sjómanna og heyskapar-
leysi bænda eru þungar raunir, sem altaf geta borið að
höndum, en örðugt er að mæta. Sumir halda að hægt
sé að tryggja atvinnuvegi landsins gegn þess háttar ó-
höppum. Ráðin til þess eru ekki fundin og munu seint
verða fundin svo að fullu gagni komi. Hitt er sjálfsagt
að gera svo gott sem unt er úr slæmu ástandi meðal ann
ars með útvegun kjarnfó'ðurs o. fl. Og fyrir framtíðina
verður bændu.m altaf helsta tryggingin í góðri ræktun
og notkun fullkomnustu tækja, sem hvorutveggja gerir
unt að nota sem best hagstæðasta heyskapartímann, sem
næstum undantekningarlaust er júlí mánuður.'
Sumir gera sjer vonir um mikið gagn af vjelaþurkum
og á einstaka stað hefir hún verið reynd á þessu sumri.
En arangurinn hefir orðið misjafn, þó að víðast hafi orð-
ið nokkuð gagn af. Útheyjaverkun hefir og farið vaxandi
á síðari árum, einkum sunnan lands. Hefir það gagnað
mikið og má án efa auka þar við.
DAGLEGA LÍFINU
Hvernig ráðherrann
fjekk rjómann.
NÚ ER ÞAÐ upplýst mál,
hvernig á því stóð, að menta-
málaráðherra íslands fjekk
rjóma í mjólkurbúðinni á Fram-
nesveginum á sunnudagsmorg-
uninn eð var, á sama tíma, sem
fjöldi viðskiftavina fjekk neit-
un um rjómadreitil. Jeg sagði
ykkur þessa sögu til fróðleiks og
skemtunar í blaðinu í fyrradag.
En í gær fjekk jeg brjef frá af-
greiðslustúlkunni og segir hún
frá á þessa leið:
„Kæri Víkverji!
Af því að yður leikur forvitni
á að vita. hverhig farið var að
því að galdra fram rjómalögg
handa Brynjólfi Bjarnasyni
mentamálaráðherra, skal jeg
skýra yður frá leyndarmálinu.
Brynjólfur hafði sótt mjólkina
á hverjum morgni alla vikuna,
ekki vegna þess, hve hann er
„góðui' eiginmaður“, heldur af
nauðsyn, því kona hans var las-
in, en þau hjónin hafa enga hús-
hjálp. Alla þessa daga var hon-
um neitað um rjóma, utan eiiiu
sinni, og það var honum sjálf-
um að kenna, vegna þess, að hann
kom ekki nógu snemma.
Á sunnudagsmorguninn var
honum einnig neitað um rjóma,
en af því að jeg t>g konan hans
erum gamlir kunningjar, sendi
jeg henni með honum ofurlitia'
lögg af rjóma, sem jeg hafði
keypt urn morguninn handa
sjálfri mjer fyrir mína eigin
peninga og sem jeg þóttist frjálst
að komin. Þetta er hinn óttalegi
leyndardómur.
Afgreiðslukonan í mjólkurbúð-
inni á Framnesveginum.
Þóra Jónsdóttir, Brattagötu 5“.
Gott að eiga góða að.
VIÐ ÞETTA brjef hennar Þóru
þarf engu að bæta. Hún hefir að
sínum dómi gert hreint fyrir sín
um dyrum og þó sjerstaklega
ráðherrans. Hann var svo sem
ekki að trana sjer neitt fram,
eða reyna að nota sína aðstöðu.
Það væri sannarlega gott, ef
allir, sem lasnir eru og þurfa á
rjóma að halda til að blanda sam
sullið, ættu slíka að eins og hana
Þóru.
Það eru margir, sem vilja ná
sjer í rjóma, einmitt vegna þess,
að það er lasleiki á heimilunum,
en verða að fara rjómalausir úr
mjólkurbúðunum eftir sem áð-
ur. Jeg minnist þess, að í fyrra
var einu sinni það bóð iátið út
ganga, að enginn gæti fengið
rjóma, nema handa sjúklingum.
Sumir fengu resept hjá læknum
fyrir rjóma. Það var einmitt um
þetta leyti, sem einhver skollans
pest kom upp í nágrenninu, [ »ar
sem jeg bý, og allir, sem í mjólk
urbúðina komu, þurftu að fá
rjóma fyrir sjúkling.
Ætli það sje ekki líkt ástatt
með aumingjana, sem hafa þau
sjerrjettindi að fá mjólkina
senda heim. Ætli það sje ekki
fótafúi, eða einhver óáran í
þessu fólki og það þoli ekki að
standa í biðröðum eins og fjöld-
inn fyrir framan mjólkurbúð-
irnar?
•
Plága.
ÞAÐ ER ANNARS meiri plág-
an að vera meðlimur í fjelögum
í þessu landi. Bráðsaklausir
menn, sem einhverntíma hafa
gengið í eitthvað fjelag, annað-
hvort af áhuga fyrir fjelagsmál-
um, eða til þess að styrkja fje-
lagsskapinn með árstillagi, eiga
á hættu að fá sent í pósti svo
og svo marga happdrættismiða,
sem ætlast er til að þeir selji
eða kaupi.
Nú er það svo, að þó menn
hafi gerst fjelagar í einhverju
fjelagi, þá hafa þeir ekki )>ar
með gengist inn á að gerast sölu-
menn happdrættismiða, eða ein-
hvern skollans.
Það er eins gott að standa í
skilum með þessa miða, sem
sendir eru fyrirvaralaust og ó-
beðið, því miðarnir eru saffia og
peningar fyrir fjelagið.
•
Af sem áður var.
EINU SINNI þótti það gott að
fá nýja fjelaga í fjelög, þó ekki
væri til annars en að greiða árs-
tillagið. Nú virðist árstillagið
ekki iengur neitt aðalatriði, held
ur er lifað á sníkjum.
Jeg held, að þetta happdrættis
og annað sníkjufargan fjelaga sje
ákaflega hættulegt fyrir fjelags-
líf í heild. Menn fá leið á þessu
og hljóta að segja sig úr fjelög-
um umvörpum þegar enginn
friður fæst.
Kunningi minn einn, sem er í
mörgum fjelögum, sennilega fleir
um fjelögum en alment gerist,
hafði einu sinni 250 happdrætt-
ismiða í fórum sínum. Verðmæti
þessara miða skifti hundruðum
króna. Það var ekki furða þótt
maðurinn segði sig úr öllum þess
um fjelögum þegar í stað. Það
gera ]>að senniiega fleiri.
•
100%.
LÍTILL kunningi minn, sem
nýlega er farinn að læra pró-
sentureikning, • hefir gert sjer
skrítnar hugmyndir um veðrið
þessa dagana. Er jeg spurði hann
að því eínn daginn, hvernig hon
um litist á veðrið þann daginn,
svaraði hann:
„Blessaður vertu, það er næst-
um 100 prósent vatn!“
!•«■•■■••■■■■■■■■»« ■■■■■■■■■■■■
Á ALÞJÓÐA VETTVANGI
SNARPUR, hlýr sunnanvind-
ur dreyfði hvítum skýjum um
loftið yfir Atsugiflugvelli, þegar
Bandaríkjahermennirnir lentu
þar. Hávaxið grasið svignaði í
skuggum á völlinn.
Japanskur frjettaritari frá Do-
maifrjettastofunni stóð við flug-
völlinn og horfði á. Hann sagði
að sig sviði í augun. Jlkki af
sólinni, heldur af því, hversu ör-
lagaþrungið eitt einasta augna-
blik gæti verið. Svo hrærður var
hann.
Það voiu líka aðrir menn
hrærðir, máske á annan hátt þó,
liðsmenn 1L loftflutta Banda-
ríkjaherfylkisins, þegar þeir
lentu á flugvellinum, fyrsta flug
velli í Japan, sem Bandaríkja-
hermenn höfðu stigið á. Og ekki
er vafi á því heldur, að órótt
hefir þeim verið innanbrjósts,
landgönguliðunum, sem voru að
stíga á land við Yoshuka, með
alvæpni, sem reynslan skar úr
um að ekki þyrfti að nota.
Þ^fta var síðasta innrás styrj-
aldarinnar, og þeir stigu upp-
rjettir á ströndina. Engin skot-
hríð glumdi við. Baráttukjark-
ur óvinanna var loks þrotinn.
Hermennirnir störfu með
kuldalegri forvitni á leifar hins
keisaralega japanska hers. Hvar
vetna sáust fullar járnbrautar-
lestir af japönskum hörkulegum,
brúr.um hcrmönnum, flestum
Síðasta ínnrásin
fremur illa búnum. Þeir gengu
í fylkingum eftir vegunum, á
hinni löngu leið heim úr stríð-
inu. Borgarbúar fögnuðu Banda-
rikjamönnum, en sveitafólk, sem
hafði kynst sprengjum,
gretti sig að þeim. Það gat ekki
skilið uppgjöfina. Meginherinn
japanski var ósigraður, en
reynslan frá Leyte, Iwojima,
Saipan og Okinawa hafði sann-
fært stjórnendurna um það, að
ekki var hægt að vinna styrj-
öldina.
★
DOUGLAS' MACARTHUR hers
höfðingi var gjörbreyttur mað-
ur. Þegar hann steig út úr flug-
vjel sinni „Bataan“, breiddist
bros j’fii' hörkulegt andlit hans.
Þessi stórláti maður, sem var
vanur því að gleyma, hvernig
menn litij út, hann tók nú í hend
ur manna, þúaði þá og hrósaði
hljómsveitinni, sem Ijek. Síðar
mataðist hann með undirmönn-
um sínum. Það hafði hann ekki
gert síðan 7. desember 1941.
Innrásin hjelt áfram með vjel-
rænni nákvæmni. Flugvjelarnar
lentu í röðum með fjögurra min-
útna millibili. Og í löngum röð-
um sigldu orustuskip, beitiskip
og tundurspillar bandamanna
inn gegnum Urgasundið, inn á
Tokióflóa. Þetta gekk næstum of
vel. Þurlegur Breti, sem horfði
á William T. Clement hershöfð-
ingja draga Bandaríkjafánann að
húni ásamt fáeinum sjóiiðum í
flotastöðinni við Yokosuka,
sagði: „Jæja, ætli hann fari ekki
svo að tilkynna, að basarinn sje
opinn“.
Margir, sem höfðu barist gegn
Japönum, gengu á land haldnir
ótta um sviksemi, eða bjuggust
að minsta kosti við kuldalegum
fjandskap af Japana hálfu. En
raunin varð eins og draumur
gamals hermanns um sigur. —
Farið var með Bandaríkjaliðs-
foringjana frá flugvellinum inn
í þægilegan borðsal, og þar
neyttu þeir skjaldbökusúpu,
nautasteikur og eggjaköku. Þeir
höfðu búist við að þurfa að sofa
undir beru lofti, en var vísað á
rúm með tárhreinum lökum. —
Harald prins byrjar
sfeóiagöngu
HARALD prins, sonur Olavs
ríkisarfa í Noregi, er nú að
hefja skólagöngu í Oslo. Prins-
inn er nú 8 ára.
Þetta er í fyrsta sinn, sem
Harald prins kemur í norskan
skóla því ófriðarárin dvaldi
hann lengst af í Bandaríkjunum
Var móðir hans, Martha prins-
essa gestur Roosevelts-hjón-
anna í Hvíta húsinu ófriðarárin.
vindinum og varpaði dansandi ekki