Morgunblaðið - 20.09.1945, Page 12

Morgunblaðið - 20.09.1945, Page 12
12 MOKGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 20. sept. 1945 Jónas Kristjánsson læknir 75 ára Vídðlínspostilla í fallegri útgáfu Carl D. Tulinius framkvæmdastjóri KIRKJUBÆKUR segja, að Jónas læknir Kristjánsson sje sjötíu og fimm ára í dag, fædd ur 20. sept. 1870. Það verður trauðla vjefengt, þótt í fljótu bragði að manni virðist harla ótrúlegt, að svo sje, því kvik- ari mann getur vart að líta. Jeg minnist þess, að í fyrra- sumar mætti jeg honum rjett utan við bæinn, ekki á göngu, heldur á hlaupum, því satt að segja þá hljóp hann við fct, rjett eins og tvítugur ungling- ur, og mjer er nær að halda, að hann verði altaf unglingur, því hann eldist svo vel, hið innra líka; það er altaf ljett yfir hugsunum hans og hann á svo gott með að klæða þær í vorljettan búning^ engin stöðnun hvorki ytra nje innra, er það ekki dásamlegt. Enginn skyldi þó taka orð mín svo, að jeg telji Jónas lækni ung- gæðislegan í hugsun, því það á við hann, sem André Maurois segir á einum stað: Gamlir læknar eru þrautreyndir og mjög vitrir. Þeir eru ósnortnir af ástríðum æskunnar og eru færir að draga ályktanir sínar með fullkomirjpi nákvæmni og rósemi. Starfsdagur Jónasar læknis Kristjánssonar er orðinn lang- ur og eigi er unt í örstuttri blaðagrein að lýsa til hlítar þeim margþættu trúnaðarstörf um, er honum hafa verið falin og sem hann wns og að líkum lætur hefir af hendi leyst með stakri samviskusemi, enda mun jeg ei gera tilraun til þess, held ur rjett aðeins drepa lítillega á hans óskabarn, Náttúrulækn- ingafjelag íslands. Það var stofnað fyrir rúmum 5 árum fyrir atbeina Jónasar læknis, og má með sanni segja, að það sje merkilegur áfangi í mafgra áratuga baráttu hans fýrir mannbótum eða náttúrulækn- ingastefnunni eins og það er kallað. Það er svo með starf brautryðjandans, að því mæta jafnan miklir og margvíslegir erfiðleikar, og hefir Jónas læknir ei farið varhluta af þeim, þar sem segja má, að háskólalæknisfræðin eða ein- stakir menn innan hennar vje- banda hafi beinlínis róið öll- um árum að því að kveða hans mikla menningar- og mannúð- arstarf í kútinn. En alt um það hefir ekkert megnað að buga mótstöðuþrótt brautryðjandans, þótt kalt hafi blásið á stund- um og það úr hörðustu átt, og mikla og margvíslega blessun á hið óeigingjarna starf Jón- asar læknis Kristjánssonar eft- ir að færa þjóð vorri um ó- komna framtíð og merki hug- sjóna hans munu niðjar vorir blessa um ókomnar aldir. Jónas læknir er fróður mað- ur um marga hluti og vil jeg að lokum persónulega færa honum þakkir mínar fyrir margar ánægjulegar viðræðu- stundir á hans ágæta heimili, og óska honum og hans góðu konu frú Hansínu Benedikts- dóttur til innilegrar hamingju með þennan merkisdag í lífi þeirra. Stefán Rafn. Hjálparþörf Á EINU sjúkrahúsinu hjer í Reykjavík er 22 ára gömul stúlka, hefir verið rúmföst þar í 10 mánuði. Gert er ráð fyrir því, að hún verði að liggja enn all lengi, því að sjúkdómur hennar er þrálátur og erfiður. Hún er algerlega eignalaus, notaði það litla, sem hún átti, til námskostnaðar sjer, nokkru áður en hún veiktist. Foreldr- ar hennar eru fátæk og búa við fremur erfiðan heimilishag. Þessi veika stúlka hefir því miklar áhyggjur um næstu framtíð sína, því að sjúkrahús- kostnaður er meiri en svo, að hún með aðstoð foreldra eða vandamanna sinna geti staðið straum af honum. Ef einhverjir góðir menn vildu rjetta þessari veiku stúlku hjálparhönd í erfiðleik- um hennar, mun Morgunblaðið fúslega veita gjöfum viðtöku. Ennfremur geta menn fengið nánari upplýsingar með því að snúa sjer til sr. Árna Sigurðs- sonar fríkirkjuprests. S. G. NÝ, FALLEG útgáfa af Vídalínspostillu er komin út hjá Helgafellsútgáfunni. Útgáf una hafa annast þeir síra Páll á Skinnastað og Björn Sigfús- son. Falleg mynd af Jóni Vída- lín og Skálholtsstað, frá hans tíma, er framan við bókina. Nýir upphafsstafir í bókinni eru gerðir af Hafsteini Guð- mundssyni af mestu smekkvísi. Band og prentun er í besta lagi. Slysavarnafjelagið þakkar gjöf Lands bankans í TILEFNI af hinni stórhöfð inglegu gjöf Landsbanka ís- lands til Slysavarnafjelags ís- lands, hefir Guðbjartur Ólafs- son, forseti fjelagsins, sent eftirfarandi þakkarbrjef til stjórnar Landsbanka íslands: Reykjavík 18. sept. 1945. Hr. bankastjóri Magnús Sig- urðssonar, Landsbanka Islands. Jeg hefi meðtekið heiðrað brjef yðar, þar sem mjer er til- kynt, að stjórn Landsbankans hafi í dag á 60 ára afmæli bank ans, gefið Slysavarnafjelagi ís- lands kr. 50.000.00. I nafni fjelagsins flyt jeg stjórn Landsbankans bestu þakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf, og óska stofnuninni alls góðs í framtíðinni. I þessu sambandi minnumst vjer einnig með þakklæti þess, er bankinn gaf Slysavarnafje- laginu einnig kr. 50.000.00 í sama skyni á 50 ára afmælinu. Það er trú mín og von, að þetta myndarlega fjárframlag stofnunarinnar til slysavarna- málanna ásamt hinum hlýja hug, sem gjöfunum fylgir og trú á hinu góða málefni, eigi effir að verða bæði bankanum og slysavarnastarfseminni í heild til mikillar blessunar á komandi árum. Virðingarfylst Slysavarnafjelag íslands Guðbjartur Ólafsson. IMini CARL D. TULINIUS andað- ist 8. þ. m. Hann var fæddur 13. júli 1902 á Eskifirði. Foreldrar hans voru Axel V. Tulinius sýslu- maður þar, síðar framkvæmd- arstjóri Sjóvátryggingarfjelags íslands, og kona hans, frú Guð- rún Tulinius, dóttir Hallgríms biskups Sveinssonar, og lifir hún son sinn. Eru mannkostir þeirra hjóna alkunnir. Carl gekk í Mentaskóla Reykjavíkur, en varð að hætta námi í V. bekk vegna veik- inda. Fór hann nokkru síðar til Kaupmannahfnar og vann þar við vátryggingar, svo og í Reykjavík, eftir að hann flutt- ist til landsins aftur. Var hann um langt skeið aðalumboðs- maður líftryggingarhlutafjelags ins Thule, en eftir að það hætti störfum hjer, var hann fram- kvæmdarstjóri fjelagsins Carl D. Tulinius & Co. h.f. Hann kvæntist 12. apríl 1929 eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Tuinius, dóttur Magnúsar Jóns- sonar, bæjarfógeta. Áttu þau þrjú börn, Magnús Jóhann, Öglu og Ásu. Carl var ötull starfsmaður, meðan honum entist heilsa til. Hann hafði aflað sjer mjög góðr ar þekkingar í vátryggingar- fræði. Ætla jeg, að hann hafi þar staðið fáum mönnum hjer- lendum að baki. Fjekk jeg oft færi á að reyna þetta, því að fyrirtæki þau, er Carl veitti for stöðu, þurftu oft að eiga í deil- um og málaferlum, eins og eðli- legt má telja. í þessum deilum kom það glöggt í ljós, að Carl hafði skýra og rökfasta hugs- un og góða þekkingu í vátrygg- ingarfræði, eins og áður er sagt. Hann flutti og útvarpsfyrir- lestra um vátryggingarmál. Carl var þjóðrækinn maður í besta lagi. Hann ljet sjálfstæð- ismálið mikið til sín taka og rit- aði góðar greinar um það. Hann fór ekki dult með skoðanir sín- ar í stjórnmálum. Tók hann mik inn og góðan þátt í störfum stjórnmálafjelaga á yngri árum ing og var um skeið í stjórn Heim- dallar. Carl var kátur maður og skemtinn í vinahópi, enda var hann maður vinsæll. Hann var viðfeldinn og ljettur í máli og jafn við hvern sem var. Hann var sjerstaklega fyndinn og orðheppinn. Hann var fljótur að hugsa og var vel máli far- inn. Hann átti gott hjarta, var greiðvikinn og fann til með þeim, sem bágt áttu. Hann var tryggur mönnum og málefnum. Carl var í hærra lagi á vöxt, vel limaður og þrekinn. Hann var hraustbygður, en átti við þrálát veikindi að stríða hin síð ari ár. Hann átti því láni að fagna að eiga gott heimili. Góð kona og mannvænleg börn veittu lífi hans yndi og ham- ingju.' Jarðarför hans fór fram 14. þ. m. að viðstöddu fjölmennii. Skátar og frímúrarar stóðu heiðursvörð við kistu hans. Magnús Thorlacius. miinnniiiiumiiimmnrmnmmnniiniuuiimminin I Herbergi til leigu H við úthverfi bæjarins, H gegn húshjálp 2—3 klst. = árdegis. Þær, er vildu s sinna þessu, leggi tilboð á H afgreiðslu Mbl. fyrir kl. 6 H á föstudagskvöld, merkt „IIúshjálp“. Bniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiir ■ I ■ ■I iiyi ^ ^ M.' : : ■ m MP { /PEA OF ALL L TL/OSB T/ME - M TABLE5, "GOLPPLAT& C0/N6 SOME PLACEI YOU SA/P VOU hiAP A SUB- ST/TUTE FOP HORSE-RAC/NG? 'what/)} TRA/NS WHAT WHAT \MHAT. Copi 1945, King Featurcs Syndicatc, Inc., World rights rcscrvcd. Efilr Robert Storm Glæponinn: Hjer er háfjallasólin, sem þú baðst um, húsbóndi. Annar: Hvað ertu að gera með allar þessar ferðaáætlanir. Erut að fara eitthvað? Þú sagðir að þú ætlaðir að finna okkur eitthvað að gera. Gullskalli: Rjett er, lagsi. Jeg er með það hjerna. Allir glæpamennirnir hrópa: Hvað hvað hvað?? — Gullskalli: Já, er nokkuð verra að veðja á járnbrautarlestir en hross. Haldið þið að bjánarn- ir bíti ekki á? Fáið mjer nýjan hárbursta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.