Morgunblaðið - 20.09.1945, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fimtudagxir 20. sept. 1045
11
FYRST ER AÐ FERÐBÚA SKIPIN
TVENNT er það, sem efst
er á baugi í daglegu lífi Norð
manna um þessar mundir:
málaferlin gegn nasistum
og endurreisarmálin. Og þó
að undarlegt megi virðast,
hið fyrrnefnda ætlar að
verða erfiðara viðfangs en
hið síðara. Og þó ekki udar-
legt. Friðarsamningar eru
stundum erfiðari en ófriður
inn sjálfur, og eftir þessa
styrjöld er ekki aðeins um
friðarsamninga að ræða
milli hinna sameinuðu þjóða
og öxulveldanna, heldur og
innan a-Ilra þeirra ríkja, sem
verið hafa undir hernámi
Þjóðverja. Þar hefir í raun-
inni verið borgarastyrjöld,
og eftir borgarastyrjöld þarf
friðarsamninga. En það er
stundum ranghermi að tala
um samninga milli sigurveg
arans og hins sigraða, hvern
ig sem það reynist nú.
En það var endurreisar-
starfið í Noregi, sem hjer
verður vikið að, einkum á
sjónum. Norðmenn hafa að
vísu mist mikið og þurfa að
endurreisa á þurru landi. Til
dæmis heilt amt, sem er um
40.000 ferkílómetra stórt, en
að vísu afar strjálbygt, nfl.
Finnmörkina. Þar þarf ekki
aðeins að endurbyggja hvert
einstakt hús heldur líka að
útvega nýja áhöfn á hvert
býli, því að það var eigin-
lega alt drepið, nema fólkið
sem flýði suður í land, og
svo mýflugan. Grafningur-
inn er eins og sól hjá Finn
mörk hvað mývarginn snert
ir.
Svo þarf að^byggja upp
heila bæi, sem brunnið hafa
að miklu eða öllu leyti. Les-
endurnir kannast við nöfn-
in: Narvik, Bodö, Kiristjáns-
sand, Molde o. s. frv. — auk
smærri bæja, sem ekki hefir
þótt taka að nefna.Og svo er
hitt, að þeir bæir, sem ekki
hafa orðið fyrir tilfinnan-
legum skemdum hafa ekki
fengið neinar viðbætur eða
viðhald undanfarin fimm ár.
í Oslo er gert ráð fyrir að
25000 nýjar íbúðir þurfi að
bætast við á ári, til þess að
fullnægjá íbúðarþörfinni á
venjulegum árum. Þar vant
ar því 12.500 íbúðir núna,
enda má heita ógerningur
að fá húsnæði í höfuðborg-
inni. Sömu söguna hafa aðr-
ir bæir að segja.
Þegar á alt er litið hafa
furðu litlar skemdir orðið á
öðrum mannvirkjum, t. d. j
verksmiðjum og þess háttar,
hvorki af hálfu Þjóðverja
nje vegna spellvirkja „skóg-
armanr.anna*. Það er „þak
yfir höfuðið“, sem fyrst og
fremst vantar , — á landi.
.-----En á sjónum er öðru
máli að gegna. Norðmenn
hafa mist nærfelt helming af
skipaflota sínum. Og Norð- ‘
menn voru hlutfalslega
mesta siglingaþjóð heimsins
— og eru það meira að segja
enn, þrátt fyrir allan miss-
irinn. En þeir ætla sjer auð
sjáanlega áð ná fyrra sæti
sínu í alþjóðaröð, sem sigl-
ingaþjóð, alveg eins og þeir
gerðu eftir fyrri heimsstyrj-
öldina og skipatjónið þá.
— Það verður hörgull á
skipum eftir stríðið, segir
Tor Skjönsberg, siglinga-
málaráðherraann norski. —
En við vitum ekki enn hvað
gerist á næstunni, vitum
ekki hvaða brautir siglinga-
málin snúast inn á. Vitum
ekki hvað Ameríkumenn
■ gera, hvort þeir bræða upp
| eitthvað af skipunum sínum
; eða selja þau eða fara að
' reka siglingar í stórum stíl
og keppa um flutninga, sem
• þeir höfðu áður. Fyrstu sex
' mánuðma frá uppgjöf Jap-
ana verða siglingar hinna
sameinuðu þjóða undir yfir
umsjón hins nýstofnaða als-
herjarsambans, UMA, Unit-
ed Maritimo Adminjstration
| Það mun ekki standa á flutn
ingum, heldur er meinið það
1 að við eigum ekki meiri vör
! ur til að flytja heim.
j ---- Norðmenn virðast
ekki ætla að kaupa skip af
Ameríkumönnum til að fylla
í skarðið, sem höggvið hefir
verið í flota þeirra. Þegar
útgerðarf jelag hefir mist
skip hefir það jafnan gert (
samning um smíði á nýju,
skipi í staðinn, svo framar-
lega sem það hefir verið
hægt. Þannig eiga þeir um
hálfa milljón smálesta í
smíðum í Svíþjóð, og líka
hafa þeir pantað skip hjá
dönskum skipasmíðastöðv-
um, svo sem Burmeister &
Wain og fleirum. Einnig í
Bretlandi, en það er þó hlut
fallslega lítið.
En norsku skipasmíða-
stöðvarnar munu menn
spyrja. Norðmenn eiga all-
mikið af skipasmíðastöðv-
um sjálfir, t. d. Nyelands-
stöðina og Akers mekaniske
Verksted, auk margra
smærri. Sumar hinna
smærri smíðastöðva hafa ný
skip í smíðum, en hinar
stærri hafa öðru að sinna. —
Þær eru að gera við gömlu
skipin.
Fyrir tæpum tuttugu ár-
um var ömurlegt að lítast
um á stóiru skipasmíðastöðv
unum í Osló. Þar var alt
dautt. Norðmenn, siglinga-
þjóðin mikla sjálf, var ekki
samkepnisfær í skipasmíð-
um, en ljetu nágrannana,
Dani og Svía, smíða fyrir
sig — og jafnvel ítali og
Þjóðverja. Oslofjord, glæsi-
legasta og stærsta skip Norð
manna, sem fórst á tundur-
dufli við Newcastle, var í
Þýskalandi, Venus og Vega
hin fögru skip Bergenske,
sem nú liggja í fjöru í Norð-
ur-Þýskalandi, voru bygð í
Italíu.
En nú hafa norsku smíða-
stöðvarnar nóg að gera. Það
má heyra „hamars og axar-
högg“ úti á Akers Mekan-
iske núna, ekki síður en þeg
ar musteri Salómons var
bygt. Og þar er ýmist verið
að gera við eða fullgera skip
er legið hafa hálfsmíðuð öll
stríðsárin. En þau skipin
sitja fyrir, sem fljótlegast er
að gera sjófær. Nýbygging-
arnar sem stytst eru komnar
eru látnar sitja á hakanum.
Siglingamálastjórnin hefir
skipuð nefnd, til að sjá um
þetta, sú nefnd skiftir líka
efninu niður á smíðastöðv-
arnar.
Fyrir stríðið unnu 1700
mann á Akers Mekaniske
Verksted. Nú eru þar ekki
nema 1500, því að hjer er
skortur á vinnuafli, meðal
annars eru margir í her-
skyldu, sem liðsmenn heima
varnarliðsins, en nú er ver-
ið að leysa þá af hólmi, svo
að bráðum fær stöðin fullan
vinnukraft. Þarna eru skip
af öllum stærðum, smáir
Hljómleikar Sunnukórsins
ÞAÐ MUN MÖRGUM þykja
vafasöm háttvísi að gagnrýna
„kollega“ sinn á opinberum
vettvangi, enda hefir undirrit-
aður hikað við að rita þessar
línur, þangað til hann sá, að
enginn myndi koma í hans stað
að þessu sinni, á meðan aðaltón
listardómari blaðsins, Páll ís-
ólfsson, er fjarverandi. (í þessu
sambandi skal bent á. hversu
óheppileg aðstaða þeirra er,
sem teljast. tónlistargagnrýnend
ur hjer í Reykjavík, en þessir
menn eru flestir starfandi
söngstjórar eða hljóðfæraleik-
arar, sem munu oft og einatt
eiga erfitt með að varðveita
það sjálfsagða hlutleysi, sem
starf dómarans heimtar. Bráða
birgðalausn á þessu vandamáli
væri, ef til vill, að láta okkur
músíkantana aðeins rita um
það, sem er ekki okkar aðal
starfsgx-ein, þangað til ný at-
vinnusjett hefir skapast' stjett
gagnrýnenda, sem eru „fag-
lærðir“, en í senn algerlega ó-
háðir störfum og viðskiftum
tónlistarmannanna sjálfra).
Sunnukórinn frá ísafirði
hjelt þrjá hljómleika hjer í
Reykjavík. Tveir þeirra voru
almenns eðlis, en hinir síðustu
voru helgaðir kirkjutónlist, og
fóru þeir fram í dómkirkjunni.
Söngstjóri kórsins er Jónas
Tómasson, en dr. Urbantscitsch
aðstoðaði með uhdirleik.
Það skal strax tekið fram, að
fárir — ef nokkrir — kórar
hjer á landi munu geta flutt
eins fagran piano-söng og
Sunnukórinn frá Isafirði. I
forte-söng reyndist hljómur-
inn víða nokkuð ‘ gisinn og lit-
vana, og skorti einkum basS-
ana þá fyllingu, sem æskileg
hefði verið á stöku stað. Tón-
myndin var einkar samfeld og
laus við ofreynslu, enda radd-
irnar óvenju þýðar, og mun
kensla Sigurðar Birkis og frú
Jóhönnu Johnsen hafa átt sinn
þátt í hinni ágætu þjálfun söng
fólksins. Hæfileiki frú Jóhönnu
að veita kvenröddum hinn eft-
irsótta höfuð-resonanz mun
sjaldgæfur hjer á landi og væri
mikill fengur að fá frúna suður
til lengri dvalar og tilsagnar
á vegurh Landsambands bland
aðra kóra.
Söngskráin var fjölbreytileg
mjög, en sneiddi þó fram hjá
mjög erfiðum viðfangsefnum.
Sum laganna voru klædd nýj-
um búningi, og má þar nefna
raddsetningar söngstjórans:
„Ave Maria“ eftir Cesar Frank,
„Vórljoð“ Méndélssohns og
„Gígjan“ eftir Sigfús Einars-
son, sem vakti mikla hrifningu
meðal áheyrenda. Um lagið
„Næturbæn" eftir Beethoven,
sem er, sém kunnúgt kafli úr
sónötu op. 57, má hins vegar
segja: „Gjaldið Beethoven það
sem Beethovens er. .. .“, þ. e.
a. s. flytjið kórsöngva hans sem
kórsöngva, en píanóverk hans
sem píanóverk. — (Þess skal
getið, að hið vinsæla vöggulag:
„Sonur minn, sofðu í ró“, sem
oftast er eignað Mozart —
einnig í þessari söngskrá —
hefir þegar árið 1892 reynzt
vera eftir þýskan lækni, Bern-
hard Flies, sem samdi það 1796,
eða 5 árum eítir dauða Moz-
arts). Hinir þrír einsöngvarar
— Margrjet Finnbjarnardóttir
og Jón Hjörtur Finnbjarnar-
son auk frú Jóhönnu Johnsen
— leystu hlutverk sín framúr-
skarandi vel af hendi, og vakti
hinn italski raddhreimur frú
Margrjetar furðu áheyi'end-
anna.
. Á kirkjuhljómleikunum
heyi'ðist auk söngvanna fei’sk
og glaðvær pai’títa fyrir orgel
eftírPál Halldórsson, sem mun
sgirnin undir umsjá dr. Urbant-
schitsch, og ber hún vitni um
kontrapunktakunnáttu höfund
arins. Dr. Urbantschitsch Ijek
yerkið með. áhrifaríkri regist-
ur-skiptingu, enda var öll
frammistaða hans — bæði við
píanóið og orgelið — kórnum
og söngstjóranum hinn mesti
styrkur. Jónas Tómasson fer
sínar eigin leiðir í stjórn kórs-
ins, en með ljúfmensku sinni
og hljedrægni virðist hann
öi’va sönggleði og sönghæfni
kórsins betur en mörgum
„routineruðum“ söngstjóra hef
ir tekist.
Róbert Abrahani.
og
Tyrkja
Irakmanna
London í gærkvöldi.
í GÆR kom þjóðhöfðingi Irak
manna til Ankara, til þess að
í-æða við Inonu Tyrklandsfor-
seta og ráðherra hans um ýms
sameiginleg mál ríkjanna. Var
þjóðhöfðingjanum fagnað ákaf
lega á járnbrautastöðinni, en
einkalest Tyrklandsforseta
hafði verið send eftir honum til
landamæranna. — Kom þegar
fram í viðræðunum hin mikla
vinátta, sem ríkir milli hinni
tveggja þjóða. — Reuter.
vjelbátar, hvalaveiðabátar,
strandferðaskip og tankskip,
en ,,Stavangerfjord“ norskú
Ameríkulínunnar er stærsta
skipið sem er statt þar nua.
En það er tilfinnanleg
vöntun á efni. Byrðingsplöt
um er að vísu nægilegt af,
en flest annað er af svó
skornum skamti, að viðgerð
in verður stundum að bíða,
þangað til næsta sending
kemur frá útlöndum. Flest
innanstokks kemur frá Eng-
landi og alt verður að spara,
svo að skipin, sem nú sigla
út frá smíðastöðinni hafa als
ekki sambærilegan útbúnað
við það, sem var fyrir stríð.
Það er margt að sjá þarna
á Akers Mekaniske. Þarna
er stór ryðgaður skrokkur í
smíðum, skipafjelagið Fred
Olsen átti að fá skipið, en
smíðin var stöðvuð þegar
Þjóðverjar komu. Samt hef-
ir smávegis verið unnið að
!því á stríðsárunum. Annað
' nýtt skip er svo langt komið
að það er á floti og búið að
skíra það „Bolivar". Það gat
verið tilbúið fyrir löngu, en
smiðirnir kærðu sig ekki
um að láta Þjóðverja nota
það. „Bretagne“ heitir eitt
stóra skipið, sem þarna ligg
ur, það hefir fengið viðgerð
og á að sigla til Newcastle.
Það er ein tegund skipa,
sem sjerstaklega er hraðað,
nfl. hvalbátarnir. Þeir voru
úti þegar Noregur var her-
numinn, og hafa flestir ver-
ið notaðir til að slæða tund
urdufl á stríðsárunum, jafn
vel suður í Súezskurði. Yer-
öldina vantar feiti og hval-
bátarnir verða að komast af
stað um miðjan september.
Og áður verður að taka af
þeim „duflaplóginn“ (para-
vaninn) og kanónpallinn,
en koma fyrir skutulbyss-
unni oð öðrum tilfæringum,
því að það eru ekki sömu
veiðarfærln, sem notuð eru
á tundurdufl og á hval.
Þarna liggur skip, sem
heitir „Aústanger", 15.000
smálestir. Það var smíðað Þ
Odense 1943 og Þjóðverjar
tóku það, en nutu þess
skamma stund, því að flug-
vjel dreif sprengju á aftan-
vert þilfarið og gerði skipið
ósjófært. Það var dregið til
Osló og komst til Akers
Mekaniske Verksted, en
þegar spellvirkin voru gerð
á smíðastöðinni, 28. nóv. í.
fyrra kviknaði í því og það
skemdist enn meira. Annað
skip, „Troma“ sökk í kví-
mynninu í sama skifti, svo
að erfitt er að koma skipum
inn og út, framhjá því. En
nú er verið að ná því upp.
--------Þetta eru aðeins
nokkrar augnabliksmyndir
úr einum stað. En alsstaðar
er verið að smíða og -gera
við. í árslok 1948 gera Norð
menn ráð fyrir að hafa bvgt
í verstu skörðin, en í fult lag
verða siglingar þeirra varla
komnar fyrr en eftir tíu ár.
Skttfi Skúlason.