Morgunblaðið - 26.09.1945, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 26.09.1945, Qupperneq 6
6 líOBflCNBLAftrB Miðvikudagur 26. sept. 1945. JHfttðtitifrliiMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstraeti 8. — Sími 1600. Askriftargjald: kr. 8.00 á mánuði innanlands, kr. 10.00 utanlands. 1 lausasölu 50 aura eintakið, 60 aura með Leabék. Hvenær kemur kallið? ÞEGAR lokið var verðlagningu landbúnaðarafurða á þessu hausti og í ljós kom, að verðið hækkaði enn á ný, hefði vissulega mátt ætla, að þetta viðhorf opnaði augu valdhafanna fyrir því, að það er ekki lengur hægt að fresta virkum aðgerðum í dýrtíðarmálunum. Menn eru að deila um það, hvort verðið á iandbúnaðar vörunum sje sanngjarnt eða ekki. Sumir telja verðið fram úr öllu hófi. Aðrir segja, að verðlagsnefnd hafi svik ið bændur, því að verðið sje svo lágt. Þessi deila er gagn laus og getur aðeins illu til leiðar komið. Vilji menn vera rjettlátir í dómum um störf verðlagsnefndar, munu þeir komast að raun um, að hún hafi halaið sanngjarnlega á málum. Eini grundvöllurinn, sem nefndin hafði við að styðjast, var sexmannanefndarverðið frá 1943, með breytingum á vísitölu landbúnaðarins, sem orðið hefir síðan. flagstofan hefir reiknað út vísitölu landbúnaðar- ins tvö árin, 1944 og 1945. Hefir hún hækkað bæði árin, eða 9.4% 1944 og 9.7% 1945. Verðlagsnefnd tók aðeins með 9.7% hsékkuninni, en slepti hinni. Sýnir þetta, að nefndin hefir viljað hafa hóf á verðlagningunni. ★ En við blasir engu að síður sú staðreynd, að verð land búnaðarvara hækkar? Þessu viðhorfi verður ríkisstjórn in að mæta með víðtækum aðgerðum í dýrtíðarmálunum. Eitt stjórnarblaðið, Þjóðviljinn, hefir verið að ympra á því að undanförnu og síðast í gær, að það hafi verið mis tök hjá landbúnaðarráðherra að hafa ekki tilbúnar til lögur í þessum málum, áður en heimildin til niður greiðslu á landafurðum fjell úr gildi (15. sept.). Þessu er því til að svara, sem hverjum manni er ljóst, að það er ekki á valdi neins eins ráðherra að leysa þessi mál. Það er ríkisstjótrnin í heild, sem verður að finna lausn út úr ógöngunum. Þetta veit Þjóðviljinn vel, og hann veit einnig, a'ð ríkisstjórnin hefir lengi verið að glíma við þessi mál er enn, hver sem niðurstaðan verður. ★ Því hefir margsmnis verið haldið fram hjer í blaðinu, að núverandi ríkisstjórn hafi möguleika til þess að finna viturlega lausn í d>*>íðarmálunum. Stjórnin hefir megin hluta þjóðarinnar að baki sjer. Hún hefir á prjónunum mörg stórmál, sem öll þjóðin fylkir sjer um. Það getur auðveldiega farið svo, að nýsköpunin í atvinnulífi þjóð arinnar, sem stjórnin vrnnur kappsamlega að nái ekki tilætluðum árangri, ef ekki verður í tæka tíð fundin leið 111 þess að minka dýrtíðarflóðið í landinu. Þetta er allri þjóðinni ljóst og þessvegna væntir hún þess, að núver- andi ríkisstjórn finni leið út úr ógöngunum. Hingað til hafa allar aðgerðir í dýrtíðarmálunum strandað á því, að fjölmennar stjettir þjóðfjelagsins Ifafa ekki viljað taka á sig fórnir í þeirri glímu. Má og með nokkrum sanni segja, að meðan stríðið stóð og eins og þar var í pottinn búið, hafi dýrtíðin ekki verið böl í okkar þjóðfjelagi. En eftir að stríðinu er lokið og afurðaverðið fer að lækka á erlendum markaði, gerbreytist viðhorfið. Þá er það lífsspursmál allra þegna landsins, að koma verðlaginu svo langt niður, að það þoli samkepni á heims markaðinum. ★ Þetta skilja áreiðanlega allir landsmenn. Þessvegna myndi nú engin stjett þjóðfjelagsins skorast úr leik og neita að færa einhverjar fórnir, til þess að sigrast á dýr- tíðinni. Og hjer þarf í rauninni ekki að vera að tala um fórnir. Sameiginlegt átak er rjettara áð segja, því að annað eða meira þyrfti ekki. En kallið þarf að koma frá ríkisstjórninni.' Hún á að hafa forystuna og tryggja það, að allir verði með. Hún á að vekja sömu þjóðareiningu um þetta mál og gert var í nýsköpuninni. Ef núverandi ríkisstjórn gefst upp við lausn dýrtíðarmálanna, frestar þeim enn um óákveðinn tíma, getur farið svo, að ekkert verði aðgert fyrr en í algert óefni er komið. Það yrði óbætanlegt tjón. \Jrfwerji óbripar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Konungur við Geysi. KRISTJÁN Danakonungur á 75 ára afmæii í dag. Hann hefir alira konunga oftast komið til Is lands og er orðinn hjer alkunn- ugur. Danakonungur ei vinsæll mjög meðal þjóðar sinnar, sem kunnugt er og eru til af honum margar sögur, eins og oft vili verða um vinsæla menn. í tilefni af þessum afmælisdegi langar mig að segja eina sögu, sem jeg kann af Kristjáni konungi, sem jeg he!d að hafi ekki áður verið birt. •Þnð mun hafa verið sumarið 1936, að Kristján X. kom hmgað til landsins og meðal annars ferð aðist hann austur að Geysi. En Geysir hefir aldrei verið kon- unghollur og ekki var nokkur leið að hann sýndi gos, hversu mikið, sem sett var í hann af s ipu og hversu lengi, sem beðið var. Jeg var þarna ungur blaðamaður með í förinni til þess að skrifa frjettir af konúngsförinni. Á meðan beðið var eftir gosí, stóðu margir við skálina, þar á meðal Kristján konungur. — Hjá honum stóð fólkið og við hlið hans var síúlka með gagnfræða- skólahúfu, sennilega 14—15 ár:,. Konungur virtist í þur.gum þönkum, en alt í einu st-.eri hann sjer snögglega að stúlkunni og sagði dimmri röddu um leið og hann benti henni í skálina: „Þetta er víti. Menn ættu ekki að leika sjer að víti“. Stúlkan hrökk við, en xonung ur virtist skemta sjer vel. • Konungur og jafnaðar mannaforinginn. ÖNNUR SAGA af Kristjáni Ronung, sem er þektari og oft hef ir verið sögð er af honum og Jóni heitnum Baldvinssyni, formar.ni Alþýðuflokksins. Jón var stadd- ur í Kaupmannahöfn, sem með- limur í sambandslaganefndinni og konungur bauð nefndarmönn- um til veislu eitt kvöld. Þegar leið á kvöldið segir sag an, að hann hafi snúið sjer að Jóni Baldvinssyni og sagt heldur hastarlega: „Þjer eruð sósialisti. Þá búið þjer sennilega á trúboðshóteli?" „Nei, yðar hátign”, svarið Jón. „Jeg bý á „Kongen av Danmark" Ótal margar slíkar sögur eru sagðar af Kristjáni konungi Dan- merkur. • Beðið um grið f>rir trje. GÓÐUR boi'gari kom til min í gær og sagði: „Jeg ætla að biðja þig um að bjarga fyrir mig trjenu. Það er verið að eyðileggja það“. „Hvaða trje“. „Stóra fallega trjenu á Tjarnar bakkanum. Síðan Báran, eða KR- húsið eins og það hjet víst síðast, var rifið, þá hefir trjeð, sem stóð í garðinum við Tjörnina engan frið. Strákar hafa verið að klifra upp í það og brotið af því veik- ustu greinarnar. En þetta trje má ómögulega eyðileggja. Það er bæjarprýði". • Frásagnir um hryðjuverk. EINHVERSSTAÐAR var þess getið á opinberum vettvangi ný- lega, að það væri iila gert, að segja frá hryðjuverkum þeim, sem Þjóðverjar frömdu í fanga- búðum sínum. Rökin fyrir þess- ari skoðun voru þau, að þetta væri ljótar frá sagnir og að það gæti verið að börn og unglingar hlustuðu á þegar verið væri að segja frá. Víst eru frásagnirnar hrotta- lega ljótar, en ekki ljótari en til- efni er tii. Almenningur á heimt irtgu að fá að vita hvað gerst hef- ir. Einnig við, sem búum hjer norður á hjara veraldar. — Fram koma Þjóðverja og Japana í því stríði, sem nýlega er lokið, hefir verið þannig, að það á allur heim urinn að fá að vita um hryðju- verkin og hörmungarnar. — Við megum ekki gleyma því, að jafn vel hjer á landi voru menn, sem fylgdu þýsku nasistunum að mál- um. Það hefðu þeir sennilega eigi gert, ef þeir hefðu þekt hið sanna eðli þeirra. Nei, þó ,frásagnirnar sjeu Ijót- ar, þá verður að segja frá þeiro, því þá eru mmni líkur tii, að sömu hörmungarnar geti endur- tekið sig. • íslenskar áletranir. í SAMBANDI við grein hjer í dáikunum um íslenskar áletranir á tæki, sem keypt eru til landsins hefir Guðmundur Guðmundsson stórkaupmaður skýrt mjer frá því, að sjer hafi tekist að fá ís- lenska áletrun á strokjárn, sem hann hefir flutt og flytur inn. — Guðmundur hefir komist að raun um, eins og fleiri, að það hefir reynst erfitt að fá íslenskar á- lefranir á tæki vegna þess hve tiltölulega lítið við kaupum af þeim og það er dýrt að breyta um mál. Þá reynist oft erfitt, að þýða hin erlendu orð á íslensku þannig, að þau komist fyrir í stað hinna erlertdu orða. En það ætti að reyna að fá ís- lenskar áletranir á sem flest er- lend tæki og ávalt þegar því verð ur viðkomið. A ALÞJÓÐA VETTVANGI Lífið á landamærum Norður-Ítalíu í dag ÞAÐ er hægt að lesa viðburði síðustu ára á vegsteinunum og vegamerkjunum meðfram norð- urlandamærum Ítalíu. Yfir dyrun um á litlu gistihúsunum, þar sem árið 1918 stóð „Albergo", stend- ur nú „Gasthaus" á snotru got- nesku letri. Nöfnin á vegamerkj unum hafa breytst. Þar sem áður stóð „C_ampaccio“, stendur nú „Kompatsch“. Á hvítum steinun- um meðfram veginum, sem sýna fjarlægðirnar milli þorpa og bæja, hafa Þjóðverjar máð út o-in í endum hinna ítölsku nafna, t. d. Merano. Sumsstaðar hefir o-unum verið bætt við aftur með svörtum stöfum og ljótum. — Og á kránum sitja ítalskir hermenn og þýskumælandi bændur og ríf- ast hástöfum um framtíð lands- ins. Lengra austujrfrá kringum Trieste, þá umdeildu borg, er sag an sama. Alsstaðar er krotað og málað á veggi, mest slagorð: — ,Lifi Tito“. Upp með fjórða jugo slavneska hérfylkið“. — Meðan her Titos var á þessum svæðum, málaði hann meira á veggi en jafnvel ítalir sjálfir nokkru sinni gerðu. Óteljandi eru hamrarnir og sigðirnar og sovjetstjörnurn- ar, — já, jaínvel fleiri en í stór- borgum Norður-Ítalíu. Og vegna aess, að Italir hafa ekki enn tek- ið að sjer yfirstjórnina í hjerað- inu Venezia-Giulia, standa slag- orðin kyrr á veggjunum, og íbú- ar hjeraðs þessa geta í fyrsta skipti í 25 ár, lesið bæjarnöfnin á sínu eigin máli. í liðsforingjaskálunum og her mannatjöldum í Norður-Ítalíu og Austurríki er mikið talað um Jugoslafa og Rússa, og minst af því sem sagt er, er vingjarnlegt í þeirra garð. Þeir, sem voru í Trieste og Klagenfurt fyrstu dag ana, þegar alt virtist ætla í bál og brand, kalla hermenn Titos „skríl“. Sagðar eru sögur, — og þeim trúað, — um það að Rússar hafi rænt og ruplað og nauðgað kvenfólki, og einnig að þeir hafi skotið alla þá rússnesku flótta- menn, eins og þeir lögðu sig, sem skilað var til þeirra af hernáms svæði Breta. Þá var sagt, að kom múnistiskt ofbeldisstjórn ríkti í öllum löndum austan austasta breska varðmannsins. — í hverj um her er það svo, að alskonar sögur eru á kreiki, ýktar og oft meinlausar. En í þessu tilfelli munu þær brátt spilla sambúð okkar við Rússa og Jugoslafa. — Ekkert myndi Austurríkismönn- um og vissum Itölum þykja skemtilegra. Auðvitað er eitt- hvert sannleikskorn í öllum þess um sögum, en þar sem landamær anna er stranglega gætt, er hvorki mögulegt að sanna þær nje afsanna. Vissulega flytja Rúss ar mikið af vjelum og vörum, jafnvel húsgögnum, frá Austur- ríki. Þetta finst þeim ekki rupl, heldur skaðabótagreiðslur. Það er satt, að Rússar eru grimmir við Kósakka þá og Ukrainumenn, sem barist hafa gegn þeim með þýska hernum. Það er líka satt, að flóttamann bækistöðvarnar eru fullir a fólki, sem grátbiður okkur a senda sig ekki til Jugoslafíu eð Sovjetríkjanna. Það er satt, a fyrstu bresku hermönnunun sem komu til Trieste, var teki sem lausnurum og fagnað ákaí lega, og eins er hitt staðreynd, a fyrstu bresku hermannavögnu: um, sem komu til borgarinna Graz í Austurríki, eftir að Rúss ar voru farnir úr þeirri borg, va tekið með áköfum fögnuði o; varpað að þeim fyrnum af blóm um. Alt þetta sýnir að eitthvai er ekki í lagi. En myndin er nokl uð ljós. Það vita allir, hversi afskaplega fljótir Bretar, — o: þá líka breski herinn, — er a gleyma. Við höfum kanske rjet til þess að gleyma því, er ítali ráku rýtinginn í bakið á okku 1940 og að þeir hentu sprengjun á London. Og við höfum vissu lega rjett til þess að muna hvai ítalir hafa lagt í sölurnar fyri sigur vorn, hve vel ítölsku her sveitirnar börðust, og hversu fá tækir ítalir voru vingjarnlegi og hjálpfúsir við hermenn okkar En við höfum engan rjett til þes að gleyma, hvað Þjóðverjar oj Austurríkismenn höfðust að Rússlandi, nje hlutdeild ftala því að kúga Jugoslavíu. Það er djúp staðfest milli aus urs og vesturs, og verður að brú; það, ef mannkynið á að lifa af ; öld atómsprengj unnar. Það hefi: Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.