Morgunblaðið - 20.09.1945, Qupperneq 14
li
MORGUNBLAÐIÐ
Firntudagur 20. sept. 1945
Je9 a'
JÓNATAN SCRIVENER
Jjjtir (Jiaude ^Jioucflit i
29. dagur
Jeg veit þetta — jeg hefi vit-
að það árum saman — en sann-
leikurinn er nú samt sá, að þeg
ar er jeg vaknaði morguninn
eftir heimsókn þeirra Middle-
ton og Francescu, tók jeg til við
að gera mjer stundatöflu yfir
daginn, með miskunnarlausri
rökvísi. Fyrst og fremst ákvað
jeg' að taka ekki á móti nein-
um heimsóknum. Jeg hafði nóg
að hugsa og þurfti að vera einn.
í öðru lagi ákvað jeg að hringja
til Winkworth, þar eð jeg hugði
rjettara að láta hann vita, að
Francesca hefði ekki heimsótt
hann að mínu undirlagi. Loks
ætlaði jeg að íhuga vandlega
það sem Francesca hafði sagt,
reyna að komast á snoðir um,
hvort sannleikurinn væri í raun
rjettri sá, að Scrivener gerði
tilraunir með aðra. og einnig
ætlaði jeg að endurskoða hegð-
un mína við vini Scriveners, ef
svo mætti að orði kveða. Þótt
virðingu minni fyrir samning-
um sje ef til vill dáljtið áhóta-
vant, er ekki þar með sagt, að
jeg virði þá algjörlega að vett-
ugi. Jeg tók við peningum frá
Scrivener og í sama mund
ræddi jeg óhikað og opinskátt
um hann við alla kunningja
hans. Jeg ætlaði að eyða degin-
um í að hugsa um þetta.
Eftir að hafa hlekkjáð sál
mína þessum ákvörðunum, sett
ist jeg a^jjjjjgAingi. Það fyrsta
sem á vegi mínum varð, var
stórmerkilegt brjef. Það var
sent til mín frá skrifstofu Pet- I
ersham og í því var mjer tjáð,
að maður að nafni Rogerson ]
hefði nýlega látist í Ástralíu og (
arfleitt mig að fimm þúsund
pundum. I arfleiðsluskrá hans
stóð, að faðir minn hefði gert
honum greiða fyrir mörgum ár
um. Rogerson hafði auðgast eft
ir dauða föður míns, og þess-
V(2 úl Tieiddi hann son hans
að eigum sínum — eina ættingj
anum, sem á lífi var.
Jeg hafði aldrei heyrt Rog-
erson getið, en þarna stóð þetta,
svart á hvítu. Brjefið hafði ver
ið sent frá lögfræðingaskrif-
stofu í Lincoln’s Inn Fields til
Petersham. Jeg hjelt áfram að
snæða morgunverð minn, og
reyndi að gera mjer Ijóst, hver j
megináhrif þessa undurs myndi
vera, eins og nú stóð fyrir mjer. I
Jeg var heilann klukkutíma að
sjá það, sem lá í augum uppi. j
Jeg var frjáls, og ef jeg hjelt
áfram að starfa í þjónustu Scri j
venner, gat jeg sagt honum. að,
jeg væri fjárhagslega óháðux,
og myndi því ekki vera bundinn
honum á sama hátt og áður, og
ef vinir hans æsktu þess að
verða mínir vinir, yrði jeg að,
þyggja vináttu þeirra sem jafn
ingi — en ekki sem einkaritari
hans. Að öðrum kosti yrði jeg
að segja starfinu lausu.
Klukkan hálf ellefu settist!
jeg loks niður til þess að skrifa <
Scrivener. Jeg benti honum á,
að jeg hefði kynst ýmsum af vin ]
um hans allnáið, og ef hann,
hefði eitthvað við það að athuga i
— sem væri mjög sennilegt —
væri jeg fús til þess að segja
upp starfinu. Jeg sagði honum
og, að jeg myndi ætíð standa í
þakkarskuld við hann, þar eð
óbeinu kynni mín af honum
hefði víkkað andlegan sjóndeild
arhring minn til muna. Jeg var
ekki í rónni, fyrr en brjefið var
komið í póstkassann.
Að þessu búnu hringdi jeg í
Winkworth, en hann var nú aft
ur orðinn eins og þegar jeg tal
aði við hann fyrst. Hann ætlaði
aldrei að geta komið því fyrir
sig, hvað jeg hjet. Þegar jeg
gerði heiðarlega tilraun til þess
að benda honum á, að jeg hefði
ekki átt neinn þátt í heimsókn
Francescu til hans, tók hann
málið út af dagskrá með því að
lýsa því yfir, að hann hefði áð-
ur haft þann heiður að reka er-
indi frú Bellamy og myndi án
efa eiga eftir að gera það í mik
ilsverðum málum. Þegar jeg ætl
aði að minnast á samræður okk
ar á dögunum, virtist hann al-
veg hafa gleymt þeim. Að lok-
um sagði jeg:
,,Svo var það eitt enn, hr.
Winkworth“.
,,Tími minn er dýrmætur,
eins og þjer vitið, herra Wrex-
ham“.
,,Já — jeg skal ekki tefja yð-
ur. Jeg ætlaði aðeins að spyrja
yður að því, hvort þjer gætuð
tekið að yður dálítið mál fyrir
mig“.
„Fyrir yður?“ Áherslan, sem
hann lagði á síðasta orðið var
þrungin lítilsvirðingu í minn
garð.
„Já. Jeg fjekk brjef frá
Hargreaves, Grunt & Hard-
castle í morgun“.
„Lincolns Inn lögfræðingun-'
um?“ spurði Winkworth, og
vottaði fyrir áhuga í röddinni.
„Já“, svaraði jeg. „Þeir til-
kynna mjer að jeg hafi verið arf
leiddur að fjárhæð, sem nem-
ur. . . .“.
Þegar hjer var komið, var
sambandið tekið af okkur, og
náði jeg ekki í hann aftur, fyrr
en svo sem fimm mínútum síð-
ar.
„Það var slitið fyrir okkur“,
byrjaði jeg.
„Þjer voruð að segja, að yður
hefði tæmst arfur, sem
næmi —“.
„Fimm þúsund pundum“,
sagði jeg.
„Er það mögulegt, Wrexham!
Þjer segið ekki satt. — Auðvit-
að eru þetta engin auðæfi, en
dálaglegur skildingur. Það er
ekki borguð viss upphæð af því
árlega? Þjer fáið það alt í
einu?“
„Já, alt í einu“, svaraði jeg.
„Ja-há! Með lögfræðilegri
kænsku og kunnáttu ætti að
vera hægt að gera eitthvað úr
fimm þúsund pundum, að jeg
beld. Gamall og góður vinur j
minn sagði einu sinni við mig,
rjett áður en hann var aðlað- |
ur: „Winkworth — meginástæð I
an til þess að jeg hefi komist á-
fram í lífinu er sú, að jeg spar-
aði eyðslufje það. sem frændi
minn ljet mjer í tje þegar jeg
var í skóla“. Mjer er það vitan-
lega sönn ánægja að taka þetta
að mjer fyrir yður, Wrexham.
Það er ekki í fyrsta sinn, sem
við höfum átt viðskifti við
Hargreaves, Grunt & Hard-
castle, herra minn!“
Við töluðum ekki lengur sam
an að sinni, en Winkworth sá
um þessi viðskifti fyrir mig, þeg
ar þar að kom.
— Klukkan var orðin tólf. —
Stundataflan, sem jeg hafði
gert yfir daginn, var nú aðeins
óljós endurminning. Jeg ákvað
að snæða hádegisverð úti. Þeg-
ar jeg var í þann veginn að
leggja af stað litlu síðar, kom
Matthews inn og sagði, að herra
Anthony Rivers biði frammi,
vildi hafa tal af mjer.
„Er það góðvinur Scriven-
er?“ spurði jeg, þar eð jeg vildi
komast á snoðir um, hvort Matt
hews kannaðist við hann.
,,Já, herra. Hann hefir komið
hingað áður“.
„Viljið þjer gjöra svo vel að
biðja hann að koma hingað inn“.
Andartaki síðar birtist ungur
maður í dyragættinni. Hann var
lýtalaust búinn, og er það eini
maðurinn, sem jeg hefi nokkru
sinni sjeð glæsilegan í nýtísku
fötum. Flestir okkar fá ekki
meiru áorkað en því, að vera
snyrtilegir. Hann leit út fyrir
að vera tuttugu og fimm ára
gamall, hávaxinn og ljóshærð-
ur. Hann skifti litum eins og
ung stúlka og var frjálsmann-
legur og hressilegur í fram-
göngu.
„Halló! Er Scrivener ekki
kominn heim ennþá? Það var
leiðinlegt. En vi ðskulum ekki
fást um það. Þjer eruð sennilega
Wrexham. Hann sagði mjer frá
yður. Jeg heiti Anthony Riv-
ers“.
Við tókumst í hendur.
„Þetta er þá hið dularfulla
herbergi! Jeg hefi aidrei komið
hingað áður“.
„Höfðuð þjer nokkra ástæðu
til þess að halda, að Scrivener
væri kominn heim?“ spurði
jeg.
„Hann ætlaði að vera kominn
heim fyrir hálfum mánuði síð-
an — en þjer vitið, hvernig
hann er“.
„Hafið þjer hitt hann ný-
lega?“ spurði jeg.
„Já — jeg rakst á hann í Par
ís. Það var líka alveg rjett. Jeg
er með dálítið af bókum hjerna
í bílnum mínum. Jeg skal sækja
þær. Eða þjónustustúlka yðar
nær kannske í þær fyrir mig“.
Matthews fór til þess að ná í
bækurnar og Rivers horfði í
kringum sig í bókaherberginu
á meðan. Hreyfingar hans voru
ljettar og fjaðurmagnaðar. —
Hann raulaði glaðlega fyrir
munni sjer meðan hann athug-
aði bækurnar. Hann var mjög
fríður sýnum — nærri því smá
fríður, og stakk það mjög í stúf
við festulegan, alt að því hörku
legan munnsvipinn.
Matthews kom að vörmu
spori með bækurnar, og Rivers
sneri sjer að mjer og sagði:
Ef Loftur aretur bnð ekki
— bá hver?
Stríðsherrann á Mars
2),
’re n ff/aóacja
Eftir Edgar Rice Burroughs.
26.
en samt hnipraði hann sig skömmustulega saman, þegar
jeg kallaði til hans, eins og hann hefði gert eitthvað af
sjer.
Jeg hafði aldrei getað fengið af mjer að refsa Woola
öll hin löngu ár, sem liðin voru síðan daginn góða, þegar
einn af höfðingjum grænu mannanna hafði sett hund-
inn til að gæta mín, og jeg hafði unnið ást hans og trygð
frá hinum grimmúðgu mönnum, sem áður voru hús-
bændur hans, en samt býst jeg við því, að jeg hefði get-
að farið menn hann eins og mjer sýnist, svo vænt þótti
honum um mig. •—
Gimsteinar, sem greyptir voru í gullhlaðið, sem Labor
bar um enni sjer, gáfu til kynna, að hann hefði verið
heilagur þern, en fjelagi hans, sem ekki var þannig
skreyttur, var þern af lægri stigum, þótt jeg sæi af her-
klæðum hans, að hann hefði verið kominn á níunda svið-
ið, sem er aðeins einu niðar en hinir heilögu þernar.
Þegar jeg stóð og horfði á hvernig Woola hafði leik-
ið óvini mína, þá datt mjer í hug, að einu sinni hafði jeg
notað hárkollu af Þerni, til þess að dulbúa mig, og nú
datt mjer í hug, hvort ekki væri reynandi að nota búnað
Lakors í sama augnamiði.
Nokkru síðar hafði jeg svift gulu hárkollunni af nauð-
rökuðum skalianum á honum, og sett hana, ásamt gull-
hlaðinu á höfuð mjer. Síðan klæddist jeg herklæðum
hins dauða Þerns.
Woola þótti þetta næsta viðbjóðslegt framferði. Hann
þefaði af mjer og urraði grimdarlega, en þegar jeg talaði
til hans og klappaði honum, þá ljet hann sjer breyting-
una loksins lynda, og lagði af stað eftir ganginum sam-
kvæmt skipun minni, í þá átt, sem við áður höfðum
haldið, þegar Þernarnir höfðu hindrað för okkar.
Við fórum mjög varlega, þar sem sem samtal hinna
fölnu Þerna hafði varað mig við. Jg gekk við hlið Woola,
svo við gætum báðir í einu sjeð, ef eitthvað óvænt birt-
ist framundan, og eins gott var það líka, að við höfðum
gát á öllu og höfðum verið varaðir við.
Á/ruj,
Sölumaðurinn: — Þessi vjel
vinnur helminginn af því, sem
þú þarft að gera.
Viðskiptavinurinn' — Jeg
ætla að fá tvær.
★
BáJ'.f ið eiginkona: — Hvaða
n eining er það eiginlega að
koma l.eim klukkan fjögur u n
nótt?
DrukK’nn eiginmaður: —
Elskan min, hún er ekki nema
eitt, jeg heyrði hana slá eut
högg hvað eftir annað.
★
Það var einu sinni maður,
sem var svo rangeygður, að
{ hann dó úr hungri. Þegar hann
ætlaði að fara að borða, rak
hann altaf gaffalinn upp í
sessunaut sinn.
★
Þegar sagt var við amerísk-
an ferðalang, sem var að horfa
á vellandann í Vesúvíus í fyrsta
skipti, að svona nokkuð gætu
þeir Ameríkanarnir ekki boðið
upp á, svaraði ferðalangurinn:
— Uss, með Niagarafossun-
um gætum við slökkt þessa ó-
veru á augnabliki.
★
1. læknir: — Þarna er konan,
sém jeg elska.
2. læknir: — Því ferðu ekki
og giftist henni?
1. læknir: — Jeg hefi ekki ráð
á því, hún er besti sjúklingur-
inn minn.
★
— En læknir, laxerolía er nú
svo gamaldags meðal.
— Já, en börn eru líka svo
voðalega gamaldags.
★
Úrsmiðurinn: — Þjer skuldið
mjer tveggja mánaða greiðslu
fyrir úrið.
Viðskiptavinurinn: — Það er
alt í lagi, það er þegar orðið
tveim mánuðum of seint.
★
Leigusalinn var að yfirheyra
væntanlegan leigutaka. — Þú
veist, sagði hann, að við viljum
hafa afskaplega kyrt og rólegt
hjerna. Áttu nokkur börn?
— Nei.
— Píanó, útvarp eða grammó
fón?
— Nei.
— Spilar þú á nokkurt hljóð
færi? Hefurðu hund, kött eða
páfagauk?
— Nei, en það skrallar stund
um alveg hryllilega í pennan-
um mínum.